Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Forkastanlegt bann Samgönguráðuneytið hefur hafnað beiðni SAS flugfé- lagsins um sex nátta fargjald til Norðurlanda sem sam- svarar þriggja nátta verði sem Flugleiðir bjóða í helgar- ferðir til Norðurlanda. Tilboð SAS felur í sér umtals- verða lækkun á fargjöldum sem er þó réttara að orða svo að farþeginn fái mun meira fyrir þá peninga sem hann greiðir fyrir utanlandsferðina. Farþeginn getur dvahð sex nætur ytra fyrir sömu upphæð og hann greið- ir nú fyrir þijár nætur. Þetta er væntanlega öhum ljóst. Hér er um breytingu á fargjaldatilboði að ræða sem er til hagsbóta fyrir hinn íslenska ferðamann. Nú skyldu menn ætla að þessu tilboði væri tekið fagn- andi. íslendingar ferðast mikið en það er dýrt að fara til útlanda. Eftir að farþegaflutningar lögðust niður á sjó er þjóðin algjörlega háð flugferðum til og frá land- inu. Svoköhuð normalfargjöld eru flestum ofviða en sem dæmi má nefna að flugfargjald til Kaupmannahafnar kostar nærri því áttatíu þúsund krónur. Almenningur flýgur ekki á sUku gjaldi. Athyglin hefur því beinst að sértilboðum, helgarfargjöldum, hópafslætti o.s.frv. og almenningur er sér meðvitandi um að hvers konar sam- keppni í farþegaflugi er nauðsynleg tU að halda fargjöld- um niðri. v Þegar Arnarflug hætti starfsemi sinni var það áhyggjuefni. Það Uugfélag hafði um nokkurra ára skeið veitt Flugleiðum samkeppni. Með gjaldþroti Arnarflugs má segja að Flugleiðir hafi einokað markaðinn og geti stjórnað verði á fargjöldum í skjóU þeirrar einokunar. Sem betur fer hafa nokkrir einkaaðUar, og þá helst Sól- arflug, gert tUraunir með leiguflug tU og frá landinu og auk þess hefur SAS sýnt íslandsflugi vaxandi áhuga. Með því tUboði sem SAS hefur lagt fram um sex nátta fargjöld er tvímælalaust komið tU móts við neytendur enda er tUboð SAS ávöxtur samkeppninnar - tUraun tU að gera betur en Flugleiðir. Það tUboð er ekki annað en Uður í þeirri samkeppni sem Flugleiðir og aðrir sem í flug- og ferðamannaiðnaði starfa mega búast við. Út- spU SAS á að vera hvatning fyrir Flugleiðir að gera enn betur en SAS. En í stað þess að taka verðlækkun fagnandi og bera hag neytenda fyrir brjósti grípur samgönguráðuneytið tU þeirrar óskUjanlegu ákvörðunar að hafna beiðni SAS flugfélagsins. Það er sjálfu sér furðulegt fyrirkomulag að ráðuneyti hafi vald tU að leyfa eða banna flugfar- gjöld. Afskipti opinberra stjórnvalda af slíkum málum eiga að heyra sögunni tU. Það keyrir þó um þverbak að ráðuneytið skuh sjá ástæðu tU að banna SAS að bjóða íslendingum betri kjör en nú þekkjast! Og það þegar sjálfstæðismaður situr þar við stjórnvöhnn, sem boðar frelsi í viðskiptum og þykist vilja halda samkeppni í heiðri. Hvað gengur mönnunum tU? Ekki verða orð samgönguráðherra og hans talsmanna skihn öðruvísi en svo að hér sé verið að vernda Flugleið- ir. Hér er verið að banna öðrum aðUum að lækka far- gjöld tU að Flugleiðir skaðist ekki og geti haldið áfram að bjóða þau kjör sem því fyrirtæki hentar! Hvar er nú niðurkomið kjörorðið um frjálsa samkeppni? Hvar er hugsunin um hag neytendanna? Hvar er nú aUt tahð um lögmál markaðarins? Afskipti samgönguráðuneytisins og flugmálayfir- valda eru einstök og forkastanleg. Þau eru einfaldlega ekki mönnum bjóðandi. Ríkisstjórnin er að gera sig bera að því að þjóna útvöldu fyrirtæki en ekki hagsmun- um fjöldans. Það gengur ekki. EUert B. Schram ,Að svo stöddu verður ekki annað séð en að þorskafli verði i lágmarki næstu sex árin að minnsta kosti. Kvótinn og kjaftshöggið Skýrsla Hafrannsóknastofnunar frá í sumar um ástand fiskistofna, ákvörðun um aflakvóta í framhaldi af henni og nú síöast vísbendingar um enn eitt lélegt klak eru saman- lagt versta kjaftshögg sem íslenska þjóðin hefur fengið frá því að síldin hvarf og afurðaverð hrundi á árun- um 1967 og 1968. Sjávarútvegsráð- herra lét á sínum tíma hafa eftir sér að ef farið yrði að tillögunum yrðu tekjur sjávarútvegsins 9 millj- örðum króna lægri en að óbreytt- um aflamörkum síðasta árs og að þar með séu allar hugmyndir um að sjávarútvegurinn sé aílögufær um gjald fyrir veiðiréttinn út úr kortinu. Einhvem tíma mun ráð- herrann áður hafa minnst á þá Karþagó. Vandi