Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Verður aflakvótinn aukinn í kjölfar álversáfallsins?:
Ekki komist hjá því
að leyfa aukinn kvóta
- segirMatthíasBjamasonalþingismaður
Þeir eru ekki á sama máii um hvort leyfa eigi aukinn kvóta, Matthías Bjama-
son og Davíð Oddsson forsætisráðherra. DV-mynd GVA
Ymsir eru famir að velta því fyrir
sér hvort hægt sé að komast hjá því
að auka aflakvótann eitthvað á yfir-
standandi kvótaári í ljósi þess áfalls
sem frestun álversframkvæmda er
fyrir þjóðarbúið. Menn benda á að
oft áður hafi verið leyft að veiða
umtalsvert magn umfram það sem
fiskifræðingar hafi lagt til. DV innti
nokkra af forystumönnum þjóðar-
innar álits á þessum hugmyndum.
Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra
„Ákvarðanir um kvóta byggjast
alfarið á ástandi fiskistofnanna og
engu öðru. Það er ekkert annað sem
getur ráðið þeirri niðurstöðu."
- Það hefur oft verið leyft að veiða
mun meira en fiskifræðingar hafa
lagt til, telur þú það koma til greina
nú?
„Einmitt vegna þess erum við ef til
vill í þessari erfiðu stöðu í dag. Við
höfum tekið of mikla áhættu."
- Þannig að þú telur það ekki koma
til greina að auka kvótann?
„Þaö eina sem ég segi er aö ákvörð-
un um kvóta byggist hvorki á skulda-
stöðu Landsbankans né álsamning-
um. Hún byggist á mati á ástandi
fiskistofhanna,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
Matthías Bjarnason
alþingismaður
„Ég er auðvitað þeirrar skoðunar
að við verðum að fara varlega í
kringum fiskistofnana. Hins vegar
tel ég aö við svona aðstæður og þenn-
an sífellda samdrátt árum saman
verði ekki komist hjá því að leyfa
aukinn kvóta að einhveiju leyti. Ég
held að það fari ekki á milli mála að
við verðum að taka einhverja
áhættu. Við verðum líka að líta á það
hvað kvótinn er í reynd. Hve miklum
afla er kastað í sjóinn? Er ekki geng-
ið á fiskistofnana með því? Er ekki
líka gengið á fiskistofnana með frið-
un stærstu skepna sjávarins, hvala
og sela? Má bara draga úr þvi sem
maðurinn má veiða til að lifa á?“
spurði Matthías Bjamason.
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
„Ég held að það sé ekki tímabært
að blanda saman aflakvóta og stór-
iðju. Menn verða að horfa á þetta
hvort í sínu lagi. Ég geri mér grein
fyrir erfiðleikunum en tel ekki rétt
að láta undan þeirri freistingu að
tala um aukinn kvóta við þessar að-
stæður og tel ótrúlegt að það verði
rættí alvöru,“ sagði Davið Oddsson.
Steingrímur Hermannsson al-
þingismaður
„Ég vil fara varlega í það. Ég tel
að spá fiskifræðinganna sé á miklum
rökum reist. Því tel ég að við verðum
að gæta okkar þar vel. Ég myndi
ekki mæla með því nema eftir frek-
ari rannsóknir sem þá leiddu í ljós
að óhætt væri að auka kvótann eitt-
hvað. Hitt er annað mál að ástandið
hjá okkur er svo alvarlegt að það
jafnast á við það sem var í kreppunni
1967. Því ber ríkisstjóminni að grípa
til ráðstafana. Þú nefnir aö auka afla.
Það gæti fleira komið til eins og til
að mynda erlend lán. Eins má spyija
hvort ríkisstjómin hafi ekki aðrar
hugmyndir í atvinnuuppbyggingu í
pokahominu,“ sagði Steingrímur
Hermannsson.
