Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Blaðsíða 4
Fréttir ■IBSI H3»0T}í() .í MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Heimsmeistaramótið í bridge 1 Yokohama: Stórsigur íslenska liðsins í átta liða úrslitunum íslenska landsliöiö geröi sér lítiö fyrir og gersigraði lið Bandaríkjanna II í útsláttarleik í átta liða úrslitum heimsmeistaramótins í bridge. Loka- tölur í leiknum voru 274 impar gegn 184. Svíar verða andstæöingar Is- lendinga í undanúrslitaleiknum en Brasilíumenn og Pólveijar mætast í hinum leik úrslitanna. íslenska liöið spilaöi leikinn gegn Bandaríkjunum á laugardag og sunnudag. Spilaöar voru 6 lotur í leiknum og landsliöið lagði grunninn að sigrinum strax í tveimur fyrstu lotunum. Fyrsta lotan fór 70-9, ís- landi í hag, önnur lota 63-32 og staö- an þá orðin 133^1. Bandaríkin klór- uöu í bakkann í þriöju lotunni sem fór 25-57 og var munurinn þá 60 imp- ar. ísland vann tvær næstu lotur, 49-26 og 33-18 og þá var munurinn 98 impar fyrir síðustu 16 spilin. Síö- asta lotan fór 42-31 fyrir Bandaríkin. Evrópumeistarar Breta voru slegn- irútafPólverjumnokkuöörugglega, ^ 282-195. Þegar leikur þeirra var ' hálfnaður, höföu Bretar nauma for- ystu, 122-119. Pólverjarnir unnu stórsigur í fjóröu lotu, 69-8, og lögöu þar með grunninn aö öruggum sigri í leiknum. Hinir tveir leikirnir í átta liða úr- slitum voru öllu jafnari. Svíar voru í basli með Argentínumenn lengi framan af en möröu sigur í lokin. Þeir lögöu grunninn að sigrinum í þriðju lotunni sem þeir unnu, 59-18, en lokatölur leiksins uröu 224-198. Leikur heimsmeistara Brasilíu- manna viö Bandaríkin I bauö upp á mesta spennu en úrslitin í leiknum réöust ekki fyrr en í síðasta spili. Brasilía vann nauman sigur, 188-180. í síðasta spili fóru Bandaríkjamenn- irnir í fjóra spaöa í opnum sal sem fóru tvo niður. í lokuðum sal spiluðu Bandaríkjamennirnir flögur hjörtu dobluö á hinar hendurnar og fóru tvo niður. Ef flórir spaðar heföu staöið heföu Bandaríkin komist í úrslitin í staö Brasilíumanna. Þaö er einkennileg tilviljun að Pól- verjar og Brasilíumenn skuli mætast í undanúrslitum því þessar sömu þjóðir og nánast sömu spilarar mætt- ust einnig í undanúrslitum í síðustu heimsmeistarakeppni árið 1989. Frábær frammistaða íslands vekur furöu Japana enda ekki á hverjum degi sem svo fámenn þjóö nær jafn- langt í heimsmeistarakeppni. í tilefni þess tók japanska sjónvarpið viðtal við Bjöm Eysteinsson, fyrirliða liðs- ins, sem sýnt var í sjónvarpinu í gær. -ÍS Afmælismót D V í bridge var haldið um helgina: Úrslitin réðust í síðustu umferð - Sveinn R. Eiríksson og Svavar Bjömsson sigurvegarar Flestir bestu spilarar landsins, að landsliðsspilurunum undanskildum, voru meðal þátttakenda á afmælismóti DV. DV-mynd GVA Afmælismót DV var spilað á laug- ardag með þátttöku flestra sterkustu spilara landsins, að landsliösspilur- unum undanskildum. Keppni var geysijöfn og spennandi allt fram í síðustu umferð, en Sveinn Rúnar Eiríksson og Svavar Björnsson stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. Þeir voru í forystu mestallt mótið og voru því vel að sigrinum komnir. Þetta er fyrsta stórmót í bridge sem Sveinn Rúnar sigrar í en hann er aðeins 23 ára sem þykir ekki hár ald- ur í bridge, Hann hefur verið fasta- maður í unglingalandsliðinu í bridge síðustu tvö árin. í öðru sæti í mótinu urðu Sigurður Vilhjálmsson og Hrólfur Hjaltason, en þeir eru nýbyrjaðir að spila sam- an. Árangur þeirra er athyglisverður því fyrir viku unnu þeir stórmót Flugleiöa á Akureyri. Bragi Hauksson og Sigtryggur Sig- urðsson, hinn landsfrægi glímumað- ur og briddsari, urðu í þriðja sæti, aðeins þremur stigum á eftir Sigurði og Hrólfi. Þessir spilara fengu glæsi- leg peningaverðlaun fyrir frammi- stöðuna. Sveinn Rúnar og Svavar fengu 70 þúsund krónur, Sigurður og Hrólfur fengu 40 þúsund og Sig- tryggur - Bragi 30 þúsund krónur. Keppendur í mótinu voru alls 72 eða 36 pör. Keppnisstjóri var ísak Örn Sigurðsson, reiknimeistari Kristján Hauksson og Katrín Kristj- ánsdóttir sá um miðadreifmgu. Af- mælismót DV er haldið í tilefni þess að 80 ár eru síðan dagblaðið Vísir kom út í fyrsta sinn. -ÍS Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Sveinn R. Eiríksson-Svavar Björnsson 222 2. SigurðurVilhjálmsson-Hrólfur Hjaltason 196 3. Bragi Hauksson-Sigtryggur Sigurósson HHHjHBI 4. Jörundur Þórðarson-Friðjón