Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ1991.
13
Merming
Hugleiðingaljóð
Þessi litla bók er aö hálfu leyti
ljóð, tuttugu talsins, þriðjimgur
þeirra er þýðingar á ljóðum
sænsk-finnsku skáldkonunnar Ed-
ith Södergran og Portúgalans
Pessoa. Auk þess eru fimm stuttar
greinar um skáld, aðallega rúss-
nesk. Þetta eru einkum ferðapistlar
höfundar, og síst merkilegri en
sambærilegar greinar í dagblöðum.
Ekki mynda þeir heldur neina
heild þótt víða sé í þeim vikið að
því hvernig stjórnvöld ofsæki
skáld. Þetta er bara upptalning á
ýmsu sem fyrir augu ber og í hug-
ann kemur á ferðalagi. Þessir pistl-
ar eiga ekki erindi í bók, til þess
er þeir of veikir og óunnir. En hið
sama verður því miður hka að
segja um ljóðin. Þar ber mest á af-
strakt hugleiðingum, oft á hátíð-
legu orðalagi, en að sama skapi ht-
ið um skáldlegar myndir. Lítum á
dæmi:
Brú yfir Nevu
Sú löngun er ein og á
sér iðandi flöt að vini,
afmörkun, andvarans ónumda þey,
borg, á, bakka, hin stöku tré,
ótal myndir sem streyma í eina átt
og eru eitt
meðal ljósa, skimandi skugga.
Sérhver heimur er verðug hugmynd
heil og ný, sem birtist, nálgast,
snarráð speglun er
rýfur ákvarðaða einingu forms...
haldin, heft, bundin hvörfum
og leitar í sífehu enduróms,
lifir lit sinn, visnar og hverfur.
Mælandi ljóðsins stendur væntanlega á brúnni og horfir í iðandi vatns-
flötinn. Hann talar um ótal myndir, sem þar speglast, en í rauninni sjáum
við enga þeirra. í staðinn er sagt frá hverfulleika þeirra. Ætla má að þær
tákni hugmyndir og heildarkerfi þeirra, „reynsluheim". En þessi hugleið-
ing er ekki sett fram á annan hátt en í ritgerð, fyrir utan hnuskiptingu.
Sjálft orðalagið er upphafið ritmál, líkt og í ritgerðum.
Jafnvel þegar höfundur stöðvast við einstakt atvik er einnig það í formi
hugleiðingar. í rauninni birtist umrætt atvik okkur ekki, við skynjum
ekki „heim“ konunnar né barnsins, heldur fáum bara afstrakt hugsanir
höfundar um atvikið. Útkoman verður heldur loftkennd og fátækleg.
Nýrtenór
Hvert sæti var skipað og rúmlega það, þegar ungur
tenór að nafni Kolbeinn'J. Ketilsson og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari efndu til ljóðasöngstónleika í
Norræna húsinu mánudaginn 14. júlí sl. Eflaust hefur
útbreidd forvitni um „nýjar raddir" ásamt óvefengjan-
legum vinsældum ljóðasöngsins (ekki sízt þegar ást-
kæru ylhýru íslenzku lögin eru meðal viöfangsefna)
ráðið einhveiju um þessa góðu aðsókn. Nú, og svo
svíkur Jónas auðvitað engan; hann er tvímælalaust
meðal fremstu píanista landsins í dag.
Efnisskráin var fjölbreytt (að því undanskildu, að
engin módemísk 20. aldar verk voru til staðar) og að
því leyti vel saman sett, að flest var ekki aðeins þekkt
og vinsæl verk, heldur einnig góð músík, er spannaði
þrjár aldir, frá Ahessandro Scarlatti til Jóns Þórarins-
sonar.
Segja má, að Kolbeinn hafi sungið sig upp frá byrjun
til enda, frá dáhtið óstyrkri raddbeitingu upp í hetju-
tenór. Hann stundar framhaldsnám í Vínarborg, og
voru þetta fyrstu opinberu tónleikar hans hér á landi.
Það var því ekki nema eðlilegt, hvað maður varð
stundum var við svolitla ófestu í intónasjón og radd-
beitingu hér og þar og eiginlega merkilega htið miðað
við ekki lengri reynslu. Ljóst er, að hér er góður efni-
viður á ferð, sem á væntanlega eftir að jafnast og
styrkjast, ef Kolbeinn heldur utan um framhaldið eins
og um þessa tónleika: með stöðugri, markvissri upp-
byggingu, þar sem ekki er tekizt á við neitt umfram
getu hvers stigs.
