Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Fréttir Félagsmálastofnun Aknreyrar veitti einum Bangkok-mannanna lán til aö komast til Islands: Þessi ákvörðun er auð- vitað mjög umdeilanleg - en verður ekki breytt úr því sem komið er segir forseti bæjarstjórnar „Þaö veröur bæjarstjómarfundur á þriðjudag og ég býst við að þar verði þetta mál tekið upp. Aðstand- endur eins þessara manna leituðu til ráðgjafardeildar Félagsmálastofnun- ar og óskuðu eftir aðstoö til að koma þessum aðila heim frá Bangkok. Nið- urstaða ráðgjafardeildar var sú að veita lán til að koma þessum manni heim. Lánið var veitt gegn ábyrgð ættingja og venslamanna sem höfðu ekki fjárhagslega getu til að leysa þetta sjálfir. Fjárhæðin mun eiga að greiöast upp á stuttum tíma,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæj- arstjórnar á Akureyri, er hann var spuröur um álit íjárveitingar félags- málastofnunar bæjarins til hjálpar einum af þremur afbrotamönnum heim frá Bangkok. „Félagsmálaráð var ekki kallað saman vegna þessarar ákvörðunar en mun hittast á fundi í dag. Þar mun ráðgjafardeildin gera grein fyrir ákvörðun sinni. Máhð verður síðan lagt fyrir bæjarstjórn á þriöjudag. Þar verður skýrt á hvaða rökum þessi ákvörðun er byggð því hún er auðvitað mjög umdeilanleg í hugum fólks. Þetta er spuming um hvaða stefnu á að fylgja í shkum málum.“ Skapar fordæmi - Ert þú á móti þessari lánveit- ingu? „Ég hef ekki fengið skýrslu frá ráð- gjafardeildinni en í mínum huga geta svona mál verið mjög fordæmagef- andi og þá í neikvæðri merkinu þess orðs. Lánið var veitt á fóstudag og því erfitt að snúa til baka með þá ákvörðun. Mér sýnist ekki geta verið einfalt að leysa mál eins mannanna og skipta sér síöan ekkert af hinum tveimur. Þetta er samsekur hópur.“ - Hvemig getur bæjarstjóm bmgð- ist við þegar lánið er þegar veitt? „Þessu veröur auðvitað ekki breytt. Ekki nema við krefjumst end- urgreiðslu strax frá ættingjunum." - Getur Félagsmálastofnun tekið ákvörðun sem þessa? „Starfsfólkið hefur heimild til að afgreiða skyndiákvarðanir upp að ákveðinni upphæð. Þær fara síðan fyrir ráðið síðar en ekki er alltaf hægt að kalla það saman til skyndi- fundar. Þetta mál er hins vegar mjög sérstakt og ráðgjafardeildin hefði vitaskuld átt að hafa samráð við Fé- lagsmálaráðið, þótt það hefði einung- is verið gert símleiðis, áður en slík ákvörðun er tekin.“ - Er þessi maður skjólstæöingur Félagsmálastofnunar? „Mér er ekki kunnugt um það.“ - Hvað var lánið hátt? „Mér var sagt að það væm hundraö og tuttugu þúsund krónur en hef það ekki staðfest. Ég bíð eftir skýrslu frá Félagsmálaráði um málið.“ Er Félagsmála- stofnun banki? - Er Félagsmálastofnun eins og hver annar banki sem veitir fólki lán? „Maður spyr sig þeirrar spurning- ar auðvitað. Ég veit ekki hvers konar lán þetta er eða á hvernig kjörum. Fyrirgreiösla Félagsmálastofnunar er alltaf umdehanleg og skjólstæð- ingar hennar eru ekki alltaf það fólk sem mest þyrfti á hjálp að halda. Margir leita aldrei til stofnunarinnar þrátt fyrir erfitt ástand. Spurning er hvert er hlutverk stofnunarinnar í slíkum málum.“ - Munt þú gagnrýna þessa lánveit- ingu á bæjarstjórnarfundinum? ' „Ég er mjög gagnrýninn á þessa málsmeðferð. Fljótt á litiö get ég ekki séð að þaö hafi verið hlutverk Félags- málastofnunar að veita þessa fyrir- greiðslu undir þessum kringum- stæðum. Fordæmið er hættulegt." - Hvað um hina tvo. Mun bærinn þá líka hjálpa þeim að komast heim? „Eftir slíka ákvörðun gagnvart ein- um aðila er erfitt að segja já við A og nei við B og C. Við það er ég hræddur." -ELA Jóhannes ýttiá Blöndu- hnappinn Magnús Ólafsson, DV, Blönduósi: Blönduvirkjun var formlega gang- sett á laugardaginn. Það var Jóhann- es Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, sem gangsetti fyrstu vél- ina og flutti ávarp. Við athöfnina söng karlakórinn Fóstbræður svo undir tók í berghvelfingunni. Margt gesta var við athöfnina, meðal annars starfsfólk sem unniö hefur að framkvæmdum. Jóhannes Nordal sagði í ávarpi sínu að Blöndu- virkjun markaði tímamót í virkjun- arsögu landsins. Hún væri fyrsta virkjunin utan eldvirkra svæða og aldrei hefðu jafnmikil jarðgöng verið gerð vegna virkjunarframkvæmda hér á landi. Reynsla af þessari jarð- gangagerð hefði síðan orðiö til þess að auka áhuga manna á að gera jarð- göng við vegaframkvæmdir. Flatarmál miðlunarlóns virkjunar- innar er um 40 ferkílómetrar. Rúm- mál lónsins er 220 milljónir rúm- metra. Mögulegt er að hækka Blöndustífluna þannig að lónið rúmi 