Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991.
47
Skák
Ellefu umferðum lokið á heimsbikarmóti Flugleiða:
Stef nir í einvígi
Karpovs og Ivantsjúks
Vassily Ivantsjúk vann skákir sín-
ar um helgina á heimsbikarmóti
Flugleiöa og komst upp að hlið Ana-
toly Karpovs. Eftir ellefu umferðir
deila þeir efsta sæti meö 8 vinninga
en Ljubojevic, Nikohc og Seirawan
hafa 6 vinninga og eina biðskák hver.
í dag hefur Karpov hvítt gegn Nik-
oUc en Ivantsjúk svart gegn
Ljubojevic.
Peöin eru Andersson kær
Áreynslulaus sigur Karpovs gegn
Andersson í 10. umferð á laugardag
vakti nokkra athygli. Það er ekki á
hverjum degi sem sænski stórmeist-
arinn tapar í aðeins 23 leikjum. Hann
missti peð í erfiöri stöðu og varð svo
mikið um að hann gaf skákina!
Áhorfendum þótti þetta bera vott um
afskaplega Utla baráttugleði.
Meiri sviptingar voru í skák Kha-
lifmans og Ivantsjúks og mikiU darr-
aðardans í tímahraki. Ivantsjúk virt-
ist kominn með unnið tafi en Khalif-
man tókst að hræra upp í taflinu á
síðustu mínútunum og eftir mistök
Ivantsjúks átti hann gangandi þrá-
skák - en lék af sér og tapaði. Lítum
á stööuna eftir 30. leik Ivantsjúks,
sem hafði svart, 30. - h4:
31. Bxe6! Eina vonin. Eftir 31. Re4?
Dxe5 er hvíta taflið gjörtapað.
31. - hxg3 32. Bxf7 + ! Kxf7 33. Dh5 +
Kg7?
Rétt er 33. - Hg6! 34. Dh7+ Hg7 og
hvíta sóknin rennur út í sandinn eft-
ir 35. Df5+ Kg8 36. De6+ Kh8 37.
Dh6+ Hh7, eða 35. Hfl+ Df2! 36.
Hxf2+ gxfi 37. DÍ5+ Kg8 38. Dxf2
Hxg2 39. Da7 Bf3 er hvítur er varnar-
laus.
34. Dg4 + Kh6 35. Dh3 + Kg6 36. Dxg3??
Khalifman missir af 36. De6+ Kg7
37. Dg4+ með þráskák.
36. - Bg5 37. Dd3+ Kg7 38. Dd7+ De7
39. Dxe7+ Bxe7 40. Hd7 Hd8!
Og Khalifman gafst upp.
Töfrabrögð Jóhanns
Chandler fórnaði peði gegn Jó-
hanni, sem brást ekki rétt við og lenti
í krappri vöm í endatafli. Staða hans
Skák
Jón L. Árnason
virtist versna með hverjum leik en í
tímahrakinu missti Chandler þráð-
inn. Er 40 leikjum hafði veriö náð
var staðan skyndUega orðin hnífjöfn
og þeir sömdu um jafntefli tveim
leikjum síðar. Satt að segja áttuðu
fáir sig á því hvernig Jóhann fór að
því aö bjarga þessari skák. Engu var
líkara en aö hann hefði beitt Chandl-
er einhverjum töfrabrögðum!
Hörkuskákir í gær
Ellefta umferðin í gær var meö fjör-
ugasta móti, þrátt fyrir að Seirawan
og Karpov hefðu undirritað friðar-
sáttmála í 17. leik. Þar var endurtek-
ið efni á ferð - allir leikirnir í skák-
inni þeir sömu og í 15. einvígisskák
Kortsnojs við Karpov í Baguio, þar
sem samið var um jafntefli tíu leikj-
um síðar.
Timman tefldi nú loksins eins og
maður og vann Salov nokkuð örugg-
lega. Speelman tókst að þvælast fyrir
landa sínum Chandler með tapaða
stöðu - með hrók og riddara gegn
tveimur hrókum - og hélt jöfnu á
ótrúlegan hátt. Þá vann Ehlvest
heppnissigur gegn Portisch, sem lék
af sér í gagnkvæmu tímahraki í
seinni setu, eftir að hafa haft undir-
tökin alla skákina. Andersson og
Khalifman gerðu jafntefli í 30 leikj-
um en skák Nikolic og Beljavskís fór
í bið.
Ljubojevic og Jóhann tefldu æsi-
spennandi skák, þar sem gekk á
ýmsu. Svo virtist sem Jóhann hefði
fengiö frambærilega stöðu-eftir byrj-
unarleikina en röng áætlun í miðtafl-
inu gaf Ljubo kost á að ráðast fram
á miðborðinu og' ná frumkvæðinu.
