Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. 15 Lýðræði og málæði Frjáls og óheft umræöa um hug- myndir, markmið og stefnur er grundvöllur að * lýðræðislegu stjómarfari. Til þess aö gefa fólki kost á að taka þátt í umræðu um stefnumál í lýðræðislegu samfélagi hafa þjóðir á Vesturlöndum bundið ákvæði um hugsanafrelsi eða skoð- anafrelsi í stjórnarskrár sínar. í Danmarks riges grundlov, frá árinu 1953, er þetta t.d. orðað þann- ig: „Enhver er berettiget til pá tryk, i skrift og tale at offentliggöre sine tanker, dog under ansvar for dom- stolene." í Stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands, sem er þýðing á gam- alli stjórnarskrá Danmerkur, segir að „hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi.“ Haft er eftir Frankhn Delano Ro- osevelt Bandaríkjaforseta (1882- 1945), þegar hann deildi við and- stæðing sinn á þingi: „Ég er alger- lega ósammála þér og tel þessa skoðun þína ranga en ég skal berj- ast fyrir því með oddi og eggju að þú fáir að halda þessari skoðun þinni og rétti þínum til að verja hana hvar og hvenær sem er.“ Þetta var karlmannlega og drengi- lega mælt og af mikilli skynsemi og fyrirhyggju því að Roosevelt for- seti vissi að með því að tryggja andstæðingi sínum tilhlýðilega virðingu og skoðanafrelsi ykjust líkumar á því að honum sjálfum yrði einnig tryggt hið sama. Fávísir andstæðingar Það kann hins vegar að vera gróf- lega erfitt að hlusta á skoðanir og rök andstæðinga sinna, sem bæði eru fávísir og illa upplýstir, enda hafa sumir valdamiklir menn úti í hinum stóra heimi tekið það til bragðs að þagga í eitt skipti fyrir öh niður í þessum andstæðingum sínum sem voru með sífellt málæði og vifilengjur. En umræða um stjórnmál og þjóðmál er engu að síður mikils- KjaUariim Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri verð í lýðræðisþjóðfélagi, þessi umræða um sjálfan tilgang lifsins, um það sem við höldum að við vilj- um - eða það sem við þykjumst vilja - eða vangaveltur um það sem við ætlum að stefna að eða um það sem keppt er eftir hverju sinni. Stjórnmál eru síðan það tæki sem notað er til að ná settu marki, list hins mögulega, eins og menn segja, en ekki eru þar allar leiðir leyfðar að marki. Hin lýðræðislega kenning, sem allir stjómmálEiflokkar á Vestur- löndum hafa játast undir, gerir að grundvallarreglu í stjórnmálum að ekki séu allar leiðir leyfðar að marki, tilgangurinn helgi ekki meðahð. Undirferli og pólitísk bellibrögð eru fordæmd og per- sónudýrkun, eins og var austur í Sovét, eru fordæmd. Lýðræði á Vesturlöndum er hka eitt af því fáa sem nú er hafið yfir allan ágreining, yfir lýðræðinu hvílir friðhelgi. Allt sem sagt er og gert í nafni lýðræðisins er gott. Við efumst um guð almáttugan og flest önnur gildi en lýðræðið er gott, harla gott. í augum margra er lýð- ræðið svo sjálfsagður hlutur að það er hafið yfir allan ágreining, allar deilur. Stjórnmálasvik Bók ítalans Niccoló Machiavellis (1469-1527) Furstinn, sem út kom árið 1513, um það leyti sem Mar- teinn Lúther var að mótmæla ofríki páfans í Róm, er talin handbók í stjórnmálasvikum. í mörgum mál- um er orðið „machiavellismi" not- að um það viðhorf að allt sé leyfi- legt í pólitík, allar leiðir séu leyfðar að marki í