Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka dacja 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Útsæðið næst? Áhrifamenn leggja til, að aílakvótinn verði aukinn á næsta ári. Þetta verði gert til að draga úr þeim efnahags- lega samdrætti, sem við blasir. Fiskifræðingar hafa lagt til, að mikill samdráttur verði í afla, og stjórnvöld hafa farið að ráðum þeirra. Nú ganga margir hart fram í því, að þeirri ákvörðun stjórnvalda verði breytt. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasam- bandsins, sagði í viðtali við DV, að auka ætti aílakvót- ann. Hann væri raunar þess fullviss, að kvótinn yrði aukinn í apríl á næsta ári. Menn verði að skoða dæmið upp á nýtt í ljósi þeirra áfalla, sem dunið hafa yfir. Mikla peninga vanti inn í hagkerfið. Við hefðum ekki leyfi til annars en endurskoða aflakvótann og „taka þá ef til vill einhveija áhættu“. Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, gaf í skyn í viðtali í DV, að stjórnvöld ættu að auka aflakvótann að nýju. Eðlilegt er og sjálfsagt, að menn leiti logandi ljósi, til þess að efnahagsáföllin verði landsmönnum ekki jafnsár á næsta ári og við blasir eftir aflasamdrátt og frestun álversins til viðbótar margs kyns öðrum skakkaföllum. En sú leið, sem hér hefur verið nefnd, er hættuleg. Hún jafngildir því, að við fórum að eta sjálft útsæðið. Lagt er til, að gengið verði á fiskstofnana, til þess að lands- menn þurfi ekki að þola jafnmikla kjaraskerðingu og ella á næsta ári. Viðbrögð stjórnvalda við þessum tillögum eru enn óljós. En vonandi sýnir það, að stjórnvöld muni halda vöku sinni, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði um helgina, að slík ákvörðun væri bæði „varasöm og hættuleg“. í sókn okkar eftir lífsgæðum megum við ekki gleyma, hver kostnaðurinn verður af því að ganga á útsæðið í þessum efnum. Við verðum að treysta vísindamönnum okkar, þegar um ræðir, hver æskilegur aflakvóti eigi að vera. Hafrannsóknastofnun hefur gert spár um, hveijar verði afleiðingar ýmiss, misunandi aflakvóta. Ákveðið hefur verið að veiða 265 þúsund tonn af þorski á yfirstandandi kvótaári. Fiskifræðingarnir segja, að yrðu veidd 250 þúsund tonn í ár og næsta ár, myndu veiðistofn og hrygningarstofn standa nokkurn veginn í stað. Verði veidd 300 þúsund tonn af þorski, muni veiði- stofninn minnka um 100 þúsund tonn og hrygningar- stofninn minnka um 70 þúsund tonn. Ef veidd verða 350 þúsund tonn, mun veiðistofninn minnka úr 850 þúsund tonnum í 630 þúsund og hrygingarstofninn um 140 þús- und tonn. Hvetjendur þess, að aflakvótinn verði nú aukinn vegna kreppunnar, segja sem svo, að hagfræðileg rök hljóti að vera jafngild fiskifræðilegum rökum. Staðan í efnahagsmálum almennt eigi því að geta ráðið ferðinni. Það er vafalaust rétt. En hin hagfræðilegu rök segja okkur, eins og hin fiskifræðilegu, að við eigum ekki að eta af útsæðinu. Það kosti okkur, efnahagslega, meira í framtíðinni en samsvarar því snuði, sem stungið yrði upp í menn á næstu mánuðum. Áfóllin í efnahagsmálum reyna auðvitað á þolrifm. Þau valda freistingum eins og þeirri, sem hér hefur verið nefnd. En það er efnahagslega rangt að hverfa frá fyrri ákvörðun og auka aflakvótann. Ákvörðunin um kvótann hafði verið tekin í sumar, eftir að tillögur fiski- fræðinga lágu fyrir, og þá þótti nær öllum sú ákvörðun skynsamlegust. Það á að vera óbreytt. Haukur Helgason 125% Vidskiptahúsnæði í miðbæ Reykjavíkur — verðþróun 1978-1991 — Myndin sýnir hvernig markaðsverð á gamla miöbæjarsvæðinu hefur breyst siðasta áratug. Gamla mið- bænum hrakar Gamla miðbænum í Reykjavík hrakar stöðugt. Verð hefur lækkað í áratug. Markaðsverð eigna í Kvosinni er nú 45% lægra að raun- virði en 1980. Orsakir hnignunar gamla miðbæjarins eru margar. Ekki er eingöngu tilkomu Kringl- unnar um að kenna. Verðlækkun eigna hófst meira en hálfum áratug áður en bygging hennar hófst. Fasteignir voru arðbær fjárfesting í áratugi var arðbært að ávaxta fé í fasteignum þó fé á bankareikn- ingum rýrnaði. Fé í fasteignum gaf af sér leigutekjur sem skiluðu nokkrum raunvöxtum. Um árabil var það ein tryggasta ávöxtun á fé hér á landi. Þegar verðtrygging fjárskuldbindinga var tekin upp um 1980 opnuðust