Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 9
9
MÁNUDA'Gtm 9. SEPTEMBER1991.
Útlönd
Carlos Menem, forseti Argentinu, og perónistaflokkur hans sigruðu i kosn-
ingum sem fram fóru í gær. Símamynd Reuter
Perónistar sigruðu í Argentínu:
Menem for-
seti hraðar
umbótum
Carlos Menem, forseti Argentínu,
hét því í morgun að hraða umbótum
í átt til markaðshagkerfis í landinu
eftir að perónistaflokkur hans sigr-
aði í kosningum sem fram fóru í gær.
„Þessi úrslit eru virkilega ánægju-
leg,“ sagði Menem við fréttamenn í
stjómarráðinu. „Þetta var ekki þjóð-
aratkvæðagreiösla heldur traustsyf-
irlýsing á efnahagslega, póhtíska og
félagslega stefnu ríkisstjómarinnar.
Við ætlum að hraða umbótunum og
koma á jafnvægi fyrir fullt og allt.“
Stjórnarflokkurinn hafði for-
ustuna í þeim átta héraðum af þrett-
án þar sem kosið var í gær. Eduardo
Duhalde varaforsetí vann auðveld-
lega kosninguna um embætti fylkis-
stjóra í Buenos Aires, flölmennasta
og auðugasta héraði landsins.
Frambjóöendur stjórnarandstöðu-
flokksins unnu m.a. í Cordobahéraði
þar sem Eduardo Angeloz, fyrrum
forsetaframbjóðandi, var kjörinn
fylkisstjóri þriðja skiptíð í röð frá
1983.
Perónistar höfðu þegar unnið í
tveimur af þremur hémðum þar sem
gengið var til kosninga þann 11. ág-
úst. Kosningar verða haldnar í hin-
um hémðunum átta seint í næsta
mánuði.
Perónistar fengu miklu fleiri at-
kvæði í kosningunum í gær en þeim
hafði verið spáð í skoðanakönnunum
og fóru fram úr vonum Menems
sjálfs. í júlí bjóst Menem við að flokk-
ur hans mundi tapa í að minnsta
kostí sjö af þeim sautján héruðum
þar sem þeir hafa farið með völd frá
1987. Oháðar skoðanakannanir
spáðu þeim jafnvel enn meira af-
hroði.
Stjórnmálaskýrendur þökkuðu
efnahagsráðherra Menems fyrir vel-
gengninaíkosningunum. Reuter
Geimskutlan í
ósonrannsóknir
Haraldur Noregskonungur í siglingakeppni:
Konunqur sigraði á síðasta degi
Haraldur Norergskonungur sigr-
aði í gær á síðasta degi opna siglinga-
mótsins við Asker. Sigurinn kom þó
of seint því konungi haíði gengið
fremur illa flóra fyrri daga keppn-
innar og varð hann í sjötta sæti á
mótinu.
Haraldur er skirújóri á skútu sem
nefnist Fram XI. Hann er reyndur
siglingakappi eins og reyndar Olafur
heitinn faðir hans var. í keppninni í
gær byijað konungur mjög vel en
varð síðan að slaka á klónni og var
orðinn sá flórði í fyrstu beygju. Eftir
það fékk Haraldur þó góðan byr og
það hlýtur að ráða.
Hann skaust fram úr keppinautun-
um einum af öðmm og á lokakaflan-
um var aðeins skútan Zúrich frá
Danmörku á undan. Sjóhetjumar
þar um borð kollsigldu þá fleyi sínu
meðan Haraldur lét vaða á súðum
og sigraði.
NTB
>„HEYRÐU“
s
z
LEIKFIMI:
MÁNUD/MIÐVIKUD. KL. 13.30
MÁNUD/MIÐVIKUD. KL. 20.15
ÞRIÐJUD/FIMMTUD. KL. 19.15
LAUGARD. KL. 11.00
EROBIKK:
MÁNUD/MIÐVIKUD. KL. 19.15
ÞRIÐJUD/FIMMTUD. KL.20.15
LAUGARD. KL. 11.00
LEIKFIMI kvenna
^ EROBIKK fýrir alla.
UÓSABEKKIR, nýjar perur.
Opið: Mánudag-miðvikudag kl. 13-22
Þriðjudag-fímmtudag kl. 16-22
Laugardag kl. 11-15
Sunnudag kl. 14-17
Meðlimur I DSl & Dl & ICBD
DAG- OG KVÖLDTÍMAR
Dagný Björk
danskennari
Smiðjuvegi 1, sími 64-25-35
gilarski
ára.^
GAUKS
Gítarskóli Olafs Gauks er 15 ára um þessar mundir. I til-
efni afmælisins hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar
á námsefni, bæði til að gera það mun skemmtilegra og
árangursríkara um leið:
• Námsefni fyrir byrjendur, eldri sem yngri, hefur verið endur-
skoðað, bætt og aukið, meðal annars með æfingakassettum
sem fylgja námsefninu og auðvelda mjög byrjunina.
• Námsefni á öðrum þrepum hefur verið endurskoðað, aukið
og bætt.
• Boðiðeruppá nýnámsþrep:
Innritun hefst mánudaginn 9. september og fer fram í skólanum,
Stórholti 16, alla virka daga kl. 14-17. Síminn er 27015. Kennsla
hefst 30. september.
Bandarísku geimskutlunni Disco-
very verður skotið á loft í vikunni
og um borð verður gervihnöttur sem
á aö rannsaka vemdarhjúp jarðar-
innar, einkum holuna í ósonlaginu.
Gervihnötturinn mun framkvæma
fyrstu viðamiklu rannsóknina á efri
lögum andrúmslofts jarðar sem veija
hana gegn banvænni geislun frá sól-
inni. Rannsóknin á að standa yfir í
tvö ár og er henni ætlað að ganga
úr skugga um hvaða áhrif iðnaðar-
mengun hefur á efnasamsetningu
andrúmsloftsins.
Eitt helsta viðfangsefni gervihnatt-
arins verður að rannsaka vaxandi
holu í ósonlaginu yfir Suðurskauts-
landinu sem uppgötvaðist 1985.
Ósonlagið er í 15 tU 48 kílómetra hæð
yfir jörðu og drekkur í sig útflólubláa
geislun sem getur valdið húðkrabba-
meini og skemmdum á uppskem.
Vísindamenn vita nú þegar að
ákveðin efnasambönd, eins og koldí-
oxíð, em að eyðileggja ósonlagið og
stuöla þar með að hækkandi hitastigi
á jörðu niðri. Reuter
ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJA
SNJÓBRÆDSLU FYRIR VETURINN?
Nú er tækifærið
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar
Faglegar ráðleggingar
Útvegum menn til starfans ef með þarf
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966