Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.03.1967, Blaðsíða 16
tHvseto) Nokkrar kosningasögur Ekkert skil éff í hvers vegna áfengisútsalan gekk svona illa í Keflavik. Nú í þessn frosti .... Farþegarnir höfðu enn ekki verið beðnir um að spenna á sig öryggisbelti og afleiðingin varð sú að flest ir farþegarnir köstuðust upp á þak flugvélarinnar. Alþýðublaðið. Skvísan spældi sögukennara blókina aldeilis um daginn, þegar hún spurði hann, hvort þeir hefðu verið eins strípaðir í gamla daga eins og væri í Rauðu skikkjunni. Gaman var að Gög og Gokke í sjónvarpinu. Þetta er eft ir þeim karlmönnunum..... Af því að kosningar eru í vor, sakar ekki að rifja upp ýmislegt gott, sem sagt hefur verið i svip- Uðum tilefnum, Meðan framboðs- fundir tíðkuðust hér á landi upp á gamla mátann, áður en allir kosningafundir voru gerðir að vakningasamkomum, þá rann oft ýmislegt skemmtilegt upp úr frambjóðendum, þegar þeir voru búnir að ná sér á strik. (Þó mun það ekki liafa verið á framboðs- fundi, sem einn ágætur maður fann skýringu á þeirri staðreynd reynd, að andstæðingur hans væri orðinn gráskeggjaður, en ekkert farinn að hærast á höfði; hann hafði nefnilega alitaf notað kjaft- inn, en aldrei höfuðið). Það væri mikið þarfaverk, ef einliver góður maður vildi taka sig til og safna sögum af skemmti legum tilsvörum og orðadeilum á framboðsfundum, og eiginlega ætti að kenna slíkt í flokksskól- unum, ef sú kúnst á ekki að deyja út að geta komið fyrir sig orði. En það getur vel verið að ein- hverjir hafi þegar sýnt þetta framtak, og væri betur að svo væri. En það er ekki ætlunin að- fara hér að rifja upp slíkar sögur inn- lendar, þótt það sé freistandi held ur spannst þessi inngangur af því, að Baksíðan fékk nýlega í hendur gamla bók og í þessari gömlu bók er rakið talsvert af kosningasögum, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera dansk- ar og fjalla um danska stjórn- málamenn. Að vísu er eins og sumar þeirra hafi heyrzt um aðra stjórnmálamenn í öðrum lönd- um, sum tilsvörin jafnvel verið höfð eftir íslenzkum frambjóð- endum, enda er ekkert líklegra en þeir hafi einhvern tíma lesið þessa ágætu bók. Þannig er því til dæmis farið með söguna, þeg- ar kona eitt sinn bauð sig fram gegn .kunnum stjórnmálamanni og sagði við hann á framboðs- fundi: Frostið oss herði Frostið er hart, allt hélar og frýs og hroll að gamlingjum setur, en hitaveitan er eins og ís, sem ekki þiðnað getur. Það þrengir sér inn í minn skelmisskrokk, og skjálfandi leið mína fer ég. En frostið oss herði; vér frjósum í stokk, og fullhertur bráðum er ég. — Ef þér væruð maðurinn minn, þá drægist það ekki lengi, að ég gæfi yður eitur. — Og ef ég væri maðurinn yð- ar, þá tæki ég það, var svarið. Annars er rétt að halda sig við bókina. Einn af forystumönnum róttæka flokksins danska fékk það einu sinni framan í sig á fundi, að flokkurinn væri hvorki fugl né fiskur. — Áuðvitað ekki, svaraði hann, — enda flöggum við hvorki með þorskum né gæsum, eins og sumir hinna. • Pinstrup hét Jóti, sem eitt sinn var landbúnaðarráðherra Dana. Um hann sagði einn andstæðing- ur hans eitt sinn: — Pinström er mikill maður og hann unir sér vel í þinginu og í ráðuneytinu. En einn er staður, sem ekki er hægt að hleypa honum á. — Og hvaða staður er það? spurði einhver. — Mjólkurbú, var svarið. — Hann er nefnilega svo fúll, að mjólkin skemmist við að sjá hann. Meðan konungkjörnir þing- menn voru við lýði, bar þá eitt sinn á góma á framboðsfundi, og einhver sagði að þeir'væru skip- aðir ævilangt í embættin. — En er þá ekki hægt að náða þá? spurði annar. Og svo er bezt að klykkja út með sögu, sem ekki er tekin úr þessari bók, heldur úr miklu nýrri heimild. Samgömgumálaráðherr ann í einu grannlanda okkar er maður mikill á velli og kæmist alveg áreiðanlega í þyngsta flokk, ef hann legði fyrir sig hnefa- leika. Embættis síns vegna verð- ur hann oft að fremja hrúarvígsl- ur, og eitt sinn er tveir ungir drengir sátu við sjónvarpstækið sitt og horfðu á slíka athöfn, sagði annar þeirra við hinn; — Heyrðu annars, hvers vegna er þessi mað ur alltaf látinn fara fyrstur út á brúna? . — Skilurðu það ekki? svaraði félaginn. — Það er til þess að prófa, hvort brúin heldur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.