Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991.
Spumingin
Er bíllinn þinn
tilbúinn í
vetrarakstur?
Kristín Runólfsdóttir húsm.: Að
sjálfsögðu, kominn á vetrardekk og
búið að setja á hann frostlög.
Runólfur Dagbjartsson múraram.:
Ég á engan bíl, ég labba bara.
Hrafn Guðmundsson nemi: Ég á eng-
an bíl og er voðalega lítið farinn að
hugsa út í veturinn.
Björk Þorleifsdóttir sölukona: Já,
búið að skipta um dekk og setja á
hann frostlög.
Friðrik Brekkan bíleigandi: Já, hann
er búinn að vera það í heilt ár. Ég
keyri um á heilsársdekkjum og er
reyndar búinn að yfirfara hann allan
fyrir veturinn.
Guðmundur Hólmgeirssson útgerð-
arm.: Já, kominn á nagladekk og
búið að athuga ljósin.
Lesendur
Eskfirðingur skrifar:
Hinir ólöglegu sorphaugar Eskfirð-
inga hafa enn einu sinni komist í
fréttirnar. í þetta skiptið vegna línu
sem búið var að beita en hafnaði síð-
an á öskuhaugum bæjarbúa. Skipti
engum togum að vel var bitið á þá
öngla línunnar sem sjáanlegir voru
þar sem hún lá í hrúgu. Hefði hvaða
sjómaður sem er getað vel við unað
að fá jafnmarga fiska á slíka línu sem
lögð hefði verið í sjó í einum haug. -
Áhangendur línunnar í þetta skiptið
reyndust þó ekki spriklandi fiskar
eða þorskar á þurru landi heldur
vargfuglar, mávar.
Ljóst er að hér er komin fram ný-
stárleg og ef til vill heppileg lausn
hvað viðvíkur kostnaðarhliðinni á
fórgun vargfugla. En fram kom í
fréttum nú fyrir stuttu að afar dýrt
væri að útrýma mávi. Gæti kostað
allt að 700 kr. á fugl með því að koma
svefnlyfi í fæðu hans. - Það hefur
auðvitaö engum dottið í hug að leggja
línu fyrir fuglinn á þurru landi. En
er nokkuð athugaverðara við það að
veiða fugla á línu heldur en fiska -
og það vargfugl eins og mávinn?
Talið er að um 70% allra máva
hérlendis séu smituð salmonellu sök-
um þess hversu illa er staðið að sorp-
hirðu. Líkja megi mávinum við fljúg-
andi rottur. Af þessari ástæðu þykir
brýnt að halda þessúm vargfugli í
lágmarki. Heilbrigðisyfirvöld ættu
ef til vill að leita liðsinnis hjá sjó-
mönnum sem gera út á línu og fá þá
Frá sorphaugum á Eskifiröi.
til að leggja línu sína á sorphauga
landsmanna þar sem vargfugl er til
staðar á annað borð. -Eflaust myndu
margir sætta sig viö lægri upþhæð
en 700 krónur fyrir hvern fugl,
kannski svo sem eitt til tvö hundruð.
Já, því ekki að athuga þetta nánar?
Alla vega varð árangurinn góður á
sorphaugum Eskfirðinga. Og hver
veit nema samvinna eskfirska sjó-
mannsins, sem fleygði línunni á
haugana, og Þórarins Hávarðssonar
á Stöð 2 eigi eftir að Iiljóta lof fyrir
þá merku nýjung er lýtur að útrým-
ingu vargfugla. - Sjálfsagt að vera
með þetta utan kvóta svona til að
byrja með.
Vargfugl og sorp
EskifMi
Verslunarfrelsi
Helgi Geirsson skrifar:
Það er mikið rætt og ritað um
frjálsa verslun um þessar mundir.
Um leið er allt reynt til að setja ís-
lenska verslun og iðnað í hendur
útlendinga og miöstjórnarvald Evr-
ópuríkja úrslitavald yfir þessum
málum sem öðrum.
