Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 11
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 11 dv_________________Útlönd Liz vill ættleiða barn „Væri það ekki indælt?“ sagði Elísabet Taylor, sem nú vill láta kalla sig frú Fortensky, þegar hún var spurð hvort hún og maður hennar gætu hugsað sér að ættleiða barn. Elísabet kom fram í gær i fyrsta sinn opinberlega eftir að hún gekk í hjónaband i áttunda sinn un síðustu helgi. Hún lítur nú fádæmavel út og segist halda sér í formi með heilbrigðu liferni og ströngu aðhaldi við matborðið. Simamynd Reuter Aukin bjart- sýni um EES Skriður virðist nú kominn á samn- ingaviðræður Evrópubandalagsins og EFTA um evrópskt efnahags- svæði, EES. Eftir fund samninga- manna bandalaganna tveggja í gær hafa líkurnar á samkomulagi aukist nokkuð. Samningafundurinn í gær var sá síðasti í röð funda háttsettra embætt- ismanna áður en utanríkis- og við- skiptaráðherrar bandalaganna koma saman í Lúxemborg þann 21. októb- er. „Það er léttara yfir viðræðunum," sagði stjórnarerindreki frá EFTA- ríkjunum í fundarhléi í gær. Hin nýja bjartsýni stafar af því að loksins virðist hilla undir lausn í samningum um ferðir fjutningabíla um Austurríki og Sviss. í fyrri samn- ingaviðræðum reyndist það mál mönnum einna erfiöast. Einnig ríkir hóíleg bjartsýni í við- ræðunum um fiskveiðimál milli Nor- egs og EB þótt enn sé breitt bil milli aðila. Það eykur svo á vandann að löndin innan EB eru ekki á einu máh um marga liði. Samningaviðræður Noregs og EB halda væntanlega áfram um helgina. Málið er komið svo langt að á þriðju- dag verður hægt að kynna sendiherr- um EB í Brussel drög að lausn þess. NTB Vikurkenning á lýöveldum Júgóslaviu: Leysa verður deiluna fyrst - segir Carrington lávarður Carrington lávarður, sérlegur full- trúi Efnahagsbandalagsins í friðar- umleitunum þess í Júgóslavíu, segir að ríki bandaiagsins geti ekki viður- kennt sjálfstæði einstakra lýðvelda Júgóslavíu fyrr en heildarlausn er fundin á deilunum þar. Carrington hafði áður rætt við Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um máhð. De Cuehar lýsti yfir stuðningi við ákvarðanir Evrópubandalagsins enda hafa Sameinuðu þjóöimar áður staðið við bakið á bandalaginu í stefnu þess gagnvart Júgóslavíu. Tiltölulega kyrrt hefur verið í Júgóslavíu frá því vopnahlé komst á nú í vikunni. Þó hafa skærur brotist út á nokkrum stöðum en vopnahléð hefur haldið betur en þau sem fyrr hafa verið samin. Friðargæslulið verður ekki sent til Júgóslavíu í bráð en Evrópubanda- lagið hefur þar nú óvopnaða sendi- nefnd til að fylgjast með aö vopna- hléð sé virt. Þá eru samningaviðræð- ur hafnar á ný í Haag í Hohandi með aðhd forseta Serbíu og Króatíu. Reuter eða hvað! VIÐHJA U HUSGOGN HÖFUM HAFIÐ SAMSTARF VIÐ DÖNSKU HÚSBÚNAÐAR KEÐJUNA DEN LYSER0DE fBV? ELEFANT "BLEIKA FÍLINN" OG NÚ HÖFUM VIÐ ~ J ^ TEKIÐ UPP FYRSTU SENDINGUNA. VERSLUN OKKAR Á SMIÐJUVEGI 6 ER FULL AF NÝJUM VÖRUM Á ÓTRÚLEGU VERÐI. 4ST0LAR OG BORÐ SOFI, 2 STOLAR OG 1 BORÐ LEÐUR HUSBONDASTOLL MEÐ SKAMMEL 19.900- STAKIR LEÐVRSÓFAR 2 OG 3 SÆTA VERÐ FRÁ KR. 65.550- .__ HUSGOGN • SMIDJUVEGI 6 • KOPAVOGI • S 44S44 ATH! ÞETTA ER EKKIFILABRANDARI MEÐAL ANNARS: 20 Stykkja matarstell (F.4) kr. 2,610- 5 stykkja ferðatöskusett Hnífaparasett á standi (F.6) kr. 990- Fatastandar (króm) kr. 4.900- kr. 2.670- Hitakönnur 4 litir Flautukatlar (króm) 12 stykkja coctailsett Fondue sett (króm) Coctail hristarar (króm) kr. 890- Ávaxtagrindur og kr. 2.580- vínrekka á frábæru verði. kr. 1.710- (króm) Verð frá kr. 2.590- Mikið úrval borð og stand- kr. 1.140- lampa verð frá LANDSINS MESTA ÚRVAL AF REYRHÚS- GÖGNUM kr. 870- kr. 990- \xr-~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.