Ólafur Ragnar Grímsson
alþingismaður
„Sem svar við þessari spumingu
vil ég benda á að það er miklum afla
hent í sjóinn. Ég heimsótti vel flest
sjávarpláss á íslandi í ágústmánuði
síðastliðnum. í samtölum, sem ég
átti þá við sjómenn, kom fram að
þetta er gert. Þetta segja þeir að sé
vegna þess að oft á tíðum fái þeir
afla sem passar ekki inn í kvótann
sem þeir eiga og fiskinum er henL
Skipstjórar hafa fullyrt i min eym
að það geti numið 70 til 100 þúsund
lestum sem hent er í sjóinn árlega.
Það er því hægt nú þegar að taka
ákvörðun um að refsa mönnum ekki
fyrir að koma með afla að landi sem
þeir veiða en passar ekki inn í kvót-
ann þeirra. Þetta gæti alveg fallið að
því kvótakerfi sem nú er án þess að
stokka það upp. Því tel ég koma vel
til greina að leyfa meiri veiði en með
þeim hætti að menn væru fyrst og
fremst að koma með í land afla sem
þeir sannanlega veiða í dag en henda
aftur í sjóinn," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
-S.dór
Einari
Guðfinns-
syni verður
bjargað
-segirSverrir
„Skuldbreyting lána er ekki
stórt mál í þetta skiptið. En það
eru aðrar ráðagerðir uppi sem ég
get ekki greint frá að svo stöddu.
Ég er sannfærður um að hægt er
að bjarga þessu fyrirtæki. Það
verður gerL“
Þetta sagði Sverrir Hermanns
son, bankastjóri i Landsbankan-
um, aðspurður hvort bankinn
myndi aðstoða Einar Guðfinns-
son hf. í Bolungarvík í þeirri erf-
iðu fjárhagsstöðu sem fyrirtækiö
er nú í.
„Landsbankinn hefur á undan-
fómum árum tekið þátt í mikilli
endurskipulagningu með fyrir-
tækinu og Bolungarvík. Hann
mun enn halda því verki áfram
þvi nú taka menn enn til við
nauðsynlega endurskipulagn-
ingu og taka rajög fast á því máh.
Ég er sannfæröur um að þeir
munu ná landi nú. Bæjarstjómin
ætlar aö legga þeim lið. Lands-
bankinn mun fylgja fast eftir og
Ijá liðsinni sitt og stuðning. En
aöalframlag til þessa verkefnis
kemuraðheiman." -JSS
Timmanvann
Kasparovogfékk
4,2 milljónir
Hollendingurinn Jan Timman
sigraði Garrí Kasparov í úrslitum
atskákmótsins mikla í París í
fyrradag þar sem keppendur
höfðu 25 mín. hvor til að ljúka
skák. Timman hlaut VA vinning
úr skákunum tveimur í úrslitum,
sigraði í þeirri fyrri á hvítt og
fékk 4,2 milfj. króna í verðlaun.
Kasparov fékk helmingi minna
og hann hrósaði Timman nyög
fyrir góða taflmennsku í keppn-
inni eftir úrslitaatið. Þetta er í
fyrsta sinn í mörg ár sem Tim-
man sigrar Kasparov.
Timman sigraði Kamsky,
Karpov og Anand á leið sinni í
úrslitin en Kasparov vann Kha-
lifinan, Gelfand og Bareev. -hsím
í dag mælir Dagfari
Þeir sáu þetta ffyrir
Strax og forsvarsmenn Atlantsáls
höfðu tilkynnt frestun álversfram-
kvæmda um ótiltekinn tíma
kvöddu helstu stjómmálamenn
þjóðarinnar sér hljóðs og sögðu,
samtaka: „Þetta vissum við, þetta
sögðum við. Frestun á álversfram-
kvæmdunum lá fyrir strax á síð-
asta ári.“ Ólafur Ragnar Grímsson,
Steingrímur Hérmannsson, Páll
Pétursson, svo að einhveijir séu
nefndir af þeim mönnum sem hafa
farið með sfjórn landsmála að und-
anfomu, hafa allir sagt aö álverið
hafi í rauninni verið úr sögunni
fyrir ári. Að vísu ekki upphátt og
ekki við kjósendur sína en þeir
segjast hafa sagt það við Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra og á rík-
isstjómarfundum en það hafi eng-
inn viljað hlusta á þá.
