Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. íþróttir Sport- stúfar íslandsmótið í þríþraut í Reykjavík og Hrafnagili • fslandsmótið í þríþrauti lengri vegalengd verður haldið í Reykjavík sunnudaginn 28. júlí. Keppt verður í 1500 metra sundi, 40 km bjólreiðum og 10 km hlaupi. Mtttökutilkynningar þurfa að berast til Guömundar i síma 24256 og Stefáns í síma 19856 á kvöldin. Um næstu helgi verður íslandsmótið í styttri vegalengd haldið i Hrafnagili í Eyjafirði. Mótið verður 21. júlí og verður keppt í karla-, kvenna-, unglínga- og öldungaflokki, 40 ára og eldri. Hjólaöir verða 20 km, 750 m í sundi og hlaupnir 5 km. Ungling- ar synda 300 m, hjóla 10 km og hlaupa 3 km. Skráning fer fram í síma 96-27541. Opið golfmót í Borgarnesi • Opið golfmót verður haldiö í Borgamesi á morgun, laugardag. Ræst veröur út frá klukkan átta um morguninn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning verður í síma 93-71663 í dag og í kvöld. Búnaðarbankamót að Flúðum • Opna Búnaöarbankamótið í golfi verður haldið aö Flúöum laugardaginn 20. júlí. Leiknar verða 18 holur með og án forgjaf- ar í karla- og kvennaflokki. Rás- tíma skal panta í símum 98-66690 eöa 98-66509 eför klukkan 19 i dag, fostudag. 5 sundkeppendur á ólympíudaga æskunnar • Sundsamband ís- lands mun senda fimm keppendur á ólympíu- daga æskunnar sem haldnir veröa í Brússel um helg- ina. 2500 keppendur frá 12 þjóð- um munu taka þátt í þessum ólympíudögum sem haldnir verða í fyrsta skipti. Mð er Evr- ópubandalagið sem stendur aö þessum leikum. fslensku kepp- endumir á leikunum veröa Ric- hard Kristinsson, Ægi, Pétur Ey- jólfsson, ÍBV, Ólafur Sigurðsson, ÍA, Kristján Flosason, ÍA, og Þor- valdur Amason, UMFA. Þjálfari og fararstjóri verður Albert Jak- obsson. ' Kastararfrá Eystrasaiti keppa á stigamóti FRÍ • Fjórir kastarar, tveir frá Eistlandi og tveir frá Litháen, koma til íslands og keppa á stigamóti FRÍ 28. júlí. Mtta eru allt kastarar á heims- mælikvarða sem höfðu mikinn áhuga á því að koma til íslands og keppa við okkar bestu kastara, þá Einar Vilhjálmsson, Sigurö Einarsson, Sigurð Matthíasson og Véstein Hafsteinsson. Verður þetta eflaust spennandi keppni sem gaman verður að fylgjast með. Argentina vann Brasiliu í sögulegum leik • Argentina sigraði Brasilíu, 3-2, í suður- ameríku keppninni í knattspymu. Leikur- inn var sögulegur fyrir þær sakir að tveimur leikmönnum úr hvoru liði var vikið af leikvelli og dómarinn dæmdi alls 57 auka- spyrnur í leiknum. Franco skor- aði tvívegis fyrir Argentínumenn en Batistuta eitt. Fyrir Brasilíu skoruðu Bamco og Joao Paulo. M gerðu Kolumbía og Chile jafh- tefli í sömu keppni, l-l. Platt á leið til Bari? - Aston Villa krefst 800 milljóna Enski landsliðsmaðurinn David Platt er tilbúinn að ganga til liðs við ítalska 1. deildar liðið Bari og leika með því á næsta keppnistímabili. Það eina sem stendur í veginum nú er • Platt vill fara til ítaliu. peningaupphæðin en líklegt er að það sé aðeins dagaspursmál hvenær liðin komast endanlega að sam- komulagi. Aston Villa vill fá um 800 milljónir íslenskra króna fyrir leik- manninn en áður hafði Bari boðið helmingi lægri upphæð. ítalarnir eru líklegir til að bjóða seinni upphæðina og ganga þar með endanlega frá málinu. ítölsk dagblöð sögðu í gær að Platt vildi fara til Bari og vera hjá félaginu í eitt ár og fara síðan til stærra félags eins og Juventus. Platt er eins og stendur á æfinga- og keppnisferðalagi í Þýskalandi með Aston Villa. Platt var keyptur til Aston Villa frá 4. deildar liðinu Crewe Aiexandra árið 1988 fyrir 200 þúsund pund en leikmaðurinn hefur heldur betur hækkað í verði á þessum þremur árum. -RR Pollamót KSÍ á Siglufirði: KS með fullt hús ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Pollamót KSÍ og Eimskips í 6. flokki var haldið á Siglufirði um síðustu helgi. KS sigraði í flokki A-liða með fullt hús stiga og markahlutfall 55:8. Völsungar, Húsavík, í flokki B-liða og KA í flokki C-liða. Aðstaða og skipulag mótsins var alveg til fyrirmyndar hjá KS-ingum og vonandi geta sem flestir verið með í pollamótinu að ári því aðalatriði er að vera með og hafa gaman af, Nýr golfvöllur við Klaustur Páll Pétursscm, DV, Vflc Nýr golfvöflur hefur verið útbúinn við bæinn Efri-Vík, rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Hörður