Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 17, JÚLÍ 1991.
Frelsi olíufélag-
anna, til hvers?
Þorsteinn Sigurðsson skrifar:
Ég vil byrja þessar línur á að
þakka og taka undir bréf sem
birtist í DV nýlega frá Jóhanni
Bjömssyni, sem reifaði fyrirhug-
aða breytingu í olíuverslun hér á
landi. Hann vildi meina að sú
breyting sem fyrirhuguð væri
virtist ekki eiga að koma hinum
almenna notanda að neinu gagni.
- Nefhdi m.a. tregðu oliufélag-
anna aö bjóða viöskiptavinum að
versla gegn greiðslukortum.
Ég held að Jóhann og aðrir sem
eru tortryggnir á þetta væntan-
lega frelsi olíufélaganna hafi
ástæðu til að vera tortryggnir
áfram. Ég sé ekki nein merki þess
að hið fyrirhugaöa innkaupa-
frelsi muni á nokkurn hátt breyta
verðlagi hér og enn síður því sem
menn hafa þó helst vænst - að
sala og greiösluhættir verði sam-
ræmdir þeira er gerist í siðuðum
þjóðfélögum,
Hætliðekkivið
CNN útsendingar
Áskrifandi skrifar:
Maður er að heyra um að nú
hafi Stöð 2 verið gert að skilyrði
að gera breytingar á útsending-
um CNN stöövarinnar amerísku
á þann veg að gera útdrátt á is-
lensku úr fréttunum og senda
hann út inn á milli, annaðhvort
í töluðu máli eða með texta, og
„leggja yfir“ auglýsingar. - Að
öðrum kosti leggi Stöð þessar út-
sendingar niöur.
Þetta finnst mér vera óréttlát
krafa Stóra bróður, hvort sem
hann heítir útvarpsréttarnefnd
eða annað. Ég skora á Stöð 2 að
hætta ekki útsendingum og finna
frekar eitthvert ráð til að skáka
„kerfinu". Mætti t.d. ekki senda
út innlendar skjáauglýsingar í
stað hinna erlendu til að ná upp
þeim kostnaði sem hlýst af þvi
að endursegja fréttirnar á ís-
lensku?
Týnditrefliá
Laugavegi
H.H. hringdi:
Ég varð fyrir því óhappi að týna
uppáhaldstreflinum minum ný-
lega á göngu minni á Laugavegin-
um, á bilinu frá gömlu Mjólkur-
stöðinni að homi Laugavegar og
Klapparstígs. - Þetta gerðist
fimmtudaginn 11. þ.m.
Trefillinn er langur, úr þunnu
bómullarefni, með brúnu hlé-
barðamynstri. Ég væri aíar þakk-
lát ef einhver sem hefur fundiö
trefilinn góða myndi láta mig vita
og hringdi þá í síma 611610. - Með
fyrirfram þakklæti.
Gúrkurogannað
grænmeti
Helga hringdi:
Ef allur kostnaöur hér er miklu
hærri við framleiðslu á grænmeti
en annars staöar eins og fram
kemur i úttekt sem birtist í DV
sl. fóstudag þá eigum við ekkert
að vera að framleiða gúrkur eða
annað grænmeti hér. Svona ein-
falt er þetta. - Ég rengi alls ekki
ummæli formanns Sambands
garðyrkjubænda. Ég vil híns veg-
ar ekki þurfa að sæta því að
bændur hér taki þennan háa
framleiðslukostnaö út á íslensk-
um neytendum.
Ég gleymi ekki konu einni sem
hringdi í Þjóðarsál nýlega frá
kauptúni á Vestfjörðum og upp-
lýsti að tómatar þar í bæ væru
helmingi dýrari en hér í Reykja-
vik, Hún átti engra annarra kosta
völ en að skipta við þann eina
kaupmann sem var á staðnum.
Svona einokun eigum við ekki að
líöa í landinu. Það verður að taka
tillit til þess ef hér á landi er
ógerningur að keppa við innflutt
grænmeti og flytja það þá inn,
öllum til verulegra hagsbóta.
Spumingin
Atli Már Ingólfsson háseti: Já, sam-
göngur mundu aukast til muna og
Þingeyri yrði því meiri miðpunktur.
Gunnar Antonsson háseti: Já, það
myndi þýða betri og meiri samgöng-
ur.