Þórhallsson 167 5. Oddur Hjaltason-Páll Hjaltason 160 6. Guðmundur Sveinsson-Jónas P. Erlingsson 129 7. Þröstur Ingimarsson-Bernódus Kristinsson 114 8. Hermann LArusson-Ólafur Lárusson 103 í dag mælir Dagfari________________ Hækkun skatta er lækkun Ekkert er skemmtilegra í stjórn- málaumræðunni en vitsmunalegar umræður ráðherra og stjórnarand- stæðinga um skattana. Segja má aö það sé árviss atburður að ráð- herra haldi því fram að skattar lækki í flárlagafrumvarpi. hans. Hvaða ráðherra sem í hlut á og hvaða ríkissflóm sem situr. Með sama hætti finnur stjómarand- staðan það ævinlega út að skattar hækki og gildir þá einu hvort þeir hækka eða lækka. Þeir hækka allt- af í augum stjómarandstöðunnar. Nú er þessi umræöa farin af staö einn ganginn enn. í stól flármála- ráöherra situr Friðrik Sophusson sem var manna gleggstur í sflórn- arandstöðunni í tíð fyrri stjórnar um þá skatta og skattahækkanir sem Ólafur Ragnar Grímsson lagði á þjóöina. Friðrik hefur tekið að sér það hlutverk í nýju ríkisstjóminni að útskýra það fyrir kjósendum sínum að þjónustugjöld séu ekki skattar og þess vegna era það ekki skattahækkanir sem valda því að tekjur ríkissjóðs munu hækka um þijá milljarða króna og kannski enn meir, vegna innheimtu á þjón- ustugjöldum. Það er nefnilega ekki sama hvað skattamir heita og ef þeir heita þjónustugjöld era það ekki skattar og þá hækka ekki skattamir þótt ríkissjóður fái meiri tekjur af þeirri gjaldtöku. Fólk ræður því hvort það sendir börnin sín í skóla og þess vegna er því í sjálfsvald sett hvort það borgar skólagjöld. Ergó: skólagjöld eru ekki skattar. Nú hefur Friðrik lagt fram flár- lagafrumvarpið og þar kemur fram að hlutfall skatttekna ríkissjóðs- af landsframleiðslu hækkar úr 25,8% í 26,1% milli ára. Þetta er hins veg- ar útskýrt með þeim hætti að á næsta ári verður viröisaukaskatt- ur og tryggingargjald í fyrsta skipti innheimt í tólf mánuði. Engir skatt- ar eru lagðir niður og engum skött- um er bætt við, vegna þess að þjón- ustugjöld eru ekki skattar eins og fyrr segir. Niðurstaða Friðriks ér því sú aö skattar hækka ekki án þess þó að lækka og hækkunin sem verður er ekki hækkun vegna þess að hækkunin stafar af því að nú er innheimt í tólf mánuði en ekki ellefu. Stjómarandstaðan skilur auðvit- að ekki að hækkun geti veriö lækk- un, enda mælir hún fyrir munn þeirra sem greiða skattana, þegar hún segir aö skattar á næsta ári verði meiri en á yfirstandandi ári ef skattamir hækka á milli ára. Sflómarandstaðan hefur þá skoð- un að það séu tólf mánuðir í árinu en ekki ellefu og skattgreiðendur muna ekki eftir þessum tólfta mán- uði í fyrra eða í ár, sem ekki var skattlagður. Þessvegna hækka skattar, segja stjórnarandstæðing- ar. Nú verður hver og einn að dæma um það sjálfur hvort stjómarand- staðan hefur rétt fyrir sér eða flár- málaráðherrann, en þá verða hátt- virtir kjósendur líka að standa klárir að því hver skattbyrði þeirra er af landsframleiöslu, hvort þeir borgi í tólf mánuöi eða ellefu, eöa þá hvort þeir greiði þjónustugjöld fyrir börnin í skólana eða lyf ofan í sjúklingana í flölskyldunni. Þetta reikningsdæmi getur því ýmist fengið út lækkun eöa hækkun eftir því hvaða niðurstöðu menn vilja fá. Fjármálaráðherra verður auðvit- að ekki vændur um óheiðarleika og eflaust kann hann margföldun- artöfluna utan að. Hann veit og skilur aö hækkun skatta er lækkun ef sumir skattar era ekki taldir með. Sömuleiðis er lækkun skatta hækkun ef skattar era innheimtir í tólf mánuði í staðinn fyrir ellefu. Á næsta ári heitir ráðherrann því að skattar lækki og þá má gera ráð fyrir að það verði gert með þeim hætti að breyta virðisaukaskattin- um í þjónustugjald. Fólk ræður jú því hvort það kaupir í matinn eða leggur í flárfestingar og ræður því þar af leiðandi hvort það greiðir virðisaukaskatt af þeirri þjónustu eða þeim vöram sem til boða standa. Þannig má lækka skattana verulega og um leið er hægt að hækka virðisaukaskattinn án þess að hækka skattana. Auk þess getur ráðherrann lagt fram Qárlaga- framvai-p á næsta ári þar sem ein- göngu er reiknað með skattheimtu í ellefu mánuði eða jafnvel bara í tíu mánuði og þannig má lækka skattana umtalsvert og hækka skattaálagninguna í leiðinni án þess að sú hækkun sé hækkun. Það eru engin takmörk fyrir skatta- lækkunum með því að hækka skattana. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.