Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
15
Til varnar séreignarskipulagi
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna og
formaður Landssambands lifeyris-
sjóða, kveður sér hljóðs í DV 10.
júlí sl. í tilefni sakleysislegrar um-
fjöllunar undirritaðs um kosti og
galla séreignar- og sameignarskipu-
lags lífeyrissjóða landsmanna.
Bregst Þorgeir hinn versti við
umfjöllun minni um þetta efni og
telur þar farið með rangfærslur
einar.
Leyfist mér í upphafi að leiðrétta
þá fullyrðingu Þorgeirs að ég hafi
varið sjö mánuðum til þess að
semja greinina vondu. Hið sanna
er að ég samdi greinina í desember
1990 en ætlaði hana einungis fyrir
mig sjálfan.
Málatilbúnaður Þorgeirs
Vegna áskorunar ágæts séreign-
armanns úr allt öðrum lífeyrissjóði
féllst ég þó á það að birta greinina,
mikið stytta. Ég vík þá að málatil-
búnaði Þorgeirs. Skv. nýlegri
tryggingafræðilegri úttekt á L.V.,
segir Þorgeir, er nú svo komið að
félagar þess sjóðs þurfa engu að
kvíða um lífeyri sinn í ellinni. Von-
andi er þetta satt og rétt. Sé svo
hafa mikil og snögg umskipti orðið
frá því að fyrrverandi forstjóri L.V.
og þáverandi formaður Landssam-
bands lífeyrissjóða, dr. Pétur
Blöndal, lét hafa eftir sér í Þjóðvilj-
anum 8.10. ’88: „Það er deginum
ljósara, að miðað við núverandi
forsendur verða flestir lífeyrissjóð-
ir landsmanna gjaldþrota árið 2020,
miðað við að þeir geti ávaxtað fé
sitt um 2% umfram laun.“
Þorgeir Eyjólfsson finnur undir-
rituðum það til foráttu að þekkja
ekki mun á kerfi sem byggir á söfn-
un annars vegar og gegnum-
streymi hins vegar. Nú er það svo
að hugtökin uppsöfnun, gegnum-
streymi, séreignar- og sameignar-
skipulag hafa ekki verið skilgreind
fræðilega, svo mér sé kunnugt, en
þrátt fyrir það eru þau hugtök sem
KjaUarinn
Sigurður Georgsson
hæstaréttarlögmaður
skipta máli í þessari umræðu skýr.
Séreignarskipulag: Hver sjóðfé-
lagi á sinn eigin reikning, þar sem
iðgjöld eru færð sérstaklega. Ellilíf-
eyrir er greiddur af þeirri innstæðu
sem myndast hefur við töku lífeyr-
is.
Sameignarkerfi: Öll iðgjöld eru
lögð í einn sjóð og ellilífeyri úthlut-
að skv. geðþóttaákvörðun sjóð-
stjórnar, en án tillits til framlags
sjóðfélaga og vinnuveitenda.
Samanburður Þorgeirs á rekstr-
arkostnaði L.T.F.Í. og L.V. er
óraunhæfur og vísvitandi villandi.
Allir sjá að sjóður, sem hýsir 800
sjóðfélga, stendur hlutfallslega
verr að vígi varðandi kostnað en
sjóður sem hefur í sínum röðum
allt að 50.000 sjóðfélaga. Grunn-
kostnaður við rekstur lífeyrissjóðs
er alltaf einhver, en eftir því sem
sjóðurinn er stærri og fjármunir
meiri lækkar rekstrarkostnaður.
Þetta veit Þorgeir Eyjólfsson og
mér er skapi næst að halda að ár-
átta hans í þá veru að slá um sig
með svo augljóslega röngum sam-
anburði sé til þess-að breiða yfir
háan rekstrarkostnað L.V.
Þvílík reisn!
Varðandi dæmi Þorgeirs um frá-
fall ungs sjóðfélaga er það að segja
að þar er sannarlega rétt frá skýrt.
Ef sjóðfélagi i L.T.F.Í. fellur ungur
frá njóta böm hans því miður enn
sem komið er ekki nægilegrar
tryggingar. En Þorgeir skyldi lítt
hælast um. Hann segir orðrétt:
„Eftirlifandi maki sjóðfélaga í L.V.,
sem annaðhvort er með barn á
framfæri yngra en 23 ára, er öryrki
eða fæddur fyrir 1940, fær aftur á
móti greiddan makalífeyri sem
byggir á framreiknuðum iðgjöldum
sjóðfélagans eins og hann hefði
greitt til L.V. til 70 ára aldurs. Oft
fá makar hærri samanlagðar
greiðslur frá sjóðnum heldur en
sjóðfélaginn og vinnuveitandi hans
inntu af hendi til sjóðsins og njóta
þannig samtryggingarinnar."
Það er allt og sumt. Oft fá makar
o.s.frv.... og njóta þannig sam-
tryggingar - Þvílík reisn!
