Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Málefni árásarmannsins 1 Þverholti:
Neita að trúa því að hann
verði látinn fara á götuna
- segir séra Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur
„Ég neita aö trúa því að þessi maö-
ur veröi látinn fara út á götu á mánu-
daginn kemur. Ég neita að trúa því
að það verði ekki leyst úr vistunar-
málum hans því það þarf ekki nema
gripsvit til þess að sjá hvaða voði er
þama á feröinni," sagði séra Ólafur
Jens Sigurðsson fangaprestur er DV
ræddi við hann um málefni manns-
ins sem réðst á stúlku í Þverholti
fyrir rúmlega tíu árum. Maðurinn
er ekki tahnn heill á geðsmunum og
mun hafa lýst því yfir að hann hygg-
ist, eins og DV greindi frá í gær, halda
áfram ofbeldisverkum þegar hann
losnar úr fangelsi á mánudaginn.
Enn hefur ekki fundist viðunandi
lausn á vistun fyrir manninn.
„Ég vil taka það fram að umræddur
maður er skjólstæðingur minn. Ég
hygg aö allir sem um mál hans fjalla
séu á einu máli um að hann sé ekki
heill heilsu og hafi ekki verið það í
tíu ár. Það er engin ástæöa til þess
að ætla að hann sé við betri heilsu
nú en hann var fyrir tíu árum þegar
honum var hent inn á Litla-Hraun.
Ég vil taka þaö fram aö það er ekki
einungis vegna samfélagsins heldur
ekki síöur vegna þessa skjólstæðings
míns sem ég er reiðubúinn að tjá
mig um þetta opinberlega."
„Þetta mál er í sjálfu sér algjör
hneisa fyrir samfélagið, þá á ég sér-
staklega við geðheilbrigðiskerfiö í
þessu landi. Þau ár, sem ég hef sinnt
þessu starfi, hafa fangelsislæknar, í
samráði við fangelsisyfirvöld, linnu-
laust beðið um aðstoð til handa þess-
um manni. En þau tilmæli hafa verið
gjörsamlega hunsuð. Þeir læknar,
sem sinnt hafa fangelsunum, eru
engir geðlæknar. Þeir hafa þó orðið
að glíma við þetta upp á eigin spýt-
ur. Vitaskuld er þetta ekki eins og
þetta á að vera. Manninum hefur
með öðrum orðum verið synjað og
hann hefur ekki notið þeirra réttinda
innan heilbrigðiskerfisins sem hon-
um ber að njóta samkvæmt Evrópu-
sáttmála um fangelsismál vegna þess
að hann er fangi. Hann er þungavigt-
artilvik á þessu sviði.
Hann er geymdur í heilan áratug i
þessu ástandi á Litla-Hrauni. Það er
alveg sama hver hefur reynt, hvort
það hafa verið forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, starfsmenn dóms-
málaráðuneytisins eða fangelsis-
læknar, - allt kemur fyrir ekki. Kerf-
ið er honum lokað.
Ég kann aöeins eitt ráð til að leysa
þetta mál. Það er það aö sá hluti heil-
brigðiskerfisins, sem átti aö sinna
honum og hefur átt að gera það þann
áratug sem hann hefur veriö geymd-
ur á Litla-Hrauni, verði vakinn svo
rækilega upp að hann hunskist til
þess að hafa sig aö verki.“
-JSS
HMíbridge:
Forsetinn
stórhrifinn
afDV
ísak Öin Sigurössan, DV, Yokohama:
„Það kom mér verulega á
óvart hvernig Pólverjarnir
komu fram við spilaborðið,
þessir þrautreyndu spilarar
virtust beinlínis viðvaningsleg-
ir í hegöun. Það var alltaf hægt *
aö lesa út úr svip sagnhafa
hvort hann var í erfiðleikum
eða ekki og það hjá mönnum
sem hafa gíftirlega reynslu á
stórmótum,“ sagði einn af
heimsmeisturum íslands, Örn
Amþórsson, elsti og reynslu-
mesti spilari heimsmeistar-
anna, í morgun.
