Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Útlönd Málaferli vegna hnjá- kolla Díönu úr sögunni Dómari í Pakistan hefur ákveö- ið að vísa frá máli á hendur islömskum presti sem heimilaði Díönu Bretaprinsessu að fara inn í Mosku í Lahore án þess að hún hefði áður hulið fætur sínar nið- ur fyrir hné. Mál þetta olli miklu uppnámi meöal strangtrúarmanna í borg- inni og vildu þeir áköfustu láta reka prestinn, Maulana Abdul Qadir Azad, úr starfl. Hann var kærður fyrir tiltækið en dómar- inn hefur komist að þeirri niður- stöðu að Díana hafi ekki vanhelg- að moskuna með klæðaburði sín- um, enda væri hún kristin og þyrfti ekki að fara eftir ströng- ustu trúarsiðum íslama. Anwar Sadat vissi aftilræð- ismönnum Efti'r því sem menn nákomnir Anwar Sadat, fyrrum forseta Egyptalands, segja vissi forsetinn að reynt yrði að ráða hann af dögum á opinberum fundi í Ka- író. Nú eru liðin rétt tiu ár frá þessum atburöi þegar íslömskum öfgamönnum tókst að myrða for- setann. Samstarfsmenn Sadats segja að hann hafi haft þá trú að liann fengi engu ráöið um örlög sin og því heföi hann ekki gert ráðstaf- anir til að mæta hugsanlegum til- ræðismönnum. Meira að segja var lífvörður hans fámennari þennan dag en hann var alla jafna. ítalskafar- þegaþotan var skotin niður Nýjar upplýsingar um síðustu ferö ítalskrar farþegaþotu af geröinni DC-9 árið 1980 þykja benda til aö hún hafi i raun og veru verið skotin niður. Allt frá því þotan hrapaði í Miðjarðarhaf- ið fyrir rúmum áratug hafa verið á kreiki sögusagnir um að þotan tmfi verið skotin niður af banda- rískum herþotnm. Bandaríkjamenn hafa alla tíð neitað þessum ásökunum og sagt aö þeir hafi hvorki haft herskip né herþotur á þessu svæði þegar þotan hrapaði. Nú hafa verið dregnar fram i dagsljósið nýjar upplýsingar sem sýna að tvær herþotur voru nærri farþegaþot- unni skömmu áður en hún fórst. Því eru nú góðar likur á aö málið verði rannsakað að nýju. Heyrnarleysi á sér arfgeng- arorsakir Bandarískir vísindamenn segj- ast hafa fundið genið sem veldur arfgengu heymarleysi. Þeir von- ast til aö með þessari uppgötvun takist ef til vill einnig að skýra út aðrar orsakir fyrir því að menn tapa heyminni. Það eru vísindamenn við há- skólann á Costa Rica og Kalifor- níuháskóla sem hafa unniö að rannsókn málsins meö því að nota nýjustu aðferðir i erfðafræði og gamaldags ættfræði. Rann- sóknin hefur beinst að einni fjöl- skyldu á Costa Rica. í umræddri ætt hefur heymarleysi verið ætt- gengt frá 18. öid, Þeir sem erfa umrætt gen byrja að missa heyrn um 10 ára aldur og era alveg heymarlausir um þrítugt, segja vísíndamennimir. Reuter Harðir bardagar um alla Króatíu: EB gef ur frest til kvöldsins Gorbatsjov yfirbýður Bush í afvopnunarkapphlaupi - hótar refsiaðgerðum ef ekki verður gert vopnahlé Um helgina boðaði Gorbatsjov að karnaoddum í skammdrægum flug- skeytum yrði fækkað um 1000 um- fram það sem nýverið var samið um í svokölluðum Start-viðræðum. Þá á að fækka um 700 þúsund hermenn í fastaher Sovétríkjanna. Þetta var svar Sovétmenna við síð- asta tilboði Bandaríkjamanna þar sem boðuð var veruleg fækkun kjarnaodda á landi auk þess sem fækka átti hermönnum um hálfa milljón. Sovétmenn tóku sér drjúgan frest til að svara tilboöi Bandaríkja- manna en sögðu þó áður að þegar svar kæmi þá yrði það stórbrotið. Tilboði Sovétmanna hefur verið fagnað hvarvetna. í herbúðum NATO var það talið mjög mikilvægt skref til að auka varanlega líkur á friði í heiminum. Bandaríkjastjórn fagnaði orðum Sovétforseta einnig en nú er beðið eftir hvort Bush ætlar að bjóða enn betur. Nú er því svo komið að stjórveldin eru komin í kapphlaup um hvort býður betur í afvopnun. Bandaríkja- menn hafa áður lýst því yfir að þeir skeri herafla sinn aldrei svo mikið niður að þeir haldi ekki eftir álíka her og þeir höfðu í Persaflóastríðinu. Augu manna beinast því nú að hvort Bush ákveður að fækka langdrægum kjamavopnum í kafbátum. Reuter Barist var um alla Króatíu í gær þrátt fyrir hótun Evrópubandalags- ins um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu og háttsettur her- foringi varaði við að algert stríð væri í uppsiglingu. Tugir manna létu lífið og hundruð særðust í sprengjuárásum á virk- isbæinn Karlovac, sunnan Zagreb, höfuðborgar Króatíu, að sögn út- varpsins í Króatíu. Útvarpið