Eitt sérkenni viö rödd Kolbeins sló mann strax, og
það var hiö öra, smágerða víbrató. Ógerlegt er að spá
um, hvert það muni þróast. Vonandi verður það hæg-
ara og fjölbreyttara; í versta falh gæti það orðið að
eins konar hneggjandi jarmi. Sem betur fer virtist
söngvarinn þegar hafa nokkurt vald á þessu htaorgeli
raddbandanna, því að merkja mátti nokkra viðleitni
til að breyta um stærð þess og jafnvel hraða. Bezt er
náttúrlega, ef súbstansinn bak við víbratóið reynist
það góður, að röddin njóti sín í hvers konar umbúð-
um, frá misterioso upp í agitato. Um það vita söng-
kennarar betur en undirritaður, en allt lofar þetta
góðu.
Ekki var annað að heyra, en að þéttsetinn salurinn
kynni vel að meta þessa „nýju rödd“, því að undirtekt-
ir mótuðust af ákefð og örlæti, og jukust enn meir, er
á leið.
Textaframburður Kolbeins var áberandi beztur í ít-
ölskunni og jafnvel skýrari en á móðurmáhnu, þýzkan
var hins vegar frekar slöpp. Einstaka mjög háir tónar
Kolbeinn Jón Ketilsson, tenór og Jónas Ingiumundar-
son, píanóleikari.
Tónlist
Ríkarður Ö. Pálsson
voru nokkuð klemmdir, og er það þjálfunaratriði fyrir
næstu misseri að ráða bót á þeim. Ekki sízt í íslenzku
lögunum sýndi Kolbeinn góöa heildartúlkun, svo sem
í Gígjunni, í Sáuð þið hana systur mína, er kyrjuð var
með sigurbrosi á vör og með góðri mýkt í íslenzku
vögguljóði á hörpu Jóns Þórarinssonar. Aukalög urðu
þrjú, síðast dúett úr Kátu ekkju Lehárs, þar sem miða-
salinn og tilvonandi eiginkona Kolbeins, Unnur Vil-
helmsdóttir, reis upp af áheyrendabekk og tók undir
við mikinn fógnuð viðstaddra.
Það kom víst engum á óvart, að Jónas Ingimundar-
son lék undir eins og engih, nema hvað honum fipað-
ist nokkuð á hendinganótunum í aríu úr Rigoletto, sem
greinUega hafði verið ákveðin á síðustu stundu í stað
aríu úr Maddömmu Butterfly. En ég held, að ílestir
hafi verið ánægðir.
Götumynd
- við Vetrarhölhna í úrhelli
Tómas R. Einarsson - íslandsför:
Kona með grátandi
barn í fangi
biöur ekki um leyfi
hennar heimur
er ekki husið
hátt og hlýtt
heldur kjökrið
við brjóstið
Þýðingar
eru, eins og áður segir, á verkum frægra skálda. Ekki tókst mér saman-
burður við verk Pessoa, nema hvað ég fann eitt ljóðanna í enskri þýð-
ingu. Munurinn var verulegur á 3. erindi „Þetta“. í þýðingunum á ljóðum
Edith Södergran var ýmislegt vel gert. En „Þetta" er of ónákvæmt. „Land-
ið sem ekki er tíl“ hefst á þessum línum:
Ég þrái landið sem ekki ér til,
veröldin sem er, heillar mig ekki.
En 2.1. er of óljós, í frumtexta segir: „ty allting som ár, ár jag trött att
begára", þ.e. mælandi hefur gefist upp á að girnast það sem er til, væntan-
lega af því aö hún fær það aldrei. Of afstrakt er orðalagið: „landinu þar
sem fjötrar manneskjunnar bresta", ætti að vera: „þar sem hlekkir okkar
bresta". Of hátíðlegt er:
En eitt hef ég fundið og til einnar umbunar
hefur önn mín sannarlega unnið,
leiðarinnar til landsins sem ekki er til.
Á sænsku er þarna einfalt orðalag, þar sem raunar er klifað með rími:
Men ett har jag funnit och ett har jag verkligen vunnit -
vágen till landet som icke ár.
I frumtextanum er tvítekið „Vem ár min álskade?" og þýðandi hefur
hlaupið á miUi, svo tvær línur hafa faUið niður:
Vem ár min álskade? Natten er mörk
och stjárnorna dallra till svar.
