Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. Fréttir Verðmæti sjávarafurða árið 1990: Frystingin hálfdrættingur á við f erskf iskútf lutning - verðmæti afla 19 stærstu fiskvinnslufyrirtækjanna það sama og ísfisks til Grimsby, HuU og Bremerhaven í ritinu Útvegi, sem Fiskifélag ís- lands gefur út, er skrá yfir magn og verömæti afla af íslandsmiðum áriö 1990. Þar kemur í ljós aö verömæti ísfisks á mörkuðum í Englandi er nær helmingi meira en afla sem land- að er hér heima og er flakaöur og frystur. Sem dæmi má nefna að til Hull voru fluttar út 39.493 lestir af ísfiski áriö 1990 og verðmætið var 4,2 millj- arðar króna. Til Grimsby voru flutt- ar út 35.073 lestir af ísfiski. Fyrir þetta magn fengust rétt rúmir 4 millj- arðar króna. Tvö stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins eru Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. og Grandi hf. Samtals voru unnar hjá þessum fyrirtækjum 48.809 lestir af fiski og af því voru frystar 35.842 lestir. Samtals var verðmæti alls afla þessara tveggja stærstu fiskvinnslufyrirtækja rúm- lega 2,1 milljarður króna. Hjá ÚA 1,1 milljarður en 977 milljónir króna hjá Granda hf. Samtals voru flutt út 111.751 tonn af ísfiski til Hull, Grimsby og Brem- erhaven fyrir samtals 11,6 milljarða króna. Það þarf 19 stærstu fiskvinnslufyr- irtækin íslensku til að ná þessari verðmætatölu. Þessi 19 fyrirtæki frystu samtals 103.813 lestir, söltuðu 25.158 lestir, bræddu 208.318 lestir og sjófrystu eða sigldu með afla, samtals 44.844 lestir. Verðmæti alls þessa afla varll,4milljarðarkróna. -S.dór fyrsta sktpti og verð aö viðurkenna að ég er bæði spennt og kvíðafull," sagöi Maria Bonnevie, 18 ára norsk stúlka og aðalleikkona kvikmynd- arinnar Hvíti víkingurinn, í sam- tali við DV í gær, rétt fyrir forsýn- ingu myndarinnar. Gottskálk Dag- ur Sigurðarson, 17 ára mótleikari hennar í myndinni, var sama sinn- is. Gottskálk sagði að hann hefði verið kvíðafullur síðustu daga en létti heilmikið þegar María kom til landsins. „Það er auðveldara að Maria Bonnevie og Gottskálk Ðag- ur Sigurðarson, aðalleíkarar kvik- myndarinnar Hvíti vtkingurinn. DV-mynd GVA hafa hana með sér í stressinu." María sagði að hún hefði séð aug- lýsingu í stóru dagblaði í Noregi þar sem auglýst var eftir leikkonu í myndina. „Ég ákvað að senda inn umsókn en átti ekki von á að fá hlutverkið. Það kom því mjög flatt upp á mig þegar hringt var í mig. Ég hugsaöi mig talsvert um áður en ég lét slag standa," sagöi hún. María var heppin því um eitt þús- und stúlkur á íslandi, Svíþjóð og í Noregi óskuðu eftir að komast í hlutverk hennar. Þar sem kvikmyndin var tekin upp meö íslensku tali þurfti María að læra handritið á íslensku. „Ég lagði talsvert á mig en hafði hand- ritið einnig á snældu og það hjáip- aði mikið," sagði hún. Bæði María og Gottskálk þurfa að koma fram nakin í myndinni. „Þessi atriði voru tekin upp í lokin og það hjálpaði okkur mikið, við vorum farin að þekkjast. Allir sem voru viðstaddir, vissu hversu erfitt þetta var fyrir okkur, og sýndu mikla tillitssemi. Þess vegna var þetta allt i lagi," segir María og brosir. Gottskálk bætir við að menn skuli ekki halda að myndin sé vaðandi í nektarsenúm því svo sé ekki. „Það koma bara ínn í faileg ástaratriði," segir hann. „Við bíðum auðvitað spennt að sjá myndina og vonum aö fólk verði ánægt með hana,“ sögðu þessir unguleikarar. -ELA Hvíti víkingurinn frumsýndur í dag: „Spennt og kviðaf ull“ - segja aðalleikarar myndarinnar „Ég er að fara að sjá myndina i KeflavíkurvöILur: Uppsögnum níu manns frestað - Bandaríkjamönnumfiölgaðum27,5 % í gær barst yfirmönnum á Kefla- víkurvelli heimild til að segja upp 9 starfsmönnum í tómstundastofnun Varnarliðsins, en undir hana falla klúbbar, kvikmyndahús og fleira. Var uppsögnunum hins vegar frestað um einn mánuð. Um miðjan nóvember á að hggja nákvæmlega fyrir hverjir verða í hópi þeirra 70 starfsmanna sem segja á upp á næstunni og DV sagði frá á laugardag. Á launalista varnarliðsins 1. októb- er síðastliðinn voru 963 íslendingar og 546 Bandaríkjamenn. Fjölgun Bandaríkjamanna frá 1989 nemur því 27,5 prósentum en ekki 8,9 pró- sentum eins og tölur þær sem DV birti á laugardag gáfu til kynna. Þá var fjallaö um fyrirhugaðar upp- sagnir 70 íslenskra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. í nýlegu bréfi frá Verslunarmanna- félagi Suðumesja til varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um