Staða Jóhanns hríðversnaði og flest-
ir voru búnir að afskrifa hana sem
tapaða. Eftir að fyrri tímamörkunum
var náð fór Ljubo hins vegar að tefla
einkennilega og gaf Jóhanni lífsvon.
Á einum stað hefði Jóhann getað
þvingað fram jafntefli en hann lék
af sér og aftur náði Ljubo vinnings-
stöðu. En þá missti hann þoUnmæð-
ina. Eftir 60 leiki var þessi staða kom-
in upp - Ljubo, sem hafði hvítt, átti
leik:
í stað þess að leika 61. Db7 sem
vinnur taflið, lék Ljubo að bragði 61.
Dc6? og nú var komið að Jóhanni að
leika biðleik. Hann kaus að leika bið-
leikinn á borðinu, 61. — g5+ sem virö-
ist gefa honum jafntefU eftir 62. Kh3
Dfl+ og nú 63. Kg3 Df4 + , eða 63.
Dg2 Dxb5.
Ivantsjúk var fljótur að „ganga frá“
Gulko. Eftir 22 leiki voru úrslitin
ráðin:
Hvítt: Vassily Ivantsjúk
Svart: Boris Gulko
Skoskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d41eikurinn á
miklum vinsældum að fagna, eftir
að Kasparov dustaði rykið af honum
í einvíginu við Karpov í New York
og Lýon.
3. - exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. c3
Rge7 7. Bc4 Dg6?
Þekkt mistök. Hvítur nær nú betra
tafli með 8. 0-0 Dxe4 9. Hel, eöa 9.
b4!? eins og tefldist í skák Þrastar
Þórhallssonar og Jurtaev á móti í
Austurríki í sumar. En leið Ivant-
sjúks virðist ekki síðri.
8. Rxc6 Dxc6 9. Bxf7+! Kxf7 10. Dh5+
Rg6
Eða 10. - Dg6 11. Dxg6+ Rxg6 12.
Bxc5 He8 13. f3 d5 14. Rd2 dxe4 15.
fxe4 og 15. - Bf5? gengur ekki vegna
16. 0-0 og vinnur.
11. Df5 + ! Ke8 12. Dxc5 Dxe4 13. Rd2
Dc6
Ef 13. - Dxg2 14. 0-0-0 með yflr-
burðastöðu.
14. Dh5!
Þarna stendur drottningin mjög vel
- bindur kóngshrókinn við að valda
h-peðið.
14. - d6 15. 0-0 Be6 16. Bd4 Kd7
Hótar lymskulega 17. - Dxg2+ 18.
Kxg2 Rf4+ o.sirv.
17. f4! Re7
18. f5! Bxf5 19. Hael!
Hugmyndin var ekki 19. Hxf5? g6
með gaffU á drottningu og hrók, held-
ur að opna línur og koma stórskota-
Uðinu í viðbragðsstöðu.
19. - g6 20. Hxe7+! Kxe7 21. Dg5 + Kd7
22. Bxh8 Db6+
Dauðateygjur. Ef- 22. - Hxh8 23.
Hxf5 gxf5 24. Dg7+ og vinnur.
23. Bd4 Dxb2 24. g4 Be6 25. Hbl Dxa2
26. Db5+ Ke7 27. Dxb7 Hd8 28. Hfl
Dxd2 29. Dxc7+ Bd7 30. Bf6+ Ke6 31.
Dc4+
Og Gulko gafst upp.
Staðan að loknum 11 umferöum:
Karpov og Ivantsjúk 8, Ljubojevic,
Nikolic og Seirawan 6 og biðskák,
Ehlvest og Speelman 6, Khalifman
5,5, Chandler 5, Salov 4,5, Beljavskí
4 og 2 biðskákir, Portisch og Timman
4 og biðskák, Andersson 4, Jóhann
3,5 og biðskák og Gulko 3,5 vinninga.
í 12. umferð i dag, sem hefst kl.
17.10 á Hótel Loftleiðum, tefla saman:
Jóhann - Speelman, Portisch -
Chandler, Salov - Ehlvest, Beljavskí
- Timman, Khalifman - Seirawan,
Gulko - Andersson, Ljubojevic -
Ivantsjúk og Karpov - Nikolic.
Fjöliniðlar
Beint í æð
Dagskrá sjónvarps- og útvarps-
stöðvanna fór gersamlega framhjá
undirrituðum um þessa helgi.
Ástæðan er ekki sú að þessir miðlar
standi ónotaðir á mínu heimiU held-
ur hitt aö dvalarstaðurinn var Lon-
doná Englandi. Þar nást ekki is-
lensku fjölmiölarnir nema kannski
Ríkisútvarpið stöku sinnum en ég
var nú bara ekkert að bera mig eftir
þvf og undrar víst fáa.