Hvers vegna nefnir Þorgeir ekki
örorkulífeyrinn, en hann er mun
raunhæfara viðfangsefni en fráfall
ungs sjóðfélaga? í L.T.F.Í. eru regl-
ur einfaldlega þær að sá sem miss-
ir starfsorku sína fær 75% fullra
launa eins og þau eru á hverjum
tíma 'svo lengi sem hann lifir, án
tilllts til inneignar í sjóðnum!
Hvemig er örorkutryggingu sjóð-
félaga í L.V. háttað?
Enn grípur Þorgeir til svipaðra
rangfærslna um lífeyrisgreiðslur
til þeirra sem orðnir eru 65 ára og
hefja töku lífeyris þegar hann segir:
„Ellilífeyrir L.T. er greiddur út á
10 árum við 65 ára aldur. Karlmað-
ur, sem er 65 ára, á mestar líkur á
að lifa í 15,7 ár til viðbótar og kona
í 18,9 ár. Þannig mun séreignar-
kerfi ellilífeyris hjá L.T. leiða til
þess að fjölmargir tæknifræðingar
fái einungis bætur almannatrygg-
inga um margra ára skeið í elli
meðan sjóðfélagar L.V. fá sínar
greiðslur til dauðadags."
Ákvæði í 9. gr. rgj. L.T.F.Í. um
þetta er svohljóðandi:
„Sjóðfélagi, sem orðinn er fullra
65 ára, á rétt á að fá greidda inn-
eign sína í sjóðnum, og skal sú
greiðsla fara fram með jöfnum árs-
greiðslum á eigi skemmri tíma en
10 árum, sbr. þó 3. málsgrein þess-
arar greinar."
í grein Guðna Ágústssonar alþm.
í DV 3. nóv. 1989 segir svo m.a.:
„Eftirfarandi útreikningar sýna
hvernig eftirlaunasjóðirnir mundu
ávaxta sig á löngu tímabili, verð-
tryggðir með 5% vöxtum umfram
verðbólgu.
Sparað í 45 ár:
1. Mánaðarlaun: 70 þús. Mánað-
argreiðslur í sjóðinn: 7 þús. kr.
Upphæð í lok sparnaðartímabils:
13,4 millj. kr.
2. Mánaðarlaun: 100 þús. Mánað-
argreiðslur í sjóðinn: 10 þús. kr.
Upphæð í lok sparnaðartímabils:
19,2 millj. kr.“
Hér tala staðreyndirnar skýru
máli.
Að lokum þetta. Hvers vegna
berst Þorgeir Eyjólfsson um á hæl
og hnakka fyrir lífeyriskerfi sem
ekki nýtur stuðnings almennings?
Hverra hagsmuna eru forystu-
menn L.V. að gæta? Hvaða hlutafé-
lag í landinu verður næst þeirrar
gæfu aðnjótandi að L.V. kaupi þar
hlutabréf að verðmæti 3-5 hundruð
milljónir króna?
Vonandi verður þessum spurn-
ingum öllum svarað á aðalfundi
L.V., sem aldrei er haldinn, og von-
andi kjósa stjómendur L.V. sig
sjálfa áfram á sama aðalfundi til
frekari afreka fyrir íslenska laun-
þega í verslunarmannastétt.
Sigurður Georgsson
„Hvers vegna berst Þorgeir Eyjólfsson
um á hælog hnakka fyrir lífeyriskerfi
sem ekki nýtur stuðnings almennings?
Hverra hagsmuna eru forystumenn
L.V. að gæta?“
Málefni fatlaðra og rökvísin
„... eitt er að byggja upp, annað að reka og þar grunar mig nú að
fleiri þröskuldar verði á fleti fyrir í framtíðinni."
Það er í raun að bera í bakkafull-
an lækinn að brýna enn einu sinni
raustina út af meðferð löggjafans á
Framkvæmdasjóði fatlaðra, með-
ferð sem máske er ekki einsdæmi
varðandi meðferð slikra sjóða, en
í engu bót mælandi, hversu svo sem
um þjóðarhag er þusað.
Þegar meðferð opinberra fjár-
muna er grannt skoðuð kemur að
sjálfsögðu margt misjafnt í ljós og
langt í frá má telja að hið bráðbrýn-
asta til heilla og framfara sé ævin-
lega éfst á blaði. Hins vegar verður
að segja með sanngirni að sannar-
lega er í mörg horn að líta og víða
kallað á og krafið um fjármuni til
hinna margþættustu hluta. Fer þá
stundum svo að hinn frekasti, sá
með bestu aðstöðuna, oft sá sem í
raun þarf minnst, ef til þjóðarheilla
er litið, hann fær drýgri verkalaun
ýtni sinnar og ofurfrekju en góðu
hófi gegnir.
Tekjur Erfðafjársjóðs
Ég tala hér af allnokkurri reynslu
og flýgur aldrei í hug að firra mig
ábyrgð af þeim axarsköftum, sem
ég kann að hafa gert, ótalmörgum
eflaust, á sextán ára þingferli.
Ég deili því heldur ekki á fyrrum
starfssystkin og þeirra arftaka fyr-
ir gerðir þeirra út í bláinn og af
tilhtsleysi, því auðvitað hefur hver
sínar áherslur og það sem einum
þykir þýðingarmikið og þarft getur
mér þótt endileysa ein og öfugt.
