Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Page 3
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
3
Fréttir
Um 90 manns voru viðstaddir vígslu Útivistarskálans á Fimmvörðuhálsi.
Fimmvöröuháls:
Útivistarskálinn
vígður án
„Já, við vígðum skálann og það
gekk alveg ljómandi vel þrátt fyrir
ákaflega leiðinlegt veður, rigningu
og rok,“ sagði Jóhanna Boeskov,
formaður Útivistar.
Um er að ræða hinn umdeilda skála
á Fimmvörðuhálsi, sem endurbyggð-
ur var í óþökk hreppsnefndar Aust-
ur-Eyjaíjallahrepps og meintra lan-
deigenda. Deilur hafa staðið um hver
eigi landið, sem skáhnn stendur á,
og var á sínum tíma farið fram á lög-
bann á byggingu skálans sem síðar
var hafnað.
„Það voru um 90 manns viðstaddir
vigsluna og sem betur fer var fólk
neðan úr sveitinni þeirra á meðal.
Eins og málin standa þótti okkur
einna vænst um það, því það kom svo
greinilega í ljós að það eru ekki allir
á móti byggingu skálans," sagði Jó-
mótmæla
hanna.
„Þarna voru líka Útivistarfélagar
og öll stjóm félagsins, gamlir fjalla-
menn og afkomendur þeirra og ýms-
ir aðrir gestir. Skálinn var formlega
afhentur, haldin hátíðleg helgistund,
Eiður Guðnason umhverfisráðherra
flutti okkur ámaðaróskir, tekið var
á móti mörgum góðum gjöfum og að
lokum vom svo bornar fram veiting-
ar,“ sagði Jóhanna.
Aðspurð sagðist Jóhanna ekki eiga
von á frekari mótmælum bænda.
„Nei, alls ekki, frá okkar hlið er
þetta mál búið fyrir löngu. Þó að
þeir hafi leyft sér að vefengja það og
farið fram á lögbann var því hafnað.
Ef það verður eitthvert áframhald
á þessu er það algjörlega af þeirra
hálfu, en auðvitað verðum við að
svara fyrir okkur. “ -ingo
Ýtt yfir grenitré efst í skógræktinni. DV-mynd Kolbeinn
Gróðurskemmdir
við vegargerð
Kolbeinn Guiuiaisson, DV, BMudal
í srnnar hafa staðið yfir vegavinnu-
framkvæmdir á fjaílinu Hálfdáni,
það er á veginum milli Tálknafjarðar
og Bíldudals. Unnið verður fyrir 31
milljón króna að þessu sinni.
Aðalframkvæmdimar hafa verið í
svokölluðu Tagli og upp með gömlu
skógræktargirðingunni. Þar hefur
vegurinn verið hækkaður og breikk-
aður og hefur farið fyrir brjóstið á
mörgum sú mikla gróðureyðing sem
af þessum framkvæmdum hefur
hlotist. Land, sem áður var kjarri
vaxið, er nú moldarflag. Einnig var
ýtt yfir 20 ára gömul grenitré sem
stóðu efst í skógræktinni. Eflaust
hefði mátt færa trén til svo þau yrðu
ekki undir vegarstæðinu en það er
von manna að sem fyrst verði sáð í
sárin áður en meiri skemmdir verða
á gróðri.
Kirkjan með leikmannaskóla
Vísir að leikmannaskóla verður á
vegum Þjóðkirkjunnar í vetur.
Kennt verður í tveimur tíu vikna
önnum, fjórar kennslustundir í viku.
Guðfræðideild Háskóla íslands ann-
ast kennsluna, en auk þess verður
dvalist í Skálholti er vorar í nokkra
daga.
Námskeið þetta er ætlað fyrir
starfsmenn safnaöa og aðra áhuga-
menn um kirkjulegt starf og hefst í
lok þessa mánaðar. Skólagjald er
ekkert.
Það eru fulltrúar guðfræöideildar,
fræðsludeildar Biskupsstofu og Skál-
holtsskóla sem hafa annast undir-
búning námskeiðsins.
trárc’ isiiJ iijí! r:iijxjjír!),ri
Sorpa fær lítið fyrir notaðan pappír:
Ovönduð f lokkun
pappírs ástæðan
- segir framkvæmdastióri Sorpu
„Ástæðan fyrir því að við fáum
svona lítið fyrir þann pappír, sem við
höfum sent út til Danmerkur, er sú
að flokkunin hjá okkur er alltof
óvönduð. Það er of mikið af aðskota-
hlutum í pappírnum," sagði Ög-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri sorpeyðingarstöðvar höfuð-
borgarsvæðisins, í samtali við DV.
Sorpa er nú að gera tilraun til þess
að taka á móti notuðum pappír og
flytja hann út til Danmerkur og selja.
„Við erum búnir að flytja um 490
tonn út en höfum ekki fengið neina
greiðslu fyrir það ennþá. Það er ekki
búið aö meta nema brot af því,
kannski fjörutíu tonn, en við sjáum
nú samt varla fram á að fá fyrir flutn-
ingskostnaði," sagði Ögmundur.
„Við vissum alltaf að þetta yrði
ekkert gróðafyrirtæki, ef menn halda
það er það algjör misskilningur."
Aðspurður um þessa aðskotahluti
nefndi Ögmundur sem dæmi að þeir
væru strax komnir í vandræði ef fólk
skilaði inn pappír í plastpokum því
plastið væri aðskotahlutur.
„Einnig skiptir máli hvort um er
að ræða dagblaðapappír eða annan
pappír, hvort tímarit eru með límd-
um eða heftum kih og svo framvegis.
Til þess að gera þetta að einhverju
verðmæti verður flokkunin að vera
mjög vönduð."
Ögmundur sagði að í raun mættu
þeir þakka fyrir að losna við pappír-
inn, Evrópa væri yfirfull af úrgangs-
pappír sem lítið fengist fyrir.
„Við fórum af stað með þessa papp-
írsmóttöku sem sérstaka tilraun og
ætlum að halda henni áfram í að
minnsta kosti tólf mánuði. Svo met-
um við stöðuna," sagði Ögmundur.
-ingo
R(® 0G REGLA
BÚ.DSHÖKÐA 20 - 112 RKVKJAVÍK - SÍMI91-681199 - KAX 91-6735! I
Víð eígum allar stærðír af fallegum fataskápum og verðíð
slær engínn út.
§1