Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Qupperneq 23
22 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. 35 Uppreisnarmenn í Eyjum segja kvótalögum stríð á hendur: 100 þúsund tonnum hent - Kristján Óskarsson skipstjóri segir skoðun sína Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Fjölmiölar stóðu á öndinni þegar Kristján Óskarsson, skipstjóri og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, hélt því fram í útvarpsviðtali að ís- lenskir sjómenn hentu 100 þúsund tonnum af fiski í sjóinn á hverju ári. Stjórnmálamenn heimta rannsókn og það eru nánast einu viðbrögðin við þessari' stóryrtu fullyrðingu Kristjáns. En Kristján er ekkert á því að draga í land, segir þessa tölu vægt áætlaða. Sjóhundur og aflakló Kristján Óskarsson er skipstjóri á Emmu VE, um 100 tonna togbát sem hann á í félagi við Arnór Pál Valdi- marsson vélstjóra. Kristján er sonur Óskars Matthíassonar sem er gamali sjóhundur og aflakló. Hann reri lengst af á Leó VE 400 og er ennþá kenndur við hann. Þeir eru fjórir bræðumir, Matthias, skipstjóri og útgerðarmaður á Bylgju VE, Leó, skipstjóri og útgerðarmaður á Haukafelh VE, og Siguijón, skip- stjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, sem er einn aflasælasti skipstjóri landsins og hefur bjargað fleiri mönnum úr sjávarháska en aðrir. Sjórí móðurmjólkinni Sjór, sjómennska, fiskur og fisk- veiðar var eitthvað sem þeir bræður drukku í sig með móðurmjólkinni. Sjórinn og allt sem honum viðkemur er þeirra líf og þegar hann ber á góma er ekki komið að tómum kofunum. Þeir byggja á eigin reynslu af sjónum og hafa það umfram marga aðra að hlusta á það sem gamhr kveða. Allir hafa þeir sínar skoðanir á hlutunum og eru ekkert að liggja á þeim og oft hefur það sýnt sig að þeir hafa rétt fyrir sér þó ekki falli það í kramið hjá öhum. Þó ekki sé nema rúm vika síðan því var fyrst slegið upp að Kristján héldi þessu fram með 100 þúsund tonnin er þetta engin ný bóla hjá honum. Hann er á móti núgildandi lögum um stjómun fiskveiða sem hann segir að sé að fara með okkur beinustu leið til helvítis og gangi þvert á megintilgang laganna að vemda fiskstofna við ísland. Hann gefur hka skít í hagræðinguna. „Er það hagræðing þegar þú ert búinn með eina tegund aö þurfa að rasskeha um allan sjó, eins og ég þarf að gera núna, í leit að ýsu sem ekki finnst?“ Uppreisn í Eyjum Kristján hefur lagt mikla vifinu í að rökstyðja skoðanir sínar og er hann einn aðalforsprakkinn í tíu til tólf manna vinnuhópi í Vestmanna- eyjum sem er að fara ofan í saumana á fiskveiðistefnunni. AUt reyndir skipstjórar í Eyjum og sumir hverjir með gott aflamark. í fyrstu átti Kristján sér fáa fylgjendur en þeim íjölgar og þeir sem vinna með honum í dag vom flestir á öndverðum meiði við hann í upphafi. Ári áður en nú- ghdandi lög um stjómun fiskveiöa vora samþykkt skrifaði Kristján grein sem hann kallaði: „Er ekki mál að leikaraskapnum linni?" Þar segir hann m.a.: „Verði aflamark ofan á getur það orðið til þess í framtíðinni að þeir sem eru búnir að kaupa sér mikinn kvóta, samanber Guðbjörgu ÍS og fleiri, fái kvótahtil skip til að veiða kvótann fyrir sig með því skil- yrði að þeir landi aflanum