Manni verður ósjálfsrátt hugsað til
Skúla Magnússonar fógeta og ann-
arra góöra íslendinga sem börðust
allt sitt líf gegn útlendu ofurvaldi og
fyrir sjálfstæði okkar og möguleik-
um til framfara i landinu. Ég er
hræddur um að Skúli hefði ekki skil-
greint það sem menn ræða í dag fyr-
ir hönd íslendinga sem „frjálsa versl-
un“ - raunverulegt verslunarfrelsi.
Skúli Magnússon var einnig frum-
kvöðull iðnaðar og taldi eins og aðrir
góðir íslendingar að íslensk þjóð ætti
óskertan einkarétt á öllu íslandi, þar
mætti enginn útlendingur skipa fyr-
ir. Hann taldi frumskilyrði að öll
starfsemi á íslandi yrði í höndum
íslendinga sjálfra.
Skúh Magnússon lést háaldraður
og bhndur, svikinn og svívirtur, svo
að hann gat hvorki séð né notið fulls
árangurs verka sinna og baráttu. Við
niðjar hans höfum svo sannarlega
notið þeirra - hingað til. Og ef við
erum ekki hreinlega orðin úrkynja
skrípi þá getum við haldið áfram að
njóta þeirra. Það er skylda að færa
niðjunum þessa arfleifð.
Á sínum tíma sviku „danskir ís-
lendingar“ og niðurrifsmennirnir
Skúla. í dag eru dönsku ísiending-
arnir orðnir „útlendu íslendingarn-
ir“, sem kalla sig stundum „alþjóða-
sinna“, sem gefur svikum þeirra við
landsmenn menntamanna- og
hrokablæ. - Iðja þeirra er sú sama...
Fyrir þetta fólk er ekkert sem ís-
lenskt er nógu „fmt“ og „gott“. Hug-
sjón þess nær yfirleitt ekki lengra en
að snurfusa sig og ilmvæta, horfa á
sjónvarpið og apa eftir útlendingum.
Þetta fólk virðir ekki íslensku þjóð-
ina að verðleikum og trúir ekki að
hægt sé að hafa mannsæmandi líf á
íslandi, nema með aðstoð og íhlutun
útlendinga. Þetta skapar sálarástand
sem ýtir undir vantraust og er í ætt
við bleyðuskap og brýst loks út í
óhollustu við þjóð sína.
Hefði nokkur maður getað ímynd-
að sér að íslenska þjóðin gæti eignast
syni og dætur til forystu fallin, sem
væru um leið tilbúin að ræða við
- útlendinga um að skerða verslunar-
frelsi þjóðar sinnar? Á raunveruleik-
inn að verða sá að nútíma ráðamenn
geri ævibaráttu Skúla Magnússonar
að engu með því að svíkja hann nú
endanlega? - íslenskir frelsis- og
sjálfstæðismenn, sem trúa á mátt og
megin þjóðar sinnar, verða að þola
þetta og vera hugrakkir og þolinmóð-
ir í baráttu sinni. Þeir mega aldrei
missa sjónar af markmiðinu, að vera
fyrst og fremst trúir þjóð okkar og
samvisku sjálfra okkar.
Afnotagj öld RÚV:
Eru þau ekki tvísköttun?
Helgi skrifar:
Ég læt mig hafa það að senda hér
meðfylgjandi bréf frá Borgarfógeta-
embættinu í Reykjavík. Að vísu fékk
ég tvö svona bréf og það með tveggja
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eðaskrifið
ATH.: Nafn og símanr. veröur
að fylgja bréfum
....fékk ég tvö svona bréf og það
meö tveggja daga millibili...“
daga mihibih og í ábyrgðarpósti.
Bréfin voru fimm daga á leiðinni og
er það nú umhugsunarefni eitt sér.
Ég er hins vegar með þessum skrif-
um mínum að vara fólk, sem hefur
t.d. sjónvarp en greiðir ekki afnota-
gjald af Ríkisútvarpinu, við því hvað
það getur haft í för með sér. Þetta
eru víst lög sem fólk á að fara eftir,
nefnilega að greiða afnotagjald skil-
vislega til ríkisins þótt það noti alls
ekki útvarpið eða sjónvarpið.
