Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 2
2
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Guðmundur Ami Stefánsson eftir flokksstj ómarfund krata:
Jón Baldvin hef ur verið
á öðrum f undi en ég
- flestir ræðumanna gagnrýndu fLokksforustuna vegna flárlagagerðarinnar
„Ég er mjög ánægður með þennan
fund þar sem fram komu skýr skila-
boð til forustu flokksins um hvernig
hún ætti að standa að stefnumótun
og úrvinnslu þeirra mála og varð-
andi vinnubrögð viö fjárlagagerð.
Það gefur augaleið að við ætlumst til
þess að forystan fari alveg eftir þeirri
leiðréttingu á kúrs flokksins sem
þarna var samþykkt. Ég hef hins
vegar áhyggjur af því ef formaður
flokksins skynjar og skilur þennan
flokksstjórnarfund á þann veg að
flokksmenn hafi verið, séu og verði
hæstánægðir með vinnubrögðin við
fjárlagagerðina. Ef Jón Baldvin held-
ur að stuðningur við flokksforystuna
hafi staðið upp úr á fundinum hefur
hann verið á öðrum fundi en ég,“
sagði Guðmundur Árni Stefánsson
um 130 manna flokksstjómarfund
Alþýðuflokksins sem haldinn var á
föstudagskvöld.
Guðmundur Ámi segir að á fundin-
um hafi verið samþykktar ályktanir,
bornar fram af honum og fleirum,
sem snúist um stefnu Alþýðuflokks-
ins og áhersluatriði hans í núverandi
stjórnarsamstarfi. Þar sé hnykkt á
því að frá grundvallaratriðum vel-
ferðarinnar megi aldrei víkja varð-
andi heilsugæslu og læknishjálp og
menntun.
„Þá segir einnig að flokkurinn eigi
aö skattleggja fjármagnstekjur, taka
gjald fyrir aðgang aö sameiginlegum
auölindum og kerfisbreyta í atvinnu-
vegum. Þessar auknu tekjur eigi svo
að nota til að jafna aðstöðu og tekjur
í samfélaginu, svo sem með hækkun
skattleysismarka, húsaleigubótum
og réttlátara lífeyriskerfi."
Guðmundur segir aö um tillögur
af tvennum toga hafi verið að ræða.
„í annarri er það sem formaöur
flokksins telur eitthvert aðalatriði að
flokksstjórnin lýsi yfir stuöningi viö
ráðherra og þingflokk við störf að
fjárlagagerð. Það stóð aldrei til af
minni hálfu eða nokkurs annars að
lýsa yfir vantrausti á forystu flokks-
ins. Málið snýst fyrst og fremst um
það fyrir hvað Alþýðuflokkurinn
stendur og hvemig hann ætlar að
haga sínum vinnubrögðum. Á fund-
inum var ég ekki uggandi um að for-
ystan hlýðnaðist flokksstjórnarfund-
inum en það sem á eftir hefur farið
vekur mér ugg.“
Guðmundur Árni sagði ekkert
launungarmál að tillagan um stefnu-
mál flokksins og vinnubrögð hefði
verið flutt að gefnu tilefni.
„Tillagan var flutt til aö skerpa á
línunum varðandi fjárlagadæmiö. 17
af 22 ræðumönnum gagnrýndu að
áhersluatriða flokksins gætti ekki
nægilega í þeim fjárlagaramma sem
liggur fyrir."
Guömundur segir að annars vegar
hafi verið samþykkt ályktun þar sem
gagnrýnt var að forsvarsmenn
flokksins töluðu' óhugsuðu máli og
kastað væri upp hugmyndum, eins
og um sjúkrahúsgjöld, sem væru
fjarri stefnugrundvelii flokksins.
„Það kemur annar flokksstjórnar-
fundur eftir þennan. Umræðan á
liðnum dögum sýnir þó og sannar
að grasrótin í Álþýðuflokknum er
lifandi og sterk og ætlar sér ekki
aðeins að fylgjast með úr fjarska
heldur láta til sín taka við stefnu-
mörkun."