t.d. í frystihús á ísafirði." Þetta hefur gengið eftir því fjölmargir bátar veiða kvóta annarra og fá fast verð fyrir. Verð sem er langt undir því sem er á hverjum tíma. 100 þúsund tonnum hent vegna kvótans í þessari sömu grein heldur Kristj- án því fram að 100 þúsund tonnum verði hent ef aflamark verður ofan á, smáfiski sem ekki borgar sig aö koma með í land vegna þess að því dýrari sem kvótinn verður þarf dýr- ari fisk til að standa undir kostnaði. „Ef þeir bæru gæfu th að láta koma með allan þennan smáfisk í land, sem ég held að séu 100 þúsund lonn, og við mundum senda hann ahan út kemur meira af stórfiskinum til vinnslu í landi. En það er ekki nóg að koma með smáfiskinn í land. Það verður líka að koma með tveggja og þriggja nátta fiskinn í land, netafisk- inn,“ segir Kristján. Ruglið í Morgunblaðinu „Þá fyrst getum við farið að tala um fiskveiðistjómun þegar við vit- um hve mikið aflast hér við land. Mér finnst þetta rugl, eins og Morg- unblaðið setur þetta upp,“ segir hann og vitnar th fundar sem hann átti með Agnesi Bragadóttur blaðamanni og Styrmi Gunnarssyni ritstjóra. En Morgunblaðið hefur eins og kunnugt er gerst málsvari hagræðingar í sjáv- arútvegi og veiðheyfagjalds, sem gengur þvert á skoðanir Kristjáns. „Ég er alfarið á móti veiðileyfagjald- inu. Ég sagöi við þau að ef þaö kæm- ist á myndi ég hætta þessu helvíti. Og af því að verið er að tala um hag- ræðingu, smáfisk og útflutning á ferskum fiski þá er ég viss um aö ef það kæmist á að við fengjum að flytja smáa fiskinn út og dauöblóðgaði fisk- urinn kæmi í land þyrftu Árni Bene- diktsson og Amar Sigurmundsson ekki að vera með þennan áróður gegn útflutningi á ferskum fiski. Þá þurfa þeir að snúa sér að öðm vanda- máh, að fá fólk til að vinna í frysti- húsunum. Það geta þeir ekki gert nema hækka kaupið við fiskverkun- arfólk og það er ekki minna mikil- vægt en við sjómennirnir. Það á al- veg jafnmikinn þátt í verðmætasköp- uninni og við. Útlendingar í frystihúsunum Ef við lítum inn í frystihúsin í dag þá sjáum við þar fjölda útlendinga. Og hvernig verður þetta éftir nokkur ár? Þá vih enginn hta við þessu! Þetta verða orðnir eintómir Pólveriar, Austur-Þjóðverjar, Portúgahr og jafnvel iitháar. Ég var að heyra að þar væri kaupið 800 krónur á mán- uði,“ segir Kristján og hlær. „Svo má ekki gleyma því að frystihúsin eiga 80% af heildarkvótanum og flytja mest út af ferskum fiski sjáh. Mogginn vill sameina frystihús í Eyjum og á Snæfellsnesi, þar sem á að keyra fólk á mihi staða. Væri ekki nær að flytja fiskinn og þá gætu frystihúsin skipst á að vinna hveija tegund, t.d. ufsa í einn mánuð og þorsk þann næsta? Þetta sparaði mikið og tryggði þessu fólki vinnu í sinni heimabyggð. Þetta á við fleiri staði á landinu, t.d. Árborgarsvæðið. Fiskvinnslufólk á landsbyggðinni á ekki að þurfa að sæta hreppaflutn- ingum í lok 20. aldarinnar þó Mogg- anum finnist það sjálfsagt." „Við erum á hraðri leið til helvítis," segir Kristján. Ekki mikið álit á fiskifræðingum Kristján hefur ekki ýkja mikið álit á fiskifræðingum og gefur htið fyrir þeirra fræði. „Ég hef spurt nokkra þeirra hvort það hafi eitthvað að segja að kreista þorskinn yfir hrygn- ingartímann