Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Side 5
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991.
5
Fréttir
Flugfélag Norðurlands:
Ferðum fækkað og aðrar sameinaðar
- í kjölfar reglna um að tveir flugmenn skuli vera í öllu farþegaflugi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við erum búnir að taka ákvörðun
um það að frá og með áramótum
fækkum við um eina ferð í viku til
Kópaskers, Raufarhafnar og Þórs-
hafnar, auk þess sem við munum
sameina flug til Þórshafnar og
Vopnafjarðar sem hafa verið aðskilin
til þessa,“ segir Sigurður Aðalsteins-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags
Norðurlands.
Ástæða þessara breytinga eru regl-
ur sem taka gildi um áramót en sam-
kvæmt þeim er skylt að tveir flug-
menn séu í öllu farþegaflugi innan-
lands. „Þetta íþyngir rekstri okkar í
heild mjög mikið því mjög mikið af
okkar flugi er flogið á vélum með
einum flugmanni eftir sem áður. Við
munum hins vegar trúlega smátt og
smátt hætta rekstri þeirra véla, það
mun ekki gerast alveg strax en breyt-
ingin leiöir til þess á einhverju tíma-
bili. Og með þessum vélum fara
ákveðin verkefni vegna þess að þeim
er óhagkvæmt að sinna með stærri
vélum. Þótt þær ráðstafanir, sem við
höfum ákveðið á Norðausturland-
inu, eigi að gilda til vorsins þá er
ekki þar með sagt að þær séu loka-
ráðstafanir okkar í þessu máli,“ sagði
Sigurður.
Flugfélag Norðurlands á eina
Metro Fairchild vél og þrjár Twin
Otter vélar. Þessar vélar taka allar
tæplega 20 farþega og á þeim fljúga
tveir flugmenn. Þá er félagið með 9
sæta vélar af gerðinni Piper Chief-
tain sem eru mikið notaðar. Þeim
flýgur einn flugmaður og þetta eru
þær vélar sem Sigurður segir að fé-
lagið muni smátt og smátt hætta
rekstri á.
Akureyri:
Vörsegirupp
( öllumstarfs-
mönnum sínum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við lifum ekki lengi verkefnalaus-
ir og höfum þess vegna gripið til þess
ráðs að segja upp öllum starfsmönn-
um fyrirtækisins, 20-30 talsins," seg-
ir Hallgrímur Skaptason, fram-
kvæmdastjóri Varar.
„Það er nóg að gera í augnablikinu
en eftir áramót og seinni hluta vetrar
eru nákvæmlega engin verkefni fyr-
irséð, bara ekkert. Ég get ekki séð
að það sé neitt af þeim verkefnum
að fara í gang sem menn voru að
vonast til að geta bitist um í vetur.
Auðvitað lifir maður þó í voninni að
úr þessu rætist en við verðum að
hafa vaðið fyrir neðan okkur samt
sem áður.
Vör hf. starfar á byggingamark-
aðnum en fyrirtækið sinnir einnig
> viðgerðum á bátum. „Sá þáttur fer
" minnkandi því útgerðarmenn láta
lítið framkvæma af viðgerðum. Smá-
k bátaeigendur, sem voru búnir að
' ræða við okkur í fyrravetur og fyrra-
vor fullir bjartsýni á að láta vinna
fyrir sig, draga það allir vegna þess
ástands sem er í fiskimálunum.
Menn eru uggandi og þó er samdrátt-
urinn vegna minnkandi sjávarafla
ekkert farinn að koma fram ennþá.
Við eigum eftir að fá hann yfir okkur
þegar kemur fram á næsta ár og þótt
maður sé bjartsýnismaður að eðlis-
fari er útlitið dökkt,“ sagði
Hallgrímur.
