Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991.
Fréttir
Bjöm Erlingsson, 34 ára íslendingur, 1 þriggja mánaða leiðangur um Suðurskautslandið:
Verst að sjá ekki
fjölskylduna á jólunum
Coatsland
Suðurpóllinn
ðurskautslandið
Enderbyland SJ
Wilkesland
- fréttastofur sögðu skipið hafa fest í ísnum en Bjöm sagði enga hættu á ferðum
gærdag þar sem hann var staddur á
14 þúsund tonna rússneksu rann-
sóknarskipi undan Suðurskauts-
landinu. Versta veður gerði á þessum
slóðum í fyrradag og tjáðu frétta-
skeyti aö leiðangurinn hefði fest í
ísnum. Bjöm sagði að engin hætta
hefði verið á ferðum, skipið hefði
bara ekki komist eins langt og menn
ætluðu sér.
Björn er þarna ásamt Norðmanni
á vegum norsku heimskautarann-
sóknarstöðvarinnar í Ósló, Norsk
Polarinstitut, sem styrkir þá til far-
arinnar ásamt háskólanum í Bergen
og Stokkhólmi. Auk rússneskra vís-
indamanna frá heimskautarann-
sóknarstöðinni í Pétursborg er 40
manna hópur norrænna vísinda-
manna um borð. Einn hópur manna
er þegar farinn upp á ísinn en aðrir
leiðangursmenn fara í land næstu
daga.
Nú er sumar á Suðurskautslandinu
og bjart allan sólarhringinn. Björn
sagði að mörgæsir styngju upp koll-
inum og mikið líf væri um allt.
„Mörgæsirnar hertóku þyrluilug-
völlinn okkar á ísnum svo við urðum
að sprauta á þær til að koma þeim
burt. Það voru flognar 8 ferðir með
tæki og vistir með rússneskum þyrl-
um í gær. Þetta voru um 300 kíló-
metra ferðir. Við viljum komast nær
íshellanni. Þar sem viö verðum mik-
ið á ferðinni munum viö ferðast um
á vélsleðum og draga lítið hús á eftir
okkur. Þetta eru vel útbúnir hópar
en reyndar erum við Norðmaðurinn
fomaldarlegastir. Tvær rússneskar
þyrlur verða héma til aðstoðar allan
tímann, það er öryggi í því.“
Björn Erlingsson sem nú dvelst á Suðurskautslandinu. Með honum á mynd-
inni er eiginkona hans, Bergþóra Valsdóttir, og sonur þeirra Valur.
Björn hefur unnið að jöklarann-
sóknum síðasthðin fjögur ár. Næstu
tvær vikur verða hann og félagi hans
við rannsóknir á fljótandi jökulhell-
unni viö Suðurskautslandið en halda
síðan inn til fjalla til frekari rann-
sókna. Þeir munu fara víða um og
verða við rannsóknir fram til 20. fe-
brúar. Þá verður náð í leiðangurs-
menn og farið með þá til Montivideo
í Argentínu, þaðan sem þeir komu.
Björn mun meðal annars stunda
radarmæhngar á fljótandi íshellunni
til að athuga hreyfingar á ísnum,
víxláhrif frosts og þiðnunar. í fjöllum
verður meðal annars gerð nákvæm
athugun á hreyfingum íssins frá
landi að íshellunni á sjónum. Þá
reyna þeir að komast að því hvort
jökullinn er frosinn th botns eða
hvort þítt er við botninn.
-hlh
„Þessi ferð leggst ágætlega í mig
en þrír mánuðir eru langur tími þeg-
ar ég hugsa til fjölskyldu minnar i
Ósló. Það verður leiðinlegt að geta
ekki verið með þeim á jólunum og
þaö situr náttúrlega svohtið í manni.
En rannsóknarverkefnið er afar ■
spennandi svo þetta leggst hka vel í
mig,“ sagði Björn Erhngsson, 34 ára
íslendingur, sem nú er að hefja tæp-
lega þriggja mánaða rannsóknarferð
um Suðurskautslandið ásamt norsk-
um félaga sínum.
DV náði símasambandi við Björn í
Héma var leiðangurinn
staddur síðdegis í gær
Amundsenhaf
WeddeUhaf
Rosshaf
500 km
cc
Reynum að koma til móts við
eldri borgara og yngra fólk
- segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Fáks
„Starfsemin fer af staö á sama hátt
og verið hefur. Það er verið að skoða
á hvemig við nýtum hesthúsin við
Bústaðaveg og það eru ýmsar hug-
myndir á lofti. Við munum leigja
húsin út eins og undanfarin ár en
leigan verður ekki jafnhá og leigan
á húsunum uppi í Víöidal.
Okkur langar til að reyna að koma
til móts við þá sem minna mega sín,
til að mynda eldri borgara og yngra
fólkið," segir Haraldur Haraldsson,
framkvæmdastjóri hestamannafé-
lagsins Fáks. Reykjavíkurborg
keypti nýlega 112 hesta hús félagsins
við Bústaðaveg og var kaupveröið 14
mihjónir króna.
