Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991.
9
Tvöfaltmorð
áGrænlandi
Tuttugu og tveggja ára gamall
maður hefur játað fyrir lögregl-
unni á Grænlandi að hafa drepið
54 ára móður sína og 45 ára gaml-
an mann aðfaranótt laugardags-
ins. Líkin fundust á mánudag í
íbúð myrta mannsins í Jakobs-
höfn.
Sonurixm gaf sig fram við lög-
reglu á mánudag eftir að lýst
haíði verið eftir móður hans.
Konan virðist hafa heimsótt
manninn á fostudagskvöld. Þau
höfðu drukkið töluvert af áfengi
þegar sonurinn kom og sfakk þau
bæði til bana. Sonurinn var
drukkinn þegar hann framdi ó-
dæðið.
Sænska ríkið vill
seijaSAS
Rikisstjóm borgaraflokkanna í
Svíþjóð hefúr uppi áform um að
selja eignarhlut sinn i skandinav-
íska flugfélaginu SAS. Flugfélag-
ið er á lista yfir 35 ríkisfyrirtæki
sem stjómin fær fulltingi þings-
ins til að selja.
í frétt í danska blaðinu Börsen
í gær kemur fram að þessi vfiji
Svía opni möguleikana á þvi að
samstaða náist meðal eignarland-
anna um að einkavæða SAS. Ðan-
ir hafa áður sett fram óskir um
að það yrði gert en þær hafa
strandað á kröfu Norðmanna og
Svía um að eining veröi að vera
um málið.
Poul Schliiter, forsætisráð-
herra Danmerkur, tók vel í til-
lögu Svia í gær en því var öfugt
farið meö Kjell Opseth, sam-
gönguráðherra Noregs.
Sviar eiga 3/7 hluta SAS en
Norðmenn og Danir 2/7 hvor þjóð.
Kohlboðiðá
hátíðarfund
Norðurlandaráðs
íHelsinki
Helmut Kohl, kanslara Þýska-
lands, hefur verið boðið að flytja
ræðu á 40 ára afmælisfundi Norð-
urlandaráðs í marsmánuði næst-
komandi í HelsinkL
Það var Anker Jörgensen, for-
seti Norðurlandaráðs og fyrrum
forsætisráðherra Daiunerkur,
sem skýrði frá þessu eflir fund
forsætisráðsins í Maríuhöfii á
Álandseyjum í gærmorgun.
Jörgensen sagði aö Kohl hefði
verið boðið sumpart vegna þess
að hann væri framámaður i evr-
ópskum stjóramálum og sumpart
vegna þess að hann hefði verið
kanslari þegar þýsku ríkin tvö
voru sameinuð.
„Hann er nágranni Danmerkur
og Norðurlandanna og hann er
fulltrúi Evrópu sem Norðurlönd-
in eru upptekin af í vaxandi
mæli,“ sagði Anker Jörgensen.
Rífandigengihjá
japönskum
smokka-
framleiðendum
Hlutabréf í helsta smokkafram-
leiðslufyrirtæki Japans snar-
hækkuðu í verði á veröbréfa-
markaðinum í Tokyo í gær. Verð-
bréfasalar sögðu ástæðu hækk-
unarinnar vera tilkynningu
bandarísku körfuboltastjöm-
unnar Magics Johnson um að
hann hefði smitast af eyðniveir-
unni. Sömuleiðis má reýa hækk-
unina til samskonar hækkunar á
hlutabréfum í bandarísku
smokkaframleiðslufýrirtæki á
Wall Street
í Japan hafa 1852 veriö skráðir
með eyðniveiruna og til þessa
hafa 202 látist af völdum sjúk-
dómsins. RitzauogReuter
Smokkur fyrir konur
Smokkafyrirtækið Chartex international hefur ákveðið að reyna í byrjun næsta árs söiu á smokkum fyrir konur.
