Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1991, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1991.
25
LífsstíU
Borgaði 14.556 krónur úr eigin vasa fyrir lyf:
Hægt að fá ódýrara lyf
- lyfjafræðingar blanda sér ekki í útgáfuvenjur lækna, segir apótekari
í DV á föstudag var sagt frá konu
sem fór í apótek til aö kaupa sýklalyf
fyrir manninn sinn vegna sýkingar
í blöðruhálskirtli. Lyfiö kostaöi
14.556 krónur sem konan þurfti að
greiða úr eigin vasa. Hún spurði um
ódýrara lyf en var sagt að það væri
ekki til.
Lyfiö Taridiv hefur liins vegar
sömu verkun og Ciproxin en er ódýr-
ara. í útboði spítalanna er gert ráð
fyrir að lyfin „geti komið hver í stað-
inn fyrir hin“ og í sérlyflaskránni eru
þau gefin upp með nákvæmlega
sömu ábendingar.
„Það er nú viðtekin venja hjá lyfja-
fræðingum í starfi að blanda sér ekki
í útgáfuvenjur lækna,“ sagði Krist-
ján P. Guðmundsson, apótekari í
Vesturbæjarapóteki. Hann sagði að
þessi lyf væru ekki samheitalyf en
væru náskyld og alls ekki ósennilegt
að nota mætti ódýrara lyfið. Hann
sagði að þetta lyf hefði verið notað
eitthvað inni á sjúkrahúsum en sagð-
ist aldrei hafa séð ávísun á það.
„Það var ekki að við vildum svæla
þessu í hana af því að þetta væri
dýrara, þaö var ekki málið," sagöi
apótekarinn. -pj
Dýra lyfíd Ciproxin:
Ellilífeyrir-
inn fer í
lyfjakostnað
„Ég sé ekkert athugavert við að penísillíni og því var Ciproxin eina
opinberir aðilar leití. leiða til aö lyfið sem bakterían var næm fyrir.
spara í heilbrigðiskerfinu en það
má ekki koma niöur á þeim sem
síst skyldi,“ sagði Jóhann Len-
harðsson, lyljafræðingur í Austur-
bæjarapóteki.
Ellilífeyrisþegi þurfti að nota
Primasol sem er ódýrt sýklalyf
vegna blöðrubólgu. Konan keypti Lyfjaskaramtur ellilífeyrisþegans
þetta Primasol, fór með þaö heim var því 7 þúsund krónur en ekki
og át það í tvo daga. Þá kemur í nokkurhundruðkrónur.Ellilífeyr-
íjós að hún er með ofnæmi fyrir irinn er 12.123 á mánuði og því var
lyfinu og þolir ekki að taka þaö. lítiö eftir þennan mánuðinn.
Hún er einnig meö ofnæmi fyrir -pj
Neytendur
Lyfið Ciproxin er fokdýrt og notendur þurfa að grelða það úr elgln vasa.
Kona, sem OV greindi Irá á föstudag, þurfti að greiða tæplega 15 þús-
und krónur úr eigln vasa og ellilifeyrisþegi, sem segir frá hér, fór með
bróðurpartinn af lífeyrinum i kaup á lyfinu, ekki var um annað að ræða
fyrir hann. DV-mynd GVA
Halldór Hermannsson I verslun Kaupfélags Húnvetninga á Skagaströnd. Hann telur að Skagstrendingar kaupi 60 -
70 prósent af nauðsynjavörum á heimaslóðum.
DV-mynd gk
g—~ ■ -'J! m
m m
... í m
Útibússtjóri KH segir heimamenn kaupa inn í Reykjavík:
Skagstrendingar versla
stundum ódýrt í Bónus
- meirihluti nauðsynjavara þó keyptar í heimabyggð
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„í sjálfu sér held ég að það sé allur
gangur á því hvar fólkið, sem hér
býr, gerir sín innkaup. Það veit í
rauninni enginn hversu mikill hluti
verslunarinnar er hér og hversu
mikiö fólkið verslar annars staðar.
Min tilfinning er hins vegar sú að á
milli 60 og 70 prósent af versluninni
sé hér á staðnum," segir Halldór
Hermannsson, útibússtjóri Kaupfé-
lags Húnvetninga á Skagaströnd.
Halldór tók við starfinu árið 1987
en hjá útibúinu á Skagaströnd starfa
5-6 manns. Líkt og gjaman er í versl-
unum á smærri stöðum eins og á
Skagaströnd þarf að hafa fjölbreytt
vöruúrval þótt verslunin sé ekki
mikil því fólk hefur oft ekkert annað
að leita.
„Auðvitað er mér kunnugt um að
þegar fólk héðan er á ferðinni í
Reykjavík þá verslar það til dæmis í
Bónusi og staðgreiöir til að fá hag-
stæðara verð og það er þá að kaupa
vörur sem hægt er að geyma. Neyslu-
venjur fólks hér eru líka þannig að
það borðar mikinn fisk og þar sem
sjómennimir hér fá að taka með sér
fisk í land þá bitnar það að sjálfsögðu
á versluninni hér. Einnig er þetta
bæjarfélag opnara en mörg önnur
fyrir því aö menn geta verslað utan
þess, sjómennirnir á togurunum hér
fara oft í frí og þá versla þeir út um
allt.“
Halldór sagðist vera sáttur við starf
sitt á Skagaströnd og fyrir sitt leyti
vildi hann miklu fremur búa á slík-
um staö en í stærri bæ eða borg.
„Verðlag er hærra á svona litlum
stöðum en þaö er svo margt annað
sem kemur á móti og vegur það
upp,“ sagði Halldór.