Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1991. Fréttir__________________________________________________________ Fjármálaráðherra: Vandinn enn stærri ef eitth vað er „Þá erum við komin upp í 18,7 milljarða. Það er þessi tala sem við eram að tala um að við ætlum að takast á við. á næstu tveim árum.“ Þá spyija menn: Hvar finna þeir þessa 25 miiljaröa? „í fyrsta lagi era það 5 milljarðar í viðbót sem hafa dinglað fyrir utan íjárlögin. Þetta er sá vandi sem ríkis- stjórnir seinni ára hafa verið að ýta á undan sér vegna sjóðakerfisins, flugstöðvarinnar nýju og fleiri hluta. Þessar upphæðir munu á næstu árum falla á ríkissjóð með um það bil fimm milljörðum á hverju ári. Við ætlum að takast á viö þennan vanda utan fjárlaga og leitast við að leysa hann á næstu árum eða áratug- um. Milljaröarnir tveir, sem enn vantar í dæmið, era vegna afla- minnkunar sem Hafrannsóknastofn- un mælir með,“ sagði Friðrik. -JSS „Sá vandi, sem við erum að lýsa, er upp á rúma 25 milljarða. Ef eitt- hvað er þá er hann stærri," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra við DV um fjárhagsvanda ríkissjóðs. Menn hafa ekki verið á einu máli um hvort þessi vandi væri eins stór og ráðherrar hafa viljað vera láta. Hafa verið nefndar í því sambandi óskir ráðuneytanna um aukið fjármagn. Friðrik sagði að þegar talað væri um vanda upp á rúma 25 milljarða væri byggt á grunni fjárlaganna í ár. Þau hefðu verið afgreidd með 4,1 milljarðs halla. „Til þess að gera á næsta ári ná- kvæmlega það s.ama og við erum að gera í ár þarf 7,1 milljarð í viðbót. Ástæðan er sú að við ætlum ekki á næsta ári að efna til útgjalda án þess að leggja til þá peninga sem þau raunverulega kosta. Við ætlum ekki að velta vandanum inn í framtíðina." Friðrik sagði ennfremur að nýr Fjárlagavandinn að mati ríkisstjórnarinnar 25,' Útgjöld vegna nýrra verkefna Vegna gildlstöku nýrra laga og samninga Fjárlagahalli 1991 Aætlaö * tekjutap v/samdráttar „ ,, . Fortíðarvandi Vegnaákvæða rikissjóðs glldand! laga búvörasamningur og lagasetningar Nýjar óskir ráðherranna væra upp kostuðu á næsta ári 3,1 milljarð. á 4,4 milljarða. Aðhaldsaögerðiraar: Samgöngu- máláað um1,5 milljarða Enn skýrast aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. í samgöngu- ráðuneytinu mun veröa skorið niöur um 1,5 milljarða króna. Félagsmálaráðuneytiö mun skera niöur um 2,5-3 miiljarða. Meginniðurskurðurinn þar verð- ur hjá Byggðasjóði. Menntamála- ráðuneytið sker niöur um tæpa 2 milijarða. Heilbrigöis- og trygg- ingaráöuneytið mun skera niður um 4 mílljarða og landbúnaðar- ráðherra í samvhmu við við- skiptaáðherra mun skera niður um tæpa 2 milljarða. Af þeim 14,5-15 milijörðum sem spara á og skera niður í ráðuneyt- unum standa nú eftir 2,5-3 milij- arðar, sem ekki hggur Ijóst fyrir hvar verða skornir. Þeir skiptast á þau ráðuneyti sem eftir eru. Stærsti hlutinn verður þó skor- inn niður í sjávarútvegsráðu- neytinu, samkvæmt heimildum DV. -JSS Ölafur Ragnar Grímsson fyrrverandi fj ármálaráðherra: Þetta er óperetta á fölskum nótum - fjárlagavandinn er síst meiri en venjulega „Þessi umræða um fjárlagavand- ann er öll í óperettustílnum en er reyndar sungin á fólskum nótum. Þessir 25,7 milljarðar er bara bulltala - tiibúin af þeim sjálfum. Þeir hella inn í dæmið alls konar tölum og ósk- um frá ráðuneytunum og syngja voði, voði. Það sæmir ekki skynsöm- um mönnum að reiða svona tölur fram á opinberum vettvangi," segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra. „Þeir sem þekkja til fjárlagagerðar hta á yfirlýsingar ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar um fjárlagavandann eins og hvert annað furðuverk. Ann- að hvort ýkja þeir vandann vegna takmarkaðrar kunnáttu eða vegna þess að þeir eru að reyna að réttláta þá pólitík Alþýðublaðsins að gamalt fólk með hægðatregðu geti keypt sér súrmjólk ef það hefur ekki efni á hægðalyfjum," sagði Ólafur. Að sögn Ólafs er fjárlagavandinn núna síst meiri en venjulega. Ljóst sé að vandinn hljóði ekki upp á nema 12 til 13 milljaröa þegar búið