Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. 5 Fréttir Frestun álvers kom verktakafyrirtækjum í opna skjöldu, segir Pálmi Kristinsson: Töluverðar uppsagnir hjá verktökum fyrirsjáanlegar „Við töldum okkur hafa vissu fyrir þvi að framkvæmdir vegna nýs ál- vers mundu hefjast næsta vor. Við höfum verið að funda um þær síð- ustu vikur. Frestun framkvæmda kom okkur því alveg í opna skjöldu. Verktakafyrirtæki höfðu fulla ástæðu til að ætla að framkvæmdir færu af stað fljótlega eftir áramót. Þar sem ekkert verður úr þeim um sinn blasir ekkert nema umtalsverð- ar uppsagnir við,“ sagði Pálmi Krist- insson, framkvæmdastjóri Verk- takasambands íslands, í samtali við DV. Fjöldi verktakafyrirtækja hafði gert ráð fyrir framkvæmdum vegna álvers í áætlunum sínum fyrir næstu ár. Hefðu álversframkyæmdir farið af stað eins og til stóð hefðu um 400 ársstörf orðið til við virkjanafram- kvæmdir á næsta ári. Jarðvegsvinna og hafnargerð hefði þá einnig hafist en bygging sjálfs álversins 1993. Áætlað var að hún tæki tvö ár. „Það eru hin afleitu áhrif sem menn eru að horfast í augu við. Ég tel fullvíst að mörg verktafyrirtæki hafi haldið að sér höndum í uppsögn- um vegna fyrirsjáanlegra álvers- framkvæmda. í ljósi núverandi stöðu neyðast menn hins vegar til að end- urskoða þá afstöðu sína.“ Pálmi sagði að erfitt væri fá tölu- lega niðurstöðu vegna frestunar ál- versframkvæmda. Hins vegar hefðu verktakafyrirtæki unnið töluvert að eigin verkefnum, byggingafram- kvæmdum, um hríð í þeirri góðu trú að eftirspum mundi vaxa. Hann sagði að með tilliti til markaðarins í dag mætti segja að um dulbúið at- vinnuleysi hefði veriö að ræða. Pálmi sagði vonlaust að meta hve margir verktakar kæmu við sögu við byggingu álvers þar sem enginn vissi hvernig tilhögun framkvæmda yrði háttað. Hefði verið búist við að einn erlendur verktaki fengi allt verkið. Til viðmiðunar nefndi hann álver sem Alumax er að láta reisa í Kanada og er hhðsætt fyrirhuguðu álveri á Keilisnesi. Þar heföu verið 200 verk- samningar í gangi fyrir utan virkj- anaframkvæmdir. Traust fyrirtæki fjárfesti nú „Við vitum fjölda ársstarfa og fyr- irtækin höfðu svigrúm til að bæta þeim á sig. Nú verður þetta svigrúm óútfyllt, auk þess sem samdráttur er merkjanlegur annars staðar í þjóðfé- laginu. Við höfum hvatt til erlendar- ar lántöku til að auka opinherar framkvæmdir á'næsta ári en forsæt- isráðherra hefur ekki tekið vel í þær hugmyndir. Það verður eitthvað meira en lítið að koma til annars staðar frá. Mörg traust fyrirtæki eru með fjárfestingaráform á prjónunum en hafa haldið að sér höndum. Þau ættu að láta til skarar skríða í lægð- inni sem nú er.“ -hlh DAIHATSU APPLAUSE Daihatsu Applause fæst bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Með framhjóladrifi kostar hann frá 979.000 kr. stgr. á götuna. Með fjórhjóladrifi og Qviðjafnanlegum aksturseiginl.eikum kpstar.hanr) frá 1.098.000, Jcr. stgr. á götunq., SöJuaðili Daihgtsu á íslandt er, Prjmbpi'g hf. Faxafeni 8,, sími,91 - 685870.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.