Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Side 10
10
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
Útlönd
Herbergi 19:
Leynilegar heila-
rannsóknir í Moskvu
Leynileg sovésk rannsóknarstofa
rannsakar heila kommúnistaleiö-
toga og annarra samkvæmt vís-
indaáætlun sem Jósef Stalín kom á
fót til að sanna aö þeir tilheyrðu
flokki afburða gáfumanna, að því er
bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
sagði frá í gær.
Eftir dauða Stalíns var einnig farið
með heila hans í ranhsókn.
Heili andófsmannsins Andreis
Sakharovs sem var í mörg ár í útlegð
í heimalandi sínu áður en hann lést
var einnig færður í rannsóknarstof-
una.
Sovéskur fréttamaður sem vann
fyrir fréttaþáttinn „60 mínútur"
skýrði frá því að farið heföi verið
með hann inn í eitt helgasta vé
kommúnista, herbergi 19 í heila-
stofnuninni.
Þar fann hann heila sovéskra
stjómmálaleiötoga á borð við Stalín,
Lenín, Sakharovs og listamanna á
borð við kvikmyndaleikstjórann Eis-
enstein og tónskáldið Tsjækovskíj.
Heilamir höfðu verið skornir í
þunnar sneiðar af starfsmönnum
stofnunarinnar.
„Það er engin leið að skilja óttann
og leyndarhjúpijm sem gagntekur
herbergi 19 nema maður skilji brjál-
semi og illsku mannsins sem stofnaði
heilastofnunina, Jósefs Stalíns,"
sagði fréttamaðurinn, Artjom Boro-
vik.
„Fyrirmæli Stalíns til stofnunar-
innar voru að sanna að Lenín og
aðrir merkir frumkvöðlar kommún-
ismans hefðu verið andleg ofur-
menni.“
Borovik sagði að fyrsti heilinn sem
hann hefði séð hefði verið heili Len-
íns en honum var ekki leyft að kvik-
mynda hann. Síðar kom í ljós að
þetta var vaxheili.
En Borovik og sjónvarpsáhorfend-
ur fengu aö sjá myndir af nokkrar
af þeim 30 þúsund sneiðum sem heili
Leníns var skorinn í. Niðurstöður
rannsóknanna á heila Lepíns voru
leyndarmál.
Reuter
Hvaba kröfur
gerir þú til
nvrrar
þvottavélar ?
Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin
á orku, vatn og sápu. Ab hún sé aubveld í notkun, nljóblát og falleg.
Síbast en ekki síst, ab hún endist vel án sífelldra bilana, og ab varahluta- og
vibgerbaþjónusta seljandans sé gób.
Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar
og meira til, |>ví þab fást ekki vandabari né sparneytnari vélar. Og
þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.
Verbib svíkur enpan, því nú um sinn bjóbum vib ASKO
þvottavélarnar, bæbi framhlabnar og topphlabnar, á sérstöku
kynningarverði:
ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding KR. 71.500 (67.920 stgr.)
ASKO 11003 framhl. 900/1300 snún. KR. 79.900 (75.900 stgr.)
ASK0 12003 íramhl. 900/1300 snún. KR. 86.900 (82.550 stgr.)
ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. KR. 105.200 (99.940 stgr.)
ASK016003 topphl. 900/1300 snún. KR. 78.900 (74.950 stgr.)
Góðir greiösluskilmálar: 5% staðg reiösl uafslá ttu r (sjá ab ofan) og 5% ab auki séu keypt
2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT rabgreibslur til allt ab
12mán. ,án útborgunar.
ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR
UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR
V.
/FQniX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420
J
Simamynd Reuter
Þjóðernissinnaðir Aserar mótmæla forsetakosningum sem fram fóru í Aserbajdsjan í gær.
Aserbajdsjan:
Þjóðernissinnar
mótmæla kosningum
Tugþúsundir þjóðemissinna efndu
til mótmælaaðgerða í Sovétlýðveld-
inu Aserbajdsjan í gær þegar Aserar
gengu til forsetakosninga þar sem
aðeins einn var í framboöi. Stjórnar-
andstaðan lýsti því yfir að kosning-
amar væru sýndarmennska.
Ajaz Mutahbov, fráfarandi forseti,
var einn í framboði til embættisins.
Hann er fyrrum kommúnisti og and-
stæðingar hans sögðu að hann hefði
stutt valdaránstilraunina gegn
Gorbatsjov forseta í síðasta mánuði.
Helsti andstæðingur hans, jafnaðar-
maðurinn Zardusht Alí-Zade, dró
framboð sitt til baka og sagði að
fresta ætti kosningunum.
Á fjöldafundi á Sjálfstæðistorginu
í Bakú gagnrýndu leiðtogar hinnar
þjóðemissinnuðu Alþýðufylkingar
Aserbajdsjans Mutilabov og hvöttu
Asera til að sniðganga kosningamar.
„Þetta em ólýðræðislegu kosning-
arnar okkar,“ sagði Ebulfez Elcibej,
leiðtogi fylkingarinnar, á útifundin-
um sem fimmtíu þúsund manns
sóttu.