-hlh
Mikill mannfjöldi var í miðbæ Reykjavikur um helgina en þó var helgin
róleg að sögn lögreglu. Minna var um ölvun en undanlarnar helgar og
virtist tónleikahald lítil áhrif hafa þar á. Þó var galsi í fólki eins og myndin
sýnir vel. DV-mynd Hanna
Amar Sigurmundsson, Samtökum fiskvinnslustöðva:
Bannað verði að flytja
út ferska ýsu og þorsk
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að
samtökin leggi til að bannað verði
að flytja út ýsu og þorsk sem óunninn
ísfisk vegna minnkandi kvóta. Hann
segir að best væri að ekki þyrfti að
beita boðum og bönnum en núver-
andi aflasamdráttur krefjist þess aö
gripið verði í taumana og sem mest
af afla flotans verði seldur hér innan-
lands á mörkuðum.
„Viö leggjum til að það verði tak-
markaður frekar útflutningur á
ferskum fiski og aö það verði tekið
fyrir útflutning á ferskum þorski og
ýsu við þær aðstæður sem viö búum
við, stórfelldan aflasamdrátt vegna
minni kvóta.“ segir Arnar.
Samtök fiskvinnslustöðva telja að
miðað við 13,5 prósent tekjusamdrátt
fiskvinnslunnar vegna minni afla og
við óbreytt hráefnisverö sé frysting-
in núna rekin með tæplega 6 prósent
halla og söltunin rúmlega 8 prósent
halla. Heildarfiskvinnslan í landinu
sé hins vegar rekin með um 6,9 pró-
sent halla að jafnaði.
Arnar segir að verö á þorski á Ðsk-
mörkuöum hérlendis sé fyliilega
sambærilegt við þaö verð sem fengist
hefur á breska markaðnum.
„Sem betur fer hefur þegar orðið
mikill samráttur á sölu á ferskum
þorski og ýsu á árinu, eða um 40
prósent. Sem betur fer hefur þetta
gerst með því að útgerðarmenn og
sjómenn hafa séð sér hag í að landa
hér heima á fiskmörkuðunum."
Amar segist ennfremur vera á þeirri
skoðun að þessum málum verði í
framtíðinn best borgið með þeim
hætti að allur isfiskur verði seldur á
fiskmörkuðum hér innanlands og að
útlendingar geti þá boðiö í fiskinn
hér heima en í samkeppni við inn-
lendarfiskvinnslustöðvar. -JGH
Eiður Sveinsson, skipstjóri á Sunnutindi um bann við ferskfiskútflutningi:
Ekki fáránlegt heldur
beinlínis hlægilegt
- leggur tfi að Kristján Ragnarsson verði rekinn frá LÍÚ
Eiður Sveinsson, skipstjóri á tog-
aranum Sunnutindi frá Djúpavogi,
segir tillögu Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, um að útflutningur á ferskum
þorski og ýsu verði bannaður, ekki
aðeins fáránlega heldur beinlínis
hlægilega.
Þá telur Eiður að formaöur Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
Kristján Ragnarsson, vinni gegn
hagsmunum frjálsra útgerðarmanna
og að best sé að reka hann.
„Verslanir í Bretlandi greiða um
400 krónur fyrir kílóið af ferskum
flökum en aðeins um 250 krónur eft-
ir að þessum flökum hefur verið
mokað í gegnum fiskvinnslustöðv-
amar hér heima og þau talin unnin.
Þetta er svona einfalt mál. Það er því
ekkert vit í þessari tillögu," segir
Eiöur.
„Auk þess er þaö einfaldlega þann-
ig aö sumir vilja bara kaupa ferskan
fisk en ekki frystan. Það er bara
þannig. Þú vilt fara út í fiskbúð og
kaupa nýjan fisk. Þú verður að hafa
tækifæri til þess. Það er ekki hægt
aö skikka fólk til að kaupa frosinn
fisk ef það vill það ekki. Þess vegna
verðum við aö útvega þessum mark-
aði líka ferskan fisk, alveg eins og
frosinn."
