Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. Fréttir Byggingamál á Raufarhöfn: Byggingarfulltrúi er líka einn stærsti verktakinn æskilegt að fulltrúinn væri óháður, segir Júlíus Hjörleifsson sveitarstjóri „Það væri náttúrlega mjög æski- legt að byggingarfulltrúinn væri ekki jafnframt verktaki. Æskileg- ast væri að það væri óháður bygg- ingarfulltrúi," sagði Júlíus Þórar- insson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Málum er svo háttað á Raufar- höfn að sjálfur byggingarfulltrú- inn, sem tekur út byggingar eins og lög gera ráð fyrir, er jafnframt einn stærsti verktakinn á staðnum. Umræddur aðili bæði á og rekur með öðrum fyrirtækið JJR og er nú að reisa dvalarheimili fyrir aldraða. Hann hefur þó ekki eftirlit með því sem byggingaulltrúi. „Þetta er svolítið erfitt mál. Þetta er það lítið sveitarfélag. Auk þess er langt á milli sveitarfélaga. Þetta er í sjálfu sér mjög óæskilegt en ég vil ekkert vera að deila á þetta. Ég þekki ekki forsögu málsins. Það er spurning hvort það er nokkur ann- ar kostur fyrir hendi,“ sagði Júlíus Þórarinsson. -pj Teiknimyndahetjan Indiana Jones hefur viðdvöl á íslandi í leit sinni að horfna landinu, Atlantis. Lendir hann í hrakningum miklum og lætur sig m.a. síga ofan í hver sem gýs svo kröftuglega að kappinn þeytist hátt upp og brotlendir í snjónum. Teiknimyndahetja lendir 1 ævintýrmn á íslandi: Indiana Jones í leit að örlögum Atlantis í nýlega útgefnu teiknimynda- blaði, sem lýsir ævintýrum hetjunn- ar Indina Jones og örlögum Atlantis, er farið í feröalag til íslands með söguhetjunni. Hann lendir flugvél sinni á hjarni þöktu landinu og keyr- ir á bíl sínum upp í óbyggðir í leit að persónunni Thorskald. Sá á að hafa undir höndum dularfullan og eftirsóttan fomgrip. Með í för er vin- kona Jones, Sophie. Leið þeirra skötuhjúa liggur inn á óbyggð landsvæði og finna þau kofa Thorskalds yfirgefinn. Ekki er getið um hvar á Fróni það á að vera. Leit- in að Thorskald berst ofan í nærliggj- andi hver og lætur kappinn sig síga niður í opiö. Þar fmnur hann Thor- skald frosinn! Á meðan hann er að berjast við að losa forngripinn úr hendi hins klakabrynjaða manns verður hann skyndilega var við auk- iö hitastig í holunni. Hann kallar á vinkonu sína aö toga sig upp í flýti en of seint. Heitt hveravatnið gýs hátt upp og Indiana Jones með því. Eins og sönnum teiknimyndahetj- um sæmir verður honum þó ekki meint af flugferðinni og brotlending- unni. Stendur hann upp óskaddaður og jafnframt sigri hrósandi meö grip- inn góða í hendinni og segir: „Sjáðu hverju hverinn hóstaði upp úr sér.“ -tlt Þetta var engin grásleppuvertíð - næstminnsta sem ég man, segir Ólafur Guðmundsson á Siglufirði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hann sat „undir vegg“ verbúðar sinnar á Siglufirði og „skar net af teinum". Ólafur Guömundsson heitir hann og sækir sjóinn á trillunni Far- sæl SI-93. „Þetta eru grásleppunetin, það þarf að skera af þeim svo hægt sé að setja önnur net á slöngurnar fyrir næstu grásleppuvertíð," sagði Ólafur og þáö lá beinast við að spyrja hann hvernig grásleppuvertíðin í ár hefði gengið. „Það var aldrei nein grásleppuver- tíð. Ég náði 50 tunnum af hrognum og það er það næstminnsta sem ég man eftir. Núna tekur maður það bara rólega, það þarf að dytta að ýmsum hlutum og mála bátinn en ætli maður reyni ekki að fara á færi í haust. Það er bara svo lélegt að hafa,“ sagði Ólafur. Sauðárkrókur: 300 krónur á tímann í bæjarvinnunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef verið í unglingavinnunni undanfarin ár en nú er ég í bæjar- vinnunni og það er miklu meira kaup, ég hef núna 300 krónur á tím- ann,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, 16 ára Sauðkrækingur, sem var að vinna á sláttuvél er DV hitti hann á Sauðárkróki. Gunnar sagðist vinna á þessari sláttuvél alla daga og slá grasflatir víðs vegar í bænum. Hann sagði þetta ágætt starf en í frítíma sínum æfir hann og spilar fótbolta með Tindastól í 3. flokki. Níu tonn eftir sólarhringinn Þeir voru stoltir skipverjarnir á Halldóri Sigurössyni ÍS 14 á ísafirði sem lönduðu um 9 tonnum af fiskafla eftir sólarhrings veiði. Kenndi þar ýmissa grasa en þó var áberandi mikið af stórum og góðum þorski. Strákarnir veiddu í dragnót og sögðu að veiðin hefði verið jöfn og góð, en þeir lönduðu álíka afla deginum áö- ur. -ingó Haraldur Ágúst Konráðsson, Róbert Ágústsson, Einar Ágúst Yngvason og fremst á myndinni situr sjálfur skipstjórinn á Halldóri Sigurðssyni, Guðmund- ur Konráðsson. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.