Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
35
Sviðsljós
BUNDHÆÐ
A
JIUMFEROW
Rokkað í Neskaupstað
pakka-tilboð
Hjörvar Siguijónsson, DV, Neskaupstað:
Hótel Egilsbúð í Neskaupstað og
norðflrskir hljómlistarmenn buöu
fyrir nokkru til rokkveislu í Nes-
kaupstað.
Þetta er þriðja árið í röð sem efnt
er til tónlistardagskrár af þessu tági
og má því segja að rokkveislurnar
séu búnar að skapa sér fastan sess í
austfirsku skemmtanalífi.
Að þessu sinni voru íslenskri dæg-
urtónlist frá árunum 1950-1975 gerð
góð skil. Tónlistin var fiutt af átta
hljóðfæraleikurum og sjö söngvur-
um og er skemmst frá því að segja
að undirtektir Austfirðinga voru frá-
bærar.
Húsfyllir var á öllum sýningunum
og hafa því á milli sjö og átta hundr-
uð manns notið rokkveislunnar.
Stórir hópar frá nágrannabyggð-
unum fjölmennu og allir virtust sam-
mála um gæði tónlistarinnar og ekki
síður matarins sem borinn var fram.
Framkvæmdastjóri rokkveislunn-
ar var Þröstur Rafnsson og á hann
þakkir skildar fyrir mikið og ósér-
hlífið starf.
Glæsilegt útlit og góð tæknileg hönnun á verði sem er ævintýri líkast.
MEIRIHÁTTAR
ELTA-myndbandstæki og 20" Adison litasjónvarpstæki
með fjarstýringu á meiriháttar tilboðsverði
aðeins kr. 58.700 /“ st8r-
Gamla kempan, eða Bubbi, brást
ekki frekar en fyrri daginn.
Megas var í banastuði og var vel
fagnað af áhorfendum.
DV-myndir GVA
Sveinn Rúnar Hauksson læknir
skipulagði tónleikana til styrktar
Samtökum herstöðvaandstæðinga.
Fjórir helstu trúbadorar íslands, þeir Bjartmar, Bubbi, Megas og Hörður, héldu sameiginlega tónleika á mánudags-
kvöldið og slógu rækilega i gegn.
Fjögur stærstu trúbadornöfnin á
íslandi, þeir Bubbi Morthens, Bjart-
mar Guðlaugsson, Megas og Hörður
Torfason, héldu sameiginlega tón-
leika í Borgarleikhúsinu á mánu-
dagskvöldið fyrir troðfullu húsi.
Slegist var um miðana og þurftu um
300 manns frá að hverfa.
„Ég skipulagði þessa tónleika í
samvinnu við listamennina og þeir
voru haldnir til styrktar Samtökum
herstöðvaandstæðinga,“ sagði
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og
félagi í samtökunum.
Heiti tónleikanna var „Hafið, fjöli-
in og hugarfarið“ og Sveinn sagði að
nafnið vísaði á umhverfisvernd því
að tilgangurinn hefði verið að beina
augum fólks að mengun af völdum
herstöðva, hér á landi sem annars
staðar.
„Þetta er svona rétt að byija að
koma upp á yfirborðið, eins og t.d.
fréttirnar af Heiðarfjalli þar sem eit-
urefni hafa komið í ljós sem talið er
að muni síast niður í grunnvatnið á
örfáum árum,“ sagði Sveinn og
nefndi fleiri dæmi.
„Við skiljum ekkert í því að núna
þegar kalda stríðið er búið og óvinur-
inn hefur gufað upp tala sumir um
að það hafi aldrei verið meiri þörf á
herstöðvum. Okkur líst ekkert á það
og við ætlum því að herða barátt-
una.“
Þetta var í fyrsta sinn sem trúbad-
orarnir komu fram allir saman og
Sveinn sagði að það hefði ekki reynst
erfitt að ná þeim saman fyrir þennan
málstað.
„Þetta voru stórkostlegir tónleikar
og þeir voru líka svo ánægðir með
þetta, strákamir. Þeir voru alveg upp
á sitt besta og undirtektirnar voru
alveg hreint stórkostlegar," sagði
Sveinn.
Gæði á góðu verði
Svelna María Mánadóttlr söng sig lnn í hug og hjörtu Austfirðinga í rokk- ðc OOf ð imi2 JT EfGgiulasV
veislunni I Neskaupsfað á dögunum. DV-myndir Hjörvar Sig.
Trúbadorar í banastuði