Fyrst um sinn verður smokkurinn aðeins á boðstólum í Sviss en ef vel reynist má búast við að hann verði settur
á alþjóðlegan markað. Nýi smokkurinn var kynntur í Bem í Sviss í gær. Símamynd Reuter
Útlönd
Hjúkrunarkona
kyrktimóðursína
Bandaríska hjúkrunarkonan
Gail Ransom hefúr veriö fúndin
sek um aö kyrkja sextuga móður
sína. Hjúkrunarkonan bar því þó
við að hún hefði ekki vitaö hvað
hún var að gera vegna þess að
hún varundir áhrifum þunglynd-
islyfsins Prozac.
Dómarinn í máhnu féllst ekki á
skýringu þjúkrunarkonunnar.
Niðurstaðan var að morðið hefði
verið framið að yfirlögðu ráði.
Ransom fór til húss móður sinnar
með Biblíuna í tösku, bók um
kúgum foreldra á bömum sínum
og snúru til að kyrkja móður sína
með.
Að ódæðinu loknu fór Ransom
á veitingahús og fékk sér kaffi-
bolla áður en hún gaf sig fram
við lögregluna.
Hatstraumar
Curtis Eddesmeyer, haffræð-
ingur I Seattle í Bandaríkjunum,
ætlar að nota 80 þúsund strigaskó
til að mæla hafstrauma í Kyrra-
hafinu. Fyrir hálfú öðru ári var
skónum hent í hafið. Þeir eru nú
á reki og telur haffræðingurinn
kjöriö að fylgjast með reki þeirra.
Reuter
Reynt að
smygla léleg-
um laxi til
Danmerkur
Norskt útflutningsfyrirtæki varð
uppvist að þvi í októberbyrjun að
reyna að smygla 40 tonnum af úr-
gangslaxi til Danmerkur. Ætlunin
var að reykja laxinn í Hirsthals.
Smyglið komst upp við venjulega
tollskoðun í Kristiansand í Noregi
og ætla norsk sjávarútvegsyfirvöld
að kæra útflutningsfyrirtækið.
í ljós kom að laxinn var svo lélegur
að hann mátti aðeins nota í dýrafóð-
ur. Á slíkum laxi eru venjulega sár
eða holdið á honum er alveg hvítt.
Bannað er að flytja slíkan lax úr
landi í Noregi.
Dönsk stjómvöld krefjast ekki heil-
brigðisvottorða fyrir innflutning af
norskum laxi og þess vegna hefur oft
verið reynt að smygla lélegum laxi
frá Noregi.
Norskufisk-
eldi bjargað
fyrirhorn
Norska ríkisstjórnin og bankar í
landinu náðu samkomulagi seint í
gærkvöldi um aðgerðir til að bjarga
laxeldisiðnaðinum. Samkomulagið
felur í sér að ríkisstjómin leggur til
400 milljónir norskra króna, eða um
fióra núUjarða íslenskra, og bank-
arnir leggja fram samtals 335 millj-
ónir norskra króna.
Ríkisstjómin ætlar einnig að beita
byggðasjóði til að koma í veg fyrir
stórfelld gjaldþrot fiskeldisfyrir-
tælqa.
„Með samkomulaginu er vandamál
laxafiallsins leyst og það er einnig
mikilvægt túlegg tíl að leysa vanda
fiskeldisiðnaðarins," sagði Bjame
Myrstad, upplýsingafulltrúi í sjávar-
útvegsráðuneytinu.
Þátttakendur í viðræðunum í gær
vora frá utanríkis-, sjávarútvegs- og
fjármálaráðuneytunum, svo og ýms-
um norskum bönkum, alls 19 manns.
NTB
VOLKSWAGEN hentugur fyrir
ALLAR STÆRÐIR
FYRIRTÆKJA
© Sparneytinn
® Gangviss
® Þægilegur ínotkun
© Auðveldur í endursölu
AN VSK
SÉRBÚINN SENDIBÍLL
Verð frá kr. 746.880
-i- vsk kr. 146.986
Án vsk kr. 599.894
Fjöldi fyrirtækja hefur valið
VW POLO ÁN VSK