Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Síða 11
11
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1991.
•• .'1 í iTi>r ' ?
Útlönd
, '; ■/<?
Michele Cassone öðlaðist heimsfrægð þegar hún sagði frá því sem gerðist
í húsi Edwards Kennedy um siðustu páska. Hún hefur nú kiknað undan
álaginu. Simamynd Reuter
Nauögunarmáliö gegn Kennedy Smith:
Aðalvitnið úr leik
vegna taugaáf alls
- dvelur nú á geösjúkrahúsi í Flórída
Aðalvitnið í nauðgunarmálinu
gegn William Kennedy Smith kikn-
aði um helgina undan álagi síðustu
vikna og dvelur nú á geðsjúkrahúsi.
Hún hafði áöur lýst fyrir saksóknara
áhyggjum sínum vegna hefnda af
hálfu Kennedyfjölskyldunnar. Kon-
an, sem heitir Michele Cassone, sagði
þá að hún teldi sig og dóttur sína í
hættu vegna þess að hún hefði valdið
Kennedyfjölskyldunni óbætanlegu
tjóni.
Cassone var í fór með Patrick
Kennedy í húsi Edwards Kennedy
öldungardeildarþingmenns þegar
þeir frændur efndu þar til mikils
gleðskapar í húsi þingmannsins á
Flórída um síðustu páska. Hún segist
hafa séð William Kennedy Smith
nauðga fylgikonu sinni auk þess hef-
ur hún hefur gefið skrautlegar lýs-
ingar á lifnaöinum í húsinu.
Akæruvaldið byggir málflutning
sinn gegn William að verulegu leyti
á framburði Cassone. Ekkki er þó
talin veruleg hætta á að máhð ónýt-
ist vegna veikinda hennar því réttar-
hald hefst ekki fyrr en 13. janúar og
hún ætti að hafa náð heilsu þá.
í Bandaríkjunum eru margir sem
halda því fram að ekkert verði úr
máhnu gegn Whham því Kennedy-
fjölskyldan sé svo áhrifanúkh að hún
geti þaggað það niður. í aht sumar
hefur þó umtalið verið það mikið að
ekki verður hjá því komist að dæma
í málinu. Hins vegar er vafasamt að
svo sterkar sannanir séu gegn Whl-
iam að það nægi til að hann verði
sakfelldur. Reuter
Tilbrigði viö norsku kosningamar:
Beitti hótunum til að
koma drukknum
f lokksmanni í hús
Norðmenn hafa getað skemmt sér
við það í heldur dauflegum sveitar-
stjómarkosningum að einn borgar-
fuhtrúa Hægri flokksins í Björgvin
er í vondum málum. Sérstök rann-
sóknamefnd hefur komist að því að
hann hafi misnotaö vald sitt við fjár-
veitingar á vegum borgarinnar th aö
koma dauðadrukknum flokksfélaga
sínum inn á Hótel Noreg.
Það var í apríl í vor að nokkrir fé-
lagar í Hægri flokknum gerðu sér
glaöan dag. í lok gleðskaparins
þurftu þeir endhega að koma einum
félaga sinna inn á hótel þvi hann var
ekki ferðafær. Þeir fóra á Hótel Nor-
eg en starfsfólk þar neitaði að taka
við manninum. Þá á borgarfuhtrú-
inn, Bjöm Knudsen að nafni, að hafa
beitt hótunum í krafti þess að hann
var valdamikhl og í borgarstjóminni
með þeim árangri að sá drukkni fékk
inni.
Með í fór voru þrír aðrir áhrifa-
menn úr flokkntnn en rannsóknar-
nefndin sá ekki ástæðu th að gagn-
rýna framgöngu þeirra. Mál þetta
hefur verið rifiað upp í kosningabar-
áttunni og tókst andstæðingum
Knudsen að fá sérstaka rannsóknar
nefnd skipaða. Þótt niðurstaðan væri
sú að hann hefði farið út fyrir vald-
svið sitt og breytt ranglega með því
aö hafa í hótunum á hótelinu þá er
framganga hans ekki talin refsiverð.
NTB
MADEIN JAPAN
HQ myndbandstæki
28 daga, 8 stöðva upptökuminni,
þráðlaus fjarstýring, 21 pinna
„Euro Scart“ samtengi, sjálfvirk-
ur stöðvaleitari, klukka + telj-
ari, íslenskur leiðarvísir.
Sumartilboð 20.950,- stgr.
3 Aíborgunarskilmálar (M)
VÖNDUÐ VERSLUN
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
/■aar.rs-Tjsr-T-." ■ =r/
....og góðir búmenn
byrgja sig upp fyrir veturinn
<§$Fngor dönsku frystikisturnar hafa
verið á markaðnum í áratugi og stað-
ið sig með mikilli prýði. í þeim eru
innbyggð hraðfrystihólf sem reynst
hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný-
meti. Einnig má breyta kistunni í
hraðfrystitæki með því að þrýsta á
hnapp.
FJÓRAR STÆRÐIR • HAGSTÆTT VERÐ
(Bauknecht frystiskápar. Há-
þróuð þýsk gæðavara sem íslending-
um er að góðu kunn eftir áratuga
reynslu. Einföld og falleg hönnun.
Mikið úrval, við allra hæfi.
LITLIR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR
OG ALLT ÞAR Á MILLI.
KitchenAid hrærivélar.
Þessar frábæru bandarísku vélar
þekkja allir enda hafa þær verið
ómissandi á íslenskum heimilum í
tæpa hálfa öld. Fylgihlutir:
HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR
HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS-
KVÖRN • ÁVAXTASAFAPRESSA
HLÍFÐARKÁPA • DÓSAOPNARI
PASTAGERÐARVÉL • SÍTRÓNU-
PRESSA • SMÁKÖKUMÓT
ffiffff
0SAMBANDSINS KAUPFÉLÖGIN
MIKLAGARÐI SÍMAR 692090-692000 UM LANDALLT