nýir möguleikar til að ávaxta fé. Um svipað leyti var skattlagning atvinnuhúsnæðis aukin þegar tekinn var upp sér- skattur á verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Fjármagn tók að sækja i verðbréf og samkeppnisstaða fasteignarinn- ar sem fjárfestingar rýmaði. Fé leitaði úr dýrum fasteignum í áhættulítil verðbréf. Það kom með- al annars niöur á eignum í miðbæ Reykjavíkur. Hnignun hans hófst um þetta leyti. Frá 1980 hefur markaðsverð eigna í Kvosinni og á Laugavegi stöðugt lækkað reiknað á föstu verðlagi. Mikiðbyggt Þó drægi úr ásókn í atvinnuhús- næði til fjárfestingar héldu menn áfram að byggja. A síðasta áratug hefur mikið verið byggt af verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði. Framboð atvinnuhúsnæðis á fasteignamark- aði hefur aukist á undanfómum árum og eftirspurn er meiri en margir átta sig á. Þarfir fyrirtækja fyrir skrifstofuhúsnæði hafa breyst og vegna nýrra verslunarhátta úr- eldist verslunarhúsnæði hratt. Árið 1987 var óvanalega mikið byggt af atvinnuhúsnæði. Kringlan sem tekin var í notkun þá um sum- arið er til dæmis þrefalt stærri en allt húsnæði sem byggt var við Laugaveginn í áratug. Auk hennar var byggt afar mikið af skrifstofum og verslunum þetta ár. Hátt verð1987 Af einhverjum ástæðum hækkaði verö.á atvinnuhúsnæði í ársbyijun KjáUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur 1987 og var markaðsverð skrif- stofu- og verslunarhúsnæðis óvenju hátt í Reykjavík. Frá þeim tíma má segja að verð skrifstofu- og verslunarhúsnæðis hafi stöðugt lækkað. Verð skrifstofuhúsnæðis hefur nú lækkað um 25% og mark- aðsverð verslunarhúsnæðis um 35%. Einnig hefur mismunur á verði einstakra eigna aukist. Bestu eignirnar haida þó verðmæti sínu og hækka jafnvel í verði. Verð lé- legra eigna lækkar á hinn bóginn enn meira. Verðþróunin hefur komið sér- staklega illa við verslunarhúsnæöi. Mismunur á söluverði skrifstofu- húsnæðis og algengs verslunar- húsnæðis er nú minni en áður. Sú verðþróun, sem áður er lýst, hefur dregið úr trú manna á að fjárfesta í fasteignum og menn vanda betur valið. Þaö hefur komiö illa við gamla miðbæinn. Kringlunni að kenna? Gamla miöbænum í Reykjavík hefur stöðugt hrakaö síðasta ára- tuginn. Markaðsverð hefur lækkað svo til samfellt frá 1980. Reiknaö á íþstu verðlagi nemur lækkunin um 45% eða 5,5% á ári. Margir skella skuldinni á byggingu Kringlunnar og telja hana valda mestu um hnignum gamla miðbæjarins, sér- staklega Laugavegarins. Það er þó mikil einföldun þvi fleiri þættir koma til. Tilkoma Kringlunnar hraðaði aðeins þróun sem áður var hafin. Fasteignaverð á Laugaveginum hafði lækkað í liðlega hálfan áratug þegar bygging Kringlunnar hófst. Árin 1980 til 1985 lækkaði raunvirði eigna í gamla miðbænum um 20%. Frá 1987 hefur verðið þó lækkað hlutfallslega enn hraðar eða um 11% á ári. Myndin með greininni, sem tekin er úr riti Borgarskipu- lags, sýnir hvernig markaðsverð á gamla miðbæjarsvæðinu hefur breyst síöasta áratug. Vegur Kvosarinnar minnkar Verð húsnæðis í Kvosinni hefur lækkað meira en við Laugaveg. Markaðsverð nú er einungis liðlega helmingur þess sem gerðist fyrir áratug. Sem viðsxiptasvæði hefur Kvosinni hrakað afar mikið. Hús- næði hefur staðið autt, fáar nýjar verslanir verið opnaðar og leigu- verð lækkað. Fyrir tveimur áratug- um var Kvosin, Bankastræti og neðsti hluti Laugavegar helsta við- skiptasvæði Reykjavíkur og þar voru verðmætustu fasteignir í borginni. Kannanir, gerðar. 1970, sýndu að dýrustu eignirnar væru við Aust- urstræti. Fyrir tveimur áratugum fóru verslunaráhrifin að dreifast. Fyrsta breytingin varð þegar mið- stöð strætisvagna fluttist að Hlemmi. Viðskiptaáhrifin dreifast stöðugt víðar um borgina og nær- sveitir. Hlutur Kvosarinnar og Laugavegarins í viðskiptum á höf- uðborgarsvæðinu hefur að sama skapi minnkað. Miöað viö reynslu úr erlendum borgum gæti mark- aðsverð eigna í gamla miðbænum enn lækkaö þó þaö sé þegar orðið jafnlágt og raun ber vitni. Stefán Ingólfsson „Tilkoma Kringlunnar hraðaði aðeins þróun sem áður var hafin. Fasteigna- verð á Laugaveginum hafði lækkað í liðlega hálfan áratug þegar bygging Kringlunnar hófst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.