og blanda saman hrognum og svhum og henda í sjó- inn. Þeir segja allir nei og aftur nei. Svo var það í fréttum nýlega að Dan- ir hefðu verið aðkreista þorsk í þess- um thgangi á landi og látið hann vaxa upp í kemm áður en þeir slepptu seiðunum. En íslenskir fiski- fræðingar segja að þetta hafi ekkert að segja. Ég á viðtöl, sem ég tók sjálf- ur, við gamla skipstjóra, aha komna yfir áttrætt. Þeir segja að það hafi tíðkast á bátum frá Eyjum í upphafi aldarinnar að kreista hrogn og svh úr þorski sem þeir fengu áður en fiskurinn var blóðgaður. Þessir karl- ar höfðu trú á þessu og hefðu ekki gert það annars. Ef það er hugur í okkur sjómönnum th að styrkja og vemda fiskistofnana, af hverju á þá ekki að virkja okkur, gera okkur meðvitaður um að þetta sé hægt en ekki svara út í hött, eins og fiskifræð- ingar hafa gert þegar ég spyr þá?“ Hann nefnir eina undantekningu og segir að fiskifræðingur hafi reynt þetta á bát frá Eyjum. Setti hann svh og hrogn í fötu sem náði að klekj- ast en ekkert framhald varð á því. Tilviljun látin ráða Friðanir heyra hka að einhverju leyti undir fiskifræðinga og þar segir Kristján að víða sé pottur brotinn. „Fiskiskip í dag geta flest hver verið svo htið á sjó að manni er spurn; af hveiju er ekki stærri svæðum lokað yfir hrygningartímann? Þá kæmi til kasta fiskifræðinga að segja th hve- nær fiskurinn í raun og veru hrygh- ir en ekki thvhjun látin ráða eins og manni finnst í dag. Það þýðir náttúr- lega að þeir verða að fara á sjó, grey- in, til að sjá með eigin augum hvenær fiskurinn raunverulega hrygnir og þá eiga þeir hiklaust að loka stórum svæðum. Auðvitað er það misjafnt eftir svæðum hvenær hann hrygnir en með því að vera á miðunum geta þeir séð það. Þessum sem eru meðmæltir núver- andi kvótakerfi vh ég bara benda á ágæta mynd í sjónvarpi um veiðar í Winnipeg-vatni sem var að verða steindautt vegna ofveiði. Þar var leyft að veiða þrjá daga í viku en vegna minnkandi veiði var þeim íjölgað í fjóra og hvað gerðist þá? Fiskistofnarnir náðu sér upp og veiðidögum vár fjölgað." Ertu sannfærður? Ertu alveg sannfærður um að það sé thfehið að íslenskir sjómenn hendi 100 þúsund tonnum í sjóinn á ári? „Já, það er ég. Ég skai lýsa því fyr- ir þér hvernig ég reikna þetta út. Við skulum bara taka þennan bát sem ég er á. Við tökum að meðaltali sex höl á sólarhring og við skulum segja að úr hverju þeirra fari tvær körfur, samtals 50 kg, aftur í sjóinn, sem gerir um 300 kg á sólarhring. Ef ég geri hann út í 210 daga á ári eru þetta 63 tonn. Og 927 vélbátar henda sam- kvæmt þessu 58.401 tonni á ári. Ég held að það sé ekki of áætlað að hver togari hendi 1,3 tonnum á dag og 118 togarar, sem gerðir eru út í 270 daga, henda því 41.418 tonnum á ári og samanlagt eru þetta 99.819 tonn. Og mér finnst skrýtið að það mótmæhr þessu enginn en kannski er það ekk- ert skrýtið." Það fer ekki mikið fyrir 1300 kg í afla togara sem veiðir kannski 12 til 15 tonn á sólarhring. „Ef menn trúa þessu, ekki, af hveiju setur Þorsteinn þá ekki bara reglugerð sem leyfir að allur smáfiskur næsta ár verði utan kvóta. Þá vantar allan netafiskinn sem er hent í þetta dæmi hjá mér og kolann." Smáfiskurinn verðmætur