Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Útlönd Terry Waite og Thomas Sutherland lausir úr gíslingu mannræningja 1 Beirút: Biðum hlekkjaðir við klefavegginn öll árin góðar likur á að þeim þremur gíslum sem eftir eru verði sleppt á næstu dögum Terry Waite, sérlegur sendimaður ensku biskupakirkjunnar, hefur látið á sjá í gíslingunni í Beirút. Honum var rænt i janúar árið 1987 en sleppt í gær ásamt Bandaríkjamanninum Thomas Sutherland. Simamynd Reuter „í gær sátum við í klefa okkar hlekkjaðir við vegginn eins og við höfum verið öll árin í gíslingunni. Þá kom einn mannræninginn inn og sagði: „Þið verðið látnir lausir í kvöld,“ sagði Terry Waite þegar hann lýsti fyrstu fréttunum sem hann og Thomas Sutherland fengu um að gíslingu þeirra væri lokið. Bæði Sutherland og Waite hafa lát- ið á sjá í gíslingunni. Sértaklega er til þess tekið að Waite er orðinn grá- hærður og hann er mun grennri en hann var áður. Waite er nú 52 ára gamall og var í haldi frá því í janúar 1987. Sutherland er sextugur. Honum var rænt um svipað leyti og Waite. „Mannræningjarnir sögðu mér að öllum Bandaríkjamönnunum þrem- ur yrði slepp fyrir lok mánaðarins. Joshep Cicippio og Alann Steen losna sennilega innan fimm daga og Terry Anderson fyrir mánaðamótin," sagði Thomas Sutherland þegar hann kom frá Beirút til Damaskus. Sutherland er nú á sjúkrahúsi bandaríska hersins í Wiesbaden í Þýskalandi og verður þar uns hann getur haldið heim til Bandaríkjanna. Terry Waite var í nótt á Kýpur og er væntanlgur til Bretlands eftir há- degið í dag. Þá fyrst getur hann hitt ljölskyldu sína. Sutherland talaði í gær við Jane, konu sína, í síma. Hún segir að mað- ur sinn sé ekki bitur enda hefði hann einsett sér að taka örlögum sínum með jafnaðargeði og bíða þess að sleppa úr prísundinni. Sutherland segir að mannræningj- arnir hafi beðist afsökunar á að hafa rænt honum og öðrum vestrænum mönnum. „Við viðurkennum að þaö var rangt og að það hefur engan til- gang að halda mönnum í gíslingu," hafði Sutherland eftir mannræningj- unum. Perez de Cuiellar, framkvaémda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, er þökk- uð lausn gíslamálsins. Hann hefur frá því í sumar unnið að málinu og tókst nú í haust að fá mannræningj- ana til að breyta afstöðu sinni gegn því að ísraelsmenn slepptu arabísk- um fóngum. Reuter Lokaorrustan um Vukovar er hafin: Króatísku varðliðarnir verða þurrkaðir út Serbneskur sjálfboðaliði kastar handsprengju í lokaorrustunni um Vukovar sem hófst í gær. Simamynd Reuter Sovétríkin: Sovétríkin viðurkenndu í gær að þau heföu skotið niður sænska herflugvél af gerðinni DC-3 sem hvarf yfir Eystrasalti í júnímán- uöi áriö 1952 og að hún heföi ver- ið yfir alþjóölegu hafsvæði. Varnarmálaráðuneyti Sovét- rikjanna viðurkennir aö framið hafi verið gróft brot á þjóðarrétti meö því að skjóta flugvélina nið- ur. Carl Bildt, forsætisráðherra Sviþjóðar, sagði að viðurkenning Sovétmanna hefði jákvæð áhrif á samskipti þjóðanna. Bildt sagöi aö skýring Sovét- manna á atburðinum væri hin mikla spenna sem heföi ríkt milli austurs og vesturs á sjötta ára- tugnum. Svíar höföu lengi reynt að komast að hinu sanna um ör- lög flugvélarinnar og var málið rætt við Gorbatsjov Sovétforseta þegar hann heimsótti Sviþjóð í júní í sumar. Um borð í flugvélinni var átta manna áhöfn og að sögn sovéskra stjórnvalda lifði enginn þeirra af. Herskáir Króatar í Vukovar neit- uðu að hlýða fyrirskipunum stjóm- valda um uppgjöf í gær og bjuggu um sig í Mitnicahverfinu í miðbæn- um undir linnulausum árásum skriðdreka og stórskotaliðssveita sambandshersins. Fréttamaður Reuters heyrði liðs- foringja í hernum segja við eftirlits- mann Evrópubandalagsins að þeir yrðu þurrkaðir út. Sjónvarpið í Belgrad sakaði króa- tíska hermenn, sem ákváðu að flýja, um að myrða serbneska íbúa borgar- innar á flóttanum. Sjónvarpið sýndi myndir af líkum á götum úti, þar á meðal af líki manns sem búið var að stinga úr augun. Þegar sambandsherinn hóf lokaá- rás sína á Vukovar í gær eftir 86 daga umsátur flúðu um 5000 óbreytt- ir borgarar. Þeir höföu verið innikró- aðir í bænum á meðan á umsátrinu stóð. Rauði krossinn og EB höfðu umsjón með brottflutningi þeirra. Margir óbreyttir borgarar yfirgáfu bæinn með tár í augum og höföu með sér það sem þeir gátu af eigum sín- um. „Til fjandans með Vukovar, til fjandans meö líf mitt,“ sagði ein kona grátandi. „Ég á ekkert eftir nema pokann sem ég held á.