„Við ætlum að fmna leiðir í fram-
tíðinni til að koma til móts við þá sem
geta ekki stundað hestamennsku að
staðaldri annaðhvort sökum pen-
inga- eða tímaskorts. Þetta fólk gæti
þá komiö í hesthúsin við Bústaðaveg
og fengið leigð hross hjá okkur, einn-
ig eru uppi hugmyndir um að starf-
Haraldur Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Fáks: Nú er verið að blása lífi
í starfsemi Fáks eftir ládeyðu.
DV-mynd S
rækja reiðskóla eins og undanfarin
ár.“
- Fákur hefur staðið illa fjárhags-
lega. Nær félagið að rétta úr kútnum
eftir aö borgin hefur keypt hesthúsin
við Bústaðaveg?
„Kaup borgarinnar laga fjárhags-
stöðuna en þau ná ekki að jafna leik-
ana. Við þurfum að halda vel á spil-
unum til að gera það.
Félagar í Fáki eru um 1000 og það
hafa verið töluverö vanhöld á því að
menn borgi félagsgjöldin en nú er
verið að fara í gegnum félagaskrám-
ar og reyna að koma skikki á þær.
Það hefur verið ládeyða í starfsem-
inni vegna fjárhagsörðugleika en nú
er verið aö blása lífi í hana á nýjan
leik. Það er mikið fram undan í starf-
seminni. Nýtt starfsfólk hefur verið
ráðiö til starfa og tveir hestahirð-
anna okkar hafa verið endurráðnir,
fólk getur farið að taka inn hross ef
það vill,“ segir Haraldur.
-J.Mar
Brauð handa hungmðum heimi:
Sýnilegur árangur
Hjálparstofhun kirkjunnar til dæmis nýlega vígt 40 manna
hyggst einbeita sér á komandi ári sjiikrahús. Þá hefur hjálparstofn-
í áframhaldandi uppbyggingu í unin hóp barna á Indlandi á sínu
þeim löndum sem hún hefur starf- framfæn og kostar skólagöngu
að. Mat stofnunarinnar er aö ár- þeirra. f Keniu aðstoöar stofnunin
angursríkara sé að starfa í nokkur einstæðar mæður og i Eþíópíu hef-
ár á sama stað heldur en að fara ur hún staöið aö uppbyggingu heil-
úr einu landinu í annað á hverju sugæslustöövar.
ári Með því skapist náið samband Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
milli samstarfsaðilana, stöðugleiki auk þessara verkefna notað um-
og þekking á séraðstæðum í við- talsverða flármuni til aö styrkja
komandi löndum. Að auki ætlar ýmis félög og einstaklinga. Meðal
stofnunin að safna í neyðarsjóð til styrkþega eru til dæmis Kvennaat-
að standa straum af hugsanlegrí hvarfið, Stígamót, Vernd og Sjálfs-
neyðarhjálp. björg.
Að venju mun Hjálparstofnun í frétt frá Hjálparstofnun kirkj-
kirkjunnar standa fyrir söfnun nú unnar segir að árangurinn af hjálp-
um jólin til að geta sinnt aðkallandi arstarfinu hafi verið mjög sýnileg-
verkefnum. Að undanfórnu hefur ur á árinu 1991 og að umsvifin hafi
hiálparstarf kirkjunnar erlendis verið allmiklu meiri en síðustu ár-
einkum falist í aðstoð viö Indland, in. Ætlar stofnunin að reyna aö
Eþíópíu og Keníu. Á Indlandi var eflastarfiðennfrekar. -kaa
Ákvörðunar um starfsleyf i Kísiliðjunnar að vænta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Mér fmnst líklegt aö ákvörðun í
þessu máli liggi fyrir áöur en nýtt
ár gengur í garð því sú framlenging
á takmörkunum, sem við vinnum
eftir, er úti um áramót," segir Róbert
Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísil-
iðjunnar í Mývatnssveit. Þess er að
vænta innan tíðar að iðnaðarráðu-
neytið taki ákvörðun um framhald
efnistöku verksmiðjunnar úr Mý-
vatni en talsverður styr hefur staðið
um verksmiðjuna nyrðra lengi.
Dæhng kísilgúrs úr Mývatni liggur
af skiljanlegum orsökum niðri yfir
vetrarmánuðina en hefst í maí að
sögn Róberts þannig að ákvörðun um
framhald, sem tekin verður í iðnað-
arráðuneytinu, er ekki krefjandi
strax. Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra og Eiður Guðnason umhverfis-
ráðherra voru á ferð í Mývatnssveit
á dögunum en umhverfisráðuneytið
er umsagnaraðih áður en iönaöar-
ráðuneytið tekur ákvörðun um
vinnsluleyfi.
„Ráðherramir sögðu að máhð væri
í vinnslu og voru mjög varkárir í
yfirlýsingum sínum en mér fannst
þeir ekki vera hvatvíslega á móti
okkur,“ sagði Róbert. Hann sagði að
sitt mat væri að fyrirtækið þyrfti aö
minnsta kosti fimmtán ára vinnslu-
leyfi, slíkt væri nauðsynlegt stjórn-
unarlega séð, meðal annars með til-
hti til fjárfestinga og þess háttar. Þá
þyrftu starfsmenn að hafa starfsör-
yggi og síðast en ekki síst þyrfti sölu-
aðihnn að hafa einhverja tryggingu
fyrir þvi aö framleiðsluvara fyrir-
tækisins yrði til staðar næstu árin.