Kristján fullyrðir að í smáfiskinum sem hent er liggi mikh verðmæti, næg th að stoppa í mörg fjárlagagöt. „Við höfum verið að senda út smá- fisk og fá allt upp í 124 krónur fyrir kólóið af honum ferskum. Það gerir um 90 til 95 krónur í skilaverð en ég vh vera heldur lægri og miöa við 85 krónur í skilaverð og þá gera þetta samtals átta og hálfan mihjarð, ef það eru 100 þúsund tonn sem við hend- um. Svo standa stjómmálamenn á gati yfir einhveiju fjármálagati á meðan við hendum fiski fyrir átta og hálfan mhljarð. Ja, hvaö á maður að segja? Ég veit það ekki og skh enn síður. En erum við ekki að tapa enn stærri upphæðum því að einhvern tímann hefði þessi smái fiskur orðið stór? Djöfulsins glás í sjóinn Mér finnst bera mest á þessu hjá mér þegar við lendum í krafta- fiskirh. Þá lokast pokinn alveg og ekkert sleppur út af smáfiski. En ég get sagt þér að það sem kveikti á perunni hjá mér varðandi smáfisk- inn var þegar ég fór út til Englands 1987, til Huh. Við komum í frystihús þar sem var verið að flaka þorsk úr Barentshafinu sem hauslaus var ekki meira en 15 sm. Þá hugsaði ég með mér: Mikh djöfulsins glás fer í sjóinn á íslandi og þá sá maður hætt- una sem felst í því að stýra veiðum eftir aflamarki. Því það er staðreynd að skammtaður afh verður til þess að menn henda þeim fiski sem minnst fæst fyrir og því meira sem borgað er fyrir kvóta, langtíma- eða skammtímakvóta, því meim er hent. Þetta er það sem hagfræðingarnir gleyma eða vhja ekki vita af. Og ef við fáum veiðileyfisgjald á þetta eftir að versna, það er nóg aö þurfa að borga í Verðjöfnunarsjóð, sem er hrein og klár eignaupptaka. Fyrir kosningar ætlaði íhaldið að leggja þennan sjóð niður en ekkert hefur enn gerst og nú vhja sumir stjórnar- hðar koma á veiðileyfagjaldi. En þar hefur Þorsteinn staðið á móti, þökk sé honum. Fæðastmeð silfurskeið Þú ert þá algjörlega á móti núver- andi kerfi, aflamarkinu? „Já, það er ég, og get sagt þér út af hveiju. Þeir menn á íslandi í dag, sem fæðast með silfurskeið í kjaftin- um fá í arf einhver tonn af óveiddum fiski sem þeir geta síðan selt. Ég get ekki séð neitt réttlæti í þessu. Ef þetta er réttlátt hlýt ég að geta tekið hluta af kostnaði við Þjóðleikhúsið og reiknað það til gjalda hjá mínu fyrir- tæki. Þá væmm við ekki að borga tæpar 8 mhljónir í gjöld. Þjóðleikhús- ið er sameign okkar eins og fiskurinn í sjónum sem útvaldir menn geta selt eins og þeim sýnist. Ég get líka nefnt annað dæmi sem stendur mér nærri. Nú eiga pabbi og Sigurjón bróðir Þómnni Sveinsdóttur sem er með gott aflamark. Væri eitthvert réttlæti í því ef pabbi féhi frá að við systkinin fæmm að selja kvóta Þór- unnar? Þetta eru aflaheimhdir sem Sigurjón hefur unnið th og ef th ó- sættis kæmi vegna arfs gæti hann staðið uppi með svo gott sem kvóta- laust skip. Það hljóta ahir að sjá vit- leysuna í þessu." Aflamarkið er helstefna Tvö meginmarkmið núverandi stefnu í stjómun Ðskveiða eru vernd- un fiskistofna og aukin hagræðing. Finnst þér það hafa tekist þegar við fáum svarta skýrslu um ástand Kristján Óskarsson, foringi uppreisnarmanna í Eyjum, í brúnni. DV-myndir Ómar Garðarsson þorsksins þegar kvótinn er bráðum sjö ára? „Þessi skýrsla