sé að taka út kröfur ráðherranna sjálfra. Þannig sé hann til dæmis allt að því þriðjungi minni en sumariö 1989 þeg- ar hann sem fjármálaráðherra var að vinna að fjárlögum fyrir árið 1990. „Þá gerði ég ríkisstjórninni grein fyrir að ef tekið yrði tillit til saman- lagðra óska ráðuneytanna og ýmiss konar kröfugerðar myndi hahinn verða um 15 milljarðar ef ekki kæmu auknar tekjúr á móti. Á núvirði væri þessi tala eitthvað á átjánda milljarð. Þegar búið var að fara í gegnum máhð og taka nauðsynlegar ákvarð- anir var lagt fyrir fjárlagafrumvarp sem gerði ráö fyrir fjárlagahalla upp á 3,7 milljarða. Endanleg niðurstaða var halli upp á 4,4 milljarða. Við leystum vandann en vorum ekki með einhverjarheimsendatilkynningar." Að sögn Ólafs er ekkert nýtt við þann fortíðarvanda sem ríkissfjóm- in metur nú á 5 mihjarða. Þannig hafi hann sjálfur greint frá honum í fjárlagaræðja á Alþingi síðasthðið haust. Þar hafi hann lýst uppsöfnuð- um vanda ýmissa sjóða, th dæmis byggingasjóðanna, lífeyrissjóðanna og lánasjóðs námsipanna. Vandinn sé hins vegar minni en þá því ríkis- stjórnin hafl nú þegar ákveðið að hækka vexti í húsnæðiskerfmu. -kaa Spamaðarhugmyndir sjávarútvegsráðherra: Sjávarútvegurinn taki á sig auknar byrðar - með aðstoð hagræðingarsjóðs „Sjávarútvegurinn tekur ekki mikið til sín af fjármunum ríkis- sjóðs. Það era um 0,9% af útgjöldun- um sem fara til yfirstjórnar sjávarút- vegsins, eftirhts og allra rannsókna. Ég hef verið aö leita leiða th sparnað- ar með tilfærslum og eru ýmsar hug- myndir th athugunar." Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra um hugmyndir sínar að spamaðaráformum og nið- urskurðaraðgerðum í ráðuneytinu. Þorsteinn sagði að sjávarútvegur- inn hefði lengi kostað hluta af eftir- hti og rannsóknum. „Hann borgar rúmlega 40% af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og helminginn af veiðieftirhtinu," sagði Þorsteinn. Það er til athugunar aö auka þetta hlut- fall að einhveiju leyti. Ég hef líka verið með th athugunar þátttöku sjávarútvegsins í Hafrann- sóknastofnun. Það væri ekki óeðh- legt að hann tæki einhvem þátt í rekstrinum um leið og hann fengi aukna stjómunaraöild. Við ríkjandi aðstæður er hins veg- ar ekki hægt að gera þetta með því að leggja auknar byröar á sjávarút- veginn, það er útilokað. Ég hef veriö að leita leiða með thfærslu á verkefn- um. Þar er einkum til athugunar að nota hluta hagræðingarsjóösins til þess að standa að einhveijum hluta undir rekstri Hafrannsóknastofnun- ar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hversu mikið út- gjöld ráðuneytisins myndu minnka næðu ofangreindar aðgerðir fram að ganga sagði Þorsteinn að úthokað væri aö nefna nokkrar tölur. Th þess væri vinnan ekki nógu langt komin. -JSS Sigrún Lilliendahl með vatnabjölluna stóru sem „flúði“ Svíþjóð og end- aði ævina við að stöðva rúðuþurrkur í hellirigningu á íslandi! DV-mynd JAK Risabjallan Brynja: Flúði frá Sví- þjóð og padd- an á eftir „Þetta er risavaxin bjaha, kven- bjalla, það er búið aö greina hana en því miður brotnaði einn fótur- inn af við greiningu. Maðurinn minn, þessi mikh „pöddufræðing- ur“, er búinn að leyna henni fyrir mér í sumar. Hann hélt að þetta væri mikil lukkupadda en hún gerði nú mikinn usla í þessari ferð. Ég treysti honum ekki eftir þetta," sagði Guðrún Marinósdóttir í sam- tah við DV. Fjölskyldan hennar var í sunnu- dagsbhtúr þegar rúðuþurrkan hætti skyndilega að virka í helli- rigningu. Þegar vélarhlífm var opnuð kom í Ijós þessi risavaxna padda sem nú er kölluð Brynja. „Ég veit ekki hvað hann geymir fleira í bhnum. Ég verð að segja að maðurinn minn, sem er líffræðing- ur, beið mikinn áhtshnekki, ég trúi nú ekki hveiju sem er eftir þetta. Ég býst við að við höldum þessari pöddu vel til haga,“ sagði Guðrún. Hún sagði að skordýrið sé vatna- bjalla sem komið hafi frá Svíþjóð. „Ég las það einmitt að ahir Svíar vUdu flýja land, paddan er greini- lega ein af þeim. Ég flúði frá Sví- þjóð og paddan kom á eftir." -PÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.