Stöðvun SVK:
ísamráði
viðyfirmenn
Vagnstjóri hjá Strætisvögnum
| Kópavogs, SVK, vildi vekja athygli á
að vagnstjórar þar á bæ hefðu ekki
haldið sérstakan fund út af saltleys-
* inu og þeirri hálku sem varð í kjöl-
farið á götum Kópavogs um síðustu
helgi. Hann sagði ástandið vegna
hálkunnar vissulega hafa verið orðiö
slæmt. Ef götumar væru ekki saltað-
ar væri sá háttur hins vegar hafður
á að samband væri haft við yflrmenn
SVK og þeir látnir vita að ekki væri
hægt að aka vögnunum. Væri um það
að ræða að óska eftir viðeigandi út-
búnaði á vagninn eða hætta akstri. í
samráði við yfirmenn SVK varð úr
að akstri var hætt innan Kópavogs
en ferðum til og frá Reykjavík haldið
uppi. ,hlh
Kópavogur:
Sættirtókust
„Fundurinn var mjög góður. Hafi
I verið væringar milli Breiöabliks og
bæjarstjómar fyrir fundinn þá er
þeim nú lokið. I sameiningu ákváð-
um við að kanna til þrautar hvort
Kópavogsbær treystir sér til að
byggja íþróttahöll sem nýst gæti í
heimsmeistaramótinu. Okkur skilst
að Alþjóða handknattleikssamband-
ið sé jafnvel til viðræðu um að slík
höll þurfi ekki að taka 7 þúsund
manns í sæti eins og áður hefur ver-
ið rætt um,“ segir Jón Ingi Ragnars-
son, varaformaður Breiðabliks. -kaa
NÚ HJÁLPAST ALLIR AÐ í FJÖLSKYLDUNNI
SKILAFRESTUR ER TIL 21. NÓVEMBER
FARKC3RT FIFj
Rifjaðu sumarleyfisferðina upp með von um
fríaferð nœst fyrir alla fjölskylduna!
SPRELLLIFANDIMINNINGAR
LENGI LIFI!
...þœr lifi — i myndum, tónum og orðum!
í fyrra gáfum við farþegum okkar kost á að taka þátt í
stórskemmtilegri verðlaunasamkeppni, SPRELLLIFANDI MINNING-
UM. Fólk var beðið um að senda til okkar minningarbrot úr
sumarfríinu klædd í listrænan búning. Ekki þarf að fjölyrða um að
viðtökurnar voru frábærar og inn barst fjöidinn allur af firna
góðum verkum.
í Ijósi þessara undirtekta er leikurinn endurtekinn og auglýsum
við nú eftir uppskeru sumarsins - minningarbrotum í formi
Ijósmynda, teikninga, myndbanda, Ijóða, laga, frásagna o.s.frv. í
boði eru sem fyrr vegleg verðlaun - 10 utanlandsferðir fyrir alla
fjölskylduna og 3 myndbandstökuvélarfrá Hitachi!
Merkið allt efni með nafni, aldri, síma og heimilisfangi á efnið sjálft,
helst með límmiðum, ekki á fylgiblöðum. Hljóðsnældur og
myndbönd verða auk þess að hafa merkingu sem segir til um
staðsetningu efnisins á bandinu. Allt efni verður endursent þegar
keppnin er yfirstaðin, en Samvinnuferðir - Landsýn áskilur sér rétt
til að nýta innsent efni í þágu ferðaskrifstofunnar án endurgjalds. í
slíkum tilvikum verður haldið eftir afriti af verkinu.
Allt efni verður að sjálfsögðu handleikið af mestu varúð en ekki
verður hægt að taka ábyrgð á því ef hlutir glatast í pósti eða
skemmast.
SamviinnilerúírLaiidsýii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 •
Hótel Sógu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195
Viðfangsejhið er bráðskemmtilegt:
Það sem hefur gerst (eða gerðist næstum því...) í ferðum ykkar á
vegum Samvinnuferða - Landsýnar á undanförnum árum.
Eitt lítið Ijóð, Ijósmynd, teikning, myndbandsupptaka, smásaga...
allt getur þetta orðið farseðill i ógleymanlegt sumarleyfi fyrir alla
fjölskylduna (...og hver veit nema teikningin eftir litla bróður eða
frásögnin hennar mömmu birtist í næsta ferðabæklingi eða í
sjónvarpinu?)!
Allit geta unnið ghesileg verðlaun!
Við veljum 7 athyglisveröustu verkin sem þið sendið okkur og þeir
sem þau gerðu fá að launum utanlandsferð fyrir alla fjölskylduna!
Við drögum síðan úr stóra pottinum, þ.e. nöfnum allra þeirra sem
sendu okkur efni, 6 aukavinningshafa. 3 þeirra fá líka utanlands-
ferð fyrir alla fjölskylduna og 3 fá myndbandstökuvélar frá Hitachi.
Utanáskriftin er:
Samvinnuferðir -Landsýn
„ SPRELLLIFANDIMINNINGAR “
Austurstrteti 12, 101 Reykjavík