sannar að aflamark- ið er hrein og klár helstefna. Fyrsta skhyrðið til að geta stjórnað þessu af einhverju viti er að vita hvað mik- ið við veiðum og þeir verða að viður- kenna að þeir völdu vitlausustu leið- ina, þessir sérfræðingar. Ég var búinn að benda Kristjáni Ragnarssyni hjá LÍÚ á þetta. Ég sýndi honum skýrslur úr frystihús- inu hjá mér yfir humarvinnslu. Á mihi áranna 1985 og 1986, sem var síðasta úthaldið mitt á humar, vill svo einkennhega th að humarinn hjá mér stækkar um 22% eða réttara sagt að 22% meira fer í efsta stærðar- flokk. Ég veit skýringuna og sagði Kristjáni hana. Það var vegna þess að við hentum smáa humrinum. Áður var hehdarkvóti 2100 tonn og hver reyndi að veiða eins og hann gat en eftir að Halldór Ásgrímsson breytti þessu og hver bátur fékk ákveðinn kvóta þá aht í einu stækk- aði humarinn hjá þeim bátum sem voru með htinn kvóta. Ég sagði Kristjáni að þetta yrði nákvæmlega eins með bolfiskinn en mér var ekki trúað frekar en vant er.“ Komnirfram úr skaparanum Þú vhlt sóknarmark? „Já, mér finnst það réttasta leiöin th að ná upp fiskistofnunum, ég sé enga hagræðingu í því að þegar bátar eru búnir með eina sort séu þeir að leita að annarri sem ekki finnst. Nú er ég sjálfur keyrandi út um allan sjó, leitandi að þessari helvítis ýsu og eyðandi ohu í þetta helvíti. Það er engin hagræðing í þessu.“ Kristján varar við fækkun skipa. „Þá þarf hvert skip að sækja meiri afla og því fylgir meiri slysahætta þegar menn sækja í verri veðrum. Skaparinn hefur komið upp ágætis- kerfi th að vernda fiskstofnana með bræludögum þegar ekki er hægt að róa. Nú höfum við farið fram úr hon- um með okkarhugviti og getum veitt í verri veðmm en áður. Það sem við þurfum að gera núna er að fara að eins og hann og búa til okkar eigin bræludaga með sóknarmarki. Við vitum að þessi auðlind okkar er ekki óþijótandi og samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfum um afkasta- getu fiskiskipaflotans á að vera auð- velt að ákveða þann fjölda daga sem hver bátur má róa á ári. Ef fræðingar geta það ekki er ég thbúinn að gera það fyrir þá. Forsendurnar eru til í Útvegi. Vinnuhópurinn, sem ég er í, leggur th að vélarstærð verði látin ráða dagafjölda hvers skips af því það er raunhæfari viðmiðun um afkasta- getu en lengd en ef menn vhja láta lengdina ráða sættum við okkur við það.“ Þettavilja uppreisnarmenn Vinnuhópurinn leggur til eftirfar- andi stefnu sem hann kallar iðnaðar- fiskveiðistefnu. Hann leggur th að árinu verði skipti í þrjú tímabil. Minni bátar fái flesta daga yfir sumartímann af ör- yggisástæðum en öfugt hjá stærri bátum. „Og stærstu togararnir gætu verið á úthafskarfa, sem er utan kvóta, yfir sumarið. Eina stjórnunin að mínu áhti á að vera ákveðinn dagafjöldi á ári, að öðm leyti eiga stjórnvöld ekki að skipta sér af veið- unum. Ef einhver fiskstofn er htih er einfaldlega of dýrt aö sækja í hann og hann fær frið th að vaxa. Fiski- fræðingar segja að hthl stofn geti gefið af sér stóran. Hvorki Þröstur né Magnús hafa verið til sjós Kristján vhl fleiri svona vinnuhópa og að starfandi sjómenn fái að láta th sín heyra og hafa áhrif. „Mér lýst ekkert á þessa tvo menn sem Þorsteinn er búinn