Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Side 20
20 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Telepower i Rafhlöður í þráðlausa - Panasonic - Uniden - Cobra - Beil South - Sony - AT&T Rafhlöður i boðsenda: - Pace - Maxon - Motorola - Ceneral Electric o.fl. RAFBORG SF. Rauðarárstig 1, simi 622130. r á nœsta sölustað • Askrittarsími 62-60-10 Hillukerfi Heildorlausn fyrir lagerinn tje i — B , f~— LJ' 1 1 Fljótlegt og einfalt í uppsetningu. Fáanlegt í mörgum stæröum með mismunandi þyngdarþol. Stækkar í takt viö vökst fyrirtækisins BlLDSHÖFDA 16SIMI6724 44 TELEFAX672580 Menning Draugasaga Steinars Þetta er sextánda bók Steinars Sigurjónssonar á þrjátíu og sex ára tímabili. Hann hefur birt ljóö og smásögur en einkum skáldsögur. Þaö hefur lengstum verið heldur hljótt um hann, raunar alltof hljótt. Því hann hefur verið með bestu lausamálshöfundum íslenskum á þessu tímabili. Þar vil ég sérstaklega nefna til fyrstu skáldsöguna, ástarsögu (1958, birtist aftur 1967, endursamin og aukin um helming, undir titlin- um Blandað í svartan dauðann). Skipin sigla, 1966, og fleiri mætti telja. Saga þessi ber nafn af sögustað, hún gerist nær öll í húsi með sérkennilegum kjallara. Raunar er hann hið eina sem virðist eftirtektarvert í húsinu. Söguhetjan, Davíð, hefur erft húsið. Á hæðinni er íbúð sem honum finnst óhugnanlega dauðhreinsuð, einkum eldhúsið. En þar er hann einkum með sambýliskonu sinni sem sér um allt, stjómar öllu mildilega. Hún lætur hins veg- ar kjallarann í friði fyrir hreinlætistækjum. Kjallarinn er mestallur eitt mikið herbergi, mótað af fyrri eigendum, einkum afa og ömmu söguhetju. Þau höíðu verið leikarar og innréttað herbergiö til að æfa sig en fyrir hálfri öld framdi afinn sjálfsmorð þarna. Vofa hans og annarra kemur þarna mjög við sögu. Söguhetjan hefur sjálf eitthvað verið í skemmtanaiðju („dúllað"), en það gekk ekki vel, hlegið að honum þótt hann væri alvarlegur. Þessi ósigur og annað gengis- leysi í lífinu er skýrt með því að faðir hans hafi kúgað hann. Söguhetjan hefur núorðið ekkert fyrir stafni annað en að liggja út af, einkum í kjallaranum og láta hugann reika. Svo það er ekki aö furða að svipir fortíðarinnar nái bókstaf- lega valdi á honum enda þótt þeir mæti sam- keppni tveggja atkvæðamikilla ástkvenna sögu- hetju en þær heita báðar Nína. Til hvers em þær tvær, ekki bara samnefndar, heldur svo áþekkar að erfitt er að aðgreina þær í textanum? Ég sé helst það svar við því að það sé tii þess að þær geti talað saman um söguhetjuna. En reyndar er almennt talað lítill greinarmunur gerandi á persónum, m.a. vegna þess að þær tala mestmegnis um það sama. Auk þessara þriggja persóna ber mest á draugum. Tveir þeirra eru kvenkyns og sækja í Davíð af losta, þær reynast svo vera bernskuvinkonur hans afturgengnar. Einnig er þarna draugapar, sem er eins og eftirmynd hans og vinkonu hans, ennfremur draugurinn Ari, eins konar spegil- mynd hans, loks er afinn að reyna að drepa hann. Ólíkt hinum draugunum er hann hljóð- ur. Steinar Sigurjónsson. Bókmenntir Örn Ólafsson Bygging Sagan skiptist í sjö mislanga kafla. Þegar í þeim fyrsta fer söguhetjan aö heyra muldur, síðan raddir sem gera lítið úr honum og tala um hve tilgangslaust lífið sé. Talað er um að Davíð þjáist af „geðhvarfasýki", og æ síðan má lesendur gruna að draugagangurinn sýni bara truflað sálarlíf hans enda er það oft gefið í skyn. Þetta er lengsti kaflinn auk þess næstsíðasta sem segir frá lokabaráttu Davíðs við draugana. Sumt er hér með heföbundnum hætti, svo sem að sagan hefjist í miðjum klíðum og svo komi forsaga í 2. kafla og reyndar fjarlægari forsaga í 5. k. En í rauninni ríkir þetta sama sálarstríð í sögunni frá upphafi til enda og því er varla hægt að tala um framrás í henni, hvað þá þróun eða spennu. Nú undanfarin ár hafa skáldsögur Steinars verið af svipuðu tagi og þessi nýja saga, við- burðalitlar, en fullar af samtölum um einhvers