Skömmu síðar hefur vissa orðið að spum, línan: Men ett mánnisko-
barn ár ingenting annat án visshet er þýdd: „En manneskjan er ekkert
annaö en spum“
Svona klaufaviUur hefði mátt forðast ef einhver annar en þýðandi hefði
lesið þetta yfir fyrir útgáfu. En á heUdina Utið sýnist mér þessi þriðja bók-
Þorvarðs af sama tagi og fyrsta bók hans, ekki skáldskapur að marki.
Og mér finnst að menn verði að gera harðari kröfur tU sjálfra sín áður
en þeir gefa út bækur.
Þorvarður HJálmarsson
Útjaðrar og meginlönd
Höfundaútgáfan, Rvík 1991, 59 bls.
Islenskur gæðadjass
- með alþjóðlegum blæ
Tómas R. Einarsson er sá djassmaður íslenskur sem
mest hefur fengist við að kompónera djasslög og koma
þeim á framfæri. Eftir hann Uggja tvær eldri djassplöt-
ur, Hinsegin blús og Nýr tónn. Það nýjasta frá Tóm-
asi er geisladiskurinn Islandsfór og sem fyrr eru öll
lögin, níu að tölu, samin af honum og leikin af hljóm-
sveit hans.
Hinsegin blús var tilvUjunarkenndari en Nýr tónn
sem er mun heilsteyptari og voru framfarir Tómasar
sem kompónista miklar. Þar kom hann fram sem full-
mótaður djasshöfundur á plötu sem var mjög góð
hvemig sem á hana var litið.
Sami gæðastimpilhnn er yfir íslandsfór þótt tónhstin
sé eUítið vUltari og sjálfsagt er ein ástæðan að í stað
danska trompetleikarans Jens Winthers er bandaríski
básúnuleikarinn Frank Lacy með Tómasi og sveit
hans á íslandsfór og setur hann mikinn svip á lögin
bæði með leik sínum á básúnu og flygelhorn og eins
með söng sínum í einstökum lögum. Að öðru leyti eru
sömu menn-með Tómasi á íslandsfór og voru með
honum á Nýr tónn, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó,
Sigurður Flosason á saxófón og Pétur Östlund á
trommur. Ásamt Tómasi á bassa mynda þeir þétta
djasssveit sem er öllum vanda vaxin.
Djassinn á íslandsfór er góður í heUd og sérlega
áheyrilegur. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi hjá Tómasi
að þessu sinni og þótt segja megi að blúsinn standi
honum ávaUt nærri er metnaðurinn meiri en svo hjá
honum að hann einskorði sig við blúsinn, heldur er á
íslandsfór að finna helstu gerðir nútímadjass í lögum
sem eru sérlega melódísk og meðtækUeg.
Það er erfitt að taka eitt lag fram yfir önnur, en
kannski má segja að mest spennandi verkin séu ís-
landsfarimar tvær og Vorregn í Njarðvíkum. íslands-
farimar eru byggðar á ljóöi eftir W.H. Auden, með
smáimpróvíseringu í seinni hlutanum, í orðum frá
Frank Lacy. Eiginlega er hægt að tala um tvö sjálfstæð
verk þegar fjallað er um íslandsfarimar. Lögin tengj-
ast aðeins í nafni og texta. Hið hugljúfa Vorregn í
Njarðvíkum er sérlega vel samið lag við ljóð Guðbergs
Bergssonar. EUen Kristjánsdóttir syngur lagið af mik-
iUi fágun eins og henni er lagið.
Þótt þessi lög séu tekin út þá er það kannski helst
Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónskáld.
Hljómplötiir
Hilmar Karlsson
vegna sérstöðu þeirra en ekki vegna þess að þau séu
nokkuð betri en önnur. Það sem helst má finna að
einstöku lagi á íslandsfor er að Vaski, vaski, vaskir
menn er fuUlangt, Persónulega held ég að í styttri út-
gáfu hefði það verið betra.
Það er að bera í bakkafuUan lækinn að fara að hrósa
hverjum einstökum spUara. Fimmmenningamir fara
létt í gegnum tónsmíðar Tómasar og á milU heyrast
ljóðræn og undurfógur sóló sem og kraftmikU og
spennandi, sem lyfta lögunum upp í þann háa gæða-
flokk sem þau em í. Frank Lacy er kannski þekktast-
ur fimmmenninganna og svo sannarlega er hann fjöl-
hæfastur þeirra og um leið góður spUari, en íslending-
amir fjórir eru ekkert síðri djassmenn og djass á borð
við þann sem íslandsfór býður upp á gerist varla betri.