Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 7 Fréttir Alþýðuflokkurinn: Allur fiskur seldur heima „Þaö er alveg ljóst aö grípa þarf til sérstakra aðgerða vegna þess alvar- lega ástands sem ríkir hér á fisk- mörkuðunum. Þar fæst enginn fisk- ur dag eftir dag og fólk býr við at- vinnuleysi á sama tíma sem hundruð tonna eru flutt út í gámum eða skip sigla með aflann," sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður í samtali við DV. Hann og fleiri þingmenn krata nnd- irbúa nú að þrýsta á það innan ríkis- stjórnarinnar að ákveðið verði að allur fiskur, veiddur á íslandsmið- um, verði seldur á íslenskum flsk- mörkuðum. „Þar með myndu íslenskir fisk- kaupendur sitja við sama borð og þeir erlendu við að kaupa fiskinn. Ég þykist vita að fyrirstaða verði hjá hagsmunaaðilum vegna þessa. Það er hins vegar ekki hægt að horfa upp á það að íslenskt verkafólk búi við atvinnuleysi vegna þess að fiskurinn er fluttur til fiskvinnslunnar í Bret- landi eða Þýskalandi," sagði Karl Steinar. Þetta mál er þegar komið á dagskrá hjá þingflokki Alþýðuflokksins en hefur ekki enn verið afgreitt. -S.dór Yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri: Þrír læknar í Svíþjóð sækja um stöðuna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Af sex umsækjendum um stöðu yfirlæknis við handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eru þrír sem eru starfandi við sænsk sjúkrahús. Þeir þrír læknar, sem starfa í Sví- þjóð og sækja um stöðuna, eru ailir sérfræðingar í almennum skurð- lækningum en þeir eru Guöjón Har- aldsson og Hörður F. Bjamason, en þeir eru báðir starfandi yfirlæknar, og Ingvar Kjartansson. Hinir þrír umsækjendumir em starfandi hér heima og eru einnig allir sérfræðing- ar í skurðlækningum. Þeir era Gunnar Rafn Jónsson, yfirlæknir á Húsavík, Haraldur Hauksson, sem starfar á handlækningadeild sjúkra- hússins á Akureyri, og Shreekrishna S. Datye sem er starfandi yfirlæknir handlækningadeildarinnar á Akur- eyri þar til ráðið hefur verið í stöð- una. SYNING LAUGARDAG KL. 13.00-16.00 V.S.K. BÍLrL FRÁ FIAT - LYKILLINN AÐ LÆGRI ÚTGJÖLDUM Hvers vegna ættirðu að slíta einkabflnum þegar þú getur fengið ódýran, þægileganogskemmtileganbfl í atvinnureksturinn. Rekstrarkostnaður er að fullu frádráttarbær, virðisaukinn sömuleiðis. ítalska verslunarfélagið hf. SKEIFUNNI17 • 108 REVKJAVlK • SlMI 91 688 850 VERÐ: UN0 45 514.000 KR. - FI0RIN0 629.000 KR. FYRIR15 ÁRUM OPNUÐUM VIÐ FYRSTU HLJÓMPLÖTUVERSLUN SKÍFUNNAR ♦ í DAG OPNUM VIÐ STÆRSTU HUÓMPLÓTUVERSLUN LANDSINS MEIRI HÁTTAR OPNUNARTILBOÐ ALLA HELGINA ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR • LÚÐRABLÁSTUR OPIÐ ALLA HELGINA LAUGARDAG 10-16 SUNNUDAG 11-17 S ‘ K' I ’ FTVN ^mtmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmammmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.