Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991. Meiming Dúó með þokka Norræna húsið var ramminn utan um tónleika þeirra Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara og Ataliu Wei hljómborðsleikara miðvikudagskvöldið 17. þ.m. Hallfríður (27 ára) hefur sótt framhaldsnám í Man- chester og Lundúnum undanfarin þrjú ár, og Atalia (30 ára, frá Tel Aviv, ísrael) mun að líkindum hafa kynnzt Hallfríði í Konunglegu tónlistarakademíu Lundúnaborgar, þar sem þær eru báðar að ljúka fram- haldsnámi. Efnisskráin bar vott um smekklegt val fyrir hásum- artónleika; aðgengileg verk og „létt“ í réttum skilningi þess orðs, en ekki þar af leiðandi (eins og ýmsar út- varpsstöðvar virðast halda) innihaldsrýr tónlist. Fyrst var hin kunna flautusónata Bachs í e-molf (BWV1034), fjórþáttuð kirkjusónata og tvímælalaust á góðum standarði Sebastians; síðan Le Merle Noir eftir Ohvier Messiaen; þá Sónatína Sancans (f. 1916); í kjölfar henn- ar Inngangur og tilbrlgði um „Trock’ne Blumen" op. 160 eftir Schubert og loks Sónata Poulencs. Hvað Poulenc varðar, þá má að vísu segja, að þetta bráðskemmtilega verk deilist nú víða eins og Ingjalds- fiflið: leikið af Gunnari Hafnarfjarðartónskólastjóra í júní og af Áshildi Haraldsdóttur á diski hennar frá í vetur. En sjaldan verður góð visa of oft kveðin. Það þarf ekki að tvínóna við að segja það; leikur þeirra stallna var ágætlega útfærður í flestum tilvik- um; í „efri miðstétt“ ef stéttaskipting er viðurkennd hér. Hallfríður hafði gott vald á öndun og tóni og sýndi mjög góða styrkleikabreidd; lék t.d. það aftarlega í Bach, að semballinn kom vel fram og gerði tónverkið þar með að því sem það alltaf hefur átt að vera: sam- tali tveggja jafningja. Sem svo „svingaði" eins og vera bar í loka-allegróinu, er virðist samið fyrir ígildi Django Reinhardts á þverflautu. Hiö fjöruga post-impressjóníska verk Messiaens um Svartþröstinn lék í höndunum á dúóinu og var veru- lega skemmtilegt áheyrnar; sama gilti um sónatínu Pierre Sancans, „elegönt" frönsk tónsmíð full af anda- gift og lífsgleði þeirri sem nánast sýður upp úr í só- nötu Poulencs. Tilbrigði Schuberts um eigið lag (úr Malarastúlkunni) eru einfeldningsleg í fyrstu, en taka í lokin á sig allt að því sinfóníska mynd, enda þótt flest (einkum framan af) mæði aðallega á píanóleikaranum. Það sem helzt var að hjá Hallfríði var einstaka mis- Hallfriður Ólafsdóttir flautuleikari. Tánlist Ríkaröur Ö. Pálsson ræmi milli handa og blásturs, auk fáeinna erfiöra öndunarstaða (Bach!) og svo tónninn í Poulenc, er gerðist nokkuð grófur á efsta sviðinu. Hendingamótun virtist hins vegar oftast skýr og sannfærandi og intóna- sjón og tóngæði með ágætum, þó að vafalaust mætti stundum „hvessa“ tónmyndunina til tilbreytingar. ísraelska stúlkan virtist jafnvig á sembal og píanó, sem er ekki algengt, og lék með af músíkalskri yfirveg- un, að vísu ekki 100% hnökralaust, en með góðri sam- stillingu og þokka. Andlát Sigurjón Jónssonbóndi, Smjördöl- um, Sandvíkurhreppi, lést í Sjúkra- húsi Suðurlands 17. júlí. Helgi M.S. Bergmann, Grundarstíg 21, Reykjavík, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 17. júlí. Jarðarfarir Kristbjörg Eiðsdóttir frá Hánefsstöð- um í Svarfaðardal verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 20. júlí kl. 14. Jóhann Eiríksson, Hafnarstræti 17, ísafirði, sem andaðist í Landakots- spítala 13. júh sL, verður jarðsettur frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 20. júlí kl. 14. Unnur Haraldsdóttir, Grandavegi 47, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Gísh Sigurðsson, Leirubakka 2, Seyð- isfirði, verður