Erindiö ytra var af ýmsum toga
eneitt aðalmáliö var að komast á
góðan leik og fá fótboltann beint í
æð. Það tókst og vel það og ég
skemmti mér konunglega ásamt
hinum flörutíu og eitthvað þúsund
áhorfendum á Highbury. Umrædd-
ur leikur var á millí Arsenal og
Chelsea og endaði 3-2 fyrir þá fyrr-
nefndu. Ekkiætlaég aðflalla um
leikinn sem slíkan en bendi á
íþróttasíðu DV vegna frekari um-
sagnar.
Asamt því að fylgjast með leiknum
lilustaði ég á litiö vasaútvarp og
fylgdist með gangi mála í öllum öðr-
um leikj um dagsins á Englandi og í
Skotlandi. Fréttamennskan áþeim
stöðvum, sem ég flakkaði á miili,
var til fyrirmyndar og fslenskir kol-
legar gætu margt lært af þeim
ensku. Ytra skipti leikurinn sjálfur
öllu máli og aukaatriði eins og sí-
fellt er verið að minnast á hér heima
voru látin eiga sig. Þá á ég viö þegar
þulirnir hér heima er að koma því
aö með hvaða liði þeir og tækni-
mennimirhaldi.
En þetta var ekki eini leikurinn
sem ég sá. í gær var það Man. Utd-
Iiverpool (O-O) í beinni útsendingu
þjá ITV. Leikurmn var frekar slak-
uren mestu skiptir að stemningin
heima í stofu er ekki sú sama og á
vellinum. Þótt þægilegt sé að sitja
heima er ekkert sem kemur i stað-
inn fyrir að mæta á leikinn og upp-
lifa andrúmsloftið. A.m.k. saknaöi
ég pylsuilmsins og bjórþefsins frá
laugardeginum.
Gunnar R. SveinbjörnssDn
BINGÓT
Hefst kl. 19.30 i kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti
_________100 bús. kr.________
Heildarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPLARAHÖLLIN
Eiríksgöyj 5 — S. 20010
Veður
Næsta sólarhring verður norðaustanátt, hvassviðri
eða stormur viða um land, en þó talsvert hægari.
suðaustantil. Víða verður rigning og siðar slydda á
Austur- og Norðurlandi en úrkomulítið annars stað-
ar. Seint í kvöld og í nótt tekur að lægja. Kólnandi
veður. Veðriö kl. 6 í morgun:
Akureyri rigning 3
Egilsstaðir rigning og súld 3
Keflavíkurflugvöllur skýjað 5
Kirkjubæjarklaustur hálfskýjað 6
Raufarhöfn ** rigning 3
Reykjavik skýjað 5
Vestmannaeyjar léttskýjað 6
Bergen skýjað 11
Helsinki léttskýjað 6
Úsló þoka í grennd 1
Stokkhólmur þokuruðn- ingur 1
Amsterdam þokuruðn- ingur 3
Barcelona hálfskýjað 10
Chicago heiðskírt 3
Feneyjar skýjað 15
Frankfurt lágþoku- blettir 12
Glasgow rigningog súld 10
Hamborg skýjað 10
London skýjað 10
LosAngeles þokumóða 17
Lúxemborg þokumóða 11
Malaga léttskýjað 18
Mallorca léttskýjað 15
New York heiöskírt 11
Nuuk snjókoma -2
Orlando alskýjað 20
París léttskýjað 5
Róm rigning 17
Valencia léttskýjað 12
Vin þokumóða 9
Gengið
Gengisskráning nr. 190. - 7. okt. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59,420 59,580 59,280
Pund 103,171 103,449 103,900
Kan. dollar 52,558 52,700 52,361
Dönsk kr. 9,1846 9,2094 9,2459
Norsk kr. 9,0497 9,0740 9,1172
Sænsk kr. 9,7107 9,7369 9,7749
Fi. mark 14,5263 14,5655 14,6678
Fra. franki 10,3899 10,4179 10,4675
Belg.franki 1,7166 1,7212 1.7312
Sviss. franki 40,4080 40,5168 40,9392
Holl. gyllini 31,3902 31,4747 31,6506
Þýskt mark 35,3680 35,4632 35.6732
it. líra 0.04733 0,04746 0,04767
Aust. sch. 5,0281 5.0417 5,0686
Port. escudo 0,4119 0.4130 0,4121
Spá. peseti 0,5596 0,5611 0,5633
Jap. yen 0,45884 0,46008 0.44682
Irskt pund 94,555 94,810 95,319
SDR 81,2901 81,5090 81,0873
ECU 72,4894 72,6846 72,9766
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
MARGFELDI 145 ~
PÖNTUNARSÍMI • 653900
I r * \