Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1991. 9 t= Þannig var umhorfs á einu sjúkrahúsanna i Port-au-Prince á Haíti. Þar er talið að líkum í það minnsta hundrað manns hafi verið hrúgað saman i kæli- geymslu og ættingjarnir látnir bera kennsl á fólkið. Ógnaröld ríkir nú á Haítí. Simamynd Reuter Hörmungar á Haítí í kjölfar valdaráns hersins: Fólk leitt til slátrunar Um helgina hefur fólk fariö á milli sjúkrahúsa í Port-au-Prince, höfuð- borg Haítí, í von um aö geta borið kennsl á lík ættingja sinna. Enginn veit hve margir hafa verið myrtir í kjölfar valdaráns hersins. Á einu sjúkrahúsanna segja sjón- arvottar að í það minnsta hundrað líkum hafi verið kasað saman. Þar á meðal voru bæði böm og konur og hafði fólkið sjáanlega verið leitt til slátrunar og skotið. Ein útvarpsstöðvanna í borginni sagði að í það minnsta 250 manns hefðu fallið í grimmdarverkum hers- ins eftir að Jean-Bertrand Aristide forseti hrökklaðist frá völdum þann 30. september. Starfsmenn hjálpar- stofnana í borginni segja að mun íleiri hafi verið myrtir. Heimamenn segja aö tilgangur hersins með morðunum sé að hræða stuðningsmenn forsetans frá því að' halda uppi andstöðu gegn hinum nýju valdhöfum. Herinn lætur mikið fyrir sér fara í höfuöborginni og íjöldi hermanna er þar með alvæpni. Valdaræningjamir skipuðu þing- inu aö koma sama til fundar í gær og útnefna mann til að taka við for- setaembættinu. Herinn vakti yfir þingfundinum og í gærkveldi var íjóst að þingmenn ætluðu að fara að kröfu hans og viðurkenna að Ar- istide hefði sagt af sér. Því hefði her- innekkiræntvöldunum. Reuter _______________Útlönd Terry Anderson: Bráðumfréttir afgislamálinu Bandaríski gíslinn Terry And- erson sagði í viðtali, sem sýnt var á CNN stjónvarpsstööinni í gær, að líbönsku mannræningjamir, sem höfðu hann í haldi, hefðu sagt sér aö brátt yrðu „góöar fréttir" af vestrænum gíslum. í viðtalinu, sem tekið var upp á Beirútsvæðinu, hvatti hinn 43 ára blaðamaður til þess að hin lang- varandi gísladeila yrði leyst Qjótt. í bréfi sem fylgdí með mynd- bandinu og sem var undirritað af samtökunum Heilagt stríð ísl- ams sagði að viðtalið værí næsta skref í því að leysa gíslana úr haldi. Anderson sagöi að hann væri \ haldi með Terry Waite, sendi- manni ensku kirkjunnar, sem hvarf í janúar 1987 og Thomas Sutiierland, rektor ameríska há- skólans í Beirút, sem var rænt í júní 1985. „Mér var sagt að við mættum búast við mjög góðum fréttum mjög Qjótlega,“ sagði Anderson sem hefur verið í haldi lengst allra gísla í Líbanon. Honum var rænt í mars 1985. Viðtaliö var gert af Mbönsku fyrirtæki sem bauö CNN það til hirHnoar liu,tw Bandariski gíslinn Terry Ander- son hefur verið lengat allra í haldi mannræningja í Beirút. Siínamym) Reuter Anibal Cavaco Silva, forsætisráð- herra Portúgals, og Jafnaðar- mannaflokkur hans unnu stórsigur í kosningum um helgina. Teikníng Lurie Stjórnarflokkurinn vann í Portúgal Stjómarílokkur jafnaðarmanna í Portúgal fagnaði í morgun miklum sigri í kosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Anibal Cavaco Silva forsætisráðherra varaði þó við að erfiðleikatönar væru framundan. „Mikil og erfið verkefni bíða okk- ar. Staðan í alþjóðamálum er ákaf- lega flókin," sagði hann á fundi með fréttamönnum í aðalstöðvum Jafn- aðarmannaflokksins. En hann bætti við: „Við emm að sjálfsögðu mjög ánægðir með úrslitin sem em skýr sigur. Þetta er sönnun þess aö lýð- ræði í landinu hefur styrkst í sessi.“ Þegar nær öll atkvæði höfðu verið. talin hafði Jafnaðarmannaflokkur- inn fengið 50,59 prósent atkvæða og kosningaspár gerðu ráð fyrir aö hann fengi 132 af 230 þingsætum. Sósíalistaflokkurinn undir stjóm Jorges Sampaios sem fékk næstflest atkvæöi fékk aðeins 29,04 prósent. Einn stærsti sigurvegari kosning- anna að þessu sinni var sinnuleysi. Rétt tæpur þriðjungur atkvæðis- bærra manna hafði ekki fyrir því að neyta réttar síns á sólfógmm degi og hafa aldrei jafnmargir setið heima. Reuter MÁMUDAGSTILBOÐ ALLAR SPÓLUR Á KR. ÍOO,- GRENSÁSVÍDEÓ BÝÐUR TIL MÁNUDAGSTILBOÐS, ALLAR SPÓLUR Á KR. 100,- Á MÁNUDÖGUM FRÁBÆR FRÁBÆR FRÁBÆR OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-23 GRENSÁSVEGI 24, SÍMI 686635, VIÐ HLIÐINA Á LANDSBANKANUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.