jarðsungin'n frá Syðis- fjarðarkirkju laugardaginn 20. júlí kl. 14. Rögnvaldur Sigurðsson, Sæviðar- sundi 33, verður jarðsunginn frá Ás- kirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Brynhildur Baldvins verður jarð- sungin í dag, 19. júh, frá Fossvog- skapellu kl. 13.30. Jóhanna M. Óskarsdóttirer látin. Jóhanna var gift Víöi Sveinssyni en hann lést eftir aðeins nokkurra ára sambúð. Þau áttu fjórar dætur. Jó- hanna hóf sambúð með Pétri Stefáns- syni skipstjóra fyrir tæpum áratug og starfaði með honum í útgerðarfyr- irtæki þeirra í hlutastarfi seinni árin. Útfor hennar verður gerð í dag frá Bústaðakirkju kl. 13.30. er látin. Hún fæddist 15. apríl 1930 á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Útfor hennar verður gerð í dag frá Fossvogskapehu kl. 15. fyrir nokkur umferöarlagabrot: Umferöarráö vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt ieiöbeiningum ríkissak- sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991. Akstur gegn rauðu Ijósi allt að 7000 kr. Biðskylda ekki virt “ 7000 kr. Ekið gegn einstefnu “ 7000 kr. Ekið hraðar en leyfilegt er “ 9000 kr. Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr. Framúrakstur þar sem bannað er “ 7000 kr. „Hægri reglan“ ekki virt “ 7000 kr. Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1500 kr. Stöðvunarskyldubrot - allt að 7000 kr. Vanrækt að fara með ökutæki til skoðunar “ 4500 kr. Öryggisbelti ekki notuð “ 3000 kr. MJÖG ALVARLEG OG ÍTRBKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! WÍUMFERÐAR Vráð Myndgáta ©o8z -EVhoR.--- 5 N r/9/VGdFXS /... S/</lO*l>s- Gorvo/£> /// 08/ Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausn gátu nr. 81: Sleggjudómur ■w Tilkyimingar Nýtt umboð Fyrirtækið CAD-kerfið hefur fengið um- boð fyrir HOUSTON INSTRU- MENTS/SUMMAGRAPHICS vörur, sem eru teiknarar, teiknarar/prentarar, skurðateiknarar og hnitaborð. H.I. DMP- 60 serían eru teiknarar, sem slegið hafa í gegn erlendis. Þeir hafa sérlega góða upplausn (0.0l27mm), eru fyrirferðarhtl- ir og taka pappírsstærð frá A4 uppí A0. Teiknaramir hafa bæði arkir og pappír í 50 m rúllum. Hægt er að fá fylgihluti, eins og SCAN-CAD sem les handunnar teikningar inn á tölvu til frekari vinnslu. H.I. Jetro prentari/teiknari hefur óvenju- góða-upplausn (360 dpi) sem er að þakka nýrri blekspraututækni sem H.I. hefur þróað. Jetpro er mjög hljóðlátur (48 db), er IBM samhæfður og tekur pappír í stærðum A5 upp í A2. H.I. DMP-60 serían og Jetpro nota HPGL og DM/PL sam- skiptabúnað. Tombóla Nýlega héldu þessar stúlkur, sem heita Eva Omarsdóttir, Helena Gunnarsdóttir, Linda Gunnarsdóttir, Guðríður Svava Óskarsdóttir og Karen Rakel Óskarsdótt- ir tombólu til styrktar R.K.Í. vegna flóð- anna í Kína. Ahs söfnuðust 2.694 krónur. Trúnaðarbréf afhent Hinn 12. júh sl. afhenti Tómas Á. Tómas- son forseta Venezúela, Carlos Andreas Perez, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Venezúela með aðsetri í Was- hington D.C. Langa ferðin á Kjöl Á vegum Hins íslenska náttúrufélags verður lagt af stað á Kjöl nk. fimmtudag- morgun kl. 9 frá Umferðarmiðstöð. Ferð- in stendur frá 25.-28 júh, komutími um kl. 22 sunnudagskvöld, ef áætlun stenst. Áætlun fer hugsanlega eftir veðri að ein- hveiju leyti. Tekið er á móti ferðapöntun- um og greiðslum á skrifstofu HÍN við Hlemm (sama hús og Náttúrufræðistofn- un, 5. hæð) fyrir hádegi þriðjudaga og fimmtudaga. Einnig má panta símleiðis í síma 91-62457. Símsvari tekur einnig á móti skilaboðum. Þátttakendur eru hvattir th að greiða fargjald tímanlega. RAUTT UOS pxfovi RAUTT UÓS! IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.