Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. Fréttir Líkur á að eitraðir þörungar drepi átuna fjölga sér mun hraðar ef hitastig í sjónum hækkar, segir þörungafræðingur „Eitraöir þörungar, svokallaðir skoruþörungar, hafa greinst hér við land, en hafa sjaldan náð að fjölga sér svo mikið að þeir hafi áhrif á umhverfið,“ sagði Sólmund- ur T. Einarsson fiskifræðingur. Þörungafræðingur, sem DV hafði samband við, benti á að slíkir þör- ungar fjöiguðu sér mun hraðar ef hitastig í sjónum hækkaði, eins og það hefur gert í sumar, en þá gætti eitrunaráhrifanna mun meira. Það er þvi ekki ólíklegt að rauðát- an, sem fundist hefur í sýnum frá svæðinu, hafi drepist við það að éta eitraða þörunga og síðan flotið upp á land. „Ef massadauði af svifi á sér stað vegna óvenjumikils hita á norður- svæðinu og mikils sólskins er ekki út í hött að ímynda sér að þetta ástand sé að þróast. Nú þegar er töluvert mikið af átu í sjónum," sagði Sólmundur. Aðspurður sagði Jónas Bjarna- son hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins að fitan úr átunni gæti hugsanlega verið svipuð og fitan úr loðnu, efnin séu keimlík, en hann tók þó fram að þeir hefðu ekki vitneskju um efnasamsetn- ingu á fitu í rauðátu við ísland. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson er nú statt norður af Siglu- nesi í þeim tilgangi að taka sjósýni til frekari rannsókna á þörungum og svifi í sjónum, en þá kemur væntanlega í ljós hvort þetta er til- fellið. -ingo Heimavarnarliðið undirbýr þessa dagana mótmæli gegn heræfingum þeim sem fram fara hér á landi 30. júlí til 7. ágúst næstkomandi. Að þeim loknum verður efnt til Keflavíkurgöngu 10. ágúst. DV-mynd JAK Heimavamarliðið mun mótmæla heræfingum Nató 1 Reykjavík: Högum aðgerðum í sam- ræmi við æfingarnar Síðuskóli á Akureyri: Lægsta tilboðið unft milbomr Gylfi Krisýánsson, DV, Aknreyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa samið við fyrirtækið Fjölnismenn hf. um byggingu C-álmu Síðu- skóla en framkvæmdir hefjast innan skamms. Kostnaðaráætlun við verkið nam 49,1 mílljón króna en tilboð Fjölnismanna, sem var lægst fimm tilboða sem bárust, nam 43,9 milljónum. Reykjavíkurhöfn: Missti tværtær Skipsfjóri um borð í Jóhanní Gíslasym ÁR 42, sem lá í Reykja- víkurhöfn, var fluttur á slysa- deild á niunda tímanum í gær- kvöldi. Verið var að hífa nýjan vír á spil þegar skipstjórinn rak fót í skipstromlu og klemmdist með þeim afleiðingum að hann missti tvær tær. -PÍ Hallbjörn Hjartarson fyrir utan Kántribæ á Skagaströnd sem er aft- ur kominn í eigu hans eftir tímabil niðurníðslu. DV-mynd gk „Við verðum með mótmæli, það er alveg á hreinu. Við eigum eftir að sjá hvernig þessar heræfingar fara fram og munum haga aðgerðum í sam- ræmi við það,“ sagði Ingibjörg Har- aldsdóttir, talsmaður heimavarnar- liðsins svonefnda, við DV. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Kántríbær er nú aftur kominn í mínar hendur eftir &-7 ára tímabil niðurníðslu og auðvitað langar mig til þess að sjá húsið verða lifandi," segir Hallbjörn Hjartarson, kántrí- kóngur á Skagaströnd, en hann stendur í stórræðum þessa dagana. Hallbjörn sagði að Landsbankinn hefði tekið Kántríbæ af sér þegar hann varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum eftir að hafa lent í alvarlegu Ingibjörg sagöist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað gert yrði. Það færi eftir því hvers eðlis æfing- arnar yrðu. „Miðað við þær fréttir, sem við höfum fengið, þá virðist þetta vera dálítið frábrugðið æfingunum '89. Þá lokuðu þeir ákveðnum svæð- slysi. Þann tíma, sem húsið hefði verið í eigu bankans, hefði það verið í niðurníðslu og það hefði tekið sig sárt að sjá húsið drabbast niður að utan sem innan. Þegar bankinn vildi síðan losa sig við húsið segist Hall- björn hafa farið af stað og Kántríbær hefði aftur orðið hans. „Ég hef mikinn áhuga á að reyna að gera eitthvað í húsinu þannig að ferðamenn komi til að skoða það. Það mælir enginn á móti því að eins og Nashville í Bandaríkjunum er vagga um fyrir umferð. Aðgerðir heima- varnarliðsins beindust þá að því að hnekkja því banni. Við höfum ekkert heyrt enn um aö þeir ætli að endur- taka þann leik. Ef svo er verða að- gerðir okkar á sömu nótum og áður.“ Ingibjörg sagði að nú yrðu í öllu kántrítónlistarinnar þar í landi ber Skagaströnd þann titil hér á landi. Draumurinn er því að setja upp kánt- rísafn í Kántribæ. Ég á ýmislegt frá ferli mínum, eins og fötin sem ég hef klæðst þegar ég hef komið fram, plöt- urnar, öll blaðaviðtölin og eitt og annað sem tengist þessu brölti mínu í gegnum tíðina. Svona kántríminja- safn myndi tvímælalaust margfalda ferðamannastrauminn hingað, ég er ekki í nokkrum vafa um það.“ - En er ný plata á leiðinni frá kántrí- falli viðhöfð táknræn mótmæli. Nú væri rætt um að æfingasvæði yrðu um allt land, til dæmis í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er forkastanlegt. Þetta eru þéttsetnustu feröamanna- svæði landsins og þetta yrði þokka- leglandkynning.“ -JSS kóngnum? „Nei. Síðasta platan mín, sem var sú sjötta, hefur ekki reynst mér það gull í greip sem reiknað var með. Miðað við að sú plata nær ekki að standa undir sér þá hugsa ég ekki um aðra í bráð. Ég vil þó ekki útiloka plötu númer sjö og ég hef verið beð- inn um það af mörgum að gefa út safnplötu með bestu lögum mínum. Hvort eða hvenær það verður liggur bara ekki fyrir.“ Skagaströnd er vagga kántrítónllstar á Islandi: Draumurinn að koma hér upp kántrísaf ni - segir Hallbjöm Hjartarson sem hefur á ný eignast Kántríbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.