En ég bara spyr: Er þetta ekki tví-
sköttun? Greiðir ekki ríkissjóöur
niður Ríkisútvarpið á ári hveiju? -
Hvar er nú félagið sem stofnað var
gegn nauðungarsköttum? Er þetta
ekki furðulegt fyrirbæri?
Varleg umfjölBun
umÁTVR-málið
Guðmundur Sigurðsson skrifar:
Mér finnst umfiöllun um
ÁTVR-máhð, þar sem tveimur
mönnum var sagt upp störfum,
vera óvanalega varfæraisleg. -
Og það aldrei þessu vant!
Þegar þess er gætt að ságt er
að allt að 20 milljónir króna hafi
verið sviknar út úr verslun
ÁTVR er ekki undariegt þótt fólk
beri það saman við önnur mál,
þar sem um minni verðmæti hef-
ur veriö að ræða en mun meiri
hörku beitt i rannsóknum.
Trúiekkiálang-
tíma veðurspá
Andrés skrifar:
Ég hef oft rekið mig á það að
þegar verið er að spá um veður
langt fram í tímann hefur það í
fæstum tilfehum mikið gildi. Ég
sá eina svona spá nýlega, þar sem
m.a. er talað um að vetrarstihur
séu í vændum og minni úrkoma
en í meðalári. - Þessi spá átti aö
gjlda út nóvembermánuð.
Nú er kominn 11. nóvember,
þegar þetta er skrifað, og ekki
hefur spáin staðist það sem af er.
Ég er ekki hlynntur þvi að spáð
sé svona langt fram í tímann hér
á landi, það villir um fyrir mörg-
um sem treysta á svona nokkuð.
Ég sé ekki einu sinni að veður-
spár haldi daginn eftir, daginn
sem næsta spá gildir oftast fyrir.
Óheyrilegtverð
árjúpunum
Kristjana hringdi:
Efþað er rétt, sem maður heyr-
ir, að verð á rjúpum núna fyrir
jólin eigi að vera um 900 krónur
út úr búð, legg ég til að fólk hunsi
almennt þennan hátíðamat og
noti annað sem er ódýrara. - Það
á ekki að koma th móts við veiði-
menn sem ætla að notfæra sér
trega veiði að undanförnu.
Það er ekki víst að fólk geri sér
grein fyrir því hvað þetta er mik-
ið okur. - Að hrámetið í aðalrétt-
inn á jólum geti kostað kr. 10.800
fyrir 6 manna fiölskyldu! Og þá
er allt annað til máltíðarinnar
eftir. Ef fólk lætur sér þetta lynda
er ekki eins þröngt í búi og marg-
ir vilja vera láta.
Upplýsingarum
afkomufyrirtækja
Halldór Jónsson skrifar:
Ég er alveg undrandi á því ef
fólk lætur sér í léttu rúmi liggja
að fá ekki betri upplýsingar um
afkomu hinna ýmsu fyrirtækja
sem skipta víð verðbréfmarkað-
ina. - Margir sem kaupa veröbréf
og hlutabréf i fyrirtækjum hafa
ekki mikla hugmynd um hvernig
þau standa.
Á þetta benti einmitt ffam-
kvæmdastjóri Handsals hf. ný-
lega og hvatti verðbréfafyrírtæki
th að veita fiárfestum hlutabréfa
sem bestar upplýsingar um við-
komandi fyrirtæki.
geðheilsunni
Hlustandi skrifar:
Ég er farinn að hlusta á Aðal-
stöðina milli kl. 5 og 7 síðdegis
virka daga. Og það er eins og fargi
sé af mér létt. Það er nú einu sinni
þannig að manni finnst vera fé-
lagsskapur að útvarpinu og
þannig á það að vera. Én þessir
þættir fullir af vandamálum æfla
mann oft lifandi aö drepa.
Nú finnst mér hins vegar best
að hlusta á Aðalstöðina, einkum
á nýjan þátt sem nefnist íslend-
ingafélagið, ogþar eru viti bornir
menn sem tala um allt mögulegt.
- Þetta eru virkilega skemmtileg-
ir þættir og þess vegna vh ég
vekja athygli á þeim.