Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1991.
39
DV
.. ... ......... 1 " ..........— — --» 1
Fjörugar skákir á heimsbikarmóti Flugleiða í gær:
Skák
Karpov og Ivantsjúk
berj ast mn sigurinn
Fjórtánda og næstsíöasta umferð
heimsbikarmóts Flugleiöa, sem tefld
var í gær, var ein fjörugasta umferð
mótsins til þessa. Aðeins tveimur
skákum af átta lauk með jafnteíli,
þar af skák Jóhanns við Portisch, þar
sem Jóhanni tókst ekki að nýta sér
umframpeð til sigurs. Karpov, sem
vann Ehlvest og Ivantsjúk, sem vann
Andersson, hafa hálfs annars vinn-
ings forskot á næstu menn fyrir loka-
umferðina á morgun.
Karpov og Ivantsjúk hafa 10 vinn-
inga en Ljubojevic og Nikolic koma
næstir með 8,5 v. Khalifman er í 5.
sæti með 8 v., síðan Seirawan og
Ehlvest með 7,5 v„ Speelman hefur
7 v„ Beljavskí og Portisch 6,5 v„ Jó-
hann er í 11. sæti með 6 v„ Salov á
5.5 v. og vænlega biðskák við Chandl-
er, sem hefur 5 v. en biðskákin verð-
ur tefld áfram í dag. Timman og
Andersson hafa 5 v. og Gulko hefur
4.5 v.
í lokaumferðinni á morgun hefur
Karpov svart gegn Chandler og
Ivantsjúk svart gegn Seirawan. Jó-
hann hefur svart gegn Andersson og
svo illa er komið fyrir köppunum
Timman og Gulko að þeir verða að
láta sér lynda að berjast um neðsta
sætið. Þá tefla Júgóslavarnir saman,
Nikohc og Ljubojevic, Ehlvest mætir
Khalifman, Portisch Salov og Speel-
man teflir viö Beljavskí.
„Er Jói að vinna?“
Jóhann bryddaði upp á skoska
leiknum gegn Portisch en sú byrjun
nýtur nú mikilla vinsælda. Fyrr i
mótinu hefur hún sést í tvígang og
hvítur unnið í bæði skiptin.
En Portisch var vel með á nótun-
um, eins og venjulega þegar byrjanir
eru annars vegar. í 9. leik kom hann
Jóhanni á óvart með nýjum leik.
„Okkar maður“ tefldi trúlega ekki
sem nákvæmast og staða Portisch
virtist lofa góðu. Þá lagði Jóhann í
tvísýnar aðgerðir - Portisch svaraði
ekki á réttan hátt - og eftir miklar
flækjur kom fram endatafl þar sem
Jóhanni tókst að véla peð af Ungverj-
anum. Áhorfendur voru afar spennt-
ir fyrir stöðunni og pískruðu um það
sín í mitli að Jóhann væri að vinna.
Allt kom þó fyrir ekki. Portisch náði
að stilla upp vamarstöðu og engin
leið var að vinna taflið fyrir Jóhann.
Þess má geta að Jóhanni hefur oftast
vegnað afleitlega í skákum sínum
gegn Ungverjanum en þarna komst
hann þó nálægt sigri.
Hin jafnteflisskákin var milh
- Jóhann í 11. sæti fyrir síðustu umferð
Predrag Nikolic deilir þriðja sætinu á heimsbikarmóti Flugleiða. Hann og
Ivantsjúk eru einir keppenda taplausir fyrir siðustu umferð, sem tefld verð-
ur á morgun. DV-mynd E.J.
Salovs og Speelmans, sem fórnaði
skiptamun fyrir peð og náði að halda
stöðu sinni saman.
Nikolic teflir vel
Karpov náði betra tafli gegn
Ehlvest en þó mátti búast við því að
mótspyrna Eistans .yrði hörð. Það
kom á óvart hvað Karpov var fljótur
að „afgreiða hann“. I tímahrakinu
undir lok fyrri setu hrundi staða
Ehlvest í nokkrum leikjum og eftir
38 leiki gáfst hann upp er mát í fáum
leikjum blasti við.
