Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. 5 Fólksflutningar: Munar mikið um eina fjölskyldu Regína ThDiarensen, DV, Gjögri: Fjögurra manna íjölskylda flytur úr Árneshreppi í haust. Er það áfall fyrir hreppinn því það munar mikið um eina fjölskyldu í íbúatölu. Ég spurði prestinn um daginn hversu margir byggju í hreppnum. Hann svaraði strax: „Já, það er alltaf að fækka hérna.“ Nú eru hér búsett- ir 121; 65 karlar og 56 konur. Þar af eru í „öldungadeiMinni" 15 karl- menn og 8 konur. Hér hefur verið rigning, ekta ískuldi og þoka, 5-7 stiga hiti á dag- inn en nokkuð kaldara að nóttu til. Frumsýning í dag Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára Miðaverð kr. 450,- laugarasbió „Bakpokafölkið“ í Skagafirði. DV-mynd gk Ætlum að sjá sem allra mest Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við komum til íslands fyrir þrem- ur dögum og ætlum okkur að reyna að fara sem víðast um og sjá sem allra mest,“ sögðu þau Matthias Ogr- irseik og Christine Knopf er DV ók fram á þau í Skagafirðinum. Þau voru þá á leið frá Varmahlíð að minjasafninu í Glaumbæ og voru allhressilega klyfjuð, svo að ekki sé meira sagt. íslendingum finnst sá fararmáti að ferðast uni með „allt á bakinu" ávallt furðulegur, enda kjós- um við þægilegri ferðamáta. „Við komum með rútu til Varma- hlíðar og ætlum að halda austur á bóginn, komast til Mývatns og þaðan hyggjumst við fara upp á hálendið, upp í f]öllin,“ sögðu þau Matthias og Christine og svo þrömmuðu þau af stað að nýju. FULLKOMINN G8ÍNA8I „Leikaralöggan66 er fyndnasta löggumynd síðan „Beverly Hill Cop66 ★ ★ ★ ★ (Pat Collins). Michael J. Fox hefur aldrei verið betri. Fox og Woods eru stórkostlegir saman. michhl j. rn Fréttir Fulltrúi Hafrannsóknastofnunar á flörugum fundi með Vestfirðingum: Sjómennirnir einblína um of á togararallið - þetta er hallæri af mannavöldum, sagði fundarmaður úr röðum sjómanna „Fundurinn telur að þær upplýs- ingar, sem liggja til grundvallar til- lögum Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta ár, séu engan veginn fullnægjandi,“ segir í ályktun sem hagsmunaaðilar fiskiðnaðarins á Vestfiörðum stóðu fyrir á Hótel ísafirði í vikunni. Telja þeir um 22 prósenta niðurskurð þorskkvóta, byggðan á niðurstöðum Hafrann- sóknastofnunar, ekki eiga við rök að styðjast. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur var þar staddur á fundinum fyrir hönd Hafrannsóknastofnun- ar. Þar var mannmargt og skoð- anaskipti lífleg. I ályktuninni segir ennfremur að nauðsynlegt sé aö koma á sam- starfshópi sjómanna og fiskifræð- inga. „Mjög mikil gjá er milh viðhorfa fiskifræðinga og þeirra sem dag- lega umgangast þessa fiskistofna," sagði viðmælandi DV sem var á fundinum. „Menn hér eru almennt á því að þorskstofninn sé ekki verr staddur en á síðasta ári. Okkar til- lögur hníga að því að eðlilegt sé að veiðin haldist svipuð og á síðasta an. Hann sagði að þeir sem stunduðu þessar veiðar fylgdust með hreyf- ingu fisksins og vissu hvað gæfi - þeir væru ekki hafnir yfir Hafrann- sóknastofnun en vildu meira sam- starf. „Við byggjum á mun víðtækari rannsóknaröflun en sjómenn eru að gagnrýna okkur fyrir. Þeir ein- blína helst til mikið á togararall- ið,“ sagði Óíafur Karvel Pálsson fiskifræðingur. „Ég tel ekki að þeir hafi sýnt fram á að gagnrýnin sé rétt. Viö erum með það þétt stöðv- amet á útbreiðslusvæði þorsksins að við myndum ná breytingum á útbreiðslu hans. Út áf fyrir sig er nauðsynlegt að endurskoða rann- sóknaraðferðir og við gerum það stööugt. Gott er að fá ábendingar frá sjómönnum í þeim efnum og leituðum við einmitt til þeirra þeg- ar togararallið var skipulagt." Ólafur sagði niðurstöður úr tog- ararallinu dóm reynslunnar sem endanlega skæri úr um það hvort verkefnið hefði skilað sínum mark- miðum eða ekki, en þau miða að því að betur gangi að stjórna fisk- veiðum. Verður nýhðunarspá síð- ustu fimm ára mikilvægur próf- steinn á vinnu þeirra í því sam- bandi. „Kvótaskerðing myndi hafa áhrif á þjóðarbúið í heild, er talað um 9 mihjarða tekjutap," sagði viðmæ- landi DV. „Það sem alvarlegast er í þessu er aö þetta er hahæri af mannavöldum. Lítt ígrundaðar til- lögur verða til þess að menn þurfa að taka á sig einhverja skehi." -tlt Landgræðslan tekur land tll friðunar og uppgræðslu: Húsavíkurkaupstaður annist smalanir Jóharmes Sigurjónsson, DV, Húsavík: Landgræðsla ríkisins og Húsavík- urkaupstaðar hafa gert með sér samning um landgræðslu í landi Húsavíkur. Helstu efnisatriði samn- ingsins eru eftirfarandi: Landgræðsla ríkisins tekur til frið- unar og uppgræðslu í samvinnu við Húsavíkurkaupstað, eftir nánara samkomulagi, land í eigu kaupstað- arins. Land þetta var girt fjárheldri rafmagnsgirðingu sumarið 1989. Húsavíkurkaupstaður annast allar lögboðnar smalanir á þessu svæði og sér um að búfé, sem kann að kom- ast inn á landgræðslusvæðið, verði fjarlægt. Húsavíkurkaupstaður get- ur heimilað búfjáreigendum að hafa búfé í afgirtum hólfum innan svæðis- ins. Kaupstaðurinn skal ennfremur hafa umráðarétt yfir öllum nytjum umrædds lands, Unnið verði að uppgræðslu lands innan hins friðaða svæðis í nánu samstarfi beggja aðha. Einar Njálsson bæjarstjóri hefur lýst yfir mikilli ánægju með þennan samning, sem hann telur um margt stefnumarkandi, því shkur samning- ur mihi Landgræðslunnar og sveit- arfélags hefur ekki áður verið gerð- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.