heildar- íjölda bandarískra þegna og íslend- inga sem starfa hjá Varnarliðinu og fengust þá ofangreindar tölur. Miðað viö þær hefur íslenskum starfs- mönnum Vallarins fækkað um 12,4 prósent. Varðandi forgang íslendinga til vinnu á Vellinum sagðist heimildar- maður DV þar hafa bókanir varnar- málanefndar frá 1988, númer 868 og 869, sem staðfesta forgang íslend- ingá. -hlh Frystingin hálfdrættingur á við ferskfiskútflutninginn ísfiskur alls 111.751 lesta Samtals voru flutt út 111.751 tonn af ísfiski til Huli, Grimsby og Bremerhaven fyrir samtals 11,6 milljarða króna. DVJRJ Unninn afli innanlands ails 382.133 lestir Sigling Frysting 44.844 103.813 Söltun Bræðsla 25.158 208.318 19 stærstu fiskvinnslufyrirtækin í landinu unnu á sama tíma úr 382.133 lestum að andvirði 11,4 milljarða króna. Upplýsingafulltrúi Vamarliðsins: Ekki yfirjýst stef na að fækka íslendingum Starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurvelli afhentu Jóni Baldvin Hannibals- syni mótmæli sín vegna þróunar atvinnumála á Vellinum. Sögðu þeir ein- sýnt að Bandaríkjamenn ætluðu að fækka íslenskum starfsmönum og ráða bandaríska starfsmenn í þeirra stað. Væri sú stefna skýlaust brot á varnar- samningnum frá 1951 og yrði ekki við það unað. Var krafist að rikisstjórnin mótmælti þessum áætlunum kröftuglega. Á myndinni til vinstri er Ómar Jónsson, talsmaður íslensku starfsmannanna, að lesa mótmælaskjalið fyr- ir Jón Baldvin. Fyrir miðju er Magnús Gislason, formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja. DV-mynd Ægir Már „Það er mjög óljóst, nánast vafa- samt, að samkvæmt varnarsamn- ingnum sé einhver trygging á störf- um fyrir íslendinga hjá Varnarlið- inu. Þess vegna er varasamt að tala um skýlaus brot þegar fólki er sagt upp hér. Atvinnuástandið hér ræðst fyrst og fremst af því að sá sem borg- ar fyrir þjónustuna hafl þörfina á henni og peningana til að borga fyrir hana. Það er þetta sem yfirmennirnir standa frammi fyrir, að leysa málin án þess að það hafi áhrif á reksturinn og starfsmenn," sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, í samtali við DV. Samkvæmt heimildum blaðsins munu uppsagnirnar á Keflavíkur- flugvelli, þar sem 33 ræstingakonum var sagt upp og áætlanir eru um að ~íegja upp 70 starfsmönnum að auki, aðeins upphafið að enn stórtækari fækkun Islendinga í vinnu á Vellin- um. Standi til að fækka íslenskum starfsmönnum úr rúmlega 900 í 500-600 í framtíðinni. Friðþór sagði af og frá að slíkar áætlanir væru í gangi. Umræðan um atvinnuástandið á Vellinum ein- kenndist nú öðru fremur af tilflnn- ingum og alls kyns sögusagnir væru í gangi. Það væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt þar sem fólk væri uggandi vegna uppsagnanna á dögunum. „Kjami málsins er sá að banda- rísku fjárlögin liggja ekki fyrir, gera það varla fyrr en eftir áramót. Það er yfirlýst stefna Bandaríkjamanna að lækka hernaðarútgjöldin. Menn eru því ósjálfrátt aö setja sig í stell- ingar hér og vega og meta hvað þeir geta gert þegar þeir fá fjárlagapakk- ann sem reynist kannski mun minni en reiknað var með. En þaö er ekki yfirlýst stefna að fækka íslending- um. Þó mismunur séu á fjölda manna í störfum og einhverjar breytingar hafi verið þar á, íslendingum í óhag, hefur Bandaríkjaniönnum í hluta- störfum íjölgað. Ársverkin eru um það bil jafnmörg og áður." Verið er ’að byggja 244 íbúöir á Keflavíkurflugvelli til að taka á móti bandarísku fjölskyldufólki. Stefnan hefur verið að fá frekar fjölskyldu- fólk á Völlinn í stað einstaklinga. Vistin lengist í 3 ár og með tilkomu makanna eykst eftirspurnin eftir at- vinnu meðal Bandaríkjamanna. „Það verður að vera hægt að bjóða þessu fólki upp á viðunandi lífskjör, svipað og það á að venjast annars staðar. Þarna eru því tvö sjónarnmiö sem erfitt er að samræma: hvernig menn fá hingað íjölskyldur, sem aft- ur krefjast meiri þjónustu, og hvern- ig eigi að hindra þetta fólk í að vinna við þjónustuna. Fjölgun íjölskyldu- fólks þarf alls ekki að þýða fækkun íslendinga þar sem þjónustan eykst til muna með fleira fólki. Vandamálið er hins vegar launakostnaður vegna íslendinganna. Það er ekki hægt að hækka verð þjónustunnar í þessu lokaða hagkerfi hér til að mæta þeim launahækkunum sem verið hafa á íslandi." Friðþór sagði að ráðningafrost það sem gilt hefur frá árslokum 1989 væri enn í gildi fyrir bæði Banda- ríkjamenn og íslendinga -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.