pólitík, tilgangurinn helgi meðalið. Sumir halda því að vísu fram að Machiavelli hafi ætlað að bjarga fóðurlandi sínu undan stöðugum illdeilum og sundur- lyndi. Hann hafi að eðhsfari verið svartsýnn maður og haft litla trú á manninum og jafnvel trúað því að mannskepnan væri vond í eðli sínu. Sterk stjórn, sterkt ríkisvald væri eina leiðin til þess að koma í veg fyrir stjórnleysi. Kenning Machiavelhs í hnot- skurn er sögð sú að hinn vígdjarfi léiðtogi skyldi ná völdum með því að nota settar leikreglur í fyrstu. Síðan gæti hann farið sínar eigin leiðir, mótað samfélagið að vild sinni og tryggt sér völd með lævísi og brögðum, ef með þyrfti. í því væri galdurinn fólginn. Tahð er að margur stjórnmálamaðurinn hafi farið að eins og Machiavelli sagði fyrir um. Ekki ætla ég nokkrum íslenskum stjórnmálamanni að taka sér lævísi og kænskubrögð Machiavellis til fyrirmyndar. Því síður ætla ég að kasta rýrð á lýðræðislegt stjórnar- far á íslandi. Margt er til fyrir- myndar og flest gott þótt sumt mætti að vísu bæta. Hins vegar ætla ég að leyfa mér að fullyrða að umræða um þjóðmál og stjórnmál á íslandi er á dulítið lágu plani, lægra plani en stjórnmálaumræða i nágrannalöndum okkar. Sumt af því sem lesa má í blöðum eða heyrist í útvarpi eða sést í sjón- varpi er í sannleika sagt naumast mönnum bjóðandi. Væri hægur vandi að taka bæði gömul og ný dæmi þessu máli th stuðnings. Ég ætla hins vegar aðeins að nefna eitt almennt dæmi um tækni manna í lýðræðislegri stjórnmála- umræðu. í opinberri stjórnmálaumræðu hér á landi kemur það naumast fyrir að stjórnmálamaður sé sam- mála viðmælanda sínum eða taki undir orð andstæðings síns eða hrósi honum fyrir skynsamleg rök eða vel unnin störf. Andstæðingur- inn er að jafnaði hálfgert var- menni, sem hefur svikið loforð sín og logið að þjóðinni, og brigsmælin ganga á víxl og enginn er öðrum betri. Það veldur okkur barnakennur- um norður í landi því nokkrum áhyggjum aö „til syvende og sidsf ‘ sé engum trúandi. Og hvar er þá komið lýðræðinu þegar umræðan einkennist af svigurmælum og brigslmælgi, allir ljúga og svíkja og almenningur litur á tal um lýð- ræðisleg stjórnmál sem málæði og landskeppni í stóryrðum og svigur- mælum? Hafa menn þá ef til vill lært meira af Machiavelli en ég hélt? Tryggvi Gíslason „ _ .umræðaumþjóömálogstjórnmál á íslandi er á dulítið lágu plani, lægra plani en stjórnmálaumræða í ná- grannalöndum okkar.“ Franklin D. Roosevelt, fyrrum forseti i Bandaríkjunum. - Tryggði and- stæðingum sinum tilhlýðilega virðingu og skoðanafrelsi. Reglur í foreldra stað „Kröfur um aðstoð í nafni allra. - Ein regla, ein mamrna." Frétt í Morgunblaðinu í síðustu viku vakti mikla umræðu meðal vinnufélaga minna. Fréttin var um nýjar reglur um útihátíðir sem dómsmálaráðuneytið hefur gefið út. Þessar svonefndu viðmiðunar- reglur um útisamkomur eru af- rakstur starfshóps sem lauk störf- um þegar Óh Þ. Guðbjartsson var dómsmálaráðherra. Reglurnar kveða m.a. á um að algert áfengisbann skuli vera á úti- samkomum og einnig að ungmenn- um, 15 ára og yngri, verði meinaður aðgangur nema í fylgd með fuh- orðnum. Vonlaust að framfylgja Á því leikur varla nokkur vafi að erfitt verður að framfylgja þess- um reglum. Flöskur vera faldar í hverjum svefnpoka