400 milljónir rúmmetra af nýtanlegu vatni. Þá yrði lónið 56 ferkílómetrar. Frá lóninu er vatnið leitt 24 kíló- metra að inntaki virkjunarinnar. Stöðvarhús virkjunarinnar er 200 metra undir yfirborði og þar var samkoman haldin sl. laugardag. Laugarvatn: Harður árekstur Harður árekstur varð á Laugar- vatni aðfaranótt sunnudagsins þegar mótorhjól og bíll rákust saman. Tveir menn voru á mótorhjólinu og slösuðust þeir báðir nokkuð. Þeir voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi. Taliö er að mennimir á hjólinu hafi veriðundiráhrifumáfengis. -ELA Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, ýtir á hnappinn - og þar með er Blönduvirkjun komin í gagnið. DV-mynd Magnús Lýstar kröfur í íslax hf. tæpar 170 milljómr: Byggðastofnun á 120 milljónir Lýstar kröfur í þrotabú íslax hf. nema samtals 168 milljónum króna. Langstærsti kröfuhafinn er Byggða- stofnun með um 120 milljónir. Veð- kröfur nema samtals 125 milljónum króna, almennar kröfur 27 milljón- um og forgangskröfur um 6 milljón- um króna. Kröfufrestur er runninn út en að sögn Sveins Sveinssonar, bústjóra þrotabúsins, er nokkrum veðkröfum enn ólýst. Hann sagðist ekki viss um að þeim yröi lýst en ekki væri um háar upphæðir að ræða. Sveinn sagði aö eignir þrotabúsins færu á uppboð og væri raunar búið að auglýsa uppboð á þeim. Færi það að líkindum fram í næsta mánuði. Uppboðið yröi tvískipt þar sem ann- ars vegar væri um að ræða laxeldis- stöðina í Reykjanesi og hins vegar stöðina á Nauteyri. Hlutafé íslax hf. var samtals 46 milljónir. Fyrirtækið var í eigu flsk- verkunarfyrirtækja og einstaklinga á Vestfjörðum. í stjórn fyrirtækisins voru Engilbert Ingvarsson, sem var formaður, Eggert Jónsson varafor- maður, Auðunn Karlsson, eigandi Frosta á Súðavík, og Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins og forstjóri Hjálms á Flateyri. -JSS Ávísanafals og greiöslukortasvlk: Fékk 20 mánaða f angelsi Hæstiréttur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í 20 mánaða fang- elsi fyrir skjalafals og þjófnað. Mað- urinn hefur ítrekað brotiö af sér með því að falsa ávísanir eða nota stolin greiðslukort. Sakadómur Gullbringusýslu og Sakadómur Reykjavíkur dæmdu manninn í samtals 18 mánaða fang- elsi fyrir brot sín. Sakbomingurinn óskaði sjálfur eftir að dómum vegna brota hans yrði áfrýjað. Jlæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsing væri 20 mánaða fang- elsi. Við þyngingu refsingarinnar var stuðst við lagaákvæði þar sem heim- iluö er refsiþynging ef sakborningur reynist ítrekað brjóta af sér. -ÓTT Akranes: Þrír nýir borgarar á rúmlega 20 mínútum Sigurður Sverrisson, DV, Akranesr Þaö telst óneitanlega til tíðinda að þrjú böm fæddust á fæöingardeild Sjúkrahúss Akraness á aðeins 22ja minútna kafla í síðustu viku. Bama- þrennan fæddist að morgni mánu- dagsins - frá kl. 6.20 til 6.42. . Mikið íjör var í fæðingum alla vik- una því 10 börn fæddust þá á deild- inni. Fjöldi nýbura á Sjúkrahúsi Akraness undanfarin ár hefur hins vegar verið á bilinu 170-200. Það svarar til fjögurra bama á viku. Byssumenn teknir: Skutu á máva á Eyrarbakka Rannsóknarlögregla ríkisins stöðvaði þrjá menn við Raufar- hólshelli í Þrengslum um hádeg- ishilið á laugardag vegna skot- gleði þeirra við ströndina á Eyr- arbakka. Mennirnir voru með gamla haglabyssu í fórum sínum en höfðu ekki byssuleyfi. Tilkynnt var til lögreglunnar á Selfossi um menn sem væru að skjóta á máva og aöra fugla við ströndina en þeir voru farnir þeg- ar lögregla kom á staðinn. Var vitað að mennirnir fóm í átt til Reykjavíkur. Rannsóknarlög- reglumenn voru um sama leyti á leið austur og stöðvuðu bílinn. Eins og öllum ætti að vera ljóst er meöferð skotvopna stranglega bönnuð við þéttbýli. -ELA Róleg helgi í Reykjavík: Óvenjuróleg helgi var hjá lög- reglunni í Reykjavík um helgina. Að sögn varðstjóra muna menn vart eftir öðm eins. í bókunum lögreglunnar eftir næturvakt aðf- aranótt sunnudagsins stóð ein- ungis: Eindæma róleg nótt með fáum og léttvægum útköllum. Aö sögn varðsíjóra var heldur meiri erill aöfaranótt laugardags en þó mun rólegra en venjulega. Lögreglumenn vora því kátir eft- irþessahelgina. -ELA Gæsluþyrlan: Sóttisjúkan mann til Búðardals Beðiö var um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar i gær- morgun er koma þurfti sjúkum manni undir læknis hendur. Maðurinn er búsettur i Búðardal, Þyrlan var kölluö út klukkan 7.56 og var lent við Borgarsjúkrahús- iðumtíuleytið, -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.