Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. Spumingin Kanntu gömlu dansana? Ármann Ólafsson pípari: Nei, en ég kann polka og ræl. Konráð Sigðursson nemi: Já, alla. Ég er búinn að vera í dansi í fleiri ár. Arngunnur Atladóttir sölum.: Já, nokkra. Ég læröi þá í sveitinni. Sigrún Eyjólfsdóttir verslunareig.: Já, alla, en ég dansa samt lítið nú- orðið. Sigurður Jónsson pípari: Nei, en ég kann samt að dansa. Linda Ingvadóttir snyrtisérfr.: Nei, engan þeirra. Lesendur Ríkið og íþróttamannvirki: Iþróttahöll í Kópavogi G.S. hringdi: Ekki er enn byrjað að byggja eða undirbúa byggingu handboltahallar sem fyrirhugað er að rísi í Kópavogi fyrir heimsmeistaramót í handknatt- leik sem stendur til að halda hér á landi 1995. Fyrrverandi mennta- málaráðherra, en reyndar má rekja þetta mál allt aftur í tíð Birgis ísleifs Gunnarssonar, lofaði að koma til móts við Kópavogskaupstað og greiða að mér skilst % kostnaðar þessa íþróttamannvirkis. Ef byggja á þetta mannvirki er nauðsynlegt að menntamálaráð- herra eða ríkisstjórnin fari að taka ákvörðun um hvort þeir æth að styrkja þetta eða ekki. Þaö er alveg öruggt að Kópavogskaupstaður stendur ekki einn undir byggingu þessa húss. Bæjaryflrvöld segjast ekki hefja framkvæmdir fyrir þessa íþróttahöll fyrr en þau sjá einhverja peninga frá ríkinu. En samkvæmt þeim fjárlögum, sem fjármálaráð- herra er nýbúinn að leggja fram, er ekki gert ráð fyrir neinum peningum í þetta mannvirki. Er ríkisstjórnin ef til vill hætt við þessa framkvæmd? Ef svo er tel ég rétt að menntamála- ráðherra gangi fram fyrir skjöldu og segi fólki eins og er að þjóðin hafl ekki efni á þessu ævintýri. Að mínu mati er ekki nokkur eftirsjá í þessu því það yrði of dýrt. Talið er aö slíkt hús muni kosta um 1 milljarð og ef miðað er við kostnaðarhækkun á Perlunni og ráðhúsinu mun sú tala tvö- eða þrefaldast þegar upp er stað- ið. Kostnaður mun verða langt um- fram tekjur. Bæði Svíar og Spánverj- ar hafa óskað eftir að fá aö halda þetta mót og því ekki að leyfa þeim það? Mér finnst nær að ef ríkisstjórnin vHl eyða einhverjum peningum til íþróttamannvirkja leggi hún þá pen- inga í uppbyggingu íþróttasvæðis á Laugarvatni. Þaö stendur til að halda þar landsmót ungmennafélaganna árið 1993 og það. er mjög brýnt að koma upp sæmilegri aðstöðu fyrir slíkt mót. Þar vantar bæði frjáls- íþróttavöll og sundlaug svo mótið geti fari þar sæmilega fram. Slík mannvirki mundu nýtast mjög vel og örugglega mun betur en einhver handboltahöll. En hvað sem verður ofan á er nauðsynlegt að ríkisstjórn- in taki ákvörðun í þessum málum hið allra fyrsta. „Mér finnst að ríkisstjórnin eigi trekar að leggja peninga í uppbyggingu íþróttasvæðis á Laugarvatni." Sjómannaafsláttur K.Ó. sjómaður skrifar: Ég hef fylgst með umræðunni um sjómannaafsláttinn og mér finnst hún ekki hafa veriö rétt. í fyrsta lagi finnst mér rangt að segja aö afslátt- inn sé einhver umbun tyrir miklar íjarvistir. Við völdum okkur þetta starf og vissum um þær íjarvistir sem fylgdu starfinu þegar við réðum okkur. I öðru lagi er sagt að afsláttur- inn sé tilkominn sem umbun fyrir að stunda sjó, það er alrangt. Sann- leikurinn er sá að sjómannaafslátt- urinn er tilkominn vegna þess að þegar nær öll þjóðin stóð í samning- um og verkfóllum, fékk landverka- fólk 15% launahækkun en við sjó- menn fengum 12% afslátt á skatta miðað við fjölda skráðra daga. Þegar staðgreiðsla skatta var sett á var sett ákveðið gjald á hvern skráðan dag, og tel ég að þá hafi orðið sem nemur 4-5% kjaraskerðing. Við höfum mátt þola 17% skerðingu í afla sem er ekkert nema kjaraskerðing. Vil ég því beina orðum mínum til allra þingmanna og ráðherra að at- huga sinn gang og samþykkja ekki niðurfellingu á sjómannaafslættin- um. Því þá verður krafa okkar sjó- manna sú að laun allra launþega í landinu verði skert um 10%. í lokin vii ég biðja frétta- og blaða- menn að hætta þeirri iðju að sinni að vera alltaf að blása út þó einhver geri góðan túr en láti ekkert í sér heyra þegar ekkert fiskast. Megi Guð geyma alla sjómenn og fjölskyldur þeirra. Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði: Óþarft tillitsleysi starfsmanns „Ég vildi óska aö fullorðiö fólk sýndi börnum stundum aðeins meiri tillits- semi. Hringið í síma milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum. Elín skrifar: Framkoma starfsmanna í opinber- um fyrirtækjum getur stundum ver- ið ámælisverð. Eitt lítið dæmi langar mig að nefna svona rétt til að stjaka við viðkomandi og svo aörir geti lært af. Níu ára sonur minn er í skóla- sundi í Suðurbæjarlaug í Hafnar- firði. Skólasundi lýkur klukkan tólf og skóhnn byrjar klukkan eitt. Einn morguninn sagðist hann verða sam- ferða skólabróður heim, sem yrði sóttur, og þvi þyrfti ég ekki að koma. Svo vildi til að vinurinn var fljótari í sturtu og að koma sér í föt og ein- hverra hluta vegna var hann farinn þegar hinn kom út. Hádegiö er stutt, mamma að flýta sér í vinnu og níu ára strákar þurfa að borða áður en þeir fara í skólann. Þess vegna bað sá stutti karlmann í afgreiðslu að fá að hringja hei'm og láta sækja sig. Honum var neitað um það og sagt að hann gæti bara labbaö. Sonur minn kom heim rúmlega hálfeitt og brast í grát er hann sagði mér að maðurinn í afgreiðslunni hefði bannað honum að hringja. Ekki vildi hann heldur lána tíu krónur fyrir símtali. Ég fann til með baminu vegna framkomu mannsins. Böm verða oft mjög sár þegar þau lenda í slíku þó þau beri sig mannalega á ókunnum stöðum. Satt að segja heföi ég getað komið með tiu krónur og borgað fyr- ir barnið ef það hefur verið heila máhð. Svona smámunasemi fullorð- inna gagnvart bömum er óþörf og oft ekki til annars en að særa þau. Ég býst ekki við að þetta atvik hafi þau áhrif að hann neiti að fara aftur í sundlaugina en ég vildi óska að full- orðið fólk sýndi börnum stundum aðeins meiri tihitssemi. DV Öryggibama Jóhanna skrifar. Ég hef búið í Bandaríkjunum í mörg ár. Bömin nún gengu þar í skóla, stunduðu dans, íþróttir og annað sem börn gera almennt. A meðan bömin voru að alast upp varð ég að vera heima og aka þeim hvert sem þau fóm. Börn eru ekki látin fara ein með stræt- isvagni, fara á hjóh eða gangandi langar leiðir því á hverju horni geta leynst hættur. Fyrst eftir að ég kom heím og sá barnabömin min fara ein allra sinna feröa fannst mér það hræðileg vanræksla foreldra þeirra. En smátt og smátt venst maður þessu rólega og örugga umhveríi sem er hér á landi. En þó tel ég að börn séu látin vera of mikið ein og afskipt Foreldr- amir era stööugt aö vinna og börn aht niður í sex ára eru með lykla til aö komast inn til sin. Mér flnnst við íslendingar eiga að hugsa meira um börn okkar og gefa þeim meiri tíma. Sjónvarpið stendur sig illa Bridgeáhugamaður hringdi: íslendingar hafa aldrei staðið sig eins vel og nú í bridge og keppa þeir nú um heimsmeist- aratitilinn eins og alþjóð veit. En ég er mjög ósáttur við frammi- stöðu sjónvarpsins í að miðla upplýsingum til almennings hér á landi. Pólverjar hafa sent sjón- varpsupptökuhð til Japans til að fylgjast meö þessari síðustu lotu um heimsmeistaratitihnn en ís- lenska sjónvarpið hefur aðeins símasaniband viö hðsmenn. Sjón- varpið er myndmiðih og áhorf- endur krefjast þess að fá að sjá myndir af stórviðburðum eins og þessum en ekki eingöngu stihi- myndir af hðsmönnum og hlusta á misvitra fréttamenn fjaha um hvað er að gerast í Japan. Ef ís- lendingar væru að keppa um ein- hvem annan heimsmeistaratitil, eins og handbolta, fótbolta eða skák, væri sjónvarpiö að sjálf- sögðu á staðnum til að miðla okk- ur myndum af atburðinum. Sé ég engan mun hér á og tel að við eigum einnig rétt á að íylgjast með því sem þama er að gerast i gegnum sjónvarpið. Kona, ekki móðir Ingibjörg Stefánsdóttir hringdi: Eg er mjög ósátt við fyrirsögn sem birtist í DV 8. október sl. Þar stendur: „Móðir granuö um fíkniefnasölu“. Mér fmnst ekki rétt að slá upp í fyrirsögn „móðir granuð" í þessu sambandi heldur heföi átt að standa „kona gran- uð...“ Ef hér heföi verið um karlmann að ræöa heföi öragg- lega ekki verið slegið upp „Faðir grunaður...“ heldur bara „mað- ur“. Ég tel rangtgagnvart konum og ekki síður gagnvart afkvæm- um okkar að ef kona gerir eitt- hvað hræöhegt af sér sé hún titl- uð móðir í fyrirsögnum af því að fréttamönnum finnst þaö áhrifa- meira. Vel heppnuð gatnagerð Jón P. hringdi: Ég þarf að aka á hvetjum degi og stundum oft á dag frá Reykja- vík th Kópavogs. Yfirleitt ek ég niður af Bústaðaveginum suður Kringlumýrarbraut. Ég hef oft orðíð vitni að afianákeyrslu á gatnamótunum þar sem aðreinin af Bústaðveginum fer inn á Kringlumýrarbautina. Nú er loksins búið aö lagfæra þetta og er nú hægt að aka beint inn Kringlumýrarbrautina th suðurs án þess aö þurfa aö stoppa. Ég er viss um að þessi framkvæmd á eftir að borgar sig margfalt fjár- hagslega og finnst verst að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu sem heföi komið í veg fyrir fjölmarga árekstra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.