Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 9, SEPTEMBER 1991. Veiðivon 47 Flókadalsá í Borgarfirði: Miklu betri veiði en Upptaka neta í Hvitá í Borgarfirði þýðir aö allar ámar á svæðinu bæta verulega við sig löxum frá síðasta sumri. Fleiri laxar hafa komið í ám- ar fyrir vikið og bestu ámar, eins og Þverá og Kjarrá, bæta við sig hundr- uðum laxa. Ein af þeim veiðiám sem nýtur góðs af þessu er Flókadalsá í Borgar- firði og em komnir á land 320 laxar á þessari stundu. Allt sumarið í fyrra veiddust 241 lax. Ennþá em eftir nokkir veiðidagar í ánni. „Veiðin í Flóku er sæmileg þessa dagana og eru komnir 320 laxar, hann er ennþá stærstur laxinn hans Haralds Stefánssonar. Það var fjór- tán og hálfs punds lax,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum í gær er við spurðum frétta. „Það eru ennþá nýir laxar að koma í ána og síðasta holl veiddi 11 laxa. Flugan hefur ekki gefið nógu marga laxa hérna en það gæti batnað þegar líður á. Silver Blue gaf mér lax fyrir skömmu, 12 punda fisk. Við bætum við okkur héma í Flókadalsánni frá síðasta sumri, þá veiddist 241 lax,“ sagði Ingvar ennfremur. 17 punda lax veiddist í Hörðudalsá á maðk „Veiðin í Hörðudalsá er í lagi og eru komnir á miUi 60 og 70 laxar. Hellingur hefur líka veiöst af bleikju," sagði okkar maður á ár- bakkanum um helgina er við spurö- um fréttá. „Vilhjálmur Garðarsson, leigutaki -17 punda lax veiddist í Hörðudalsá Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum hefur veitt nokkra laxa i Flókadalsá i sumar en áin hafði gefið 320 laxa í gær. ífyrra árinnar, veiddi þann stærsta fyrir fáum dögum, 17 punda lax á maðk,“ sagði tíðindamaðurinn í lokin. Leirvogsá sprengir 400 laxa múrinn innantíðar „Það era komnir 386 laxar og það er í góðu lagi, í ánni er aö finna tölu- vert af laxi,“ sagði Skúli Skarphéð- insson, veiðivörður í Leirvogsá, í gær og bætti við: „Þessa dagana er mikið vatn og fiskurinn liggur djúpt, enda erfitt að finna þá í mörgum hyljun- um. Veiðimenn hafa verið að fá þetta 8 til 12 laxa á dag. Hann er ennþá tólf og hálfs punds sá stærsti, £kki hefur sést neinn verulega vænn sveima um ána. Nýir laxar hafa kom- ið síðustu daga en ekki í miklum mæh,“ sagði Skúli ennfremur. Rangárnar eru komn- aryfir410laxa „Þetta hefur verið reytingsveiði hjá mér og eru komnir 60 laxar, hann er 10 punda sá stærsti," sagði Lúövík Gizurarson í gær er viö spurðum frétta. En Rangárnar eru að skríða yfir 410 laxa á þessari stundu með veiöinni hjá Lúðvík. „Tveggja ára laxinn skilar sér ekki nógu vel hjá okkur og þetta em eitt- hvað yfir 400 laxar," sagði Lúðvík. -G.Bender Leirvogsáin hefur gefið 386 laxa og á myndinni eru þeir Jón Þ. Jónsson og Jón Einarsson með 12 punda lax úr ánni. Listamaðurinn Erró var við veiðar á Iðunni i vikunni og veiddi þrjá laxa. Á myndinni dregur hann færið inn. DV-myndir G. Bender og fleiri Fréttir Gagnfræðaskólinn á Selfossi fullbyggður Kristján Einaisson, DV, SeBossi: Byggingaframkvæmdum