Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Side 4
4
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Kvennalistinn mótmælir stefnu ríkisstjómarinnar:
Eykur útgjöld hverrar fjöl-
skyldu um álján þúsund krónur
„Hugmyndir ríkisstjórnarinnar
um breytingar á velferöarkerfinu
fela ekki í sér bætta nýtingu á fjár-
munum í þágu þeirra sem minnst
hafa handa á milli heldur beinan nið-
urskurð og aukinn tilflutning á
kostnaði frá ríkinu yfir á neytendur.
Eru það ekki síst barnafjölskyldur,
aldraðir og fatlaðir sem verða fyrir
barðinu á stefnu ríkisstjórnarinnar.
Kemur þaö meðal annars fram í
hærri lyfiakostnaði, þjónustugjöld-
um og skólagjöldum. Áætlað er að
þessi gjöld nemi að meðaltali um
18.000 krónum á ári á hverja fiögurra
manna fiölskyldu í landinu."
Svo segir meöal annars í ályktun
landsfundar Kvennalista sem lauk í
gær.
í meginályktun fundarins er meðal
annars mótmælt þeim niðúrskuröi á
velferðarkerfinu sem boðaður er í
hvítbók úr fiárlagafrumvarpi ríkis-
stjómarinnar. Fram undan séu
tímar mikilla breytinga og hugsanleg
átök milli ýmissa hagsmunahópa í
þjóðfélaginu. Þær breytingar, sem
boðaðar hafi veriö, skipti konur afar
miklu máh. Takist að koma þeim á
sé stigið stórt skref aftur á bak sem
geti tekið mörg ár að leiðrétta. Takist
að koma í veg fyrir þær verði engu
að síður að hefia endurreisn sem
stefni í átt til aukins jöfnuðar, vald-
dreifingar og nýsköpunar.
Kvennalistakonur úr Reykjaneskjördæmi brugðu sér i sund i sundlaug Seltjarnarness til að búa sig undir átök
dagsins á landsfundinum. F.v.: Kristín Halldórsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Dóra Hlín Ingólfsdóttir.
DV-mynd S
í ályktuninni segir ennfremur: framkvæmdir við fiölbreytta at- könnun.Eflaþarfrannsóknirogleita
„Gera þarf víðtæka áætlun og hefia vinnusköpun sem byggir á auðlinda- eftir frumkvæði fólksins og síðast en
ekki síst þarf að taka miö af stöðu
kvenna á landsbyggðinni."
Síðan segir að breýtingar á velferð-
arkerfinu hafi mun meiri áhrif á líf
og stöðu kvenna heldur en karla. I
stað þess að einkavæða þurfi áð
draga úr miðstýringu velferðarkerf-
isins og auka sveigjanleiká þess og
sjálfstæði rekstrareininga.
Loks segir að nái stefna ríkisstjóm-
arinnar í kjara- og velferðarmálum
fram aö ganga muni hún hafa í fór
meö sér verulega kaupmáttarskerð-
ingu á næsta ári, ekki síst fyrir kon-
ur og aðra tekjulága hópa. Grund-
vallarkrafa kvenna sé að þær geti
lifað af launum sínum og þeim sé
gert kleift að vera efnahagslega sjálf-
stæðir einstaklingar.
Erlendar lántökur voru meðal
þeirra mála sem rædd voru á lands-
fundinum. „Við ræddum um að það
gæti verið mjög hættulegt að draga
mikið saman framkvæmdir hins op-
inbera ef samdráttur yrði á öðrum
sviðum. Við slíkar aðstæður gæti
veriö réttlætanlegt að fara út í aukn-
ar erlendar lántökur. Það væri líka
hugsanleg leið til að ná vöxtunum
niður sem gæti aftur ýtt undir aukn-
ar framkvæmdir innanlands," sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
kona Kvennalista, við DV í gær.
-JSS
Mikið tjón vegna kartöflumyglunnar:
Óvissa um framboð á kartöflum
„Ég held nú ekki en maður getur
aldrei verið öruggur. Þetta var gott
sumar og þaö spratt vel víöast hvar
og það er mikið til af kartöflum. En
það er mikið sem skemmist út af
þessari kartöflumyglu og það er
voöalega erfitt að segja í dag hvort
þetta muni verða nóg. Útlitið er
þannig að það getur hvort tveggja
gerst," sagði Páll Guðbrandsson,
formaður Landssambands kartöflu-
bænda, aðspuröur hvort hugsanlega
verði skortur á kartöflum.
Páll sagði ennfremur að tjónið
vegna kartöflumyglunnar væri gif-
urlegt hjá sumum bændum og það
væri óbætanlegt.
DV hafði einnig samband við Jó-
hannes Gunnarsson, formann Neyt-
endasamtakanna, og spurði hann
hvort eitthvaö hefði borið á skemmd-
um kartöflum á markaðnum. Hann
kvað svo ekki vera og sagði að greini-
legt væri að bændur stæðu sig vel í
að flokka skemmdu kartöflumar úr.
A.m.k. hefðu engar kvartanir borist
til samtakanna vegna þessa.