Beljavskí vann Chandler örugglega
eftir vafasama byrjunartaflmennsku
Englendingsins - hann setti biskup
sinn á afleitan reit á a6 og náði aldr-
ei að jafna taflið. Þá vann Ljubojevic
Seirawan í góðri skák. Ljubo tefldi
frumlega gegn franskri vörn Seiraw-
ans, skipti urðu á drottningum, en í
endatafh óð Júgóslavinn fram með
peð sín og náði heljartökum á taflinu
- laglega gert.
Nikolic tefhr vel og hefur ásamt
Ivantsjúk sloppið við að tapa skák.
Hann fór heldur illa með Gulko í gær
- hreinlega valtaði yfir hann með
svörtu mönnunum. Skoðum stöðuna
eftir 21. leik Gulkos, Bg2-fl:
Skák
Jón L. Árnason
21. - e4! 22. dxe4 Rxg3! 23. Bxg7
Ef 23. hxg3 Dxg3+ 24. Bg2 Bxb2 25.
Dxb2 Rd3 og vinnur.
23. - Rxfl! 24. Bal Rxh2! 25. Rxh2
Dg3+ 26. Kfl Dxh2 27. Dc3 f6
Og í þessari vonlausu stöðu gafst
Gulko upp. Ef 28. Dxf6, þá er 28. -
Fjölmidlár
Stefhuræða forsætisráðherra var
flutt í beinni útsendingu Sjónvarps-
ins og rásar eitt í gærkvöldi. Eins
ogviö var að búast var þetta sami
skrípaleikurinn og á undanfórnum
árum og hreint óskiijanlegt að for-
ráðamenn þessara fyrrnefndu
gölmiðla skuli sjá ástæðu th að sóa
tíma beggja miölanna i svona dellu.
Þaö heföi verið mikið meira en nóg
að hafa þetta bara í útvarpinu.
Ekki nennti ég að fylgjast með
þessari vitleysu frá upphafi til enda
en heyrði þó óvart í tveimur ræöu-
mönnum. Fyrst Ölafi Ragnari sem
fór hamfórum og hundskammaði
ríkisstjórnina enda við því að búast
þar sem hann er sjálfúr kominn
„hinum megin við borðíð“ og svo
ónefndri konu fr á Kvennahstanum.
Blessunín er með ahra lélegustu
ræðumönnum sem ég hef heyrt í og
það er algjör vanvirðing við hlust-
endur og áhorfendur þegar flutn-
ingsmenn hafa ekki rænu á að lesa
ræðurnar yflr áður en stigið er í
pontu. Ég leyfi mér að ætla að svo
hafi verið í hennar tilviki.
Jón Óskar Sólnes kom síðan í lok
umræðunnar með nokkra punkta.
Ekki er ég hriíinn af þeim dreng sem
sjónvarpsmanni enda virðist hann
ávallt vera að sofna fyrir framan
myndavéhna. Hann stóð sig þó samt
ágætlega í gærkvöldi og leyfði sér
ekki að vera með sama bullið og
þegar hann er að lýsa íþróttaleikj-
um.
Stöð 2 bauð upp á eitthvert skák-
mót í gærkvöldi sem enginn nennir
aö fylgjast með endá er þjóðin gripin
algjörubridge-æði. Heimsmeistara-
titíllinn er nú í höfn og kom það
ekki á óvart. Við erum einfaldlega
bestir en það gæti þó reynst dýrt
spaug. Verður ekki framhaldið það
að spilararnir fara á ríkisjötuna og
hver borgar þá brúsann? Það má
víst ekki spá í það í sigurvimunni
enda er heimsmeistaratitill alltaf
heimsmeistartitill þó svo deha megi
um þá skynsemi að fullorönir menn
skuli ferðast yfir hálfan hnöttinn til
aðspilaáspil.
Gunnar R. Sveinbjörnsson
Dhl+ 29. Ke2 Dg2+ 30. Df2 Hxd2 +
31. Kxd2 Rxe4+ einfaldasta vinn-
ingsleiðin.
Lengsta skák umferðarinnar var
mihi Ivantsjúks og Anderssons.
Sænski stórmeistarinn fórnaði
skiptamun til að ná hættulegum
frelsingja Ivantsjúks. Líklega var
þetta í lagi ef hann hefði ekki leyft
hrók Ivantsjúks að ráðast inn að
baki víghnunnar. Undir lok fyrri
setu hrundi staða Anderssons en
hann þráaðist við og eftir að fyrri
tímamörkunum var náð þurfti Ivant-
sjúk að hafa fyrir hlutunum. Hann
eyddi miklum tíma, átti aðeins mín-
útu eftir á síðustu sex leikina. And-
ersson var þó ekkert að gera honum
of erfitt fyrir. Einmitt þegar áhorf-
endur héldu að skákin væri að verða
spennandi, gafst hann upp! En staða
hans var gjörtöpuð.
