Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. 25 Fréttir Smábátaeigendur: Tjón vegna prentvillu nemur 120 milljónum Umbjóöendur mínir fjórir hafa , orðið fyir umfangsmiklu fjárhags- tjóni vegna ólögmætra skerðinga veiðiheimilda fyrir tímabilið 1990 fram til haustsins 1991. Tjóniö má meta upp á 120 milljónir króna, auk dráttarvaxta og kostnaðar sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands, segir í bréfi sem lögmaður íjögurra smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráðherra, Þorsteini Pálssyni. Er ráðneytinu boðið upp á viðræð- ur um málið svo að komist verði hjá málsókn. Forsaga málsins er sú að prentvilla slæddist inn í texta frumvarps til laga um fiskveiðistjórnun Alþingis á síðasta ári. í upprunalegum texta frumvarpsins var kveðið á um að bátar undir 6 brúttórúmlestum gætu valið um krókaveiðar í stað afla- marks. Frumvarpið var endurprent- að og bætt inn í það leiðréttingum og viðbótum sem komið höíðu fram í meðferð þingsins en þá urðu þau mistök að skammstöfunin brl. kom í stað orðsins brúttótonn sem er önnur mælieining. Fór frumvarpið þannig í gegnum þingið. Prentvillan var síð- ar leiðrétt í Alþingistíðindum. Sex smábátum, sem árið 1990 voru skráðir minni en 6 brúttólestir en mælast 8 til 13 brúttótonn samkvæmt brúttótonns mælieiningunni, var samkvæmt frumvarpinu úthlutað 16,5 tonna kvóta hveijum samkvæmt meðalkvóta 5 til 6 brl. báta í afla- markskerfinu. - Fjórir smábátaeigendur, sem áttu funm trillur, voru ekki sáttir við þessi málalok og leituöu til umboðs- manns Alþingis. Álit hans var að bátarnir ættu rétt á að vera á króka- veiðum og rökstuddi hann það meðal annars með því að þótt orðið brúttó- tonn væri komið inn í prentaða út- gáfu Alþingistíðinda léki vafi á því að dómstólar teldu það hafa lagagildi. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað svo á grundvelli úrskurðar umboðs- mannsins að smábátaeigendurnir mættu velja á milli þess að fara á krókaveiðar í stað aflamarks og var það nú á haustdögum sem þeir gátu hafið krókaveiðar. Smábátaeigendurnir eru hins veg- ar ekki sáttir viö þessi málalok og telja sig hafa orðið fyrir miklu fjár- hagstjóni vegna prentvillupúkans, þeir kreíja því sjávarútvegsráðu- neytið um bætur og er þess krafist að ráðuneytið gefi svar fyrir 20. þessa mánaðar. -J.Mar Hörkurekstur hjá Skagstrendingi Minni útf lutningur á steinull Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Útlit er fyrir að áætlanir um sölu á steinull á innanlandsmarkaði á þessu ári standist en hins vegar er ljóst að útflutningur einangrunar verður ekki jafnmikill og gert var ráð fyrir. Fyrstu 10 mánuði ársins nam salan innanlands 2520 tonnum en gert var ráð fyrir 3000 tonna árssölu. Á sama tíma höfðu 1800 tonn verið seld úr landi en áætluð árssala var 2500 tonn. Einar Einarsson, framkvæmda- stjóri Steinullarverksmiðjunnar hér á Sauðárkróki, segir ástæöuna sam- drátt á byggingarmörkuðum og aukna samkeppni í framleiðslu ein- angrunar. Fljótlega verði hafist handa við að áætla sölu næsta árs og varlegt sé að gera ráð fyrir sam- drætti á innanlandsmarkaði en enn- þá sé ekki vitaö hvemig landið liggi í útflutningnum. Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðl. vestra: Rekstur Skagstrendings kom verulega betur út fyrstu sex mán- uði ársins 1991 en á sama tíma 1990. Hagnaður varð 32,6 millj. króna fyrir skatta sem er 37,4% aukning milli ára. Eigið fé er orðið 661 milljón króna og hefur aukist mikið, enda var fyrr á árinu farið út í hlutafjár- aukningu að nafnvirði 50 millj. króna. Sölugengi bréfanna var 4,8-5,1 sem þýðir rúmlega 200 millj. króna raunvirði þeirra. Það verður því ekki annað sagt en Skagstrend- ingi gangi vel að safna upp í kaup- in á nýja frystitogaranum sem verður afhentur frá Noregi næsta haust. Að sögn Áka Áskelssonar, rekstr- arstjóra Skagstrendings, er ástæð- an fyrir betri afkomu fyrri hluta ársins meiri afli og betra verð á mörkuöum. Þá hafa skipin ekki tafist frá veiðum vegna viðgerða eins og gerðist 1990. Þá var Orvar frá veiðum að mestu fyrstu tvo mánuði ársins vegna lagfæringa við millidekk. VALDIS 0G GUNNGEIR ÞREFÖLDUÐU UPPHÆÐINA SEM ÞAU HÖFÐU TIL RÁÐSTÖFUNAR! DV BRÚÐAR gjofin ■ ValdísogGuiingeir DV auglýsti eftir pari í gifting- arhugleiðingum. Valdís og Gunngeir voru svo ljónheppin að vera valin úr f|ölda umsækj- enda. DV gaf þeim kvartmilljón, 2; o.ooo krónur, til að auðvelda t þeim að byggja upp framtíðar- heimili sitt og notuðu þau pen- ingana til að kaupa. hluti i gegnum smáauglýsingar DV. ■ Mikið fyrir lítið Smáauglýsingar Þverholti ii - io; Rvík Sími 91-27022 Fax 91-626684 Græni síminn 99-6272 Opið: Virka daga frá kl. 9-22 Laugardaga frá kl. 9-14 Sunnudaga frá kl. 18-22 Ath. Smáauglýsing í helgar- blað DV verður að berast fvrir kl.f 17 a föstudág. Jóhanna Gísladóttir og María Kjartansdóttir í Vikurmarkaönum. DV-mynd Hjörvar Bónusverslun í Neskaupstað Hjörvar Siguijónsson, DV, Neskaupstað: VíkurmEirkaðurinn, verslun með bónussniði, var opnuð hér í Nes- kaupstað þriðjudaginn 5. nóvember. Eigendur eru Jóhanna Gísladóttir og fjölskylda og mun Jóhanna annast reksturinn ásamt einum starfs- manni, Maríu Kjartansdóttur. Víkurmarkaðurinn er opinn kl. 13-18 og er Jóhanna ánægð með við- tökur bæjarbúa þessa fyrstu daga verslunarinnar. Þau fengu aldeilis mikið fyrir lítið því þau þrefölduðu upp- hæðina sem þau höfðu til ráð- stöfunar. Þau keyptu f)óra króm- og leð- urstóla, Funai myndbandstæki, 22" Grundig litsjónvarp, tví- skiptan Blomberg ísskáp, sófa- borð með glerplötu og króm- fótum, svartan, tvífættan standlampa með glerplötu, tvo 2ja sæta sófa og stól með tauá- klæði, Eumenia þvottavél með innbyggðum þurrkara og stór- an, þríski'ptan fataskáp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.