að skipa sem formenn nefndar sem á að endur- skoða lögin. Hvorugur þeirra, Þröst- ur Ólafsson eða Magnús Gunnars- son, hafa verið th sjós, svo ég viti th, og örugglega hafa þeir aldrei unn- ið undir kvótastjórn. Ég held að þetta fari í sama farið og áður. Ég var aht- af að gagnrýna þennan 24 manna hóp sem bjó til þessi lög yfir okkur núna. Þar var ekki nema hálfur sjómaður, Addi á Páli Pálssyni. Ég er hræddur um að þetta fari í sama farið aftur, að menn sem ekkert vit hafa á þessu og skrifstofublækur verði látnar ráða, menn sem aldrei hafa migið í saltan sjó. Menn geta sest niður við tölvur og fengið út það sem þeir vilja með röngum forsendum. Það get ég líka gert.“ Kerfið býður upp á svindl Hvað segir þú um kvótasvindl? „Ég skal ekkert fullyröa um það en núverandi kerfi býður upp á svindl." Hvemig á að koma í veg fyrir svindl á sóknarmarki? „Við setjum bara upp stimph- klukkur í öllum verstöðvum á land- inu. Hver bátur fær sitt kort sem skipstjórinn sækir þegar hann fer á sjó og afhendir þegar hann kemur í land. Þetta kort geta skipstjórar sýnt þegar eftirhtsmenn koma um borð. Svo era líka komin gervitunglakerfi sem sýna hvar hver bátur er þannig að hægt er að sjá hvenær þeir eru á sjó og hvenær ekki.“ Fer aldrei út í pólitík Hefur þér aldrei dottið í hug að fara í póhtík? „Nei,“ og nú hlær Kristján. „Það hefur mér aldrei dottið í hug en það sem okkur vantar í dag em fleiri röggsamir stjómmálamenn eins og Davíð Oddsson. Og það á hiklaust að láta stjómmálamenn og embættis- menn fjúka sem verða uppvísir að annarri eins vitleysu eins og nú er að kom upp á borðið með sjóöina. Nei, út í póhtík fer ég aldrei. Ég er fyrst og fremst að þessu af því að mér stendur ekki á sama hvernig fer fyrir þessari þjóö í framtíðinni. Ég er hræddur um að bömin okkar hafi lítið að bíta og brenna af fiskstofn- arnir hverfa. Þá verður víða þröngt í búi og í dag erum við á hraðri leið til helvítis." Safnar myndböndum í frístundum Þó að Kristján eyði miklum tíma í þetta em áhugamáhn fleiri fyrir utan útgerðina. Hann gerir mikið af því að taka videomyndir og á meðal ann- ars mikið safn af viðtölum við eldri menn sem lýsa atvinnuháttum og fleiru frá sínum yngri árum og aldrei sleppir hann tækifæri tíl að fá sér snúning. Hann hefur ekkert á móti því að þetta komi fram en að lokum vill hann segja þetta: „Ég skora á skip- stjóra, sem eru tilbúnir að fá tvo eft- irlitsmenn um borð til sín, að hafa samband við mig. Með því skilyrði að þeir fái alla þjónustu um borð, kör ogís, til að ganga frá öllum smáfiski í. Ég segi þetta með fyrirvara um að ég fái leyfi hjá Þorsteini Páls til að þessi smái fiskur verði utan kvóta og að Aflamiðlun leyfi að flytja hann út og eftirhtsmennirnir fái allan þann pening sem fyrir hann fáist í eigin vasa, það yrðu góð laun. Ef þetta gengur eftir finnst mér að Magnús Gunnarsson geti fylgst með þessu í Þýskalandi, að ekki komi stærri fiskur en 50 sm upp úr körun- um og Þröstur gæti verið í Englandi. Ég ætla ekki að koma með fleiri ábendingar að sinni en þeir sem hafa áhuga geta hringt í síma 98-11664 eftir klukkan 7 á kvöldin,“ sagði Kristján að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.