Khalifman sækir sig stöðugt og býr
nú einn að 5. sætinu. Hann fór létt
með Timman, sem gerði snemma
mistök, missti hrókunarréttinn og
Khalifman gaf engin grið eftir það
en Timman heföi á hinn bóginn
eflaust getað varist betur.
Hvítt: Alexander Khalifman
Svart: Jan Timman
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rc6 4. Rf3 Rf6
5. e5 Rd7 6. Be2 66 7. exfB Rx66 8. 0-0
Bd6 9. c4 b6?
Hér er áreiðanlega betra að hróka,
eins og Snorri Bergsson lék gegn
Jóhanni Hjartarsyni á íslandsmót-
inu í Garðabæ, en að öllum líkindum
er þetta afbrigði ekki skothelt á svart.
10. cxd5 exd5 11. Bb5 Bd7 12. Hel +
Re7 13. Bxd7+ Dxd7 14. Re5! Df5 15.
Da4+ Kfö
Engum dylst að svartur er kominn
í mestu vandræði. Staða hans er lýs-
andi dæmi um óstuð Timmans á
mótinu - hann lætur sér í léttu rúmi
hggja þótt hann missi hrókunarrétt-
inn.
16. Rfl Bxe5 17. dxe5 Rg4 18. Bf4 c5
Hér var 18. - b5 19. Dd4 c5 20. Dd2
e.t.v. betri möguleiki og reka drottn-
inguna eins langt burt og hægt er.
19. Rg3 De6
20. Bg5! Rh6
Hótunin var 21. Df4+ Ke8 22. Bxe7
Kxe7 23. Rf5+ og Rg4 er í hættu.
21. f4 Ref5?
Betra er 21. - Rhf5.
22. Bxh6 gxh6
Eöa 22. - Rxh6 23. f5! og þar eð 23.
- Rxf5 24. Rxf5 Dxf5 strandar á 25.
Hfl, eru hvítu peðin komin á skrið.
23. Rxf5 Dxf5 24. Dc6 Kg7 25. Dxd5
Dxf4?
Ótrúleg bjartsýni en svarta taflinu
verður varla bjargað úr þessu.
26. He4 Df5 27. Db7+ Kg6 28. Hfl
Og hér var Timman nóg boðið og
hann gafst upp.
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900
Vedur
Næsta sólarhring verður norðan- og norðaustankaldi
í fyrstu austast á landinu en annars breytileg átt eða
suðvestangola. Skúrir eða slydduél verða suðvestan-
og vestanlands en austast á landinu verður rigning
eða súld fram eftir morgni. Þar styttir síðan upp og
síðdegis eða i kvöld léttir til fyrir norðan og austan.
Hiti verður á bilinu 4-8 stig síðdegis í dag en viða
verður vægt frost.
Veðrið kl. 6.00 i morgun.
