Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 40
TVÖFALDUR1. vinningur Veöriðámorgun: Frostlaust víðast hvar Á morgun veröur suðaustanátt og frostlaust um mestallt land. Rigning með suður- og vestur- ströndinni en sums staöar slydda í öðrum landshlutum en snjókoma inn til fjalla. Hiti verður á bilinu 0-5 stig, hlýjast sunnanlands. LOKI Það er nú ekki einu sinni - æfingíþvíaðlyftaJóni! F R ETTASKOTIÐ 62 • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 k'rónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Ákærtfyrir innflutning á 1.100 kössum Fyrrum stýrimaður hjá Eimskipa- félagi íslands hefur verið ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á 1.100 kössum á bjór á árinu 1989. Málið var lengi í rannsókn hjá RLR og síðan til meðferðar hjá ríkissak- sóknara en er nú í dómsmeðferð. Bjórinn fannst í gámi sem kom með Laxfossi til Reykjavíkur 17. janúar 1989. Um miðjan febrúar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna rannsóknar málsins. Þar sat hann í einn mánuð en neitaði ávallt sakargiftum. * Bjórinn var í gámi sem samkvæmt farmskrá skipsins átti aö vera tóm- ur. Þegar tollverðir í Reykjavík opn- uðu gáminn var hann fullur af Heineken bjór. Bjórinn var keyptur í Antwerpen í Belgíu. Við rannsókn málsins báru vitni í Belgíu, sem tengdust sölu á bjórnum, að um- ræddur maður hefði keypt sending- una. -ÓTT Sjö milljóna Ríkissaksóknaraembættiö hefur gefið út ákæru á hendur fyrrum yflr- lyfjafræðingi Landakotsspítala þar sem honum er gefið að sök að hafa dregið sér um 7 milljónir króna. Dómsyfirheyrslur hefjast vegna málsins í Hafnarfirði í næstu viku. Manninum var vikið úr starfi í apríl á síðasta ári og úrskurðaður nokkru síðar í gæsluvarðhaid vegna rannsóknar lögregu á málinu. Frum- rannsókn lauk síðastliðið haust. Rík- isendurskoöun hafði áður gert ítar- lega skýrslu vegna málsins. Meint misferli yfirlyfjafræðingsins tengist 'aö miklu leyti afhendingu á lyfjum ^jir apóteki Landakotsspítala. Tvö al- mennapótektengjastmálinu. -ÓTT Skeiöarárhlaup: Vex hægt í ánni „Mér sýnist að það hafi ekki vaxið neitt að ráði í ánni í nótt. Hún hefur vaxið mjög hægt að undanfornu. Maöur hefur varla séð mismun á henni frá degi til dags. Það verður ekki hægt að meta það fyrr en birtir hvort áin hefur róast eitthvað í nótt,“ segir Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli. „Þegar mælt var í gær haföi það vaxið mikið frá deginum áður og var l^rennslið komið upp í 1200 rúmmetra cT sekúndu sem er margfalt meðal- rennsli," segir Snorri Ámason vatnamælingamaöur. -J.Mar Hugmyndir um efnahagsráðstafanir ríklsstjórnarmnar: Sölu ríkisfyrir- tækja verði hraðað - og dregið verulega úr starfsemi ýmissa ríkisstofnana Meðal þess sem rætt er um vegna boðaðra efnahagsráðstafana rík- isstjórnarinnar er að draga umtals- vert úr fjárveitingum til ýmissa ríkisstofnana og leggja jafnvel aðrar niður. Til þess að þetta sé hægt þarf í sumum tilfellum laga- breytingar og er rætt um að bera fram eitt fumvarp sem inniheldur allar þær lagabreytingar sem þarf að gera. Þá er rætt um að hraða sölu ríkis- fyrirtækja frá því sem fyrirhugað var. Inni í því dæmi eru meðal annarra fyrirtækja Síldarverk- smiðjur ríkisins og ríkisbankamir, annar eða báðir. Annars era þessar efnahagstil- lögur afar stutt á veg komnar og þessa dagana veriö aö safna í eins konar hugmyndabanka hjá stjórn- arflokkunum. Efhahagsráðstafanirnar vora að- almálið á löngum þingflokksfundi alþýðuflokksmanna í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður þing- flokksins, sagði að menn hefðu þar farið yfir stööuna en engar ákveðn- ar tillögur heföu þar verið sam- þykktar. Þingflokksfundur sjálfstæöís- manna í gær var aftur á móti stutt- ur. Virðist svo sem að á þessu stigi ráði ráðherrar flokksins einir ferð- inni. Nefnd efnahagssérfræðinga hef- ur verið stofnuö til að vinna að þessum efnahagsaðgerðum. Ólafur Davíðsson hagfræðingur er for- maður nefndarinnar en meðal nefndarmanna er Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður Jóns Baldvins utanríkisráðherra. -S.dór Nýbakaðir heimsmeistarar í kraftlyftingum, þeir Hjalti Árnason og Guðni Sigurjónsson, komu ásamt Jóni Gunnars- syni, sem hlaut brons á heimsmeistaramótinu i Sviþjóð, til landsins i gær. Tekið var á móti kraftajötnunum með kostum og kynjum í Leifsstöð. Þar var utanrikisráðherrann mættur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þegar brugðið var á leik var Jón Baldvin eins og fis í höndum kraftlyftingameistaranna, enda lyftu þeir kappar samanlagt heilli rikis- stjórn á mótinu ytra. Hjalti er lengst til vinstri, þá Guðni og síðan Jón. Sjá bls. 20-21 DV-mynd ÆMK Tungufellsmálið: Landsbankinn veitir ekki sakaruppgjöf - segir Sverrir Hermannsson „Landsbankinn mun ekki draga beiðnina til baka því að málið er ekk- ert á hans snærum. Það er í höndum réttra lögregluyfirvalda sem er sak- sóknari ríkisins. Þar verður það og hefur sinn eðlilega framgang þar til rannsókn er lokið og ljóst verður hvort til ákæru kemur. Landsbanki íslands veitir mönnum ekki sakar- uppgjöf.“ Þetta sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, er DV spuröi hann hvort bankinn myndi draga til baka beiðni um opinbera rannsókn á ráðstöfunum sem geröar voru með sölu Hraðfrystihúss Ólafs- víkur á tveim bátum til útgerðarfé- lagsins Tungufells hf. Á skiptafundi þrotabúsins, sem haldinn var í gær, lagði Jóhann Ní- elsson bústjóri fram tillögu að um- boði til að gera samning við Tungu- fell um endurgreiðslur og riftunar- bætur til þrotabúsins að upphæð rúmlega 150 milljónir króna. Fékk bústjóri heimild til að ganga frá til- boðinu. Er þar með lokið riftunar- máli því er búið höfðaði. í gær fór einnig fram uppboð á frystihúsi Hraðfrystihúss Ólafsvík- ur. Var Fiskveiðasjóði slegið húsiö á 30 milljónir króna. Auk frystihússins á þrotabúið fiskimjölsverksmiðju og saltfiskverkunarhús og aðrar minni eignir. -JSS Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.