Eiður segir að skilaverð fyrir ísað-
an fisk til Bretlands á haustmánuð-
um í fyrra hafi verið um 120 krónur
kílóið. Á sama tíma hafi fengist um
85 krónur á fiskmörkuöum fyrir
sunnan. Frá því hefði hins vegar
dregist um 15 krónur í flutnings-
kostnað að austan svo og 4 prósent
uppboðskostnaður.
„Útgerðir úti á landi sitja einfald-
lega ekki við sama borð og útgerðir
á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna
er langbest að við flytjum fiskinn
beint út.“
- Nú gagnrýndi Kristján Ragnars-
son í fjölmiðlum um helgina þau skip
sem hann segir háð erlendum fisk-
kaupendum, sérstaklega í Hull, og
telur að banna eigi þessum skipum
aö flytja út ferskan fisk.
„Þetta er ekki svaravert. Kristján
er orðinn einhvers konar guðfaðir
og farinn að stjórna þeim sem hann
á aö vinna fyrir. Hann er búinn að
snúa dæminu við. Hann er í þjónustu
okkar og hann á að vinna sem slík-
ur. Ef ég myndi tala svona gegn því
fyrirtæki sem ég vinn hjá þá yrði ég
rekinn umsvifalaust. Og það er það
sem ætti að gera við Kristján Ragn-
arsson í dag. Þaö á hiklaust að reka
hann. Hann er eingöngu að vinna
Tyrir fiskvinnslustöðvar en ekki út-
geröarmenn sem eru sjálfstæðir.“
-JGH
Vikuhátíðarhöldum á
Self ossi lokið
Að loknum ræðuhöldum gekk Vigdís Finnbogadóttir ásamt gestum yfir Ölfus-
árbrú og gróöursetti tré í Brúarlundinum sem er norðan og austan við
brúna. DV-mynd Kristján
Kiistján Einarsson, DV, Selfosst
Hátíðarhöldum, sem staöið hafa á
Selfossi sl. viku í tilefni þess að 100
ár eru liöin frá því að brú yfir Ölfusá
var vígö, lauk í gærkvöldi með mik-
illi flugeldasýningu viö brúar-
endann.
Dagurinn í gær ^ar aðalhátíðisdag-
urinn því þennan dag fyrir 100 árum
vígði landshöfðinginn, Magnús
Stephensen, brúna að viöstöddum
1800-2000 gestum. Svipaður fjöldi
gesta var viðstaddur þegar Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands, flutti
ávarp á þeim stað þar sem gamla
brúin stóð. Að loknum ræðuhöldum
gekk Vigdís ásamt gestum yfir Ölfus-
árbrú og gróðursetti tré í Brúarlund-
inum sem er noröan og austan viö
brúna. Ölfusárbrú var lokuð allri
bílaumferð í u.þ.b. hálftíma á meðan
hátíðargestir gengu yfir hana aö Brú-
arlundinum. Giskað er á að 4-5
hundruð bílar hafi þurft að bíða á
meðan. Fulltrúar vinabæja Selfoss á
Norðurlöndum fóru aö dæmi Vigdís-
ar og gróðursettu einnig tré í lundin-
um. Klukkan þrjú var nýtt bæjar- og
héraðsbókasafn vigt að viðstöddum
forseta og menntamálaráöherra. í
grunnskólanum var boðið til köku-
áts, Guðnabakarí hafði bakað brúar-
köku sem var 1,6 metrar á breidd og
3,0 metrar á lengd. Bæjarstjómar-
menn skáru kökuna fyrir hátíðar-
gesti. Fyrir. flugeldasýninguna var
skemmtidagskrá í íþróttahúsinu og
hátíðarkvöldverður í Hótel Selfossi.