Akureyri hálfskýjað 3
Egilsstaðir rigning 2
Kefla vikurflug völlur hálfskýjað 3
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 4
Raufarhöfn alskýjaö 4
Reykjavík skýjað 2
Vestmannaeyjar léttskýjað 5
Bergen alskýjað 8
Helsinki þoka 7
Kaupmannahöfn þoka 11
Úsló þoka 8
Þórshöfn hálfskýjað 9
Amsterdam léttskýjað 10
Chicago alskýjað 10
Frankfurt skýjað 15
Glasgow skýjað 11
London skýjað 15
Lúxemborg skýjað 13
Madrid léttskýjað 15
New York alskýjað 23
Nuuk rigning 10
Orlando léttskýjað 24
París þokumóða 17
Róm þokumóða 18
Valencia þokumóða 21
Vín léttskýjað 14
Gengið
Gengisskráning nr. 194. -11. okt. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 69,850 60,010 59,280
Pund 102,688 102,962 103,900
Kan. dollar 53,019 53,160 52,361
Dönsk kr. 9,1661 9,1906 9,2459
Norsk kr. 9,0258 9,0499 9,1172
Sænsk kr. 9,6954 9,7214 9,7749
Fi. mark 14,4793 14,5180 14,6678
Fra.franki 10,3708 10,3985 10,4675
Belg. franki 1,7151 1,7197 1,7312
Sviss. franki 40,3587 40,4666 40,9392
Holl. gyllini 31,3589 31,4427 31,6506
Þýskt mark 35,3306 35,4250 35,6732
It. líra 0,04725 0,04738 0,04767
Aust. sch. 5,0210 5,0344 5,0686
Port. escudo 0,4107 0,4118 0,4121
Spá. peseti 0,5589 0,5603 0,5633
Jap. yen 0,46033 0,46156 0,44682
irskt pund 94,404 94,657 95,319
SDR 81,5121 81,7300 81,0873
ECU 72,3437 72,5371 72,9766
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
11. október seldust alls 21,369 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,289 20,00 20,00 20,00
Gellur 0,022 300,00 300,00 300,00
Karfi 0,428 37,00 37,00 37,00
Keila 0,083 46,00 46,00 46,00
Langa 0,420 80,00 80,00 80,00
Lúða 0,386 316,50 200,00 480,00
Lýsa 0,601 57,00 57,00 57,00
Skata 0,050 190,00 190,00 190,00
Skarkoli 0,499 57,17 40,00 58,00
Steinbitur 0,448 79,29 60,00 85,00
Þorskur, sl. 0,295 90,00 90,00 90,00
Þorskur.smár 0,050 81,00 81,00 81,00
Þorskur, ósl. 0,012 90,00 90,00 90,00
Ufsi 7,985 72,72 60,00 75,00
Undirmál 0,727 79,89 65,00 91,00
Ýsa.sl. 4,909 124,32 88,00 149,00
Ýsa, ósl. 4,165 119,33 115,00 124,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
11. október seldust alls 21,676 tonn.
Blandað 0,026 60,00 60,00 60,00
Lýsa, ósl. 0,195 20,00 20,00 20,00
Ýsa, ósl. 3,067 121,07 103,00 122,00
Ufsi.ósl. 0,078 35,00 35,00 35,00
Þorskur, ósl. 0,212 80,92 79,00 91,00
Ýsa 2,240 159,27 157,00 161,00
Smár Þorskur 0,516 94,00 94,00 94,00
Þorskur 11,934 110,95 91,00 112,00
Steinbítur 0,353 89,00 89,00 89,00
Lúða 0,238 359,55 320,00 490,00
Langa 1,504 85,06 84,00 89,00
Koli 0,016 140,00 140,00 140,00
Keila 1,260 47,00 47,00 47,00
Karfi 0,036 46,00 46,00 46,00
iskmarkaðurinn i Þoriákshöfn
). október seldust alls 5,517 tonn.
Karfi
Keila
Langa
Lúða
Skata
Skarkoli
Skötuselur
Steinbítur
Tindabykkja
Þorskur, sl.
Ufsi
Undirm.
Ýsa, sl.
0,140
0,066
0,374
0,034
'0,072
0,340
0,190
0,061
0,446
0,415
2,311
0,501
0,567
53,00 53,00 53,00
20,00 20,00 20,00
75,0o0 75,00 75,00
460,00 460,00 460,00
122,00 1 22,00 122,00
60,00 60,00 60,00
260,00 260,00 260,00
100,00 100,00 100,00
1,00 1,00 1,00
110,00 110,00 110,00
68,70^7,00 70,00
86,00 86,00 86,00
143,53 143,00 145,00
Fiskmarkaður Tálknafjarðar
10. október seldust alls 3,612 tonn.
Ýsa 0,745 108,30 77,00 122,00
Lúða 0,010 390,00 390,00 390,00
Koli 0,382 40,00 40.00 40,00
Þorskur 2,475 95,00 95,00 95,00
Fiskmarkaður Ísafjarðar
10. október seldust alls 3,959 tonn.
Ýsa 2,175 119,55 66,00 128,00
Lúða 0,017 390,00 390,00 390,00
Skarkoli 0,240 70,00 70,00 70,00
Undirmál. 0,678 72,00 72,00 72.00
Þorskur 0,721 102,17 86,00 120,00
Steinbitur 0,072 108,00 108.00 108,00
Bland 0,048 15,00 15,00 15.00