„Þaö er stórkostlegur sigur
fyrir bridgeíþróttina í heimin-
um að ísland skyidi vinna. Það
sýnir aö fúlltrúar smáþjóða
geta einnig sigrað á alþjóðamót-
um þó þar spili menn frá ijöl-
mennustu þjóðum heims. ís-
land braut þarna ísinn eftir að
örfáar stórþjóðir, Bandaríkin,
ítalía, Brasilía, Frakkland og
Bretland, hafa nær undantekn-
ingalaust sigrað í heimsmeist-
arakeppninni,“ sagði forseti
heimssambandsins í bridge,
Brasilíumaðurínn Emesto
DOÞrsi.
Hann var yfir sig hrifinn þeg-
ar hann sá hvemig DV sló upp
fréttum af mótinu - sagði að
gaman væri að sjá dagblaö sem
setti bridgefrétt sem aðalfrétt á
forsíðu.
Davíð Oddsson forsætisráöherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gær-
kveldi. Prúðbúnir þingmenn, alvarlegir á svip, fylgjast með ræðunni en á
myndinni eru Stefán Guðmundsson, Kristinn H. Gunnarsson, Sigurbjörn
Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Lára Margrét
Ragnarsdóttir, Vilhjálmur Egilsson og Steingrímur Hermannsson.
DV-mynd GVA
Elín Bjamadóttir framkvæmdastjóri:
Mig skortir
nógu hástemmd
lýsingarorð
„Þetta er svo ótrúleg tilfmning að
mig skortir nógu hástemmd lýsing-
arorð til að lýsa henni. Ég er orð-
laus,“ sagöi Elín Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Bridgesambands ís-
lands og eiginkona Jóns Baldursson-
ar heimsmeistara, í samtali við DV í
bítið í morgun.
Elín hefur stjórnað opnu húsi í
húsnæði Bridgesambandsins frá því
á sunnudag. Klukkan sjö í morgun
voru menn að tínast út eftir spenn-
andi nótt. Þar var fylgst með öllum
leiknum viö Svía og svo úrslitaleikn-
um við Pólverjana. Elín sagði að á
tímabilr í nótt hefði hún verið farin
að óttst að strákarnir myndu missa
af lestinni.
„Maður var orðinn skíthræddur.
Meðan hlutirnir geta gerst tölulega
er maður aldrei viss. Ég veit hvað
er hægt í þessu og taldi spilin sem
voru eftir. Ég var ekki viss um að
titillinn væri í höfn fyrr en tvö spil
voru eftir. En það er nú einu sinni
spennan sem gerir þetta svona
skemmtilegt og maður á aldrei að
bóka sigurinn fyrr en búið er að spila
síðasta spil.“
Elínu sagðist ekki hafa órað fyrir
að keppnin endaöi svona þegar
landsliðið hélt utan á dögunum og
fáir eða enginn hafi þorað að hugsa
svo langt.
- Hverju má þakka þennan stór-
kostlega árangur?
„Mörgu, en fyrst og fremst vinnu
þeirra sjálfra og frábærum eiginkon-
um sem þeir eiga. Þær voru allar úti
til að styðja við bakið á þeim svo
þeir gætu einbeitt sér fullkomlega að
því að spila. Ég átti reyndar ekki
heimangengt. Þá er landsliðseinvald-
urinn og fyrirhöinn alveg frábær
maður.“
-hlh
Keiluhöllin doblaði Málningu
Víkingurinn Stefán Guðjohnsen,
forstjóri Málningar hf„ sem oftast
allra hefur orðið íslandsmeistari í
bridge, hét á Bridgesamband íslands,
þegar úrslitaleikurinn á HM við Pól-
verja hófst. Áheitið var 500 krónur
fyrir hvert stig sem ísland yrði yfir
í úrslitaleiknum.
