Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 14
Í4
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Burt með hrakspárnar
Það fer í vöxt að alls kyns samtök og stofnanir sendi
frá sér þjóðhagsspár um ástand og horfur í efnahagsmál-
um. Þjóðhagsstofnun, Verslunarráðið, Seðlabankinn,
hagfræðingar Alþýðusambands og íjárfestingarfyrir-
tækja, Byggðastofnunar og banka leggjasi í spádóma og
nú síðast hefur Vinnuveitendasambandið sent frá sér
spá um horfur í atvinnu- og efnahagsmálum.
Allir eru þessir spádómar byggðir á getgátum og allir
með þeim formerkjum að spáin leiði til þeirrar niður-
stöðu sem viðkomandi spámenn telja heppilegasta fyrir
sinn málstað. Með þessu er ekki verið að segja að vinnu-
veitendur óski þjóðinni þeirrar kreppu sem spá þeirra
gerir ráð fyrir. En þó er ljóst að svartsýni einkennir
forsendur spárinnar og með því að draga upp nógu
dökka mynd af efnahagshorfum á næsta ári eru vinnu-
veitendur að sjálfsögðu að leiða að því rök að ekki sé
svigrúm til kauphækkana. Nú fara viðræður um kjara-
samninga í hönd og þá er það gott veganesti fyrir at-
vinnurekendur að veifa svartri skýrslu framan í við-
semjendur sína og reka hræðsluáróður um framtíðina.
Hrakspá Vinnuveitendasambandsins verður að skoða í
þessu ljósi og með þessum fyrirvara.
Auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur af mörgu því
sem fram undan er. Svartsýnin er ekki út í bláinn. Botn-
fiskafli mun dragast saman á næsta ári. Loðnuveiðar
eru í óvissu. Álsamningarnir hafa ekki verið undirritað-
ir. Nýir vaxtarbroddar í framleiðslugreinunum eru ekki
í sjónmáh. Atvinnuhorfur eru þar af leiðandi slæmar.
Ríkisstjórnin hefur ekki dregið úr ríkisumsvifum sem
skyldi og þenslan ög eftirspurnin eftir íjármagni til að
standa undir ríkissjóði heldur vöxtum háum. Sú vaxta-
byrði getur reynst atvinnurekstrinum ofviða. Stað-
reyndin er sú að það hafa verið vextir og íjármagns-
kostnaður sem hafa shgað allan rekstur langt umfram
kostnað af launagreiðslum. Linkind stjórnvalda til að
skera niður í ríkisumsvifum er versti óvinur atvinnu-
lífsins en ekki óbilgirni launþega. Fjárlagafrumvarpið
gengur hvergi of langt í þeim niðurskurði og veldur
mestum vonbrigðum.
Þar með er ekki öll sagan sögð.
Ef vinnuveitendur hræðast áframhaldandi kreppu og
sjá ekki fram á að atvinnureksturinn standi undir kaup-
hækkunum eða kaupmáttaraukningu eiga þeir með
vaxandi þunga að beina spjótum sínum að ríkisvaldinu
og ríkisstjórninni og taka þar höndum saman við laun-
þegahreyfmguna. Það er hagsmunamál beggja þessara
aðila að ríkið skapi skilyrði th sóknar í atvinnulífi. Það
er ekkert náttúrulögmál sem ræður því hvort hér ríki
efnahagskreppa á næsta ári. Við getum vel lifað af afla-
samdrátt í eitt ár án þess að aht fari á hausinn. Við
getum hæglega aukið hagvöxt og kaupmátt ef þjóðar-
sátt skapast um raunhæfa og skynsama efnahagsstjórn.
Hrakspár eru slæmar að því leyti að þær draga kjark
úr þjóðinni. Þær breiða út svartsýnina.
TU þess kjósum við flokka og ríkisstjórnir að við vilj-
um að hin póhtíska forysta leiði okkur út úr ógöngum
og geri hrakspárnar að engu. Mikilvægasta hlutverk
nýrrar ríkisstjómar er að skapa þá tiltrú og traust
meðal almennings um að betri tíð sé fram undan. Það
gera ráðherrarnir ekki með því að leggjast í ferðalög
eða taka undir barlóminn. Nú hafa þeir tækifæri til að
sanna að hrakspárnar eigi ekki við rök að styðjast. Þeir
eiga leikinn.