útvegsins Ekki skal htið gert úr því áfalli sem horfur á minni afla eru fyrir sjávarútveginn. Að svo stöddu verður ekki annað séð en aö þorsk- afli verði í lágmarki næstu sex árin að minnsta kosti. Sjávarútvegur- inn á þó ýmsa mótleiki í stöðinni. Við lauslega athugun virðast meira en 2/3 af útgjöldum sjávarútvegsins vera breytilegur kostnaöur, laun og aflahlutir, umbúðir, olíur, veið- arfæri og fleira. Þennan kostnað getur sjávarútvegurinn sparað sér tiltölulega fljótlega að mestu eða öllu leyti og það mun hann trúlega gera. Afgangurinn, sem leggst á fyrirtækin, er samkvæmt þessu nálægt 3 milljörðum á ári sem dregst frá því sem annars hefði hafst upp í vaxtakostnað affjárfest- ingu og afskriftir eða afborganir. Úr þeim kostnaði er erfiðara að draga í fljótheitum. Vegna sam- dráttarins verður þó hagkvæmt að hægja enn á endumýjun skipa og búnaðar þannig floti og vinnslu- geta fari í bili eitthvað niður fyrir það sem eölilegt væri í skikkanlegu árferði. Vafasamt er þó að þar spar- ist verulegar fjárhæðir nema þá að enn bætist við lélegir þorskárgang- ar. Tjón sjávarútvegsins á sex ára tímabili verður samkvæmt þessu varla undir 18 milljörðum króna eða af sömu stæðargráðu og árs- leigan fyrir heildarkvóta lands- manna, þetta þrjátíukall á kíló fyr- ir svo sem 600 þús. þorskígildistonn þegar glæðist. Áfallið samsvarar því kvótaleigu í eitt ár og væri full- bætt með því að lengja aðlögunar- Kjallariim Markús Möller hagfræðingur tíma útvegsins að veiðigjöldum sem því nemur. Ályktun ráðherr- ans er því fjarri lagi ellegar kortið hans vitlaust. Skipting byrðanna Þótt fyrirtæki í sjávarútvegi eigi þessa kosti gegnir öðru máli um þjóöarbúið í heild. Það sem þjóðar- heildin getur sparað án landflótta er í stórum dráttum erlendur rekstrarkostnaður í framleiðslu sjávarafurða. Þjónustuaðilar, um- búðaframleiðendur, skipafélög og önnur fyrirtæki, sem þjóna sjávar- útveginum, geta að vísu eitthvað sparað í breytilegum kostnaði. Það geta þeir hins vegar ekki sem missa tekjur og jafnvel vinnuna, sjómenn og fiskvinnslufólk. Líkleg skipting tekjutapsins er að um 40% verði launatap í sjávarútvegi, rúmlega 10% leggjast á innlenda þjónustu- og söluaðila, 35% á sjávarútvegs- fyrirtækin og einungis um 15%, hálfum öörum milljarði, megi mæta með lækkun á erlendum til- kostnaði í fyrstu umferð. Allt eru þetta ónákvæmar áætlanir en þó miklu nær lagi en að bókfæra allan skaðann á fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og ráöherranum varð á. En til að skaði þjóðarbúsins verði sem minnstur þarf að herða á hagræð- ingu og ekkert brýnir útvegsmenn betur til hennar en vitneskjan um að veiðigjöld verði tekin upp í fyll- ingu tímans! Lifum öll á fiski Fyrst sjávarútvegurinn getur einungis sparað hálfan annan milljarð á ári í erlendum kostnaði hvar á að taka þá 7-8 milljarða sem á vantar til að jafna lækkun út- flutningstekna? Þegar tekjur lækka hjá sjómönnum, fiskvinnslufólki og eigendum fyrirtækja verða þau að draga saman við sig neyslu, bæði innflutta og innlenda. Því harðnar á dalnum hjá öðrum, inn- lendum fyrirtækjum og starfs- mönnum þeirra sem draga þá sam- an neyslu og þannig koll af kolli. Dæmið getur því aðeins gengið upp án aukins viðskiptahalla og at- vinnuleysis að innlend framieiðsla og þjónusta verði verulega ódýrari miðað við innfluttar vörur og sólar- landaferðir. Því leiðir samdráttur í sjávarútvegi nær óumflýjanlega til almennrar kjaraskerðingar þannig að landsmenn fá minna af inn- fluttri vöru fyrir launin sín. Það er nefnilega fátt annað en sjávarút- vegurinn sem leyfir íslenskum bar- þjónum, kennurum, bændum og bankafólki að kaupa bíla, sjónvörp og ferðalög sem starfsystkin á Grikklandi og Indlandi láta sig í mesta lagi dreyma um. íslenska þjóöin liflr öll á auðlindum hafsins. Þess vegna munu stjómmálamenn ekki komast upp með að afhenda vildarmönnum sínum þessar auð- lindir að þjóöinni forspurðri. Markús Möller „Áfallið samsvarar kvótaleigu 1 eitt ár og væri því fullbætt með því að lengja aðlögunartíma útvegsins að veiðigjöld- um sem því nemur. Alyktun ráðherr- ans er því fjarri lagi ellegar kortið hans vitlaust.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.