Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991. U Sviðsljós S. Gualano, til vinstri, ásamt Ólafi Tómassyni, póst- og simamálastjóra við nýju tækin. Nýr búnaður hjá Pósti og síma Póstur og sími hefur komið sér upp búnaði í símstööinni í Múla sem skiptir sjálfkrafa yfir á varaleiðir ef bilun verður einhvers staðar á flutn- ingsleiðum símans í miðbænum. Nýju tækin eru frá ítalska framleið- andanum Marconi. Á næstunni verð- ur settur upp sams konar búnaður á fleiri stöðum í Reykjavík og ná- grenni. Með uppsetningu á þessum tækjum er reynt að koma í veg fyrir að trufl- anir verði á símaumferð þótt bilun verði á einhverjum einum stað í símakerfinu. Sífellt er unnið að því að kom á varaleiðum fyrir símann. Nýi búnaðurinn skiptir sjálfkrafa yfir á varaleiðir ef nauðsyn krefur og tekur skiptingin ekki nema tvær til þrjár sekúndur. Tækin í Múla geta flutt átta þúsund símtöl yfir á aðrar leiðir og ætti það að duga und- ir öllum venjulegum kringumstæð- um. Aðalframkvæmdastjóri Marconi fyr- irtækisins á Ítalíu, S. Gualano, kom hingað til lands til að vera viðstaddur þegar búnaöurinn var formlega tek- inn í notkun. Ungir sem aldnir hafa mikinn áhuga á að skoða RC-skutluna og á Seyðis- firði mynduðu börnin langar biðraðir til þess að fá að setjast undir stýri á farartækinu. RC á feröinni Undanfarnar vikur hafa starfs- menn frá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar verið á ferð um landið og geng- ur ferðin undir yfirskriftinni „RC á ferðinni". Þegar hafa tuttugu og þrír bæir og kaupstaðir verið heimsóttir á Austur- og Norðurlandi og á næstu tveimur vikum munu fimmtán þétt- býlisstaðir til viðbótar verða heim- sóttir á Vestfjörðum og Vesturlandi. Hvarvetna sem RC hefur verið á ferð hefur safnast saman mikill mannfjöldi og hefur ríkt almenn ánægja með þetta uppátæki starfs- manna Ölgerðarinnar, einkum með- al yngri kynslóðarinnar. Á flestum stöðum hefur RC-risadós verið blásin upp, torfærubíll og rallbíll hafa veriö til sýnis, farið hefur verið í leiki með börnin og fólki gefinn kostur á að bragöa á RC. A Egilsstöðum þyrptist fólk að þegar gefiö var gos í hitanum Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi skólastjóri Ölduselsskóla, varð sjötug 13. júlí sl. Hún er einnig vel þekkt fyrir störf sín á vegum skátahreyfingar- ínnar á íslandi og var meðal annars formaður Skátasambands Reykja- víkur í nokkur ár. Hún og maður hennar, Sophus Auðunn Guð- mundsson, buðu til veislu á heimih sínu í tilefni af- mæhsins. Fjöldi gesta, fjölskylda, vinir og ætt- ingjar, sóttu þau heim á þessum merkisdegi og voru fluttar ræður og heillaóskir th heiðurs af- mælisbaminu. Afmælisbarnið ásamt manni sinum og sonum. Frá vinstri, Friðrik Sophusson, Sophus Guðmundsson, afmælisbarnið Áslaug og Guðmundur Sophusson. Friðrik Sophusson og eiginkona hans, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, ræða hér við foreldra hennar, Sigriði Júliusdótt- ur, sem stendur við hlið dóttur sinnar, og Kristmund E. Jóns- son. Þrjár af bestu vinkonum Áslaugar og samherjar i skátahreyfingunni. Frá vinstri, Borghildur Fen- ger, Auður Garðarsdóttir og Sigurveig Mýrdal. DV-myndir S Fjöldi bílasala, bíla- umboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af ölluni geröum og í öllum veróflokkum með góðum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.001iI 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 ti I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.00til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.