-GRS
í dag mælir Dagfari
Fram þjáðir menn
Þetta eru nú meiri aumingjamir
i Verkamannasambandinu. Ný-
kjörinn formaður sambándsins
lætur hafa það eftir sér um helgina
að nú sé ekkert nema vamarbar-
átta framundan. Hann kiknar í
hnjáhöunum við minnsta mótlæti,
þessi .maður, sem er nýbúinn aö
taka við formennskunni af Jakan-
um með þau vígreifu baráttuorð á
vörum að nú þurfi aö sækja fram.
Og hann hefur ekki fyrr tekið’við
en hann hefur snúið sókn í vöm
og ætlar að verja geröa kjarasamn-
inga og ekki skrefinu meir!
Samningar era allir lausir og við-
ræður aö fara í gang. Menn hafa
verið að tala um nýja þjóðarsátt og
aukinn kaupmátt og hærri laun
eins og gengur gerist í venjulegum
kjarabaráttum. Launþegar hafa
sótt, vinnuveitendur varist. Nú á
að snúa þessu blaði við og það
verða vissulega tímamót í íslenskri
kjarabaráttu þegar samningar
ganga út á það eitt að veija gamla
samninga. Foringi verkamanna
ætlar sem sagt að standa vörö um
það sem hann hefur og telur það
brýnasta verkefnið að koma í veg
fyrir að samningamir veröi skert-
ir.
Formaður Verkamannasam-
bandsins gerir meira. Hann berg-
málar formann vinnuveitenda i
vaxtamálum og í rauninni gengur
ekki hnífurinn á milli þeirra í sam-
eiginlegum harmagráti um það
hvað þjóðin eigi bágt. Formaður
vinnuveitenda segir að vinnuveit-
endur hafi ekki efni á að borga
hærri laun og hafi í rauninni ekki
efni á að borga þau laun sem nú
em greidd.
Formaöur Verkamannasam-
bandsins vorkennir vinnuveitend-
um og skilur þrengingar þeirra en
er þó staðráðinn í þvi aö verja þau
laun sem verkamenn hafa í dag.
Út á þaö gengur barátta hinna
þjáöu manna á vom landi. Að láta
ekki taka af sér hýruna.
Þaö er þó einhver munur að
heyra 1 talsmanni kennarastéttar-
innar sem lætur engan bilbug á sér
finna og heimtar hærri laun. Kenn-
urum kemur þaö ekki við þó
kreppa sé landlæg og álver úr sög-
unni. Kennurum kemur ekki við
þótt þjóðartekjur dragist saman og
aöstaeður leyfi ríkissjóði lítið sem
ekkert svigrúm til aö bæta við út-
gjöld ríkisins. Kennarar era harðir
í kjarabaráttunni og heimta sitt.
Þeir ætla ekki að láta kreppuna
bitna á sér, enda er það öllum ljóst
að ef kreppan heldur áfram mun
það bitna á launþegum jafnt sem
öðrum og kennarar þurfa þvi meiri
laun í harðnandi kreppu. Þeir ætla
ekki að gjalda fyrir gjaldþrotin og
ríkissjóðshallann og þeim kemur
ekki viö þótt atvinnufyrirtækin
væli og séu á hausnum.
Þetta em menn að mínu skapi og
ekki nóg með það. Kennarar segj-
ast einfaldlega ætla að hætta að
kenna ef þeir fá ekki kjarabætur
og þeir ætla að snarhenda sér í
önnur störf, sem bæði era léttari
og betur borguö, að sögn. Það er
ekki atvinnuleysið á þeim bæ og
það er greinilega ekkert vandamál
fyrir kennara að fá önnur störf ef
þeir hætta kennslu, enda þótt allir
aðrir grenji út af atvinnuleysi og
bágum efhahag.
Þetta er náttúrlega óskapleg hót-
un þjá kennurum ef þeir hætta að
kenna. Ríkissjóður hlýtur að liggja
marflatur fyrir svona kjarabaráttu
þar sem launþegamir hóta að fara
í aðra vinnu. Hingað til hafa menn
verið svo vitlausir að fara í verk-
föll og banna öðrum að vinna sín
störf. Kennarar era búnir að fá sig
fullsadda af verkfóllum sem þeir
hafa sífellt tapað á. Nú ætla þeir
einfaldlega að fara að gera eitthvað
annað.
Formaöur Verkamannasam-
bandsins ætti að læra af kennur-
um. Verkamenn eiga að hóta því
að leggja niður verkamannavinnu
sína og hóta því að fara í önnur
störf. Verkamenn gætu til dæmis
tekið að sér kennslu þegar kennar-
ar era hættir og þá mundu vissu-
lega opnast möguleikar fýrir kenn-
ara að fara í verkamannavinnuna
og þannig geta hinar ýmsu stéttir
landsins skipst á störfum frekar en
að vinna þau störf sem þær kunna.
Að minnsta kosti meðan þær fá
ekki betri laun fyrir sína eigin
vinnu en þær fá fyrir annarra
vinnu. Að vísu segir enginn að sú
sé raunin en það er allt betra en
að vinna fyrir skítalaun 1 sínu eigin
starfi. Það er þá betra að vinna fyr-
ir skítalaun í annarra manna störf-
um.
Dagfari