Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAQUR; 7, OKTÓBER 1991, , 31 Lífsstfll Eiður Guðnason umhverfisráðherra: Innflytjendur hækki verð hættulegra efna og láti kaupendur þannig borga fyrir eyðingu þeirra Vöruheiti Magn Verð Kr/kg án vsk. Olíur, síur og fl. ódælanlegt 0-50 kg 153,00 Lífrænn m. halogen, ódælanl., t.d. frá fatahreinsunum 0-50 kg 179,00 Spennubreytar m. PCB max 4000 kg 226,00 Úrgangur m/kvikasilfri, t.d. rafhlöður >50kg 124,00 Ólífrænn úrgangur, t.d. sýrur 0-50 kg 168,00 Rannsóknarst. og annað, t.d. lyfjaúrgangur 0-50 kg 219,00 Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa látiö í ljós óánægju sína með hversu dýrt það sé að láta eyöa rusli hjá Sorpu og þá aðallega hættulegum efnum. Sumir vilja halda því fram að nú- verandi fyrirkomulag beinlínis hvetji þessa aðila til þess að snið- ganga Sorpu og farga þessum efnum eins og venjulegu rush. Aðspurður hvort hann væri þessu sammála sagðist Eiður Guðnason umhverfisráðherra ekkert vilja segja um það á þessari stundu. „Ég held hins vegar að þessi mál komist fyrst í viðunandi horf þegar skilagjald verður innheimt af þess- um spilliefnum um leið og þau eru flutt tii landsins. Þá mundi sá aðili sem flytur efnin inn borga ákveðið skilagjald í byrjun, og kaupendur myndu þá borga þetta skilagjald aftur þegar þeir kaupa efn- in. Þá verður ekki þörf á að borga neitt gjald þegar farið er með efnin til eyðingar því það er búið að borga það,“ sagði Eiður. Eiður sagði að þetta væri það sem við hlytum að stefna að í framtíðinni. „Auðvitað lendir gjaldið á þeim sem nota þessi efni, í samræmi við þá reglu að sá sem notar mengandi efni borgi þann kostnað sem af því hlýst,“ sagði Eiður. Hann sagði ennfremur aö það mætti sjálfsagt finna ýmislegt aö þessu fyrirkomulagi. „Þetta myndi hklega þýða ákveðna verðhækkun til kaupenda enda sé ég svo sem ekkert óeðhlegt við það. Ef það kostar að farga þessum efnum þá borgi þeir fyrir það sem nota þau. En þá er þessi hindrun ekki lengur í vegi fyrir því að menn skili efnun- imi, þ.e. að þeir þurfi að borga fyrir það. Það er sjálfsagt ekkert einfalt að fkoma þessu í framkvæmd en þetta er hlutur sem að mínum dómi þarf að framkvæma og það er nú verið að skoða þessi mál hér í ráðuneyt- inu,“ sagði Eiður. -ingo Almenningur greiðir ekki fyrir eyðingu spilliefna Þær upplýsingar fengust hjá Sorpu að heimilin eða hinn almenni borg- ari þurfi ekki að greiða fyrir eyðingu spilhefna. Einstakhngar geta farið með raf- geyma, spennubreyta, rafhlöður, lakk, málningu og annað shkt á næstu gámastöð og skihð þar eftir endurgjaldslaust. Ástæðan er sú að samfélagið greið- ir fyrir þessa einstaklinga fórgun efnanna en rekstur Sorpu, sorpeyð- ingar höfuðborgarinnar, er greiddur af öllum sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu, alls átta talsins. Á meðfylgjandi korti má sjá hvar gámastöðvarnar eru staösettar. Ef hins vegar um stærri farma er að ræða, eins og t.d. frá fyrirtækjum eða stofnunum, greiða þau fyrir fórg- un efnanna samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Þessi kostnaður getur orðið tölu- vert hár og hafa margir haft á orði að hann hvetji atvinnurekendur til þess að sniðganga Sorpu. Taflan hér á síðunni gefur ein- hveria hugmynd um hversu dýrt það er að eyða hinum ýmsu efnum. Það skal tekið fram að eftir því sem um ódýrara er að láta farga efninu. meira magn er að ræða þeim mun -ingo Mosfellsbær, • nærri hesthúsabyggð Við Ananaust Gylfaflöt, Sléttuvegur, vestan Borgarspítala i UJ Ártúnshöfði, I l V austan gömlu \ við Sævarhöfða ] Gufuneshauganna ------1 • o jr, W .—---------------------ív- Kópavogur, við Dalveg Breiðholt, í Seljahverfi sunnan Breiðholtsbrautar Q Miðhraun 20, á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar T7— Gámastöðvar á Reykjavíkursvœðinu Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. Fleygreimar og kílreimar. Lengdir upp í 9150 mm. Reimskífur fyrir klemmfóðringu. r' Poulsen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. Nú gefst þér tækifæri til að eignast góða ritvél fyrir skólann. Walther ritvélin er létt og meðfærileg en umfram allt ódýr. Þeir sem verða snöggir til, gera betri kaup, því að með fyrstu 100 vélunum fylgir fullkomin skólareiknivél

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.