skýrði frá því að fall- by ssubátar j úgóslavneska sj óhersins hefðu skotið á virkisveggi frá miðöld- um í ferðamannabænum Dubrovnik við Adríahafið. Þá voru einnig gerðar árásir á annan króatískan ferða- mannabæ, Cavtat. Ráðamenn Evrópubandalagsins voru reiðir vegna þess að báðir deilu- aðilar hunsuðu vopnahlé sem banda- lagði hafði komið á og hótuðu efna- hagslegum refsiaðgerðum ef vopna- hlé gengi ekki í gildi á miðnætti á mánudag. Þriggja mánaða frestur, sem Króatar gáfu á gildistöku sjálf- stæðisyfirlýsingar sinnar frá því sumar, rennur út kl. 23 í kvöld að íslenskum tíma. Sveitir úr sambandshernum voru komnar í um tíu kílómetra tjarlægð frá Zagreb í gær, til bæjarins Sombor þar sem hart var barist. Eldglæring- ar úr þungavopnunum lýstu upp næturhimininn og sáust þær frá Zagreb. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, lýsti yfir allsherjarherútboði á laug- ardagskvöld. Andrija Raseta hers- höíðingi varaði við því að herkvaðn- ingin byði heim hættunni á alísherj- arstríði. Meira en eitt þúsund manns hafa fallið í Króatíu frá því lýðveldið lýsti yfir sjálfstæði sínu. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti lét bjóða enn meiri afvopnum í liði sínu krók koma á móti bragði George en áður hafði verið gert frá fyrir í Bush Bandaríkjaforseta með því að samningum stórveldanna. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti fluttu boðskap sinn í sjónvarpi. Hann þótti koma á óvart með djörfu tilboði um afvopnun. Simamynd Reuter Króatískur varaliði gefur sigurmerkið eftir að hann hiýddi kalli Tudjmans forseta um allsherjarherkvaðningu. Símamynd Reuter Kontraskærulið- arstofnasfjórn- málaflokk Fyrram kontraskæruliðar í Nikaragua eru búnir að stofna stjórnmálaflokk til höfuðs Sandínistahreyfmgunni sem þeir börðust við á vígvelliniun í átta ár, að sögn fyrram skæruliða. Kontraskæruliðar sögðu að Andspyrnuflokkur Nikaragúa ætlaði sér að reyna að afla sér stuðning fyrrum uppreisnar- manna um gjörvallt landið. Þeir sögðu að í flokknum væru fimrn þúsund félagar og hann væri skref í þá átt aö reyna að leysa vandamál landsins á pólitískan hátt fremur en með ofbeldi. Breskir íhalds- mennsæta gagnrýni íhaldsflokkur Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, sæt- ir nú haröri gagnrýni fyrir að þíggja fé frá ríkum útlendingum. Ihaldsflokkurinn hefur alla jafna gagnrýnt Verkamanna- flokkinn fyrir að fá fé frá verka- lýðshreyfingunni og í kosninga- baráttunni i ár er helsta slagorð hans: „Hver rekur Verkamanna- tlokkinn?" En á flokksþingi íhaldsmanna, sem hefst í þessari viku, má Maj- or eiga von á ágengum spurning- um um fiármögnun flokksins. Blaðið Sunday Times hefur skýrt frá miklum fiárgjöfum erlendis frá, þar á meðal um 200 milljón- um króna frá grískum skipakóngi og tugum milijóna frá kaupsýslu- manni í Hong Kong. Deilan um fiármögnun stjórn- málaflokka á Bretlandi hefur orð- ið til þess að aftur er farið að tala um að ríkið fiármagni þá og að bundinn verði endi á leyni- greiðslur fyrirtækja. Verka- mannaflokkurinn hefur lofað að kanna málið sigri hann í næstu kosningum. Þúsundirkrefj- astrefsingar kommúnista Um fimmtíu þúsund Albanir efndu til þögulla mótmæla í mið- borg höfuðborgarinnar Tirana í gær til stuðnings því að fyrrum kommúnistaleiðtogum landsins verði refsað. „Efnt var til fundarins til að upplýsa almenning um viðræður sem leiðtogar Lýðræðisflokksins sem er í stjórnarandstöðu áttu við Ylli Bufi forsætisráðherra á laugardag þar sem þeir kröfðust þess að æðstu leiðtogar komm- únistaflokksms yrðu handteknir og þeim refsað," sagði talsmaður Lýðræðisflokksins í samtah við Reuters-fréttastofuna i Vin. Grænlenska þingið kallaðsaman Grænlenska landsþingið hefur verið hvatt saman að nýju, í fyrsta sinn frá því ný ríkisstjórn Siumut-IA flokksins tók við völd- um eftir kosningarnar í vor. Á þingin sifia 27 menn. Miklir efnaliagsörðugleikar steðja nu að Grænlendingum og í setningarræðu sinni tæpti Lars Emil Johansen, nýr formaður landsstjórnarinnar, á þeim. En hann sagði líka að það væri ótrú- lega erfitt að að breyta gömlum hefðum, Landsstjómin ætlar m.a. að gera það ódýrara að reka einka- fyrirtæki á Grænlandi með því að lækka verð á frakt, rafmagni, vatni og kyndingu. Reuter og Ritzuu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.