Ellert B. Schram
List hins
mögulega
Þaö er gamall vísdómur, eignaður
ýmsum skörungum fyrri tíma, aö
pólitík sé list hins jnögulega. Víst
er það aö pólitíkusar geta ekki
komiö ööru fram en þeir hafa
möguleika á aö láta aðra sam-
þykkja en listin er fólgin í fleiru
en athöfnum. Hún er ekki síður
fólgin í því aö búa sér til ímynd í
huga kjósenda og stór þáttur í
þeirri list er aö eigna sér verk ann-
arra, þar sem það er mögulegt, sem
er ótrúlega víða. Oftast eru þessi
„listaverk" stjórnmálamanna lítil-
fjörleg í sniðum en stundum ber
metnaðurinn „listamanninn" of-
urliði. Svo er nú um nokkur stór-
mál í utanríkismálum að undan-
fórnu, þar sem utanríkisráðherra
vor, sem var einn þeirra sem mest
taia um list hins mögulega, hefur
aukið mjög orðstír sinn meðal kjós-
enda með því að eigna sér og þar
með íslensku þjóðinni stórt hlut-
verk í þeim stórfelldu breytingum
sem orðið hafa á sviði heimsmál-
anna undanfama mánuði. Það kitl-
ar hégómagirnd íslendinga að
ímynda sér að þeir sú leikendur á
stóra sviðinu, enda þótt staðreynd-
in sé sú að við erum þar ekki ann-
að en statistar sem sjaldan eða
aldrei er getið um í leikdómum. En
þótt það sé ekki mögulegt fyrir ís-
lendinga að leika stórt hfutverk er
mögulegt að láta íslenskan almenn-
ing halda að viö gerum það og þar
með efla þjóðarstoltið og auka
hróður statistans á stóra sviðinu.
Afvopnun
Nú er það allt í einu stórsigur
fyrir utanríkisstefnu íslendinga og
baráttu íslenskra stjórnvalda síð-
ustu ár fyrir afvopnun á höfunum
að Bandaríkjamenn hafa einhliða
ákveðið að draga stórkostlega úr
kjarnorkuvígbúnaði sínum. Þetta
gera þeir án þess að því fylgi nokk-
ur stefnubreyting. Bandaríkja-
menn neita og hafa alla tíð neitað
að ræða við Sovétmenn á jafnréttis-
grundvelli um vígbúnað á höfun-
um og þessi afvopnun nær heldur
ekki til þeirra kjarnavopna sem
máli skipta í norðurhöfum, kjarn-
orkukafbáta. Samt er almenningur
látinn halda að utanríkisstefna ís-
lendinga hafi þarna fengið þann
hljómgrunn sem um munar. Sovét-
menn hafa tilkynnt ennþá stór-
felldari kjarnorkuafvopnun en
Bandaríkjamenn en sú afvopnun
nær heldur ekki til hafanna. Það
er hrein fólsun að tala um stefnu-
breytingu risaveldanna á þessu
sviði, hvað þá að tala um sigur fyr-
ir íslendinga. Þetta eru eingöngu
einhliða ákvarðanir risaveldanna,
hvorki óskir né stefna íslendinga
hafa minnstu áhrif til eða frá þótt
þetta sé vitanlega okkur í hag.