og í umbúðum sem venjulega innihalda gos, mjólk og ávaxtasafa verður víni af öllum gerðum komið fyrir. Það er borin von að gæslufólk geti þefað uppi meira en lítinn hluta þess áfengis sem farið verður með inn á sam- komusvæðin. Einnig verður það vafalaust vandkvæðum háð að flokka þá úr sem ekki eru í fylgd með fullorðn- um eða forráöamönnum. Þaö kom enda fram í fréttinni að líklega yrði ekki gengið hart fram hvað þetta varðar, t.d. í Vestmannaeyjum. Þar væri hundrað ára hefð fyrir því að þorri bæjarbúa flytti á samkomu- svæðið í Herjólfsdal yfir verslunar- mannahelgina. - Uppskeran er því Kjállariim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ reglur sem halda ekki. Útskýringar skrif- stofustjórans Það sem vakti þó mesta athygli mína í frétt Morgunblaðsins voru útskýringar skrifstofustjórans í dómsmálaráðuneytinu á þessum nýju reglum sem eru eins og áður sagði afrakstur starfshóps. Skrif- stofustjórinn sagði m.a.e. að þessar reglur væru m.a. settar vegna þess að margir foreldrar hefðu verið í vandræðum með unglinga undir sextán ára aldri sem hefðu heimtað að fara á útisamkomur um versl- unarmannahelgina. Nú leiki eng- inn vafi á því að unglingum yngri en sextán ára verði ekki hleypt inn og tilgangslaust fyrir yngra fólkið að nauða í foreldrum sínum. Nú er það alkunna að börn og unglingar fara fram á ýmislegt af foreldrum sínum en hingað til hef- ur ekki þótt ástæða til að kalla sam- an starfshóp th að setja reglur til varnar blessuðum foreldrunum. íslenskt fjölskyldulíf hefur eins og fjölskyldulíf víðast annars staðar gengið þrátt fyrir að böm hafi haft uppi kröfur til foreldra sinna um ýmsar lystisemdir heimsins. Þann- ig hafa jól og fermingar, sem jafnan gefa thefni th mikilla væntinga, ekki orðið banabiti margra fjöl- skyldna svo vitaö sé þrátt fyrir að óskir og væntingar hafi ekki ræst í óteljandi skipti á þeim tímamót- um. Mér er einnig spum hvernig maðurinn hefur lifað í gegnum ald- irnar þar sem oft á tíðum hafa ekki verið til neinir góðvhjaðir embætt- ismenn með reglur á takteinum. Hvað varð um foreldra á þeim tím- um? Ærðust þeir ekki af suðinu og nauðinu í afkvæmum sínum? Hvað gátu þeir hugsanlega gert þegar góðmenna á borð við fólkið í starfs- hópi dómsmálaráöuneytis naut ekki við? Ein handa öllum? Reyndar virðast mér þessar regl- ur og þær forsendur sem þær eru byggðar á vera enn einn þráðurinn i þeim vef sem afskiptasamt og öðru fremur vansælt fólk er að spinna um barnauppeldi hér á landi. Angi af þessu er sú útbreidda trú að hið opinbera eigi skilyrðis- laust að sjá um uppeldi barna þegar foreldrar eru komnir í þrot með áð ala önn fyrir þeim og sinna þeim daglangt. Dagheimhispláss eru nánast tahn til mannréttindamála í huga þessa fólks á meðan fólk er skotið fyrir að opna munninn annars staðar í heiminum. Það hefur í vansæld sinni gefist upp, jafnt á barnaupp- eldi sem öðru, og th að gera það ekki of áberandi eru búnar til kröf- ur um aðstoð í nafni allra. Og krafan er: Ein handa öllum. Ein regla, ein mamma. Glúmur Jón Björnsson „Dagheimilispláss eru nánast talin til mannréttindamála í huga þessa fólks á meðan fólk er skotið fyrir að opna munninn annars staðar í heiminum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.