Dav- íðsson bóndi hefur útbúið níu hola golfvöll á landareigninni hjá sér en hann hóf gerð vallarins árið 1989. í vor var hann endurhannaður eftir reynslu síðustu tveggja ára. Hannes Þorsteinsson á Akranesi er hönnuð- ur vallarins en hann nýtir mjög skemmtilega þær hæðir og dældir sem landslagið í Landbrotinu býður upp á. Völlurinn, sem nefnist „Heimavöll- ur“, er par 35 og 2.357 metrar á lengd og fremri teigar eru 1.990 metrar. Að forgöngu Harðar var stofnaður Golf- klúbburinn Laki og eru félagsmenn 30 talsins. í fyrra var haldið eitt inn- anfélagsmót á vellinum. Borgarhlaupið á laugardaginn Borgarhlaupið, sem er undirbún- ingshlaup fyrir Reykjavíkurmara- þonið 18. ágúst, veröur haldið í Reykjavík á laugardaginn. Þarna er um að ræða 5 kílómetra skemmtiskokk og verður hlaupið frá versluninni Frísporti, Lauga- vegi, og endað í Kringlusporti í Kringlunni. Hlaupið hefst klukkan 12 á hádegi og verða veitt verðlaun þremur efstu í karla- og kvennaflokki og auk þess verður fjöldi útdráttar- vinninga. Skráning í hlaupið renn- ur út 19. júlí og greiðist þátttöku- gjald kr. 500 í Kringlusporti, Frí- sporti eða íþróttabúðinni Borgar- túni. Austurbakki sf. er framkvæmd- araðili að hlaupinu eins og í Reykjavíkurmaraþoninu og eftir borgarhlaupið hefst niðurtalning í Reykjavíkurmaraþonið. Skilti verða þá á lofti í verslunum Frí- sports þar sem dagarnir verða tald- ir niður fram að hlaupinu. -GH ÞRÓTTARVÖLLUR ÍSLANDSMÓTIÐ 2. DEILD mrn-m í kvöld kl. 20.00 INOVE L L MICROTÖLVAN íslandsmeistaramótið í sundi um 1 mw&' • Helga Sigurðardóttir ætlar að reyna við lágmarkið Í100 • Ragnheiður Runc metra skriðsundi fyrir Evrópumótið sem verður í Grikk- meðai keppenda á landi i næsta mánuði. laug um helgina. Nær Helga lá$ fyrir Evrópun - allt besta sundfólk landsins mec Um helgina fer fram íslandsmeistara- mótið í sundi í Laugardalslauginni. Margt af okkar besta sundfólki verður á meðal keppenda og í þeim hópi er sundfólk sem hefur unnið sér þátttöku- rétt á Evrópumeistaramótið sem verður í Aþenu í Grikklandi í næsta mánuði. Helga Sigurðardóttir, sundkona frá Vestra á ísafirði, ætlar að reyna við lág- markið í 100 metra skriðsundi fyrir Evr- ópumeistaramótið sem er 59,60 sekúnd- ur. Helga ekki langt frá lágmarkinu Helga á best á þessari vegalengd 59,64 sekúndur en þeim tíma náði hún í Ala- bama í Bandaríkjunum þar sem hún dvelur við æfingar og nám. Ragnheiður Runólfsdóttir stundar einnig nám við sama skóla samhliða skólanámi. Sex íslenskir sundmenn hafa tryggt sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótið og þarf Helga á góðum stuðningi að halda svo hún nái því takmarki sínu að verða meðal keppenda í Grikklandi. Það er margt sem bendir til að þetta mót verði skemmtilegt enda er langt síð- an svona margir sundmenn verða sam- ankomnir á sundmóti hérlendis. Yngra sundfólkið er einnig í stöðugri framfór • Sigurður Styff sigraði i opnum flokki i hjólakvartmílu Sniglanna sem fram fór um nýliðna helgi á kvartmílubrautinni ofan við Hafn- arfjörð. Á myndinni er Sigurður til hægri en hinn keppandinn er Jón Björn Björnsson. DV-mynd FÖJ Hjólakvartmíla: Sigurður vann í opnum flokki Hjólakvartmíla sniglanna var haldin um síc ustu helgi á kvartmílubrautinni ofan við Hafnai fjörð. Keppt var í fjórum flokkum. í opnum flokl sigraði Sigurður Styff, í öðru sæti varð Jón Björ Bjömsson og í þriðja sæti Kristinn Sigurðsson í 1100 cc flokki varð Hlöðver Gunnarsson fyrsta sæti, annar varð Páll Steindórsson og þriöja sæti Víðir Sigurðsson. í 1000 cc floki varð Ellert Alexandersson hlui skarpastur, annar varð Valgeir Grétarsson og þriðja sæti Sveinn Hrafnsson. í 750 cc flokki sigraði Karl Gunlaugsson, í öðr sæti Okto Þorgrímsson og í þriðja sæti Konrá Aðalmundsson. GH/FÖ Heil umferð í 2. deild í kvöld Heil umferö er á dagskrá í 2. deild íslandsmótsins í knattspymu í kvöld. Efsta li deildarinnar, Akurnesingar, tekur á móti Haukum. Þróttur leikur á móti Þór frá Akui eyri á Þróttarveflinum við Sæviðarsund. Fylkir og Keflvíkingar leika á FyUdsvelli Árbænum. Neðsta liðið, Tindastóll, leikur gegn Grindavík á Sauðárkróki og ÍR-inga og Selfyssingar leika á ÍR-velflnum í Mjódd. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 2(1 -JK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.