“ Aðeiris um 150 menn úr króatíska varðliðinu og lögreglunni hlýddu fyrirskipunum yfirmanns síns um að leggja niður vopn frammi fyrir ofureflinu en hinir fóru allir til Mitnica. Varðliði, sem gafst upp, sagði að ógerlegt væri að segja hversu margir heföu ákveðið að berj- ast áfram. ekki gefist upp,“ sagði Andrija He- bran, heilbrigðisráðherra Króatíu. Vestur-Evrópusambandið bauðst í gær tfi að senda herskip inn á Adría- haf tfi að vemda skip Rauða krossins sem flytja burtu særða óbreytta borgara frá Króatíu. Utaiu'íkis- og vamarmálaráðherrar þjóðanna níu lögðu áherslu á að vemd yrði aðeins veitt skipum með óbreytta borgara um borð. Reuter DV Hænsnaþjófar skotnirtilbana Lögregla í Suður-Afríku skaut tvo menn til bana í gær þegar þeir reyndu að stela hænsnum af bóndabýli vestan við Jóhami- esarborg. Talsmaður lögreglunnar sagði að býlið heföi verið undir eftírliti vegna þjófnaðar á birgðum þar að undanfbmu. Fyrir dögun á mánudag sáu lögregluþjónar síð- an mennina tvo brjótast inn í hænsnahúsið og troða fugiunum í poka. „Mennirnir hlupu í burtu og lögregluþjónamir sáu fram á að þeir mundu ekki ná þeim. Þeir hrópuðu viövörunarorð til þeirra og skutu viðvörunarskoti sem mennirnir skeyttu ekki um. Þeir skutu síðan á mennina og særðu þá tfi ólxfis," sagði talsmaður lög- reglunnar. Stjörnuglópur hafðibeturen sérfræðingarnir Breskur stjörnuspeidngur hafði betur en allir heimsins hag- spekingar þegar kom að því að spá fyrir um verðhrunið sem varð á hlutabréfamörkuðunum á Wall Street fyrir helgina. Graham Bates varaöi við því í október að viösjárverð afstaða plánetanna Mars og Plútó um miðjan nóvember gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir verðbréfa- markaði heimsins. Það gerðist síðan á föstudagsmorgun. Það var eins og við manninn mælt, fimmta mesta verðfall sögunnar varð síðar sama dag á Wall Street Bates notar tölfræðigreiningu tfi að færa heim og saman afstöðu plánetanna og verðbréfamarkað- arins og hann spáir aö næsti stór- viðburður á þeim vettvangi verði þann 4. janúar þegar sólin og Úranus munu hleypa öllu í bál ogbrand. Prins sýknaður afmorðákæru Victor Emmanuel, prins af Savoy og sonur síðasta konungs Ítalíu, var sýknaður af ákæru um að hafa drepið þýskan feröamann fyrir frönskum rétti i gær. Ferða- maðurinn var skotinn tíl bana fyrir þrettán árum eftir rifrildi við prinsinn á Cavalloeyju, und- an strönd Korsíku. Prinsinn hafði viðurkennt að hafa hleypt af byssunni eftír rifr- ildið við feröamenn sem voru á seglskútu við eyjuna en lögfræð- ingur hans hélt því fram að kúl- unni sem varð Þjóðverjanum að bana hefði verið skotið úr annars manns byssu. Prinsinn var aftur á móti fund- inn sekur um vopnaburð og var hann dæmdur í sex mánaða skfi- orðsbundið fangelsi. 50kflóafkóka- ínigerðuppfæk íSvlþjóð Sænska lögreglan hefur hand- tekið fjórtán manns í tengslum við næststærsta kókaínfund í landinu til þessa. Alls fundust 50 kfió af efninu í síðustu viku. Rúmlega tíu kíló fundust í húsi í Bua í Hallandi en afgangurinn fannst í íbúð í Gautaborg. Flestir hinna handteknu eru Kólumbíumenn, ellefti karlmenn og ein kona. Þá voru tvær sænsk- ar konur einnig gripnar. Ekki er Ijóst hvemig kókainið komst til Gautaborgar, né heldur hvar átti að selja það. Á götu- markaði er það metið á um 50 mfiljónir sænskra króna, eða um hálfan milljarö íslenskra. : Reuter og TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.