Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. 1 23' Fréttir Stj ómarformaður Hollustuvemdar harmar vinnubrögð eigin starfsmanna: Vinnubrögðin einsdæmi í íslenskri stjórnsýslu - segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls hf. „Með þessu er formaður stjórn- arinnar að víta sína starfsmenn íyrir slæleg vinnubrögð í málinu og verða við óskum okkar um að málið fái hlutlæga meðferð. En við höfum mjög undan þvi kvartað að þessir starfsmenn Hollustuvemd- ar, sem eru með málið til meðferð- ar og eiga að taka það hlutlægum tökum, komust strax að niðurstöðu í júní sl. og lýstu henni þá yfir. Það fannst okkur óþolandi að starfs- menn stofnunarinnar skyldu strax í upphafi málsmeðferðar lýsa því yfir að þeir væru á móti því áður en öllum gögnum hafði verið safn- að saman. Ég hygg að þetta sé alveg einsdæmi í íslenskri stjórnsýslu, meðferðin á þessu máh, en það er ánægjulegt til þess að vita að stjórn Hollustuvemdar hefur áttað sig á því að svona á ekki að meðhöndla mál samkvæmt íslenskum stjórn- arfarsrétti og hefur tekið fram fyrir hendurnar á þessum tveimur starfsmönnum sínum,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls hf., í samtah við DV. Vegna fyrirhugaðrar byggingar Faxamjöls hf. á fiskimjölsverk- smiðju í Örfirisey hefur komið til kasta Hollustuverndar ríkisins. Formaður stjórnar HoUustuvemd- ar ríkisins sendi Gunnlaugi Sævari nýlega bréf þar sem starfshættir starfsmanna Hollustuverndar eru harmaðir: „Það skal upplýst að fram- kvæmdastjórnin átaldi forstöðu- mann og viðkomandi sérfræðing stofnunarinnar á þessi sviði fyrir að haga ekki málsmeðferð í sam- ræmi við ákvörðun framkvæmda- stjórnar á fundi sínum þann 10. september sl. Stjórn HoUustu- vemdar ríkisins þykir miður ef meðferð þessa máls hjá mengunar- varnasviði stofnunarinnar til þessa kann að hafa valdið fyrirtæki yðar óþægindum eða skaða áður en allar staðreyndir málsins Uggja fyrir,“ segir í bréfinu. Hermann Sveinbjörnsson, form- aður stjórnar HoUustuverndar rík- isins, sagði í samtaU við DV að það mætti túlka þetta bréf sem afsök- unarbeiðni en tók jafnframt fram að orðalagið væri á þá leið að um beina afsökun væri ekki að ræða. Hann sagði ennfremur að tekið yrði til gaumgæfilegrar endurskoð- unar hvort þessir tveir umræddir starfsmenn ynnu áfram að máhnu og einnig að framkvæmdastjórnin yrði nú meira með puttana í þessu máli. -GRS Jöklakórinn hríf ur Snæfellinga Kristján Sigurðssan, DV, Stykkishólmi: Jöklakórinn, sem er samkór kirkjukóra á norðanverðu Snæfells- nesi, hélt söngskemmtun 1. nóv. í Stykkishólmskirkju sem var mjög vel sótt og tókst afar vel. Á efnisskrá voru 17 verk, þ. á m. Ave verum corpus eftir Wolfgang Amadeus Mozart, í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson og Jarðarfarar- dagur eftir Þóri Baldursson. Sem sagt mjög fjölbreytt dagskrá. Áhorf- endur voru og vel með á nótunum og kórinn varð að flytja mörg auka- lög. Kórinn hafði áður haldið tónleika á HelUssandi og í Grundarfírði og 2. nóvember var sungiö í Ólafsvík. Auk þess voru síðan haldnir tónleikar í félagsheimiUnu BreiðabUki á sunn- anverðu Nesinu. Stjórnendur eru þau Friðrik V. Stefánsson, Helgi E. Krisjánsson, Jóhanna Guðmunds- dóttir og Kay W. Lúðvíksson. Norrænu nemendurnir ásamt jafnöldrum á Akranesi. Norrænir vinabæjarnemar í heimsókn á Akranesi Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Átta norrænir nemendur frá vina- bæjum Akraness héldu héðan fyrir stuttu eftir að hafa dvaUð hér í hálfan mánuð hjá jafnöldrum sínum í Brekkubæjar- og Grundaskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Akra- neskaupstaður greiddi kostnaðinn sem hlaust af dagskránni hér en við- komandi bæjarfélög greiddu ferða- kostnað sinna nemenda. Þetta voru fyrstu nemendaskiptin af þessum toga en stefnt er að því að mót sem þessi verði haldin þriðja hvert ár, næst í Bamble f Noregi 1994. Farið var í nokkrar kynnis- og skoðunarferðir, m.a. upp í Borgar- fjörð, á ÞingvöU og að Gullfossi og Geysi. Einnig fóru krakkamir til Reykjavíkur og í Bláa lónið. Þá skoð- uðu þau Akranes í krók og kring og kynntust hér fólki og atvinnulífi. Þau kynntu einnig sína heimabæi í skól- unum með fyrirlestrum og mynda- sýningum og voru í kennslutímum með gestgjöfum sínum. „Það fyndist kannski einhverjum að krakkamir hefðu fengið of mikið fijálsræði hér og þurft hefði að setja ákveðnari reglur. En þeim var sýnt traust sem þau risu fylhlegu undir,“ sagði Óhna Jónsdóttir, kennari, er DV ræddi við hana um heimsóknina. Hún, ásamt þeim Svandísi Péturs- dóttur og Gyðu Bentsdóttur, hafði veg og vanda af skipulagningu dval- arinnar. „Þetta vom upp til hópa yndislegir krakkar aht saman og ég held að við getum verið ánægð með hvernig til tókst á heildina htið.“ Fyrst og fremst á farmabraut k k k k Safnsendingar í flugi - ódýrari frakt.. / vuarn vuaco FLUTNINGSMIÐUJNTN «* TRYGGVAGÚTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590 11 1 < ; I o ;|'ir ' 1'' >']1 ' '•' ■- <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.