Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Page 25
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991. 33 Afrnæli Viktor Þorvaldsson Viktor Þorvaldsson, fyrrv. ríkis- starfsmaður, Smyrlahrauni 12, Hafnarfirði, er áttræður í dag. Starfsferill Viktor er fæddur í Svalvogum í Dýrafirði og ólst þar upp. Hann'gekk í barnaskólann í Haukadal í Dýra- firöi en 24 ára að aldri yfirgaf hann heimaslóðirnar og tók sér fyrir hendur ýmis störf til sjós og lands. Hann var m.a. á vertíöum í Hafnar- firði og á Suðurnesjum. Viktor hóf störf á Vífilsstaðaspít- ala sem vélgæslumaöur 1942 og þar starfaði hann og bjó á þessum slóð- um í 30 ár. Á þessum árum byggði Viktor húsið að Smyrlahrauni 12 í Hafnarfiröi og flutti þar inn 1972 og hefur búið þar síðan. Viktor vann á Sendibílastöð Hafnarijaröar í 14 ár sem afgreiðslumaður en hann hætti vinnu 76 ára að aldri. Viktor var í stjóm starfsmannafé- lagsins Þórs í alls 8 ár, m.a. sem varaformaður um tíma. Hann er einn af stofnendum Alþýðuflokksfé- lags Garðahrepps og var formaður þess fyrstu árin. Viktor hefur starf- að mikið innan Alþýðuílokksins og setiö á mörgum þingum ASÍ. Fjölskylda Viktor kvæntist 12.10.1941 Guð- rúnu Ingvarsdóttur, f. 19.5.1922. Foreldrar Guörúnar: Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson, sóknarpestur og prófastur í Borgarfiröi eystra, og Ingunn Ingvarsdóttir. Börn Viktors og Guðrúnar: Ingvar Júlíus, kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, maki Birna Blomster- berg, þau eiga tvo syni, Frey og Bjarna Birki. Ingvar á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Pál Scheving, Viktor og Heiðrúnu; Guðmunda Inga; Ingunn Elísabet sjúkraliöi, maki Sigurður Ólafsson, þau eiga þrjú börn, Viktor Rúnar, Kristínu, Guðrúnu Lísu; Matthías, uppeldis- ráðgjafi á Sauðárkróki, maki Inga Andreassen, þau eiga þrjú börn, Ernu, Eddu og Snorra; Þorvaldur Jón, skólastjóri Mýraskóla, maki Magnhildur Gísladóttir, þau eiga tvo syni, Andra og Viktor Ragnar. Þorvaldur átti áður Árna Rúnar; Gunnar sjúkraþjálfari, maki Harpa Hrönn Sigurðardóttir, þau eiga einn son, Guðmund Inga. Systkini Viktors: Kristján, sjó- maður, látinn, maki Kristín Guð- mundsdóttir, íjögur börn; Guð- mundur, sjómaður, látinn, maki Friörikka Bjarnadóttir, níu börn; Ottó, bóndi og verkamaður, maki Magnea Símonardóttir, ellefu börn og einn fóstursonur; Matthías, bóndi, látinn, maki Gíslína Gests- dóttir, þrjú börn; Guðný, látin, maki Þórður Jónsson, eitt barn; Guð- munda, látin, maki Jón Guðmunds- son, eitt barn; Huld, maki Helgi Brynjólfsson, fjögur börn; Ásdís, maki Þorlákur Snæbjörnsson, fjög- ur börn. Fósturbróðir Viktors: Steinberg Þórarinsson, látinn, maki Sigríður Siggeirsdóttir, þrjú börn. Foreldrar Viktors: Þorvaldur Jón Kristjánsson, f. 29.1.1873, d. 27.7. Viktor Þorvaldsson. 1960, vitavörður og utvegsbóndi, og Sólborg Matthíasdóttir, f. 25.12.1875, d. 25.12.1957, en þau bjuggu í Sval- vogum í Dýrafirði. Viktor tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn kl. 15-19. Jóhann Guðbrandsson Jóhann Guðbrandsson, skipstjóri og útgerðarmaöur, Túngötu 11, Bessa- staðaheppi, er sextugur í dag. Starfsferill Jóhann er fæddur að Hellu í Strandasýslu en ólst upp á Hólma- vík. Hann stundaði nám í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Jóhann var skipstjóri á ýmsum bátum en 1970 eignaöist hann sinn fyrsta bát, Sandgerðing GK 517. Hann átti síðar tvo aðra sem báru sama nafn en einkennisstafina GK 268 og GK 280. Jóhann á nú Guö- björguRE21. Jóhann fór í land 1982 og hann er nú stjórnarformaður í Fiskverkun Jóhanns Guðbrandssonar og Brota hf. Fjölskylda Jóhann kvæntist9.6.1960 Oddnýju Sigurrósu Sigurðardóttur, f. 1.10. 1933. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Þorleifsson og Margrét Gunn- laugsdóttir en þau bjuggu lengst af í Hruna í Vestmannaeyjum. Börn Jóhanns og Oddnýjar Sigur- rósar: Guðbrandur, sölumaður, hann á þrjú börn, Jóhann, Elmar og Svanborgu; Sigurður, fram- kvæmdastjóri, maki Ingibjörg Bjarnadóttir, þau eiga þrjá syni, Sig- urð Bjarna, Ágúst Má og Hjört Magna; Jóhann Magni, skipstjóri, maki Guðbjörg Guðfmnsdóttir, þau eiga þrjá syni, Jóhann Magna, Guðf- inn og Anton Jarl. Jóhann Magni átti Sigurrósu Alís áður; Hjörtur, skipstjóri, maki Ester Grétarsdóttir, þau eiga þrjú börn, Grétar Ólaf, Jóhann Guðbrandsson. Hildi Rós og Hjördísi Ýr; Hafdís, maki Bjarni Ástvaldsson, starfsm. Aðalverktaka, þau eiga tvö börn, Margréti og Marinó Odd. Hafdís átti áður Jóhann Jóhannsson; Harpa, maki Árni Sigurpálsson skipstjóri, þau eiga einn son, Sigurpál; Hlynur, maki Ragnheiður Guðmundsdóttir. Systur Jóhanns: Steinunn, maki Hans Magnússon, þau eiga fjögur börn; Svanborg, maki Jón Ólafur Hermannsson, látinn, þau eignuð- ust tvö börn en Svanborg átti eitt áður. Foreldrar Jóhanns: Guðbrandur Gestsson, f. 19.11.1908, látinn, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 20.9. 1911. Þau bjuggu lengst af á Hólma- vík en Margrét er nú búsett á Sel- tjamarnesi. Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. Sigurbjörg • •• Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Hlað- brekku 10, Kópavogi, er fimmtug í dag. Sigurbjörg er fædd í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hennar: Björgvin Márusson og Sigurlína Jónsdóttir en þau bjuggu lengstum í Fyrir-Barði en búa nú á Sauðár- króki. Sigurbjörg hefur verið búsett í Kópavogi sl. 20 ár. Hún hefur tekið virkan þátt félagsmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu félög sem hún hefur starfað í. Sigurbjörg er gift Hauki Hanni- balssyni frá Hanhóli í Bolungarvík. Þau eiga fimm börn. Sigurbjörg tekur á móti gestum á Sigurbjörg Björgvinsdóttir. afmælisdaginn að Digranesvegi Kópavogi, eftir kl. 20.30. 12, Til hamingju með afmælið 1. nóv. 90 ára 70 ára 50 ára Helga Jónsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Hún er frá Tungufelli en bjó lengst- um á Silfurteigi 3 í Reykjavík. 85ára Rögnvaldur Jónsson, Suðurgötu 39b, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Galfin- um nk, laugardag kl. 15-18. 80ára Karl Kristjánsson, Norðurgötu 11, Akureyri. 75ára Anna Björnsdóttir, Yrsufelli 13,Reykjavík. Þorgerður Jensdóttir, Torfnesi, Hlíf 2, ísafirði. Hulda Reynihlíð Jörundsdóttir, Espigerði 2, Reykjavík. Haukur Guðjónsson, Grænuhlíð 11, Reykjavík. Guðbjörg Þorgrímsdóttir, Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæj- arhreppi. 65ára Kristján Jóns- Teigarhorni, Bú- landshreppi. íMá 60ára Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, Sunnubraut 1, Blönduósi. Sigurþór Þorgrímsson, Grýtubakka 22, Reykjavík. Jóhannes Guðmundsson, Mýrarseli 6, Reykjavík. Loftur Jón Ámason, Nesbala 16, Seltjarnarnesi. Eyrún Steinunn Samúelsdóttir, Heiðarhrauni 3, Grindavík. Kristin Huld Harðardóttir, Hjallalundi 131, Akureyri. 40 ára Kristján Már Hjartarson, Hafnarbraut 3, Hafnarhreppi. María Ingimarsdóttir, Jöklaseli 7, Reykjavík. Ingibjörg Hallgrimsdóttir, Básahrauni 16, Ölfushreppi. Sigríður G. Hauksdóttir, Bogahlíð 12, Reykjavík. Sigrún Pálsdóttir, Norðurbraut 11, Hafnarfirði. Sverrir Víglundsson, Lágmóa4,Njarðvik. Kolbrún Rut Gunnarsdóttir, Eyrarbraut 28, Stokkseyrarhreppi. Davíð O. Davíðsson, Haukabergið, Ölfushreppi. AUKABLAÐ TÆKNI DV-tækni er sérstakt aukablað sem fyrirhugað er að komi út miðviku- daginn 13. nóvember nk. í blaðinu verður Qallað um tækni og visindi á breiðum grundvelli, sérstaklega nýjustu tækni til daglegra nota á heimilum og til tóm- stunda og skemmtunar. Efnistök einkennast af stuttum, hnitmiðuð- um greinum á máli sem venjulegir notendur skilja jafn-vel og tækni- menn. í ráði er að fjalla m.a. um tækni og búnað á íslenskum markaði, svo sem myndbandstökuvélar, gervihnattasjónvarp, myndbands- tæki, sjónvörp, sima, farsíma, símsvara, póstfax, þjófavarnakerfi og rafeindahljóðfæri, svo nokkuð sé nefnt. DV-tækni leitar eftir samstarfi um upplýsingaöflun við þá aðila sem selja tæknibúnað á áðurnefndum sviðum. Auglýsingum í tækniblað- ið þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 7. nóvember. Ath.i Símfaxnúmer okkar er 91-626684 og sími auglýsingadeildar 91-27022. Auglýsingar, Þverholti 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.