Annar kunnur íslandsmeistari í
bridge, KR-ingurinn Jón Hjaltason í
Keiluhöllinni, doblaði áheit Stefáns.
Hét 1000 krónum fyrir hvert stig yfir
í leiknum en 500 krónum á stig ef
Pólverjar sigruðu.
Bridgesamband íslands hefur und-
anfarna daga borist margar góðar
gjafir og áheit.
-hsím
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra:
Ólafw Ragnar biðlar til alþýðuf lokksmanna
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í stefnuræðu sinni í gærkvöldi
að horfið yrði frá fátækrastefnu fyrri
stjómar. Millifærslusjóðir, sem voru
stofnsettir af þeirri ríkisstjóm, hefðu
leitt af sér gjaldþrotastefnu. Fjár-
munimir hefðu verið notaðir sem
deyfilyf. Þeim hefði bara verið haldið
á floti sem nutu velvildar stjórnar-
herranna.
Pálmi Jónsson (S) sagði að þegar
hefðu tapast vegna gjaldþrota 500
milljón krónur af því sem fyrrnefnd-
ir sjóðir hefðu átt útistandandi. Á
næsta ári gjaldféllu'svo enn tveir
miiljarðar króna af slíku fé. Nú væri
verið að draga undan teppunum
skuldbindingar fyrri stjórnar.
Ólafur Ragnar Grímsson (AB)
sagði að nú ætti að mynda nýja
stjórn. Hann beindi þeim orðum til
alþýðuflokksmanna. Ólafur Ragnar
skaut því að Össuri Skarphéðins-
syni, sem hann kallaði „fóstra", að
hann ætti fremur að koma í hinn
raunverulega jafnaðarmannaflokk,
Alþýðubandalagiö. Össur talaði í
umræðunum fyrir Alþýðuflokkinn
og sagöi aö jafnaöarmenn höfnuðu
sjúklingaskatti og hann mundi aldrei
greiða atkvæöi með skólagjöldum.
Steingrímur Hermannsson (F)
sagði að kostnaður þjóðarinnar hefði
orðið margfalt meiri hefðu opinberir
sjóðir ekki verið stofnsettir til að
hjálpa atvinnuvegunum. Núverandi
stjórn ætlaði hins vegar að afneita
ábyrgð sem henni bæri, svo sem af
kjarasamningunum nú. Steingrímur
sagði að Evrópubandalagið væru
einhver harðsvíruðustu sérhags-
munasamtök í heimi.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði aö 3-4 af hveijum 5
launþegum í landinu vildu áfram-
haldandi þjóðarsátt, Hann sagði að
velferð, sem byggð hefði verið á er-
lendum lánum, hefði ekki veriö sú
velferð á varanlegum grunni sem
núverandi ríkisstjórn stefndi að.
Hann sagði að menn ættu ekki að
gera mikið úr hækkun þjónustu-
gjalda nú. Hún næmi aöeins 836
krónum á mánuði fyrir 4ra'manna
fjölskyldu í landinu. Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráöherra
sagði að lyfjakostnaður hefði minnk-
að um 300 milljónir í sumar vegna
aðgerða hans. Hann sagði að stefna
sín hefði veriö afílutt. Velferð væri
ekki að allir fengju allt fyrir ekki
neitt.
Páll Pétursson (F) sagði aö ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar væri að
skemma þjóðfélagið. Svavar Gests-
son (AB) sagði aö ríkisstjórnin hugs-
aöi bara um velferð „fjölskyldnanna
14“, hinna ríku.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (K)
sagði að ríkisstjórnin hefði ekki stað-
ist fyrsta prófiö. Ekki mætti láta
launakjör drabbast niöur. Slíkt leiddi
til virðingarleysis gagnvart vinnu og
verðmætasköpun. og megnrar
óánægju þjóðarinnar. Kristín Ást-
geirsdóttir (K) sagði að sjálfstæöis-
menn væru eins og hinir flekkaðir
af stjómarfari síöustu ára og bæru
ábyrgð á miðstýringu.
-HH