„Viö verðum að fá eftirlitsmenn frá
lýðræðisríkjum. Við þurfum kosn-
ingar til nýs þings. Aðeins þá getum
við efnt tii lýðræðislegra forseta-
kosninga."
Embættismenn sögöu að síðla dags
hefðu tæp 80 prósent kjósenda neytt
atkvæðisréttar síns. Leiötogar þjóð-
emissinna höfðu sagt fyrir kosning-
arnar að ríkisstjórnin mundi falsa
tölur um kjörsókn og spáðu að aðeins
um fimmtán prósent kjósenda
mundu fara á kjörstað.
Aserbajdsjan, sem er olíuauðugt
lýðveldi við Kaspíahafið, lýsti yfir
sjálfstæði sínu skömmu eftir að
valdaránstilraunin var gerö í
Moskvu og er eitt af tíu lýðveldum
sem er að semja um ný Sovétríki sem
laustengt samband fullvalda ríkja.
Þingmaður frá Eistlandi sagði
mannfjöldanum að Aserar ættu að
fylgja fordæmi Eista og berjast fyrir
sjálfstæði sínu.
„Frelsi verður aðeins náð með lýð-
ræði. Kommúnisminn er búinn að
vera,“ sagði Rein Tamme við fundar-
menn sem svöruðu honum með því
að kyrja „frelsi, frelsi" og héldu
svörtum kjörseðlum á lofti.
Fánar Aserbajdsjans og Eistlands
voru dregnir að húni á fundinum,
ásamt svörtum fánum til að minnast
nærri tvö hundruð manna sem létust
í nokkurra daga götubardögum í jan-
úar 1990. Þeir létu lífið þegar sovésk-
ir skriðdrekar ruddust yfir götuvígi
til að koma aftur á röð og reglu í
borginni eftir skærur milli Asera og
Armena.
Reuter
Eduard Shevardnadse:
Varar við einræði í
Sovétríkjunum
Eduard Shevardnadse, fyrrum ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, var-
ar við að hætta á einræði vofi enn
yfir landi sínu. Hann sagði í viðtali
við franska sjónvarpsstöð í gær að
lítil ástæða væri til að vera bjartsýnn
á framtíðina í Sovétríkjunum vegna
óstöðugleikans sem þar ríkir.
Hann lagði einnig áherslu á að órói
í Sovétríkjunum væri ógnun við
heimsfriöinn þótt engir aðilar þar
hefðu beinlínis. í hótunum. She-
vardnadse sagði að þótt komið heföi
verið í veg fyrir valdarán harðlínu-
manna væri hættan enn fyrir hendi.
Hann sagði aö mesta hættan nú
væri vegna fjöldauppþota því fólk
væri orðið langþreytt á stöðugt
versnandi lífskjörum og fýndi áþreif-
anlega fyrir því að skortur væri á
nauðsynjum.
Shevardnadse sagði að enginn gæti
vitað hverjir tækju völdin ef til upp-
reisnar kæmi. Hann sagði aðeins að
ábyrgðarleysi væri að útiloka mögu-
leikann á uppþotum en ómögulegt
væri að segja hvort frjálslynd öfl eða
harðlínumenn næðu völdum í kjölfar
almennrar uppreisnar.
Shevardnadse sagði að kjósa ætti
forseta Sovétríkjanna beinni kosn-
ingu og hann einn ætti að ráða yfir
Eduard Shevardnadse, fyrrum utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, varar
við að einræði geti aftur komist á i
Sovétríkjunum. Teikning Lurie
þeim kjamavopnum sem nú eru á
sovésku landi. Hann sagði að hætta
gæti verið í því fólgin ef einstök lýð-
veldi héldu eftir kjarnavopnum.
Reuter
kjarnavopn
James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, heldur til
Moskvu á morgun þar sem hann
mun ræða tengsl Bandaríkjanna
við hin nýju ríki sem eru að rísa
ur ösku kommúnismans. Þetta
veröur fyrsta ferð Bakers til
Moskvu eftir að valdaránstilraun
harðlínumanna mistókst 1 síðasta
mánuðí.
Baker mun ræða áhyggjur
Bandaríkjastjómar af kjarna-
vopnum Sovétríkjanna viö leið-
toga lýðveldanna og við embætt-
ismenn míðsijórnarvaldsins í
Moskvu.
„Við ætlum að ræða þessi mál
á breiðum grundvelli," sagði
háttsettur bandarískur embætt-
ismaður sem ekki vildi láta nafns
síns getið.
Baker mun hitta Gorbatsjov
Sovótforscta, Borís Jeltsin, for-
seta Rússlands, Vadím Bakatin,
nýjan yíirmann KGB, og Jevgeníj
Sjaposjníkov varnarmálaráð-
herra.
Baker mun einnig fara í fyrstu
heimsóknsina til Eystrasaltsríkj-
anna þriggja og til Kazakhstans.
Bush liandaríkjaforseti hefur
lýst því yfir að hann hafi fulla trú
á því að kjarnavopn Sovétmanna
séu undir styrkri stjórn.
Reuter