Þannig var t.d. um Framkvæmda-
sjóö fatlaðra að mér þótti oftlega
illa með hann fariö og leitaði þar
leiðréttinga ásamt öðru fólki sem
var innstillt á svipaða bylgjulengd.
Allt þetta ber svo sem í huga að
hafa þegar enn einu sinni er um
Framkvæmdasjóð fatlaðra íjallað.
En Framkvæmdasjóður fatlaöra
byggir tilveru sína á býsna traust-
KjaUarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
um lögum, þar sem annars vegar
er tekið fram að tekjur Erfðafjár-
sjóðs skuli þangaö renna og hins
vegar ákveöið ríkisframlag, sem að
vísu hefur ekki verið endurskoðað
né endumýjað svo sem bar að gera.
Nú um nokkur ár hefur staða
hins þurfandi sjóðs verið sú að ekki
einu sinni óskertum tekjum Erfða-
fjársjóðs hefur verið skilað á sinn
stað.
Við sem úthlutum þessu fé -
margskertu - til hinna fjölmörgu
verkefna finnum best hversu illa
er komið málum, enda uppi hávær-
ar raddir í samtökum fatlaðra að
sjóðinn beri hreinlega að leggja af.
Sem gleggst skil
Auðvitað eru menn vonsviknir
og argir yfir brigðum undangeng-
inna ára, það er ég einnig, en áður
en menn varpa frá sér síðustu við-
spyrnunni, sem hefur þó reynst
haldreipi nokkurt þegar virkilega
hefur verið látið reyna á það, þá
verða menn að fmna aðra ekki lak-
ari viðspyrnu gagnvart fjárveit-
ingavaldinu - helst betri og örugg-
ari auðvitað.
Mér þykir einnig sem alltof mörg-
um i röðum samtaka fatlaðra fatist
mjög flugið í rökvísinni þegar því
er t.d. fram haldið í fullri alvöru
að við stöndum í sömu sporum og
við upphaf lagasetningarinnar um
málefni fatlaðra, allt yfir í þá gróf-
ustu, sem gefa sér að öllu hafi nú
heldur farið aftur. Slíkur málflutn-
ingur lætur varla vel í eyrum al-
þingismanna sem mega glögglega
sjá hina gífurlegu hækkun fjár-
magns til málaflokksins á sl. tólf
árum, svo mikla að nú er farið í
fullri alvöru að tala um það af til-
tölulega veiviljuðum aðilum, að nú
verði heldur að fara að hægja á,
a.m.k. fara með fullri gát.
Það er aö vonum, segi ég, að
ýmsir hafi áhyggjur af því hvert
velferðarviðleitnin sé að leiða okk-
ur.
Þar verður einfaldlega að gera
sém gleggst skil á milli nauðsynja-
verka og hégómatildurs, raða verk-
efnum í forgang enn frekar en gert
er og fá enn betri úttekt á því hver
er hin raunverulega velferð,
hversu hún nýtist, hversu bráð-
brýn hún er.
Með nýjum lögum...
Framkvæmdasjóður fatlaðra
þarf því að vera afar öflugur sjóð-
ur, fullfær um hin fjölbreyttu verk-
efni sem hvarvetna knýja á, en
þurfa auðvitað að vinnast af fullri
hagkvæmni, þar sem virkilega er
farið vel með þá fjármuni sem fást,
þar sem viðfangsefnin eru svo við-
kvæm og brýn úrlausnar.
Hinu má aldrei gleyma að eitt er
að byggja upp, annað að reka og
þar grunar mig nú að fleiri þrösk-
uldar verði á fleti fyrir í framtíð-
inni.
Framkvæmdasjóð fatlaðra ber að
styrkja sem best, ekki síst með til-
hti til aukinna verkefna, þar sem
geðfatlaðir verða að koma inn í
myndina í ríkum mæli og tryggja
þarf á fjárlögum hverju sinni eðh-
legt samhengi stofnframkvæmda
og rekstrar.
í því skyni þarf aukið samstarf
að koma fil milh fjárlaganefndar
Alþingis og Stjórnarnefndar um
málefni fatlaðra.
Þannig myndu fuhtrúar þing-
nefndarinnar fá betri innsýn í
málaflokkinn í hehd sinni og full-
trúar í Stjómarnefnd vita gleggri
deih á vanda þeirra sem fara með
útdehingu fjár th óteljandi, mis-
munandi verkefna, sem aðstand-
endur allra þeirra .telja jafn að-
kallandi.
Með nýjum lögum um málefni
fatlaðra á næsta þingi næst von-
andi enn betri árangur svo og enn
betri skipulagning á hehdarfram-
kvæmdum í málaflokknum. Þau
þurfa því að komast heh í höfn sem
fyrst. HelgiSeljan
„ Við sem úthlutum þessu fé - marg-
skertu - til hinna fjölmörgu verkefna
finnum best hversu illa er komið mál-
um, enda uppi háværar raddir í sam-
tökum fatlaðra að sjóðinn beri hrein-
lega að leggja af.“