Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Side 9
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. 9 Utlönd Réttarhaldið yfir Wiiliam Kennedy Smith hófst 1 gær: Ég verð sýknaður Stipe Mesic Júgóslaviuforseti: Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sakaði Vesturlönd um að hafa yfir- gefið Króatíu í baráttu lýðveldisins fyrir sjálfstæði og hvatti íbúa Dubrovnik til að þrauka umsátur sambandshersins um borgina sem hefur þegar staðið í íjórar vikur. Mesic, sem er Króati, leitaði eftir aðstoð vestrænna ríkja eftir að han'n sigldi inn á höfnina i Dubrovnik í gær i flota 29 króat- iskra báta. Siglingin var farin til að vekja athygli mnheimsms á harðræðinu sem 50 þúsund íbúar borgarinnar mega þola þar sem þeir komast hvorki lönd né strönd. „Evrópa og Bandaríkin vildu lýð- ræði hér en núna gera þau ekkert til að vernda það, við eigum það ínni hjá þeim,“ sagði Mesic í þrumuræðu sem hann hélt yfir fjögur þúsund manns á tröppum kirkju sankti Vlahosí gamia bæjar- hlutanum í Dubrovník. Mesíc hvatti íbúa borgarinnar til að bjóða umsátursmönnum birg- inn. Þeir klöppuðu honum lof í lófa og sungu „Króatía, Króatía". Bisk- upinn í Dubrovnik sagði við íbú- ana: „Verið hér, gott fólk, engin erlend sól mun ylja ykkur eins og þessi.“ Bardagar geisuðu annars staðar í Króatíu og fréttir hermdu að tólf manns hefðu fallið íátökum króat- ískra varðliða og sambandshersins sem lýtur stjórn Serba. Evrópubandalagið hefur hótað Serbíu efnahagslegum refsiaðgerð- um ef ráðamenn lýðveldisins fall- ast ekki á þá áætlun EB að gera Júgóslavíu að laustengdu banda- lagi sjálfstæðra lýðvelda fyrir 5. nóvember. Serbar vísa hins vegar hótunum EB á bug og segja þær ekki eiga sér neitt fordæmi á siðari timum. „Serbía mun ekki fallast á neina úrslitakosti og það er trú okkar að friðarráðstefnan í Haag muni ekki leiða til árangurs nema allir aðilar séu jafnréttháir og hagsmuna allra þjóða og lýðvelda sé gætt,“ sagði Molisevic, forseti Serbíu, í gær. Reuter Eyðnihneykslið í Frakklandi: Ráðherrar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Franskir dreyrasjúklingar, sem fengu eyðnismitað blóð við blóðgjaf- ir, sögðu í gær að þeir hefðu lagt fram kærur um glæpi gegn mannkyninu og eiturbyrlun á hendur þrettán embættismönnum, þar á meðal þremur fyrrum forsætisráðherrum. Bruno Payet, formaður nefndar sem kemur fram fyrir hönd 45 fórn- arlamba eyöni í Suður-Frakklandi, sagöi að ríkisstjómir Laurents Fab- ius og Pierres Mauroy bæm ábjTgð William Kennedy Smith, frændi Edwards Kennedy öldungadeildar- þingmanns, sagði að hann yrði sýkn- aður af öllum ákærum um nauðgun þegar hann mætti til réttarhaldsins sem hófst með vali kviðdómenda í gær. Kennedy Smith er sakaður um að hafa nauðgað ungri konu í sumar- húsi ijölskyldunnar í Flórída í mars- mánuði síðastliðnufn. „Ég er þess fullviss að þegar öllu er lokið verð ég sýknaður af öllum ákærum," sagði hann þegar hann kom til dómshússins í fylgd fjölda ættingja sinna, þar á meðal móður sinnar, Jean Kennedy Smith. Hann bætti við að hann hlakkaði til loka réttarhaldanna þegar hann og fjöl- skylda hans gætu haldið áfram lífinu þar sem frá var horfið. Lögfræðingar munu spyrja hugs- anlega kviðdómendur fjölmargra spurninga um lestrarvenjur þeirra og sjónvarpsgláp, svo og um hvað þeir muni af harmleikjum, draumum og hneykslismálum sem hafa fylgt Kennedyfjölskyldunni í þrjár kyn- slóðir. Reuter í 20 cm — 40 cm — 57 cm rúllum fyrirliggjandi A L M A N O K 1992 Borð — Vegg KRAFTPAPPIR í 100 cm rúllum Félagsprentsmiðjan hf. SPÍTALASTÍG 10, SÍMI 11640, FAX 2952(^ Anilínprent hf. HOFI, SELTJARNARNESI, SIMI 611976 William Kennedy Smith, frændi Kennedys öldungadeildarþingmanns, kem- ur til réttarsalarins með móður sinni, Jean Kennedy Smith. Smith er ákærð- ur fvrir að hafa nauðgað ungri konu í sumarhúsi fjölskyldunnar í Flórída. Símamynd Reuter á eyðnismiti helmings dreyrasjúkl- inga Frakklands sem fengu smitað blóð fyrir 1985. Hann sagði að Michel Rocard, fyrr- um forsætisráðherra, væri sekur um að hafa þaggað niður staðhæfingar um að franski blóðbankinn hefði taf- ið fyrir því að sótthreinsunaraðferð á blóði væri tekin í notkun svo að nota mætti gamlar blóðbirgðir. Fabius hefur vísað á bug öllum ásökunumáhendursér. Reuter 0PNUÐ I KVÖLD FÖSTUDAGSKVÖLD OPIÐ FRÁ KL. LAUGARDAGSKVÖLd OPIÐ FRÁ KL. 18-1 SUmUDAGSKVÖLD OPIÐ FRÁ KL. Dúettinn „Sín" heldur uppi Qöri alla helgina af sinni alkunnu snilld. Fögnúm vetri, sjáumst í Bjórhöllinni. BJÓRWHÖUJNhf GERÐUBERGI1 111 REYKJAVlK - SlMI 74420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.