konar lífsspeki. Þar sem svo mikið er um samt- öl er allmikill talmálsblær á þessum sögum og sá blær eflist við að höfundur færir stafsetningu nær framburði. Töluverðar endurtekningar eru í þessum spekimálum, jafnvel finnst mér þau fara í hring. Ég er aldrei neinu nær eftir þær samræður allar og held að í því birtist einmitt lífssýn verkanna, einhvers konar tómhyggja, eða kannski öllu heldur það viðhorf að fjas sé ekki það sem skipti mestu máli í lífinu. Lítum á dæmi þessara samtala, þar sem tveir draugar tala um söguhetjuna (bls. 55): „Sjáð’ann" sagði Ýla. „Maðurinn!" sagði Móri og gerði sig mjög undrandi. „Maðurinn á jörðinni!" „Maðurinn segiru Móri og ekk’ að furða. Að vera maður? Kvað það sé? Er meiri klikkun til? Nema bíddu við! Nú væhr leðurblaka inní augað og klukka glymur yfir kirkjugarðinum milh vindhviðanna - og nú er einn þrumandi heltek- inn kvinur á himni og jörð! Guð minn góður, kve lífið á bágt! í sambandi við þetta er enn tvennt að nefna. Annars vegar ber þónokkuð á sérkennilegum nýyrðum þar sem orð eru færð á milli orð- flokka; t.d. „aö fuma, að nautna sér, í greðunni, það tárar af þér“, hins vegar eru sett saman orð frá mismunandi sviöum svo útkoman verður ankannaleg ef ekki óskiljanleg. Sem dæmi má nefna að á einum stað (bls. 93) á kynferðislegt samband að vera til að finna réttlæti og í eftirfar- andi samtali (bls. 67) á hrömun húss að sýna mannssál. Þaö má að vísu taka sem skopstæl- ingu á sumu húsverndunartalinu fyrir nokkr- um árum.: Og svo heyrum við þetta sífellda gnauð um rifur og göt; það er eins og það sé sál manns. Er það ekki annars kallað sál? Glugginn skrölt- ir það mikið að það hlýtur að vera sál. Er það ekki?“ „Jú, það held ég. Fóðrið hángir það mikið eins og slys að það hlýtur að vera sál. Er það ekki?“ „Jú, ég held það hljóti að vera sál. Þilið lekur á mann súgi og það er tjald um gluggann. Sjáðu. Það er léreft úr gömlum kveitipokum! Er þér ekki heitt? Þú veist kvað ég meina, er það ekki? Ég vil eittkvað." „Það er ljótt að vera hérna!" sagði Dabbi. „Það er léreft sem enginn horfir á.“ Hér sjáum við fleiri dæmi þess að orð séu notuð á annarlegan hátt (ljótt aö vera hérna), og miklar endurtekningar og spumingar sem valda því að allt verður óljóst, það er eins og allt sitji fast. Auk óljósra marka milh persóna valda framangreind sérkenni því að sagan verð- ur hálfóræð, óskýr framrás, og erfitt að fá botn í hana. Hún er þá módern, svo sem Skafti koll- egi minn á Mogganum segir. Steinar Sigurjónsson: Kjallarinn. Forlagió 1991, 110 bls. ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta <$>-gardínubrautir eftirmáli meö úrvali af köppum í mörgum litum. Ömmustangir, þrýsti- stangir, gormar o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt. <iy Einkaumboð á fslandi Síöumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 -688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 * \ [Grænt númer: 99-6770 ''"nt i*'v Spámaður úr Gamla testamentinu Benjamín Eiríksson hefur átt óvenjulega ævi. Ungur missti hann föður sinn, bláfátækan sjó- mann, en braust til mennta, gerðist kommún- isti og dvaldi um skeið í Ráðstjórnarríkjunum. Eftir heimkomuna árið 1938 starfaði hann í Sós- íalistaflokknum en átti ekki lengi samleið með vinum Kremlveija. Hann sigldi til Bandaríkj- anna 1 miðju stríði og lauk doktorsprófi í hag- fræði frá Harvard-háskóla þar sem leiðbeinandi hans var hinn frægi Jósep Schumpeter. Síðan vann hann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en sneri heim um 1950, gerðist efnahagsráðunautur íslenskra ríkisstjórna og markaöi ásamt Ólafi Bjömssyni þáttaskil í hagstjóm, er fijáls versl- un tók við af höftum. Benjamín varð bankastjóri framkvæmda- bankans 1953 og gegndi því starfi til 1965, er hann taldi sig fá guðlega vitrun og varð einsetu- maður. Upp úr 1980 tók hann aftur að láta í sér heyra á opinberum vettvangi. 