við þriðja og síðasta áfanga Gagnfræðaskóla Selfoss er lokið. Byggingarfyrirtækið G-Verk á Selfossi annaðist fram- kvæmdir frá upphafi til loka verks- ins. Um er að ræða 1316 m2 hús á einni hæð sem skipt er í 12 kennslustofur og stórt miðrými. Mikil þörf var á stærra húsnæði fyrir skólann og mun þetta hús bæta aha kennsluað- stöðu til muna. Tveir grunnskólar em á Selfossi, barnaskóh og gagnfræðaskóh, sem nú hafa fengið ný nöfn, Sandvíkur- skóh og Sólvallaskóli. Framtíðar- stefna í skólamálum í bænum er að tveir sjálfstæðir grunnskólar starfi þar með bekkjardeildum frá 1. til 10. bekkjar. Verktakarnir tveir, Guðmundur Oskarsson, tll vinstri, og Guömundur Kr. Ingvarsson með formann byggingarnefndar, Guðmund Kr. Jónsson, á milli sin við afhendingu hússins til bæjaryfirvalda. DV-Kristján BINGÖI Hcfst kl 19.30 í kvöld Aðalvinningur að vcrðmæti __________100 bús. kr.________ Heildarverðmæti vinninga um I 300 bús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiriksgötu 5 — S. 20010 r SklphoH 37. Ilmt 37570 ELDBAKAÐAR cPIZZURj> tílboö! 12”og 0L V kt880j Veður Sunnan til á landinu verður vestan- og norðvestan- gola eða kaldi með dálitilli súld í fyrstu en gengur i norðankalda og léttir til þegar liður á morguninn. Annars staðar verður austan- og norðaustankaldi eða stinningskaldi og rigning i fyrstu en gengur í norðan- átt með skúrum þegar liður á daginn. Hiti 4-12 stig. Akureyri rigning 6 Egilsstaðir þoka 5 Keflavikurflugvöllur úrkoma 7 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 8 Raufarhöfn rigning 5 Reykjavik skýjað 7 Vestmannaeyjar skúr 7 Bergen léttskýjað 8 Helsinki skýjað 8 Kaupmannahöfn hálfskýjaö 12 Úsló skýjað 10 Stokkhólmur hálfskýjað 9 Þórshöfn alskýjaö 12 Amsterdam skýjað 14 Barcelona þokumóða 18 Berlin skýjað 14 Chicago alskýjað 24 Feneyjar léttskýjað 14 Frankfurt léttskýjað 9 Glasgow þoka 6 Hamborg skýjað 11 London mistur 12 LosAngeles léttskýjað 16 Lúxemborg léttskýjað 11 Madrid heiðskírt 16 Malaga heiðskírt 20 Mallorca léttskýjað 18 Montreal léttskýjað 13 New York léttskýjað 23 Nuuk alskýjað 6 Róm léttskýjað 19 Valencia þokumóða 21 Vin skýjað 12 Winnipeg súld 18 Gengið Gengisskráning nr. 170. - 9. sept. 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 60,160 60,320 61,670 Pund 103,899 104,176 103,350 Kan. dollar 52,830 52,970 54,028 Dönsk kr. 9,1422 9,1665 9,1127 Norsk kr. 9,0317 9,0557 8,9944 Sænsk kr. 9,7205 9,7463 9,6889 Fi. mark 14,5016 14,5402 14,4207 Fra. franki 10,3769 10,4045 10,3473 Belg.franki 1,7149 1,7195 1,7074 Sviss. franki 40,1870 40,2939 40,3864 Holl. gyllini 31,3309 31,4142 31,1772 Þýskt mark 35,2948 35,3887 35,1126 ít. lira 0,04724 0,04737 0,04711 Aust. sch. 5,0186 5,0319 4,9895 Port. escudo 0,4121 0,4132 0,4105 Spá. peseti 0,5653 0,5668 0,5646 Jap.yen 0,44547 0,44665 0,44997 Irskt pund 94,331 94,582 93,893 SDR 81,3044 81,5207 82,1599 ECU 72,4356 72,6283 72,1940 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.