Þeir segja að sfjóm Landsvirkj-
unar hafi mátt vita þetta og Jón
Sigurðsson hafi mátt vita það og
þetta vissi Davíð Oddsson, sem sat
í stjóm Landsvirkjunar til skamms
tíma og er þó búinn að vera forsæt-
isráðherra frá því í vor án þess að
segja nokkrum manni frá því sem
hann vissi. Meira að segja vinnu-
veitendur vom búnir að segja aö
þeir vissu að aðrir vissu að álverið
yrði ekki byggt.
Það má þvi segja að yfirlýsing
álversmanna um frestun hafi ekki
komið neinum á óvart og allra síst
þeim sem ráðið hafa landsmálun-
um. Það var helst þjóðin sjálf sem
ekkert vissi en það gerir ekki svo
voða mikið til því það skiptir yfir-
leitt ekki nokkra máli hvað þjóðin
veit eða hvað þjóðin veit ekki. Það
era landsfeðumir sem ráða og þeir
hafa ráðið þvi að áfram var verið
að semja við Atlantsál, löngu eftir
að þeir afiir vissu að máhð var
dautt. Þeir vissu þaö sem aðrir
vissu ekki að vitneskja var fyrir
um það að allir þeir sem áttu að
vita vissu að álverið yrði ekki
byggt.
Dagfari er feginn að heyra að
landsfeður láta ekki koma sér í
opna skjöldu. Dagfari er glaður að
heyra að Atlantsálmenn vora bún-
ir að gefa það í skyn og búa ís-
lenska ráðamenn undir að viðræð-
umar væra marklausar og gagns-
lausar, enda þótt þeim væri haldið
áfram fyrir siðasakir.
Það er í rauninni alft gott um
þetta álver að segja og aUt gott um
viðsemjendur okkar að segja nema
það eitt að þeir höfðu ekki efni á
að byggja álverið. Þeir höfðu aldrei
neina peninga til þess og fengu
hvergi lánstraust og þetta vissu
báöir samningsaðilar en það var
gaman að þessu og það höfðu marg-
ir atvinnu að þessum samningum
og íslendingar fengu að eyða um
átta himdrað milljónum króna í
undirbúninginn og svo vora kosn-
ingar og það var engin ástæða til
aö hætta samningaviðræðum fyrr
en eftir dúk og disk, þegar því
leyndarmáli var ekki lengur haldiö
leyndu að þetta væri búið með ál-
verið.
Það má eiginlega hrósa lands-
feðrum fyrir það hvað þeir gátu
lengi þagað um að álveriö yrði ekki
byggL þótt þeir vissu það og hefðu
sagt það í ríkisstjóm að álverið
yrði ekki byggt. Sérstaklega verður
að bera lof á Jón Sigurðsson sem
lét aldrei neinn bilbug á sér finna
og skammaði meira að segja vinnu-
veitendur fyrir að kjafta frá leynd-
armálinu í haust og talaði aUtaf
eins og ekkert væri sjálfsagðara en
áö álverið mundi rísa að ári.
Steingrímur stóð sig líka vel og
Ólafur Ragnar, svo að ekki sé talað
um Davíð Oddsson sem meira að
segja hefur nú lýst yfir vonbrigðum
með að það skyldi rætast sem hann
vissi að mundi rætasL Það er gott
að eiga svona landsfeður og glögga
stjómmálamenn sem sjá slíka hluti
fyrir og sameinast þó um að þegja
um þá þar til yfir lýkur. Það er
gott að þetta álver er úr sögunni.
Það stóð hvort sem er aldrei til að
byggja það, vegna þess að það er
eins með álverið og handboltahöl-
lina. Það era margir sem vilja
byggja en enginn sem tímir að
borga. Það segir hins vegar sína
sögu um stöðu þjóðarbúsins að ís-
lendingar ætla enn að reyna að
byggja handboltahöll hvað sem
veröur um álverið. Handboltinn
hefur forgang.
Það syrtir í álinn, sagði Þjóðvilj-
inn á forsíðu í gær. En ekki hjá
þeim sem vissu og voru búnir að
vita það allan tímann að það mundi
syrta í álinn hjá þeim sem era að
heyra það núna fyrst að álverið
mun ekki verða byggt.
Dagfari