Þorlákur Kjartansson vélstj.: Já
mjög miklu. Út- og innflutningur
héðan myndi aukast og farþegaflutn-
ingur jafnvel líka.
Lesendur
Stöð 2 kaf ar í kjarnorkuna
Haraldur skrifar:
Mér þykir heldur betur vera komin
gúrkutíð hjá Stöð 2. Þeir hjá stöðinni
eru farnir að grafa upp heimsóknir
herskipa hingað til lands, allt frá 8.
áratugnum, til að reyna að komast
að hvort þau hafi haft kjarnorku-
vopn innanborðs. Hvað á nú svona
fréttaflutningur að þýöa? Er þetta
dregið fram í tilefni heimsóknar
Manfreds Wörners, yfirmanns
NATO í Evrópu, til íslands, fyrir til-
stilli Kvennalistans, eða er hér um
breytta stefnu Stöövar 2 að ræða?
Kannski með nýjum fréttamönnum
sem vilja endurvekja kalda stríðið á
þennan sérkennilega hátt?
Ég hef sjaldan heyrt svo afkáralega
frétt lesna í sjónvarpi hérlendis sem
þessa um ímynduð kjarnavopn í her-
skipunum sem hér hafa komið í höfn.
Stuðst er við heimildir einhvers
fyrrv. flotaforingja í Bandaríkjunum,
sem líkt og annar bandarískur aðih
fyrir nokkrum árum hélt fram aö hér
væru geymd kjarnavopn, en var svo
ein allsherjar endaleysa.
Þessi djúpköfun Stöðvar 2 í kjarn-
orkuna er eitt tilbúið rugl, að mínu
mati, og ekki þess virði að elta ólar
við svona frétt þótt maður geti ekki
látið hjá líöa að geta þess að með
svona „uppslætti" og móöursýki er
Stöð 2 að rýra gildi sitt sem frétta-
miðill. - Sannleikurinn er sá aö eng-
inn hefur lengur áhuga á því hvort
kjamorkuwopn voru eða eru um
borð í herskipum hér við land vegna
þess að það skiptir engu málu leng-
ur. Ef þau eru um borð, sem telja
verður líklegt, a.m.k. í sumum
þeirra, er það ekkert tiltökumál fyrir
okkur íslendinga, við höfum einfald-
lega ekkert um það að segja.
Það ætlar hins vegar seint að gróa
yfir kommúnismann og hatrið á
varnarsamstarfi hinna vestrænu
þjóða hjá sumum hér á landi. Ég
held aö íslenskir fjölmiðlar ættu að
gera sem minnst af því að stunda
„rannsóknarblaðamennsku" ef ár-
angurinn er ekki betri en hjá Stöð 2
um meint kjarnavopn í herskipunum
í íslenskum höfnum. - Vönduð
vinnubrögð var a.m.k. ekki að finna
í þessari frétt stöðvarinnar.
Breytir alþjóðlegur
flugvöllur
einhverju fyrir bæinn?
(Spurt á Þingeyri)
Skúli A. Eliasson skipstj.: Öllu.
ásamt fiskveiðum er hann grundvöh-
ur þess að byggð haldist i firðinum.
Hann yrði slagæð byggðarlagsins.
Valur Jóhannesson stýrim.: Já. mjög
niiklu. Atvinnutækifærum fjölgar og
tekjur útgerðar og sjómanna mundu
aukast.
Grútarmengun frá
Grænlandi?
Sumarið gæti breytt f erðamynstri okkar
Togarasjómadur hringdi:
Þar sem mikið hefur verið rætt um
þessa hvítu froðu eða þykkni sem
fundist hefur á sjónum austur af
Ströndum og á Húnaflóa og fáir hafa
skýringu á langar mig til að koma
með hugsanlega skýringu á þessu
fvrirbæri. Ekki leið á löngu þar til
ljóst varö að hér var um grút eða
lýsi að ræða. í fréttum hafði líka
kornið frarn að haflsinn hefði rutt
þessu á undan sér að landinu. Með
þeirri vitneskju þurfti varla að vefj-
ast fyrir mönnum hvaðan þetta
kæmi. Eða hafa menn hér á landi
týnt niður hæfileikum til almennrar
ályktunar? - Reyndir sjómenn og
þeir sem svo aö segja eru aldir upp
við fjöruborð íslenskra sjávarplássa
ættu a.m.k. ekki að vera lengi að
draga ályktanir.