Eystrasaltsríkin
Islendingar hafa gert Eystrasalts-
þjóðirnar að sérstökum skjólstæð-
ingum sínum og geta verið stoltir
af þeirri tilviljun að hafa verið
fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði
Litháens. En íslensk utanríkis-
stefna skipti engu máli í því sam-
bandi. Það voru eingöngu umbylt-
ingamar heima fyrir í Sovétríkjun-
um sem urðu til þess að Litháen
fékk sjálfstæðiskröfu sinni fram-
gengt einhhða. En þótt íslendingar
hafi ekkert raunverlegt hlutverk
leikið í þessu máli, enda ekki í
neinni aðstöðu til þess, er mögulegt
að láta líta svo út sem stuðningur
íslands hafi skipt sköpum. í því er
fólgin hst hins mögulega. Stuðning-
ur íslands við Eystrasaltsríkin á
sér reyndar langa sögu og ekki að
öllu leyti óeigingjarna. Þegar deil-
umar risu sem hæst um aðild ís-
Kjallarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
lands að Atlantshafsbandalaginu
fyrir 40 árum voru þaö örlög
Eystrasaltsþjóðanna sem fylgis-
menn Nato vitnuðu stöðugt til, inn-
limun Sovétmanna á þessum ríkj-
um varð ein helsta röksemdin fyrir
aðild að Nato. Stuðningurinn við
Eystrasaltsríkin á rætur aö rekja
til íslenskra innanríkisdeilna fram-
ar öllu öðru. Úr því að Rússar tóku
þessi ríki gætu þeir tekið okkur
líka. Sjálfur man ég eftir Bjarna
heitnum Benediktssyni á fundi í
Heimdalli fyrir rúmum 30 árum
þar sem allir fundarmenn hörm-
uðu örlög Eystrasaltsríkjanna og
óttuðust mjög um framtíð íslands
ef ekki væri Nato. Svo vill til að ég
var og er fylgismaður Nato en samt
hef ég aldrei samþykkt þessa rök-
semd, aðstæöur á þessum slóðum
eru svo gjörólíkar. Mér kæmi ekki
á óvart þótt stórnarfarið í vinaríki
okkar Litháen eigi eftir að valda
okkur vonbrigðum.
Efta - EB
En með því að ganga fram fyrir
skjöldu i málum Litháens komst
ísland um stundarsakir upp á stóra
sviðið í alþjóðamálum og utanríkis-
ráðherrann reis í áhti, enda maður
upplitsdjarfur og skorinorður. ís-
land gegndi hka um hríð raunveru-
legu hutverki undir hans forsæti í
viðræðum EFTA og EB en þar mis-
tókst list hins mögulega. Engar,
nákvæmlega engar, tilslakanir í
fiskveiðimálum eru mögulegar fyr-
ir íslenska kjósendur til að komast
inn í efnahagssvæðið. Án þeirrar
inngöngu eru framtíðarhagsmunir
íslands sem sjálfstæðs velmegun-
arríkis í stórhættu. ísland getur
ekki þrifist án náinna tengsla við
Evrópu, það er hörmulegt að allt
virðist str-anda á tilslökunum frá
íslandi sem ekki þyrftu að vera
nema á yfirborðinu.
Króatía
Enn á ný, eftir „stórsigra" íslend-
inga í afvopnunarmálum og málum
Litháens, er nú komið upp annað
Litháen og miklu illvígara, sjálf-
stæði Króatíu. Nú vilja margir end-
urtaka leikinn, samifærðir um að
þar sem viðurkenning íslands hafi
skipt sköpum í Litháen muni við-
urkenning hafa sömu áhrif í Króa-
tíu. En íslendingar verða að gæta
sín á að gera sig ekki að viðundri
með þessari viðurkenningagleði.
Viðurkenning á Króatíu er að
sönnu réttlætismál og það sem
koma skal en íslendingar ættu ekki
að ætla sér þá dul að æða fyrstir
upp á stóra sviðið. íslendingum ber
aö viðurkenna Króatíu og Slóveníu
en þar eru allt aðrar forsendur en
í Eystrasaltsríkjunum. Það er ein-
faldlega ómögulegt fyrir ísland að
hafa minnstu áhrif nema í samfloti
við sum ríki Nato og Norðurlönd.
Eftir slíku samstarfi ætti að leita
en ekki láta „sigurinn" í Litháen-
máhnu stíga okkur til höfuðs.
Gunnar Eyþórsson
„Sovétmenn hafa tilkynnt ennþá stórfelldari kjarnorkuafvopnun en
Bandarikjamenn en sú afvopnun nær heldur ekki til hafanna."
„Enn á ný, eftir „stórsigra“ íslendinga
1 afvopnunarmálum og málum Lithá-
ens, er nú komið upp annað Litháen
og miklu illvígara, sjálfstæði Króatíu.“