1983 kom út greinasafn eftir hann, og á áttræðisafmæh hans árið 1990 gaf Stofnun Jóns Þorlákssonar út ýmsar ritgerðir hans frá fyrri ámm um efna- hagsmál og stjórnmál. Nú hefur Benjamin gefið út þriðja greinasafn- ið, Hér og nú, og er það frá síðustu átta árum. Það skiptist í sex hluta, ævisögubrot, efnahags- mál, stjórnmál, trúmál, skógrækt og menning- armál. Benjamín er ágætur rithöfundur, skrifar létt mál og læsilegt, fuht af líkingum og mynd- um, án þess að það sé yfirborðslegt, og oft er í boðskap hans mikil speki. Hann er hka ófeiminn við að lesa mönnum pistilinn. Rök Benjamíns gegn vaxtakenningum Magna Guðmundssonar, Gunnars Tómassonar og Stein- gríms Hermannssonar eru sterk: Sú fásinna virð- ist séríslensk, að veröbólga hjaðni við valdboöna vaxtalækkun. Verðbólga, langvarandi verð- þensla, stafar af peningaþenslu, og vaxtahækkun dregur vitaskuld úr slíkri peningaþenslu. Árásir Benjamins í bókinni á Davíð Oddsson, fyrrver- andi borgarstjóra, ná hins vegar ekki nokkurri átt. Viröist Benjamín aðahega leggja fæð á Davíð fyrir aö hafa stuðlað að hundahaldi í Reykjavík! Benjamín Eiríksson hefur átt óvenjulega og forvitnilega ævi. Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Benjamín rifjar það upp í mörgum greinum, hversu hart íslenskir kommúnistar gengu fram í þjónustu við Kremlveija. Tökum til dæmis Þjóðviljann 9. maí 1952. Þá var fyrirsögn á fors- íðu: „Lífskjör í Sovétríkjunum betri en víða í V-Evrópu“. Nokkrum dögum síðar, 20. maí, var fyrirsögn á forsíðu blaðsins: „Fólkið streymir í Kommúnistaflokk Frakklands". Inni í blaðinu var síðan frétt um ferðabók íslensks sameignar- manns um Ráðstjómarríkin. Bókin hét auðvitað í landi gleðinnar. Þessa sömu maídaga árið 1952 birti Benjamín greinaflokk í Morgunblaðinu og Tímanum um lífskjör í Ráöstjórnarríkjunum. Fyrir vikið kah- aði Þjóðviljinn hann níðing, samviskuliðugan ódreng, lepp, svikara og leigðan erindreka. Margir sósíalistar, þar á meðal Benjamín Eiríks- son, sáu tiltölulega snemma að sér. Því verri verður sök þeirra, sem ekki gerðu það og héldu fram á síðustu ár fast við málstað Sameignar- flokks Ráðstjórnarríkjanna, eins mikilvirkasta glæpaflokks heims. Benjamín Eiríksson er eindreginn stuðnings- maður lausbeislaðs kapítahsma og setur skoðun sína á því mjög skýrt fram: „Auðvaldsskipulagið er eina þjóðskipulagið, sem gert hefir þjóðir rík- ar,“ segir hann á einum stað, „með atvinnufrelsi, markaðshyggju og fjármagni, - ftjálshyggju. Þar við bætist svo, aö þetta skipulag hefir reynst mik- ih vinur frelsisþrár mannkynsins sökum dreifmg- ar hagvaldsins. Með októberbyltingunni var hag- valdið flutt til aðalritarans með vægast sagt skelfi- legum afleiðingum fyrir fólkið.“ Fróðlegustu greinar bókarinnar eru um dvöl Benjamíns í Rússlandi, þegar ógnarstjóm Stahns var að ná hámarki. Þá kynntist hann ungri stúlku af þýskum ættum, Veru Hertzsch, og eignuðust þau saman barn. Nokkru eftir að Benjamín var farinn frá Rússlandi, heimsótti Hahdór Laxness Veru í Moskvu. Á meðan Hahdór sat hjá henni við te- drykkju síðla kvölds, var drepið á dyr: Leynilög- regla Stalíns var komin th þess að handtaka Vem, og hefur ekkert síðan spurst th hennar eða bams- ins hálf-íslenska. Hahdór Laxness hélt hins vegar lengi áfram að boða okkur íslendingum kosti rúss- neskra stjómarhátta og sagði ekki frá þessu atviki fyrr en í Skáldatíma. Greinar Benjamíns um efnahagsmál og stjóm- mál í þessari bók em fróðlegar og læsilegar. Minna er vert um skrif hans um trúmál, nema menn séu thbúnir að trúa hinum guðlegu vitrunum sem Benjamín hefur fengið um það, að hann sé Mess- ías. Sjálfum finnst mér Benjamín vera í ætt við spámenn Gamla testamentisins, sem stóðu forðum uppi á stokkum og drógu hvergi af sér við að segja mönnum th syndanna. Á hann ekki frekar heima þar en í Nýja testamentinu? Benjamin Eiríksson: Hér og nú Reykjavík 1991 --------------------------------rTTTT'i I ’ r TtT1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.