Mín skoðun er sú að þetta komi frá
Grænlandi. annaðhvort úr vinnslu-
stöðvum á austurströndinni eða frá
grænlenskum skipum sem eru við
veiðar þar austur af. Hafísinn rekur
þetta svo á undan sér á austurleið.
Það er vitað að ekki er enn mikhl
áhugi á umhverfisvernd í Grænlandi
og á margan hátt eru þar frumstæðar
aðferðir notaöar að því er snertir
úrgang sjávarfangs svo þetta er ekk-
ert óvenjulegt fyrirbrigði í augum
grænlenskra sjómanna eða fisk-
vinnslúmanna.
Að ætla að þetta komi frá skipum
sem eru að veiðum hér í nágrenninu
er algjörlega út í hött. Ekki er heldur
raunhæft að ætla að þetta reki alla
króna í ferðalög til sólarlanda, a.m.k.
ekki á meðan von er til að góða veðr-
ið haldist, með hitastigi um og yfir
20 gráður dag eftir dag.
Hvort sem veðrið hefur haft áhrif
á fyrirhugaðar ferðir til sólarlanda
þetta árið eða ekki hlýtur að koma
að því að fólk taki það með í reikning-
inn að sumars og sólar er þó ekki að
vænta hér nema þessa mánuði á
miðju ári en sólina er hægt að sækja
víða í útlöndum á öðrum tíma einn-
ig. Og hvað sem ferðaskrifstofumenn
segja um að ekkert lát sé á pöntunum
í sólarferðir, þrátt fyrir blíðviðrið
hér, þá staðfesta ummæli margra að
þeir hafi afpantað ferðir sínar ein-
mitt á þessum tíma.
Það er ekkert ólíklegt að sumarið
í sumar geti breytt hugsunarhætti
margra hér á þann veg að ekki sé
ráðlegt að taka eiginlegt frí fyrr en
líða tekur á haustið - eða þá snemma
vors, jafnvel í mars eða aprh, og svo
allt eins að vetrinum. Þetta væri svo
sem ekki nema til bóta. Og fyrir
bragðið fengi fólk þá fleiri sólar-
stundir ár hvert. Eitt er þó fyhilega
ljóst; menn munu ekki verða eins
áfjáðir í að ganga frá staðfestum
pöntunum í sólarferðir fyrir sumarið
eftir aðra eins veðurblíðu og nú hefur
verið á íslandi.
Kristján Eiríksson útgerðarstj.: Aö
sjálfsögöu, hann hlýtur að auka við-
veru fólksins hér og verða til þess
aö fleiri komi hingað.
Grútur við Gjögur. - „Hafa menn týnt niður hæfileikum til almennrar ályktun-
ar?“ er spurt i bréfinu.
leið frá Síberíu eða norðurhluta
Rússlands, þar sem það er of löng
leið og efnið myndi hafa eyðst veru-
lega eða horfið álgjörlega á þeirri
ferð.
Það er engum greiði gerðúr með
því að ætla að hlífa einhverjum við
því að fá sannleikann í dagsljósið,
heldur ekki grænlenskum aðilum,
jafnvel þótt einhverjum þyki það „lít-
ilmannlegt" og kalli það að „ráðast“
á t.d. Grænlendinga. Þótt það skaði
á einhvern hátt samstarf viö græn-
lensk yfirvöld að fá að rannsaka
þetta betur með því að kanna aðstæð-
ur við Grænland verðum við að láta
slag standa. - Við getum ekki tekið
þá áhættu að fá svona „sendingú'
neins staðar að hvað eftir annað.
Hjálmar skrifar:
Ekkert er hklegra en að hin ein-
muna veðurblíða hér á landi þetta
sumarið kunni að breyta ferða-
mynstri okkar íslendinga í framtíð-
inni. Ef ekki strax næsta ár þá aha
vega smám saman. Þegar svona sum-
ar kemur hér sunnanlands leiðir það
ósjálfrátt hugann að því að ekkert
vit er í því að eyða tugþúsundum
„Sumar og sól“ er aöeins á sumrin á Islandi, en á öörum tímum einnig í
útlöndum.